Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 53 AÐSENDAR GREIIMAR Jóðsótt forseta bæjar- sljórnar í Yesturbyggð MJÖG einkennileg uppákoma átti sér stað í fjölmiðlum dagana 2. til 3. desember, þegar forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar jós úr skálum reiði sinnar yfir undirrit- aðan sem bæjarstjóra í Vestur- byggð og sem oddvita Sjálfstæðis- flokksins og okkur sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn. Offors Kristínar Björnsdóttur var slíkt yfir því að því er virtist vera að Alþýðuflokkurinn og hún væru lent í minnihluta að hún lýs- ir yfir ótímabæru gjaldþroti bæjar- félagsins, sem er fullkomið ábyrgð- arleysi af hennar hálfu sem bæjar- stjórnarmanns og forseta bæjar- stjórnar eftir sex ára setu í sveit- ar- og bæjarstjórn, allan tímann í meirihluta. Ársreikningar bæjarfé- lagsins fyrir árið 1995 sýna það svo ekki verður um villst að fjár- hagsstaða bæjarins fer batnandi. Meirihlutamyndun Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks Til að varpa réttu ljósi á þá mynd sem Kristín dregur upp varð- andi ráðningu undirritaðs sem bæjarstjóra í Vesturbyggð, þá var það upphaflega hugmynd þeirra Alþýðuflokksmanna, að undirritað- ur tæki að sér starf bæjarstjóra í Vesturbyggð en ekki Sjálfstæðis- flokksins. Það er einnig rétt að láta það koma fram hér að slit á meiri- hlutasamstarfi A-, B-, og F-lista var ekki að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins heldur alfarið Alþýðu- flokksins og sitja þeir því uppi með það, að hafa svikið öll framboð í bæjarstjórn Vesturbyggðar á þeim tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Slit meirihluta- samstarfs við Alþýðuflokkinn Laugardaginn 30. nóvember kl. 10 að morgni hringdi forseti bæjarstjórnar og bað um fund með undirrit- uðum kl. 13, hún fékkst ekki til að gefa upp fundarefni með nokkru móti, það væri ekkert sérstakt á ferð- inni. í upphafi fundar þennan dag var undir- rituðum afhent bréf um slit á meirihlutasamstarfi af hendi Alþýðuflokksins orðað almennu orðalagi. Þegar betur var að gáð kom í ljós að forseti bæjarstjórnar Við þurfum bjartsýni og þor, segir Gísli Ólafs- son, en ekki barlóm og niðurrifshjal. átti í einhverskonar samskiptalegri tilvistarkreppu gagnvart bæjar- stjóra. Undirritaður spurði þá hvort einhveijar viðræður hefðu átt sér stað af hendi Alþýðuflokksins við önnur framboð, en var tjáð að svo væri ekki. Heimildir á þessari stundu voru þær að þetta væri ekki sannleikanum samkvæmt. Undirritaður spurði þá Alþýðu- flokksmenn, fýrst og fremst til að vinna tíma; er hægt að ásaka saklaust fómarlamb sem leiða á til höggstokks þó það mæti ekki, en láti böðulinn villast af leið og rangla í eigin af- töku? Hvort til greina kæmi að samstarfið héldi áfram á milli flokkanna í bæjar- stjóm án undirritaðs sem bæjarstjóra? Alþýðuflokksmenn kváðu það koma til greina og kvaðst und- irritaður þá ætla að bera þessa nýju stöðu undir sína félaga í Sjálfstæðisflokknum, sem hann og gerði. Þar var niðurstaðan sú að þessi hnífsstunga Alþýðuflokksins í bakið á okkui sjálfstæðismönnum og undirrituðum sem bæjarstjóra og oddvita lista Sjálfstæðisflokks- ins, væri með öllu óviðunandi og fullu trausti lýst yfir á bæjarfull- trúum sjálfstæðisflokksins. Niður- staðan varð sú að reyna myndun meirihluta án Alþýðuflokksins. Þegar þeir áttuðu sig loks á því hvað var að gerast, raddist forseti bæjarstjómar í fjölmiðla með fúk- yrði um undirritaðan og Sjálfstæð- isflokkinn varðandi slæma stjómun bæjarfélagsins, sem er furðulegt ábyrgðarleysi með hliðsjón af því að Alþýðuflokkurinn hefur bæði forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs sem hafa tekið fullan þátt í öllum megin ákvarðanatökum og verið í samráði við bæjarstjóra í daglegum rekstri bæjarfélagsins. _ Gísli Ólafsson Fjárhagslegar aðgerðir framundan Fyllilega er þó ljóst að verulegur árangur hefur náðst í rekstri mála- flokka bæjarins til lækkunar árið 1996 miðað við árið 1995 þegar undirritaður tók við sem bæjar- stjóri í lok febrúar. Þrátt fyrir það að minnihlutinn hafi verið fastur í ýmiskonar niðurrifsstarfsemi í fjöl- miðlum gagnvart bæjarfélaginu bæði út á við sem inn á við, sem vissulega skaðaði og tafði þá vinnu sem framundan var. Undirritaður vonast til að bæjarfulltrúar minni- hlutans komist á hærra plan í umræðunni en verið hefur og láti af þeim vinnubrögðum sem þeir hafa tileinkað sér fram að þessu, bæjarfélaginu til heilla. Eins og áður er getið náðist tölu- verður árangur í rekstri bæjarfé- lagsins til lækkunar milli ára. Reksturinn kostaði 147 millj. árið 1995 en skatttekjur voru þá 147 millj., en rekstur árið 1996 upp- reiknað miðað við stöðuna 1. des- ember 134 millj., en skatttekjur verða um 156 millj. Þessi niður- staða er það sem öllu máli skiptir og sýnir svo ekki verður um villst að rekstur bæjarsjóðs er á réttri leið, þó ljóst sé að skera verður enn frekar niður í rekstri. Ljóst er að ekki hefur tekist að fylgja fjárhagsáætlun ársins 1996 sem skyldi, hún var þröngt skorin að mörgu leyti, launaskrið í þjóðfé- laginu hefur áhrif og ýmis sjálfvirk útgjöld til hækkunar s.s. félags- hjálp, fræðslumál og ýmislegt ann- að sem öll sveitarfélög þurfa að beijast við nú. Þrátt fyrir þetta er það ljóst að meginverkefni bæjarstjórnar Vest- urbyggðar í nánustu framtíð verð- ur að lækka skuldastöðu bæjarins á næstu árum. íbúar í Vesturbyggð munu vissulega finna fyrir slíkum niður- skurði í ýmissi þjónustu, það væri endaleysa að halda öðru fram. Til að ná þeim markmiðum þarf að grandskoða allan rekstur bæjarfé- lagsins og skera enn frekar niður í rekstri, en þá mega engar heilag- ar kýr standa eftir í haganum ef árangur á að nást. Þrátt fyrir það að skera þurfi niður í rekstri og herða sultarólina, er það mikið ábyrgðarleysi, ekki síst af stjórnendum bæjarfélagsins að vera með sífelldan barlóm og niðurrifshjal um bæjarfélagið, sem er til þess eins fallið að draga kjark úr almenningi, því hér er að mörgu leyti gott að búa og gott mannlíf. Það er staðreynd að bjartsýnin lengir lífíð og eykur þor og kjark, það eru vopnin sem við þurfum á að halda, en ekki barlómurinn og alltaf birtir upp um síðir. Lokaorið Fram hefur komið frá forseta bæjarstjómar hugleiðing um Kaligúla Rómarkeisara og hest hans, undirritaðan minnir af sögu- lestri að hesturinn hafí nú ekki verið ráðgjafi, heldur ræðismaður. Eins og fram hefur komið hér áður voru það Alþýðuflokksmenn, sem áttu frumkvæði að ráðningu undirritaðs sem bæjarstjóra, þ.a.l. hlýtur Alþýðuflokkurinn að vera Kaligúla, það vita jú allir að hann var vitskertur, en það hefur enginn efast um að hrossið var hinn mesti gæðingur, eftir því sem best er vitað. Að lokum vil ég beina því til forseta bæjarstjórnar meira svona í gamni en alvöru, að undirritaður er ekki fýrrverandi oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Vesturbyggð, einnig að dusta hveitið betur af greinarskrifum sínum áður en þær koma úr kjallaranum í rúgbrauðs- gerðinni. Höfundur er bæjnrstjóri í Vesturbyggð. í MORGUNBLAÐINU 5. þ.m. birtist grein eftir Jóhann Þórsson, náttúrufræðing, undir fyrirsögn- inni: „Hágöngumiðlun - sérmeð- ferð umhverfisráðherra". Þóttþað sé ekki venja að svara skrifum sem oft fylgja úrskurðum stjórn- valda er fjallað þannig um nokkur lykilatriði í greininni að ekki verð- ur hjá því komist að gera nokkrar athugasemdir. Jóhann Þórsson lætur að því liggja að umhverfisráðherra hafi brotið ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum með því að kveða ekki upp úrskurð innan 8 vikna frá því að beiðni barst sbr. 14. gr. laga nr. 63/1993. í þessu Umhverfisráðherra þarf að taka mið af gögnum málsins, segir Guðmundur Bjarna- son, og fara að lögum. tilviki ber að huga að því til hvers fresturinn er settur. Það er gert til þess að tryggja það að þeir aðilar sem þurfa að sæta mati vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda, samkvæmt lögunum, fái niðurstöðu innan tiltekins tíma. Hefur verið litið svo á að sé sam- komulag um annan og lengri frest milli ráðuneytisins og væntanlegs framkvæmdaraðila sé ekkert því til fyrirstöðu að lengja frestinn enda verður ekki ráðist í fram- kvæmdir á meðan. í því máli sem hér um ræðir óskaði Lands- virkjun sérstaklega eftir því að frestað yrði úrskurði um mat á umhverfisáhrifum miðlunarlóns við Há- göngur þar sem rann- sóknir, sem skipu- Iagsstjóri úrskurðaði að þyrftu að fara fram áður en endanlegt mat yrði lagt á fram- kvæmdirnar, væru í fullum gangi og stutt væri í niðurstöður. Það er útilokað að túlka fresti laganna svo strangt, að þeir sem hags- muna hafa að gæta, sbr. ofanrit- að, geti ekki óskað eftir að frest- ir verði lengdir. Aðgangur almennings í grein Jóhanns Þórssonar segir að almenningi hafi ekki verið gef- ið tækifæri til að kynna sér gögn- in frá Landsvirkjun. Því er til að svara að við meðferð málsins hjá Skipulagi ríkisins komu engar at- hugasemdir fram frá almenningi við frummatsskýrslu Landsvirkj- unar. Almenningur getur komið athugasemdum á framfæri við frummatsskýrslu eftir að Skipulag ríkisins hefur auglýst hana. Sú auglýsing birtist í Lögbirtingablaði eins og lög gera ráð fyrir og eins í dagblöðum. Almenningi á því að vera nokkuð vel tryggð vitneskja um framkvæmdir sem eru til með- ferðar á matsstigi hjá skipulags- stjóra. Rétt er að benda á að Náttúru- verndarráð, sem gerði athugasemdir við frummatsskýrslu í umsögn sinni til skipulagsstjóra, fékk gögn um viðbótar- rannsóknir einnig til umsagnar og gerði til- lögur um rannsóknir sem fullt tillit var tek- ið til. í grein Jóhanns Þórssonar segir einnig að umhverfisráðherra hafi kosið að taka hvert atriði út og skoða eitt og sér. Hér áttar greinarhöfundur sig greini- lega ekki á því að það eina sem ég sem umhverfisráðherra get úr- skurðað um eru kæruatriði máls- ins. Það er ekki hlutverk umhverf- isráðherra að fjalla um frummats- skýrsluna á sömu forsendum og skipulagsstjóri heldur eingöngu um þau atriði í úrskurði hans sem kærð eru. Að öðru leyti stendur úrskurður skipulagsstjóra og um- hverfisráðherra getur lögum sam- kvæmt engin áhrif haft á hann. Því er það á misskilningi byggt að halda því fram að ég hafi slitið málið úr samhengi. Jóhann vitnar í urnsögn Nátt- úrufræðistofnunar íslands, þar sem fjallað er um verndargildi svæðisins í heild. Þetta var ekki eitt af kæruatriðum málsins og kemur ekki fram í úrskurði skipu- lagsstjóra. Ég gat því ekki fjallað um þetta atriði. Ekki óskað eftir frekari rannsóknum Þar sem Jóhann Þórsson vitnar I umsögn Náttúruverndarráðs slít- ur hann hana úr samhengi. í heild er málsgreinin sem vitnað er til svohljóðandi: „Það er ámælisvert að fram- kvæmdaraðili óskaði ekki eftir at- hugun á dýralífí fyrr en í ágúst 1996 en augljóst er að ekki er hægt að gera fullnægjandi könnun á þeim tíma. Taka verður tillit til þess að rannsóknir sem þessar taka tíma. Að öðru leyti gefur skýrslan vísbendingu um þann ijölbreytileika lífríkis sem er að finna á svæðinu." Jóhann vitnar í grein sinni ein- göngu í fyrstu setninguna. í bréfi ráðuneytisins til Náttúruverndar- ráðs var beðið um álit á því hvort fullnægjandi rannsóknir hefðu far- ið fram á svæðinu og hvort eitt- hvað komi fram í skýrslum sem bendi til að framkvæmdin muni valda óbætanlegum skaða á lífríki eða sérstæðum náttúruminjum. í svari Náttúruverndarráðs kemur fram að skýrsla gefi ,vísbendingu um þann fjölbreytileika lífríkis sem er að fmna á svæðinu". Náttúru- verndarráð gefur þessa umsögn og minnist ekki á það í bréfí sínu að frekari rannsókna sé þörf. Ráðuneytið taldi því eðlilega að rannsóknir á dýralífí yrðu að telj- ast fullnægjandi. Jóhann Þórsson virðist ekki vera ljóst að leyfi iðnaðarráðherra til stækkunar Þórisvatnsmiðlunar er eldra en lögin um mat á um- hverfisáhrifum og því sé sú fram- kvæmd ekki háð mati á umhverf- isáhrifum. Samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum, sem öðluðust gildi 1. maí 1994, eru allar framkvæmd- ir, sem leyfi var veitt fyrir þegar lögin öðluðust gildi, óháðar mati samkvæmt lögunum. Undir það fellur stækkun Þórisvatnsmiðlun- ar. í lokaorðum segir Jóhann að í lista yfir úrskurði skipulagsstjóra vegna umhverfismats sé það slá- andi að veigalitlar vegafram- kvæmdir hafí verið sendar í frek- ara mat að ákvörðun ráherra, en stórframkvæmdum haldið utan við_ faglega umfjöllun. í eitt skipti hefur umhverfis- ráðherra farið fram á frekara mat á umhverfisáhrifum vegna vega- gerðar eftir að skipulagsstjóri hafði fallist á hugmyndir fram- kvæmdaraðila og það finnst Jó- hanni Þórssyni „sláandi". Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að í slíkum kærumálum þarf umhverfisráðherra að taka mið af gögnum málsins og fara að lögum og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða „veigalitlar vegaframkvæmdir“ eða „stór- framkvæmdir“. Eitt veigamesta hlutverk lag- anna um mat á umhverfisáhrifum er að opna fyrir lýðræðislega þátt- töku almennings í ákvarðanatöku og efla umræðu um umhverfis- mál. Það er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um mál á borð við gerð Hágöngumiðlunar óg fagnaðarefni að þau séu rædd á opinberum vettvangi. Athuga- semdir Jóhanns Þórssonar virðast hins vegar byggjast að mestu á misskilningi á efni laganna og afgreiðslu þessa tiltekna máls. Ég vil nota tækifærið og benda Jóhanni Þórssyni á að skipulags- stjóri ríkisins hefur látið gefa út leiðbeiningar um matsferlið sem eru öllum aðgengilegar og bjóða honum jafnframt að leita svara í ráðuneytinu við spurningum sem upp kunna að koma áður en sleg- ið er fram röngum fullyrðingum á borð við þær sem er að finna í téðri grein. Höfundir er umhverfisráðherra. Hágöngumiðlun - mat á umhverfisáhrifum Guðmundur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.