Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 3
2 C ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 C 3 + STEKKJASTAUR, eftir Hörð í 1-M, Kársnesskóla. JÓLASVEINAMYND eftir Rakel Rut í 1-M, Kársnesskóla. KRAKKAR í 1-M í Kársnes- skóla í Kópavogi sendu Mogg- anum margar jólamyndir með jólakveðjum. Við þökkum þeim og Sigurbjörgu kennara JOLA- MYIMDIR innilega fyrir en því miður er ekki nægilegt pláss til þess að birta allar myndirnar og réð tilviljun ein hveijar urðu fyrir valinu. í Betlehem var barn oss f ætt SVANFRÍÐUR Hlín Gunnarsdóttir, 6 ára, nemandi í 1-B í Breiðholts- skóla, hefur mjög gaman af Mynda- sögum Moggans og sendi þessa fallegu jólamynd af Jesúbarninu liggjandi í jötu, Maríu og Jósef og hirðingjunum í fjárhúsinu í Betle- hem, þar sem Jesús fæddist, því það var ekki pláss fyrir þau í gisti- húsinu. Hver er hann þessi? KARÓLÍNA Ósk Þórsdóttir, 6 ára, Leirubakka 26, 109 Reykjavík, teiknaði mynd af jólasveininum með heilu ijall- garðana í bak- sýn. Alltaf vinkonur AGÆTU Myndasögur. Við María Sól erum miklar vinkonur. Einu sinni vorum við saman á leikskóla, en hún býr í Biskupstungum og ég í Gríms- nesinu. Við reynum að heim- sækja hvor aðra eins oft og við getum því við ætlum alltaf að vera vinkonur. Um daginn þegar hún var hjá mér, gerðum við þessar myndir. Ég gerði myndina af kofa jólasveinsins og María Sól myndina af okkur vinkonunum. Mér finnst alltaf gaman að skoða Myndasögur Moggans og vona að við María Sól fáum að sjá myndirnar okkar þar. Með kveðju. Ykkar Eyrún Sif Pálmadóttir og María Sól Ingólfsdóttir. Aðfangadagskvöld SUNNA Sæmundsdóttir, 9 ára, Hagalandi 3, 270 Mosfellsbær, er höfundur þessarar fallegu jóla- myndar. Það er komið aðfangadags- kvöld, ekki sést mannvera á ferli í byggðinni, jólasteikin er komin á borð og stórir og smáir borða jólamatinn. Bömin eru farin að ókyrrast; hvenær á eiginlega að opna pakkana? Yfír byggðina þeysir jólasveinninn á leið til fjalla eftir að hafa útbýtt síðustu jólapökkunum. Mikið hlýtur hon- um að líða vel eftir slíkt starf. Og við skulum vona að enginn lítill drengur eða lítil stúlka hafí gleymst í öllum erlinum. Jesúbarnið íjötunni Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá, á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá... íris Yok, 8 ára, Kópavogs- braut 108, 200 Kópavogur, sendi mynd af Jesú- barninu í jötunni. ' . ' . j . rgíáSi'®*g i Pcaor n u LK&tt LÍno un‘ /wu þefrrco nJarf skc/ndlJe^a. Bn eför Langci. /eit ftinnsp U/bbl■ -cn svo het icötturmry,- ioKs\ns Sz&ri* bOfCUXCU, undir tixmpci- sk'trmc '** - ‘ hafðú ve sttturaQblí T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.