Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 1
AUGLÝSING Þridjudagur 24. desember 1996 72 ammms. k k F Sambíóin opna Kringlubíó á annan dag jóla Eitt fullkoiimasta k’vikmyndahús í Evrópu Víðfrægur hönnuður Hvergi hefur verið til sparað við hönnun Kringlubíós. Teiknistofa Halldórs Guð- mundssonar hafði yfirumsjón með verkinu og til að hanna andyrið var fenginn enginn annar en Richard Abraham, einhver þekktasti hönnuður verslunarbygginga í heimi. Abraham hannaði Kringluna á sínum tíma og hefur haft yfirumsjón með hönnun og aðlögun bíósins að verslunar- miðstöðinni í Kringlunni. Óhætt er að segja, að glæsilega hafi til tekist og þetta nýjasta kvikmyndahús íslendinga sé vegleg tenging bíóþjóðarinnar inn í 21. öldina. Fjölskyldu- vænar verðbreyt- ingar Samfara opnun hins nýja Kringlubíós taka Sambíóin upp nýtt fyrirkomulag á miðaverði. Breytingarnar, sem eru þær fyrstu á að- gönguverði kvikmyndahúsa í mörg ár, miða að því að koma til móts við þarfir fjölskyldu- fólks og geta verið sannkölluð kjarabót fyrir kvikmynda- áhugamenn. Kynnt eru til sögunnar sérstök kvöldverð, dagsverð, barnaverð og sérkjör eldri borgara. Verðflokkarnir eru að erlendri fyrirmynd og með þeim hafa Sambíóin enn einu sinni gerst brautryðjendur á íslenskum bíómarkaði. Sjá nánar á bls. 4 Sveigjanlegri sýningar- tímar Nú er að fara í hönd mesti annatími ársins í bíó. Heilu fjölskyldurnar flykkjast á jólamyndirnar og þess vegna bjóða Sambíóin nú upp á sýningar frá kl. 13 alla daga fram yfír hátíðamar. Til að koma til móts við nýjar aðstæður í Kringlubíóinu hefur einnig verið ákveðið, að hefja sýningar þar alla virka daga kl. 15. Þannig verður í boði þrjúbíó á virkum dögum alla daga í Kringlunni og er tilvalið að miða innkaup í verslunarmiðstöðinni við þann möguleika að geta kíkt í bíó fyrir eða eftir að keypt er inn. Sjá nánsir á bls. 4 Á stnnan dsig jólsi munu Ssunbíóin opna nýtt og fullkomið kvik- myndahús í vcrslunsirmiðstöð- inni Kringlunni í Iteykjavík. Er þctta fyrsta kvilunyndahúsið sem rís hcr á landi í fjórtán sír, cða allt frá því Bíóhöllin opnaði í Mjóddinni árið 1982. Hönnun þess, tækjahúnaður og skipulag cr allt í samræmi við ströngustu staðla og gcra Kringlubíó að cinu fullknmnasta og bcsta kvik- myndahúsi í Evrópu. Opnunarmyndir bíósins eru báðar á góðri leið með að verða meðal vinsælustu kvikmynda ársins vestanhafs. Annars vegar er Lausnargjaldið (Ransom), glæný stórmynd með Óskars- verðlaunahafanum Mel Gibson, og hins vegar Hringjarinn í Notre Dame, 34. teiknimynd Walt Disney fyrirtækisins, byggð á perlu heimsbókmenntanna um Quasimodo og ævintýri hans innan um risaklukkurnar í Frúarkirkju. Kringlubíó er fimmta kvik- myndahúsið sem Sambíóin starf- rækja og það fjórða í Reykjavík. Fyrir eru Bíóhöllin og Sagabíó í Mjódd, Bíóborgin við Snorra- braut og Nýja Bíó í Keflavík sem var einmitt fyrsta kvikmynda- húsið í eigu fyrirtækisins. Með tilkomu þriggja sala Kringlubíós ráða Sambíóin nú alls yfir þrettán glæsilegum sýningar- sölum og geta yfir 3300 manns sótt sýningar samtímis. Bíó í verslunarmiðstöð Erlendis er alþekkt að kvik- myndahús séu starfrækt innan um hefðbundinn verslunar- og veitingarekstur í miðstöðvum eins og Kringlunni. Þannig nýtist lengri opnunartími betur, öll fjöl- skyldan getur sameinast um verslunar og bíóferð og engum þarf að leiðast. Þá sé einnig möguleiki á því að bregða sér á eitthvert af fjölmörgum veitinga- húsum Kringlunnar fyrir eða eftir sýningu og þannig verði ferð í Kringluna í raun að heilmiklu ævintýri. Bílastæði eru næg í Kringlunni og samnýting með bíóinu því kjörin. „Við leggjum mikla áherslu á að aðgengi sé þægilegt" segir Alfreð Árnason markaðs- stjóri Sambíóanna. „í Kringlunni er hægt að leggja bílum innan- dyra og koma að þeim heitum og hreinum að sýningu lokinni. Þetta er sérstaklega hentugt yfir verstu vetrarmánuðina og fólk sleppur í kjölfarið við snjó- mokstur". Alfreð telur að fólk eigi eftir að taka hinu nýja bíói vel. „Ég hef enga ástæðu til að telja annað. Við íslendingar eigum heimsmetið í bíósókn og fögnum einatt breytingum til batnaðar. 1 Kringlubíóinu verður allt til alls og við í Sambíóunum erum afar bjartsýn". Heimsbyggðin stendur á öndinni yfir Lausnargjaldinu Syni Tom Mullen rænt Mikið írafár er skollið á í Bandaríkjunum eftir að tilkynnt var þar vestur frá, að syni Tom Mullens, moldríks forstjóra Endeavor flugfélagsins, hafi verið rænt. Ræningjar litla drengsins hafa farið fram á tvær milljónir Bandaríkjadala í lausnargjald og hafa viðbrögð Mullens við þeirri kröfu ekki síst vakið uppnám. Forstjórinn hefur nefnilega afráðið að hunsa algjörlega kröfu inannræningjanna og heitir nú sömu upphæð þeim sjálfum til höfuðs. ítarlcg fréttaskýring á bls. 3. Tom Mullen er einn ríkasti maður Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.