Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 2
<- _ j .<!. 11 2 D ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MÓRGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Svipmyndir af framkvæmdum Vanir menn - vönduð vinna. Hljóðkerfi Kringlubíósins er einangrað með s.k. „soundfolder“ klæðningu. Hönnuðurinn, Art Sickles, kom sjálfur til landsins á dögunum og hafði yíirum- sjón með uppsetningunni. Hér sést Art glaðbeittur við vinnu sína en hann er orðinn mikill íslandsvinur eftir að hafa unnið við öll kvikmyndahús Sambíóanna í gegnum tíðina. Sérstök áhersla er lögð á að hafa mikið bil á milli bekkja í hinu nýja bíói. Hér sést starfsmaður vinna að uppsetningu stóla í sal 1. Það var oft glatt á hjalla í Kringlunni meðan á framkvæmdum stóð. Unnið var á hreint ótrúlegum hraða og met sett í framkvæmdahraða á hverjum einasta degi. Hér gustar af Friðjóni sýningarmanni í fokheldum sýningarklefanum. Ámi Samúelsson í heimsókn á vettvangi. Geysilegur fjöldi manna hefur komið að framkvæmdnum. Ármannsfell sá um byggingu hússins fyrir eiganda þess, íslenska fasteignafélagið en fyrir leigutakann, Sambíóin, unnu aðilar á vegum Sigurjóns Jóhannssonar og Ólafs Sæmundssonar. Hér virðir einn af smiðum Kringlubíós fyrir sér stærsta og fullkomnasta vídeóvegg Islands. Atta skjáir eru samtengdir og gefur það ótrúlega möguleika til sýninga. gvSSNNÁV/ KRINGLUB rii 111111 n 11111111111111111111111111 rnnn Þrír sýningarsalir, allir útbúnir með THX og Dolby Digital CP500 Processor. ❖ Salirnir eru hallandi og að jafnaði eru um 60 sentímetrar á milli bekkja. Þannig ættu allir að sjá vel á tjaldið. Ekki spillir fyrir, að teknar hafa verið í notkun sérstakar barnasetur fyrir minnstu gestina. Þeim má smella á sætin, hvar sem er í bíóinu og hækka þau þannig til mikilla muna. ❖ Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott í Kringlubíói. Bílastæði eru innanhúss og gengt er frá þeim með lyftum að bíóinu sjálfu. í öllum sölum þess er sérstaklega gert ráð fyrir hjólastólum og þess gætt að vel fari um fatlaða sýningargesti. ❖ Bílastæði eru næg bið Kringluna og því þurfa bíógestir ekki að hafa áhyggjur af því hvar leggja þurfti bílnum fyrir bíó. Að auki kemur til sá kostur, að fjöldi þeirra er undir þaki og sleppur fólk því við leiðinda snjómokstur í kuldatíð. Síðast en ekki síst eru stæðin vöktuð og upplýst í öryggisskyni. ❖ Sýningum fjölgar með tilkomu Ejringlubíósins og er nú hægt að fara fyrr í bíó en áður. Þrjúbíó verður alla daga og um helgar hefjast sýningar klukkan eitt. Ekki er heldur verra, að þá eru í gangi dagsverð og því ódýrara að fara í bíó en ella. ❖ Settur hefur verið upp risastór vídeóveggur í Kringlubíóinu. Veggurinn er einstakur í sinni röð hérlendis og tekur mið af hönnun víðtjalds, sem á ensku hefur verið nefnt Cinemascope. Hver skjár veggsins hefur sínu hlutverki að gegna og því er hægt að sýna á veggnum ótrúlegustu kúnstir. Ný tækni, sem á vel við í hinu nýtískulega umhverfi Kringlubíósins. Sigurjón Jóhannsson hefur yfirumsjón með uppsetningu hljóðkerfisins. „Kerfinu er öllu stjómað í gegnum tölvu, iðn- tölvur stjóma sýningarvélunum og nemar hljóðkerfisins vinna eins og tölvur. Þetta er því eins nú-tímalegt og hægt er, enda öll framsetning kerfisins hönnuð eftir forskrift frá THX.“ Hér er Sigurjón við einn hátalaranna sem staðsettur er að baki sýningartjaldi bíósins. Nei, þetta er ekki íslenskt afbrigði af byggingaraðferðum Amishfólksins. Hér eru íslenskir iðnaðarmenn að setja upp sýningarvegg í einum sal Kringlubíósins. Geysilegur þungi er í öllum veggjum og stoðum bíósins og til marks um það vegur hljóðveggur fyrsta salarins um átta tonn og eru þá hátalarar ekki meðtaldir. Jólablað Sambíóanna © Sambíóin 1996. Hönnun og umbrot: Ragnar Óskarsson. Umsjón: Björn Ingi Hrafnsson. Efni: Bjarni Haukur Þórsson og Jón Gunnar Geirdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.