Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 3
MpRGU^BLAÐIÐ - AUGLÝSING, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 D 3 Jólamynd Sambíóanna: Mel Gibson í Lausnargjaldinu Einhver skal fá að borga... Önnur jólamynda Sambíóanna að |»cssu sinni er Evrópufrum- sýning spcnnumyndarinnar Lausnargjaldið, eða Ransom eins oi> hún hcitir á frummálinu. Myndin segir af Tom Mullen, vellauðugum eiganda flugfélags sem upplifað hefur flest það sem einkennir ameríska drauminn. Mullen er frumkvöðull á sínu sviði, er einn þeirra sem vinnur dag og nótt í fyrirtæki sínu og uppsker eftir því. Ekki spillir fyrir að hann er hamingjusam- lega giftur og á efnilegan einka- son. Allt virðist vera á beinu brautinni og lífið brosir við allri fjölskyldunni. Eða þannig. Skyndilega hrynur veröldin eins og spilaborg þegar syninum er rænt. Orvæntingin grípur um sig; hið fullkomna líf Ron Howard hefur snúist upp í martröð. Sérfræðingar FBI eru kallaðir til, öllu er til kostað og komið til móts við kröfur mannræn- ingjanna. En skyndilega fer rannsóknin úrskeiðis. í örvæningu sinni skipuleggur Tom stórhættulega aðgerð til bjargar syni sínum og kemur öllu í uppnám. Lausnargjaldið er ein af þessum spennumyndum sem heldur áhorfendum við efnið allan tímann og enginn veit hvernig mun enda. Efnið er enda viðkvæmt og vandmeðfarið, það þekkja allir sem eiga börn og láta sér annt um þau. Lili Taylor Úrvalslið fyrir framan og aftan vélina Lausnargjaldiö er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ron Howard, sem áður hefur getið sér gott orð fyrir myndir á borð við Backdraft, Far and Away og Appollo 13. Og það verður ekki annað sagt en að sannkallaður stjörnufans vinni undir stjórn Howards að þessu sinni. Fyrst ber að telja Óskars- verðlaunahafann Mel Gibson. Með frammistöðu sinni í Lausnargjaldinu undirstrikar hann enn frekar styrka stöðu sína sem einn virtasti leikari samtímans. Ekki spilla fyrir meðleikarar Gibsons; Rene Russo hefur á skömmum tíma orðið ein vinsælasta leikkonan í Hollywood. Á síðasta ári lék hún m.a. á móti John Travolta í kvikmyndinni Get Shorty og Kevin Kostner í Tin Gup. Leikarinn Gary Sinise sló í gegn sem fótalausi maðurinn í Forrest Gump og í fyrra lék hann stórt hlutverk í Appollo 13. Áður hafði hann m.a. leikið og leik- stýrt leikriti Steinbecks, Mýs og menn. Lily Taylor er einn af þessum margfrægu íslands- vinum; hún lék stórt hlutverk í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka eða Gold Fever, og er almennt talin ein snjallasta leikkona Bandaríkjanna. Að endingu er síðan rétt að geta frábærrar frammistöðu Brawley Nolte í hlutverki Sean Mullen, drengsins sem er rænt. Brewley þessi á ekki langt að sækja hæfileikana, hann er Rene Russo EVRÓPU- FfíUMSÝNING, ANNAN ÍJÓLUM Á MIÐNÆTTI! Bíóhöllin, Álfabakka Bíóborgin, Snorrabraut Kringlubíó, Kringlunni Borgarbíó, Akureyri Tom Mullen í beinni útsendingu nefnilega sonur Nick Nolte, þess fræga úrvalsleikara. Metaðsókn Ransom sló met Disney kvikmyndafyrirtækisins í flokki leikinna mynda þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og stefnir óð- fluga á að verða vinsælasta kvikmynd fyrirtækisins fyrr og síðar. Er það í annað sinn á tveimur árum sem velgengni Disney og Mels Gibsons fléttast saman; í fyrra léði leikarinn enska landnemanum John Smith rödd sína í teiknimynd- inni vinsælu um indíánastúlkuna Pocahontas. Allir vegir færir Mel Gibson er kominn á há- tindinn í Hollywood og nú kepp- ast framleiðendur og leikstjórar um framlag hans sem aldrei fyrr. Ferill Mels hófst fyrir alvöru eftir kvikmyndina Mad Max, sem síðan varð að þrennu með myndunum The Road Warrior og Mad Max - Beyond Thunder- dome. Eftir nokkrar minni myndir, þar á meðal Hamlet, sló Gibson aftur í gegn í spennu- myndinni Lethal Weapon þar sem hann fór á kostum ásamt Danny Glover. Lethal Weapon II og III gerðu það líka gott en það var síðan með stórvirkinu Braveheart árið 1995, að Mel Gibson sýndi hversu mikill hæfileikamaður hann er. Sem leikstjóri og framleiðandi vann hann til tveggja Óskarsverð- launa, m.a. fyrir bestu kvikmynd ársins 1995. Á4MBKWM SAM.\tí ÍÁieJte MIDLER ILWVN KEATON .958«. E-llN VIJMSÆCASIA MYND ÁRSINS í BANDARÍKJUNUM Frumsýnd í JANÚAR «as

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.