Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4
4 D ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING + Hljóðkerfí Kringlubíós Öllu stýrt gegnum tölvu Allir kvikmyndahúsagestir vita, hversu geysileg fram- þróun hefur orðið á hljóm- gæðum kvikmyndahúsa á undanfömum árum. Dolby og THX kerfm eru sífellt að þróa nýja staðla og það, sem þótti góður hljómur fyrir nokkrum árum, þætti vart boðlegt í dag. Þetta er, ekki síst, sökum þess að framleiðendur og höfundar kvikmynda, hafa í auknum mæli tekið að fullnýta mögu- leika hljóðrásarinnar. Nú er alþekkt að hljóð kvikmynda berist til áhorf-enda úr öllum homum salarins og geri kvik- myndirnar því raunverulegri fyrir áhorfendur. í Kringlubíóinu er að finna nýjustu kynslóð hljóðkerfa fyrir kvikmyndahús. Það besta í THX og Dolby Digital eru þar samankomið og sömu hljómgæði er að finna í öllum sölum, hvort sem er salur eitt, tvö eða þrjú. Sigurjón Jóhannsson hefur haft yfirumsjón með upp- seningu hljóðkerfisins. Hann segir að hvergi hafi verið til sparað við hönnun þess og byggingu. „THX fyrirtækið hefur sett okkur ströng skilyrði og kappkostað hefur verið að uppfylla þau“ segir hann. „Kerfinu er öllu stjórnað í gegnum tölvu, iðn- tölvur stjórna sýningar- vélunum og nemar hljóð- kerfisins vinna eins og tölvur. Þetta er því eins nútímalegt og hægt er, enda öll framset- ningin kerfisins hönnuð eftir forskrift frá THX“. Sigurjón segir að þau séu ófá tonnin sem komin séu í hljóðveggjum og tækjum bíósins. „Þetta eru allt þung tæki og þurfa styrkar undir- stöður. Sem dæmi má nefna að hljóðveggurinn í sal 1, vegur alls um átta tonn og eru þá hátalarar ekki taldir með“. Kringlubíó er ekki bara glæsilegt kvikmyndahús: Fullkomin tækni, gagngerar nýjungar og aukin þjónusta Starfsfólk Sambíóanna, til Jijónustu reiðubúið. Fullkomin tækni Öll hönnun Kringlubíósins tckur mið af ströngustu kröfum scm gerðar eru til kvikmynda- húsa nútímans. Lögð cr mikil áhcrsla á að sem best fari um áhorfendur, rými milli áhorfcndahckkja sé nægilcgt og að gólflialli mæti breyttri mcðalhæð sýningargesta. Þá er og lögð sérstök áhersla á aðgcngi fatlaðra að hinu nýja kvikmyndahúsi og þannig rcynt að koma til móts við þarfir sem flestra. Þröstur Arnason sýningarstjóri Sambíóanna segir tæki Kringlu- bíósins vera þau fullkomnustu sem völ er á í heiminum um þessar mundir. „Meðal eigin- leika þeirra má nefna að hægt er að sýna sömu myndina sam- tímis í öllum sölum bíósins" segir hann. „Þetta er einkar hentugt á háannatímum þegar uppselt er í einstaka sali og mikil eftirspurn eftir miðum. Þá búa sýningarvélarnar einnig yfir sérstökum nemum sem lesa hvorttveggja línulegt og stafrænt hljóð myndarinnar". Þröstur segir að einnig sé mikilvægt að allir þrír salir bíósins búi yfir sömu hljóð- og myndgæðum. „Allir salir eru með hágæða THX Dolby CP 500 Processor sem gera það að verkum að hljóðrás myndarinnar verður nákvæmlega eins og höfundur hennar vill hverju sinni. Hvert einasta hljóð skilar sér tært og vel til áhorfenda". Greiður aðgangur fatlaðra Óhætt er að segja, að rösklega sé komið til móts við þarfir fatlaðra bíógesta í hönnun Kringlu- bíósins. Aðgengi bíósins miðast við að gestir geti lagt bifreiðum sínum undir þaki og komist þaðan með lyftum að kvik- Það fer vel um þennan Forðist óþægindin myndahúsinu. Þegar þangað er komið tekur við nægilegt rými fyrir hjólastóla og m.a. er sérstaklega gert ráð fyrir fjölda slíkra á hverri sýningu. Vonast forráðamenn Sam- bíóanna til þess að þessar ráðstafanir geri það að verkum, að fatlaðir gestir njóti nú í enn ríkari mæli þeirra mannréttinda að sækja kvikmyndahús að staðaldri og gleyma sér um stund í töfraheimi kvikmynd- anna. Barnasetur - kærkomin nýjung Það hefur stundum reynst erfitt fyrir litla hálsa að gægjast upp fyrir sætisbak stólsins fyrir framan þegar farið er í bíó. Fyrir vikið hafa foreldrar oft þurft að bregða á það ráð að sitja undir börnum sínum svo þau geti séð það sem fram fer á hvíta tjaldinu. Ein af nýjungum Kringlubíósins leysir þennan vanda. í afgreiðslu bíósins er boðið upp á sérstakar hækkunarsetur fyrir þessa yngstu bíógesti. Seturnar eru sérstaklega hannaðar til að falla ofan í venju- leg bíósæti og hækka þannig þá sem í þeim sitja umtalsvert. Er ekki að efa, að yngsta kynslóðin á eftir að fagna þessari nýjung og njóta töfra kvikmynd- anna enn frekar í kjölfarið. Að sjálfsögðu verða barna- seturnar einnig í öðrum kvik- myndahúsum Sambíóanna og verða þær teknar í notkun um miðjan janúar á nýju ári. Breytingar á miðaverði Sambíóanna Breytingar á miðaverði Sambíóanna miðast við þartir fjölskyldufólks og þeirra sem sækja kvikmyndahús að jafnaði. Tökum dæmi um þessa kjarabót: Fjögurra manna fjölskylda (2 fullorðnir, 2 börn) fer í bíó kl. 5 á sunnudegi að sjá Hringjarann í Notre Dame. Fyrir breytingar; 4 x 550 = 2200 kr. Eftir breytingar; 2 x 500 + 2 x 300 = 1600 kr. Samfara breytingum falla niður tilboð á þriðjudögum. Þessi tilboð hafa verið í gangi á þær myndir sem lengst hafa verið í sýningu átt fáa sýningardaga eftir. Nú gildir sama verð alla daga, á nýjar myndir jafnt sem gamlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.