Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 9 FRÉTTIR Skilyrði sett fyrir fjársöfnunum LÖGREGLAN í Reykjavík vill að gefnu tilefni vekja athygli á ákvæð- um laga um opinberar íjársafnanir, þar sem alltaf er eitthvað um að safnað sé án þess að öllum skilyrð- um laganna sé fylgt. í frétt frá lögreglunni segir að lögin heimili stofnunum, félögum eða samtökum manna með ákveðn- um skilyrðum og örfáuum undan- tekningum að gangast fyrir opin- berum fjársöfnunum í sérhverjum löglegum tilgangi. Ef það er gert skulu a.m.k. þrír menn bera ábyrgð á söfnuninni hverju sinni og þeir skulu tilkynna viðkomandi lög- reglustjóra um hana áður en hún hefst. I tilkynningunni skal koma fram hver standi fyrir íjársöfnun- inni, hvenær og hvar hún skuli fara fram og í hvaða tilgangi. Áður en sex mánuðir eru liðnir frá jjár- söfnun skal reikningsyfirlit hennar birt a.m.k. einu sinni í dagblaði, vikublaði eða á annan hátt. Við- komandi lögreglustjóra skal sent reikningsyfirlit söfnunarinnar ásamt tilkynningu um hvar og hve- nær birting skuli fara fram. Opinber fjársöfnun á götum eða í húsum er háð leyfi dómsmálaráðu- neytisins. Þá er fjársöfnun með keðjubréfum óheimil. Fé sem safn- ast í fjársöfnun skal komið fyrir á banka- eða gíróreikningi, sem stofnaður er af þessu sérstaka til- efni. Óheimilt er að nota féð í öðr- um tilgangi en upphaflega var ætl- að, nema með leyfi dómsmálaráðu- neytisins. Andlát BRAGI ERLENDSSON BRAGI Valgarður Er- lendsson raforkuverk- fræðingur í Garðabæ er látinn, 66 ára að aldri. Hann var lengi rekstrarstjóri og for- stöðumaður hjá ís- lenska álfélaginu hf. í Straumsvík. Bragi fæddist á Siglufirði 20. júlí 1930. Foreldrar hann voru Valgerður Hallsdóttir og Erlendur Þorsteins- son, bæjarfógetafull- trúi, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar og alþingis- maður á Siglufirði, síðar skrifstofu- stjóri í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1949, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla íslands 1952 og prófi í raf- orkufræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1955. Hann var einnig í rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntunarstofnun HÍ og lauk prófi árið 1993. Að loknu verkfræðinámi starfaði Bragi hjá Elding Trading Co. í Reykja- vík og hjá íslenskum aðalverktökum sf. en rak síðan ráðgefandi verkfræðistofu, Traust sf., ásamt öðr- um á árunum 1956-60. Hann vann aftur hjá íslenskum aðalverktökum 1960-68, þar af deild- arverkfræðingur frá 1963. Hann gerðist starfsmaður íslenska álfélagsins við stofnun álversins 1968 og hefur starfað þar síðan. Hann var rekstrarstjóri til ársins 1984 og eftir það var hann meðal annars forstöðumaður sölu- framleiðslu og flutningadeildar til 1988 og forstöðumaður aðfanga- og flutningadeildar til 1994. Bragi var formaður Bridgefélags Reykjavíkur 1972-74. Eftirlifandi eiginkona Braga Er- lendssonar er Árnína Hólmfríður Guðlaugsdóttir læknaritari og eign- uðust þau sex börn. Andlát SIGURÐUR RÓBERTSSON SIGURÐUR Róberts- son rithöfundur lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 27. desember, 87 ára að aldri. Sigurður fæddist 10. janúar 1909 á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal, S-Þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru Ró- bert Bárðdal bóndi á Hallgilsstöðum og kona hans Herborg Sigurð- ardóttir. Sigurður stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum á árunum 1930-1933 og kynnti sér norðurlandabókmenntir í Kaup- mannahöfn á árunum 1946-1947. Sigurður vann lengst af við bóka- verslun og skyld störf, fyrst á Akur- eyri, þar sem hann var búsettur nokkur ár og síðan í Reykjavík frá 1945. Sigurður þýddi meðal annars skáldsöguna Nótt við Norðurpól eftir Övre Richter Frich, Leyndar- mál ijárhættuspilarans eftir Walter Ripperger og ferðabækur Sven Hedin, Lönd leyndardómanna. Skáldsaga Sigurðar, Kennimaður, birtist í Nýjum kvöld- vökum á árunum 1940-1942, en auk þess komu út eftir hann Augu mannanna árið 1946, Vegur ailra vega árið 1949, Bónd- inn í Bráðagerði árið 1954, undir dulnefni, og Gróðavegurinn, einnig undir dulnefni, árið 1956. Smásögurn- ar Lagt upp í langa ferð komu út árið 1938 og Utan við alfaraleið árið 1942. Af leikritum eftir Sigurð má nefna Maðurinn og hús- ið, sem kom út árið 1952, Upp- skera óttans, sem kom út árið 1955 og Mold sem kom út árið 1966. Óprentuð leikrit Sigurðar eru Vog- rek sem frumflutt var í útvarpi árið 1942 og Dimmuborgir sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1963. Storm- urinn, sem flutt var í útvarpi árið 1972, Hans hágöfgi, sem flutt var í útvarpi árið 1974, Höfuðbólið og hjáleigan var flutt árið 1975 og Búmannsraunir árið 1976. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er María Indriðadóttir. Er ekki alveg örugglega 1968? Hvort þetta Boeing eða er KR flugeldur? Oíll UPPfi sm Fáðu þér kraftmikla KR-flugelda og styrktu íþróttastarf barna og unglinga um leið. Þaú er puúiir i þeim! Simi: 5115S15 Qnlnnfnjijn* KR-heimilinu, Frostaskjóli uUIUölÍtUn • Bílasölunni Skeifunni, Skeifunni 11 Stærri fjölskyldupakkar Það er meira i fjölskylaupökkunum en f fyrra! 1. Barnapakkinn 1.500 kr. 2. Sparipakkinn 2.200 kr. 3. Bæjarins besti 3.500 kr. 4. Trölli 5.600 kr. Tertutilboð Tvær tertur og risagos. Aðeins 2.800 kr. y/t,t,P~ö'*?9o Þýskar risarakettur Hinar frábæru þýsku risarakettur í miklu úrvali. TEftTUTiLROÖ HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.