Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLIND SEM EKKIGENGUR Á ISTEFNUYFIRLÝSINGU ríkis- stjórnarinnar frá 23. apríl 1995 er iagður grunnur að stefnumótun í málefnum upp- lýsingasamfélagsins. Þar er gefíð fyrirheit um mótun heildar- stefnu um hagnýtingu upplýsinga- tækni í þágu efnahagslegra framf- ara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarannsókna, lista og annarra menningarmála. Aðgangur fólks að opinberum upplýsingum verði tryggður, dregið verði úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjórn- völd og óþörf laga- og reglugerðar- ákvæði afnumin. Samhliða þessu verði þjónusta ríkisins sniðin að nú- tímatækni t.d. með nettengingu þjónustustofnana og pappírslausum viðskiptum. Stefnumótunin tekur á öllum svið- um þjóðfélagsins en framkvæmd einstakra málaflokka annast við- komandi ráðuneyti. Fjallað er um tengingu atvinnulífs við upplýsinga- þjóðfélagið, menntun, rannsóknir, heilbrigðismál, fjarskipti, fjölmiðla og samgöngu- og ferðamál. í framtíðarsýninni er einnig fjallað um aðlögun löggjafarinnar að breyttu umhverfi og lagt til að numdar verði á brott allar óþarfa hindranir fyrir þróun og notkun upp- lýsingatækninnar. Tekið er á sið- ferðilegum spurningum og lagt til að stuðlað verði að útbreiðslu hug- búnaðar sem fóik getur notað til að takmarka öflun og móttöku efnis á tölvutæku formi sem grefur undan almannaheill. Lagt er til að stofnuð verði siðanefnd um upplýsingatækni á íslandi sem taki fyrir siðferðileg álitamál er ekki falla undir gildandi lög og reglugerðir. Fimm meginmarkmið I stefnumótuninni er sett fram sem yfirmarkmið að íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mann- lífs og aukinnar hagsældar. Til að fylgja fram þessu yfirmarkmiði eru sett fram fimm meginmarkmið sem grunnur að framtíðarsýn: Að landsmenn hafi greiðan að- gang að upplýsingasamfélaginu. Kostir þess verði nýttir til þess að efla lýðræði og auka lífsgæði til í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið setja stjómvöld sér það markmið að íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni. Guðjón Guðmundsson las skýrslu starfshóps sem vann að stefnumótuninni og ræddi við Tómas Inga Olrich alþingismann Gæti ýtt undir stéttaskiptingu HÆTTA er að á að stéttaskipting verði til í kjölfar aukinnar upp- Iýsingatækni því staðreynd er að hluti af þjóðinni hefur ekki áhuga fyrir þessari nýju tækni. Þetta á ekkert sérstaklega við Islendinga frekar en aðrar þjóðir og líklega eru Islendingar áhuga- samari en aðrar þjóðir um tækni- mál sem lúta að upplýsingatækn- inni. Þetta er mat Tómasar Inga Olrich alþingismanns. „Það hefur sýnt sig að með hverri þjóð er ákveðinn hluti mannaflans sem hefur alls ekki áhuga á upplýsingatækni og er þvert á móti andvígur henni. í plaggi sem gefið er út af Evrópu- ráðinu er talað um „technopath" í þessu samhengi, þ.e.a.s. þá sem haldnir eru tæknifælni. Þeir eru settir fram sem hugmyndafræði- legir andstæðingar þeirra sem teljast vera „cyberman", sem upp á íslensku gætu kallast netgreif- ar,“ segir Tómas. Brugðist við þessu innan skólakerfisins Þessi nýja tækni getur ýtt und- ir vissa stéttskiptingu í framtíð- inni, milli þeirra sem tileinka sér hana og hafa aðgang að upplýs- ingum og hinna sem ekki tileinka sér hana. „ Við erum á ýmsan máta að reyna að berj- ast gegn þeim öflum í samfélaginu sem skipta okkur niður í hópa og stéttir og jafna lífsgæðin. Þann- ig göngum við til verks í menntamálum, við ætlumst til þess að allir eigi kost á menntun óháð efna- hag. Þess vegna hljót- um við að horfast í augu við hugsanlega orsök stéttskiptingar eða átaka í þjóðfélag- inu í framtíðinni. Flestar þjóðir sem eru komnar nokkuð áleiðis í að nýta þessa tækni horfa til þessa vandamáls," segir Tómas Ingi. Hann segir að hægt, sé að gera upplýsingaflæðið sem fer fram eftir þessari tækni aðgengilegt fyrir þá sem ekki hafa tækni- þekkinguna. Það mætti gera með þeim hætti að bókasöfnin verði söfn sem miðli upplýsing- um með nýrri upplýsingatækni en þá þannig að þeir sem ekki nota tæknina geti komið á söfn- in og fengið upplýsingarnar í prentuðu formi eða á annan hátt. „Eghyggþó aðtaka verði á þessu innan menntakerfisins og vinna gegn því þar. Sá hópur sem haldinn er tæknifælni verður þeim mun fámennari eftir því sem fyrr er farið af stað með kynningu á tækninni innan skólanna. Ég hygg að hér sé frekar um fordóma að ræða sem menn leggja sér til síðar á ævinni en meðfædda fælni,“ seg- ir Tómas Ingi. Hann segir að ís- lendingar noti tölvur og netþjónustu minna en Banda- ríkjamenn og sumar Asíuþjóðir en meira en flestar Evrópuþjóðir. Skólarnir eru tölvuvæddari en víða í Evrópu. „Tölvu- og tækjaeign er mikil hér á landi. Islendingar eru veik- ir fyrir tækjabúnaði og opnir fyrir nýjungum. Það er okkar styrkur. Hugarfar þjóðarinnar er að mörgu leyti hagstætt þess- um nýjungum. Ég gæti því best trúað að sá hópur sem haldinn er tæknifælni sé hlutfallslega fámennari hér en annars stað- ar,“ segir Tómas Ingi. Tómas Ingi Olrich hagsbóta fyrir almenning og íslenskt atvinnulíf. Upplýsingatækni verði beitt á öllum sviðum hvort sem er við nýsköpun, heilbrigðismál, vís- indi, listir og menningu eða á öðrum sviðum daglegs lífs. Að tryggt verði fullt jafnræði milli opinbers reksturs og einka- reksturs á sviði upplýsingatækni og upplýsingaiðnaðar. Stjórnvöld auð- veldi, með hjálp upplýsingatækninn- ar, aðgang að opinberum upplýsing- um og þjónustu til að jafna stöðu einstaklinga og fyrirtækja óháð bú- setu eða efnahag. Að upplýsinga- og fjarskiptatækni verði virkjuð til að bæta samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs, auka framleiðni, örva atvinnu og fjölga möguleikum til útflutnings á ís- lensku hugviti. Menntakerfið lagi sig að breyttri þjóðféiagsmynd og miði almenna menntun og símenntun við kosti upplýsingasamfélagsins um leið og það stendur vörð um tungu okkar og menningu. Löggjöf, reglur og vinnubrögð verði endurskoðuð með tilliti til upp- lýsingatækni til að örva tæknilegar framfarir og til að vernda réttindi einstaklinga og fyrirtækja. Nýtt neyslusvið Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna var Tómas Ingi Olrich al- þingismaður. Hann telur að ekki sé fjarri lagi að íslendingar séu í farar- broddi meðal Evrópuþjóða í nýtingu upplýsingatækninnar en þó talsvert á eftir Bandaríkjamönnum. íslend- ingar hafi komið sér upp tæknibún- aði til að flytja upplýsingar um allt land til hinna smæstu byggða í gegn- um ljósleiðara. „Unnið er að því að leggja ljósleið- ara í hvert hús hér á Islandi. Það tekur að sjálfsögðu nokkur ár að hrinda því fyllilega í framkvæmd," segir Tómas Ingi. Fyrirheit ríkisstjórnarinnar á þessu sviði eru þau að efla sam- keppnisstöðu íslands með því að tryggja aðgang fyrirtækja og al- mennings að fullkomnustu fjar- skiptakerfum heimsins á samkeppn- ishæfu verði og tryggja að flutnings- geta og flutningsöryggi innanlands og til útlanda sé jafnan fullnægjandi og geri ráð fyrir ört vaxandi notkun. Tómas Ingi minnir á að menn hafi lengi haft áhyggjur af því að hagvöxtur byggðist einkum á nýt- ingu takmarkaðra auðlinda. „Upplýsingasamfélagið býr til neyslu sem er í sjálfu sér umhverfis- væn því neyslan byggist á samskipt- um og upplýsingum. Þótt gengið sé í þessa auðlind er ekki gengið á hana. Hún stækkar við notkun. Upplýsingasamfélagið opnar fyrir nýja tegund af iífsgæðum og neysiu- mynstri sem hefur allt önnur áhrif á umhverfi, náttúru og hagkerfi heimsins en önnur neysla. Um þetta hefur ekki verið fjallað mikið fram að þessu en ég er sannfærður um að menn muni velta mikið vöngum yfir þessu í framtíðinni," segir Tóm- as Ingi. Fjölmiðlar og tungan Fjallað er í sérstökum kafla um eðli fjölmiðlanna í upplýsingasamfé- laginu. Tómas Ingi bendir á að tölvan sé í senn orðin sjónvarp og dagblað en jafnframt bjóði hún upp á tengingu við tölvunet þar sem notendur geta komið skoðunum sín- um á framfæri til stórs hóps lesenda. „Þarna er komið nýtt svið sem breytir forsendum ijölmiðlanna. Ljós- vakamiðlar hafa verið einhliða fram til þessa. Þeir hafa talað til fólks. En þess er ekki langt að bíða að samskiptin verði tvíhliða og neytand- inn velji sjálfur þær upplýsingar sem hann kýs. Þetta breytir fjölmiðlunum og ijölmiðlun verður enn alþjóðlegri. Á sama tíma er fjölmiðillinn orðinn uppeldisstofnun. Við sem ætlum að standa vörð um þjóðlega menningu og viðgang og vöxt íslenskunnar og íslenskra viðhorfa stöndum frammi fyrir því að aðgangur okkar að upp- lýsingum er að stórum hluta bundinn erlendum ijölmiðlum. Við verðum að taka tillit til þess að samkeppnin er orðin svo alþjóðleg. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ef við bjóðum ekki upp á efni á þessurn miðlum um okkar samfélag á okkar forsendum þá verðum við undir í samkeppninni. Það er því full ástæða til þess að taka fjölmiðlaþáttinn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.