Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 11 Aukin skilvirkni og mikill sparnaður Jakob Falur Garðarson þessu máli sterkum tökum,“ segir Tómas Ingi. Hann segir að bregðast verði við þessu með þeim hætti að gera inn- lendum sjónvarpsstöðvum, hvort sem þær eru í ríkis- eða einkaeign, kleift að framleiða íslenskt dag- skrárefni. „Dagblöðin hafa sýnt það að ís- lenskir flölmiðlar geta þetta við nú- verandi aðstæður. Markaðurinn er með þeim hætti að hann er reiðubú- inn að borga fyrir íslenskt efni. Að minnsta kosti þijú íslensk dagblöð taka með mjög víðtækum hætti á menningarmáium, þjóðfélagsmálum, stjórnmálum og menntunarmálum. Þau gegna, vegna þess að þau vilja það sjálf, mjög mikilvægu menning- arhlutverki," segir Tómas Ingi. Tölvulæsi Tómas Ingi segir að það skipti meginmáli í þessari umræðu allri að þjóðin verði töjvulæs. Markmiðið sé að það verði íslendingum jafnsjálf- sagt að leita upplýsinga í tölvu og í bókum. Annað stórt markmið sé að læra að skilja kjarnann frá hisminu. „Það hve miklar upplýsingar eru í boði er einnig vandamál. Það er kannski ennþá viðkvæmara og erfið- ara verkefni en annað að efla með mönnum raunsæja úrvinnslu á upp- lýsingum og gera þeim kleift að meta gagnsemi þeirra. Markmiðið með upplýsingatækninni er ekki að við sökkvum okkur ofan í tímasóun og gagnslausa leiki og leit,“ segir Tómas Ingi. Hann segir að hæfileikinn til að skilja kjarnann frá hisminu haldist í hendur við almennt menntunarstig og þroska landsmanna. Stefnt er að sömu markmiðum í almennu skóla- starfi, þ.e.a.s. að auka þroska nem- enda. Tengja þurfi þá starfsemi sér- staklega tölvulæsi. „Ekki síst þarf að styrkja stöðu íslenskunnar. Því er ekki að neita að útbreiddasta tungumál heimsins á sérstaklega auðveldan aðgang að landsmönnum í gegnum uppiýsinga- tæknina. Hluti ungs fólks talar nú þegar mjög enskuskotið mál sem það hefur beint úr tölvusamskiptum, kvikmyndum og sjónvarpi. En það verður einnig að leggja ríka áherslu á enskukennslu til þess að hægt sé að nýta sér tæknina með árangurs- ríkum hætti. Þjóðin verður tvímæla- laust tvítyngd að lokum og það þýð- ir ekki að beijast gegn því. Við verð- um að tryggja það að hún verði vel tvítyngd," segir Tómás Ingi. Hraðari þróun en vænst var En hvenær rennur sú stund upp að íslendingum verður tamt að leita upplýsinga og eiga samskipti um tölvur? Tómas Ingi hyggur að þeir tímar séu ekki langt undan. „Þrítugur maður kann meira og er fyrri til að notfæra sér þessa tækni en miðaldra maður. Börn á aldrinum 7-10 ára eru mörg hver orðin svo fær í að fást við tölvur að þau slá foreldrum sínum við og hjálpa þeim inni á heimilunum með tölvuna. Þróunin er því mjög hröð, ekki einvörðungu vegna þess að skólakerfið hefur sinnt þessum þætti, heldur ekki síður vegna þess að inni á heimilum eru tölvur orðnar heimilistæki. Börnin læra strax að umgangast tölvur og ég held að þróunin verði hraðari en við áttum okkur á og skólakerfið þurfi að taka þátt í henni af fullum þunga," segir Tómas Ingi. JAKOB Falur Garðarson, fram- kvæmdastjóri EDI-félagsins og ICEPRO (Iceland committee on trade procedures), sem er nefnd um bætt verklag í viðskiptum, segir að stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar um upplýsinga- samfélagið sé afar mikilvæg fyr- ir framgang pappírslausra við- skipta. Islendingar séu þó mörg- um árum á eftir Norðurlönd- unum í þessum málum, sérstak- lega innan heilbrigðiskerfisins. Hann segir að heilmikill sparnað- ur geti náðst í þjóðfélaginu með pappírslausum viðskiptum. ICEPRO á systurnefndir í Evr- ópu og allar eru nefndirnar vinnuhópar undir Sameinuðu þjóðunum og Evrópusamband- inu. Markmið ICEPRO er að gefa út alþjóðlega staðla fyrir papp- írslaus viðskipti. Jakob Falur segir að víða sé nú unnið að framgangi pappírs- lausra viðskipta, þ.á m. hjá Tryggingastofnun, Tollstjóra- embættinu og Ríkisskattstjóra. Hann segir að þessi vinna sé lengra komin innan verslunar- innar. Ný tollalög Jakob Falur segir miklu máli skipta að pappírslaus viðskipti fari fram eftir alþjóðlegum stöðl- um. „Fyrirtæki sem ákveður að taka upp pappírslaus samskipti á að geta gert það í eitt skipti fyrir öll en á ekki að þurfa að smíða lausn fyrir hvern aðila sem það ætlar að hafa samskipti við. Bankarnir voru t.a.m. með óstaðlaðar lausnir en reyndar eru þeir nýlega búnir að opna fyrir staðlaða möguleika.“ Jakob Falur segir að markmið- ið sé að fyrirtæki geti átt sam- skipti með stöðluðu formi við skattkerfið, bankakerfið og sína birgja í gegnum tölvuna sína. Til þess að þetta nái fram að ganga þurfi að staðla samskiptin. Hann segir að til viðbótar því vogarafli sem stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefur á fram- gang pappírslausra viðskipta hafi Alþingi samþykkt ný tolla- lög síðastliðið vor. Þar sé í fyrsta sinn bundið í íslensk lög að sam- skipti við Tollstjóraembættið verði eingöngu möguleg í gegn- um tölvu og samkvæmt hinum alþjóðlegu stöðlum frá 1. janúar árið 2000. „Það verður ekki um neina pappírstoll- skýrslu að ræða eftir þann tíma og í þessu felst mjög skýr stefna löggjafans í áttina að pappírs- lausum viðskiptum. Tollurinn er reyndar sú ríkisstofnun sem lengst er komin í þessum málum,“ sagði Jakob Falur. Hann segir að það vanti alveg að sett séu einhver tímamörk á framkvæmd stefnu ríkisstjórnar- innar í þessum málum. Engu að síður sé gott að hafa plagg í hönd- unum gagnvart ríkisstofnununum þar sem stefnumörkunin kemur fram svart á hvítu. Rafrænir lyfseðlar Jakob Falur nefnir heilbrigðis- kerfið sem dæmi um samfélags- legan rekstur þar sem unnt væri að spara stórar fjárhæðir með því að taka upp pappírslaus sam- skipti. „Við höfum lengi barist fyrir því að teknir verði upp raf- rænir lyfseðlar. Læknir skrifar þá ekki út lyfseðil til sjúklings heldur sendir hann í rafrænni mynd til þess apóteks sem sjúkl- ingurinn kýs að skipta við. Þarna sparast pappír og umstang og í kaupbæti verður eftirlit Trygg- ingastofnunar með sinni hlut- deild í lyfjareikningnum miklu skilvirkara." Jakob Falur segir að talsmenn Tryggingastofnunar hafi lýst því yfir að hún hafi ekki starfskrafta til þess að yfirfara nema hluta af þeim pappír sem berist í hús til stofnunarinnar. Með tilkomu rafræns lyfseðils verði eftirlit og skráning mun skilvirkara. Hann segir að rafrænn lyfseð- ill hafi verið tilbúinn til notkunar um langan tíma en eingöngu sé beðið ákvörðunar um að hrinda honum í framkvæmd. Sjúkrahúsin fá greitt fast dag- gjald frá Tryggingastofnun fyrir hvern sjúkling sem liggur inni. Með því að taka upp inn- og út- skráningu sjúklinga á tölvutæku formi mætti gera eftirlit með þessum kostnaðarlið mun skil- virkara og jafnvel koma í veg fyrir að einn og sami sjúkl- ingurinn sé skráður á fleiri en eitt sjúkra- hús á sama tíma. Um heilbrigðismál er reyndar fjallað í skýrslu um framtíð- arsýn ríkissljórnar- innar uin upplýsinga- samfélagið. Þar segir m.a. að stefnt skuli að því að koma á fót gagnabanka um heil- brigðismál þar sem efni og efnistök eru miðuð við þarfir al- mennings. Þar geti einstaklingar nálgast áreiðanleg- ar upplýsingar um heilbrigða lifn- aðarhætti, forvarnir, möguleika til sjálfshjálpar og önnur heilsuf- arsmál. Einnig verði komið upp upplýsingakerfum sem auðvelda almenningi að reka ýmis erindi og sækja þjónustu til heilbrigðis- kerfisins óháð búsetu. Þá verði gert átak í tölvuvæðingu heil- brigðiskerfisins með því að byggð verði upp samhæfð og samræmd upplýsingakerfi fyrir stofnanir þess þannig að þær vinni sem ein heild. Notuð verði nútíma tölvu- og fjarskiptatækni til að veita sérfræðiráðgjöf milli fjarlægra staða og koma á aukinni sam- vinnu milli sjúkrastofnana. Kostnaður á bilinu 25-70 þúsund kr. Jakob Falur segir að til séu tæplega 200 alþjóðleg skeyti sem notuð eru í pappírslausum við- skiptum en innanlands hafi verið gefin út 27 skeyti, þar af 11 versl- unarskeyti, þar á meðal yfir reikninga, pöntun, svar við pönt- un, verð, vörulista o.s.frv. Skeyt- in eru gefin út á disklingi ásamt handbók. Jakob Falur segir að skeytin séu í raun ekkert annað en staðlað eyðublað á tölvutæku formi. Hugbúnaðurinn getur ver- ið af hvaða tagi sem er en til þess að senda skeytin þarf svo- kallaðan EDI-þýðara (Electronic- al Data Interface). EDI-þýðari er lítið tæki sem fæst í tölvuversl- unum. Kostnaðurinn við að koma upp pappírslausum viðskiptum hjá fyrirtækjum er því á bilinu 25-70 þúsund krónur, þ.e. EDI- þýðarinn og skeytin. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur eftirlit með framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Islands um upplýsingasamfélagið. Olafur Davíðsson ráðuneytisstjóri segir að í stefnumótuninni felist að það skuli vera hlutverk stjórnarráðs- ins að sinna því sérstaklega að allir möguleik- ar sem opnast með nýrri upplýsingatækni séu nýttir. Með henni skapist ný braut milli stjórnarráðsins og almennings sem verði nýtt í báðar áttir. Stefnumótunin snúist að mestu um það að auka upplýsingaflæði til almennings og aðgang hans að stjórnkerfinu á rafrænan hátt. Markmiðið sé að landsmenn geti nýtt sér upplýsingatæknina til þess að eiga sem bestan aðgang að stjórnkerfinu með sín mál. Stjórnkerfið þurfi að sjá til þess að miðla upplýsingum með nýrri tækni sem áður hefur verið miðlað á hefðbundinn hátt í rituðu máli eða munnlega. Ólafur segir að engin sérstök tímamörk hafi verið sett í þessu skyni og fremur litið á stefnumörkunina sem langtímaþróun að settu marki. Ölafur segir að hlutverk forsætisráðuneyt- isins sé að fyigja eftir því sem kveðið er á um í stefnumörkuninni. Alnetsvæðing stjórnarráðsins „Annars vegar er þar um að ræða það sem lýtur að aðgangi almennings að hvers kyns upplýsingum og að stjórnkerfinu með rafrænum hætti. Sem dæmi má nefna að það er verið að vinna að því núna að koma öllu stjórnarráðinu inn á alnetið. Ýmis ráðu- neyti eru þegar komin þar með heimasíður. Rafrænn aðgangur að stjórnkerfinu Starfandi er starfshópur með fulltrúum frá öllum ráðuneyt- unum sem sinnir þessu verkefni sérstaklega. Reyndai' má þess geta að alnetsvæðing stjórnar- ráðsins hófst áður en skýrslan kom út,“ sagði Ólafur. Til þess að koma stefnumót- un ríkisstjórnarinnar á lagaleg- an grunn þarf að vinna að nýrri löggjöf þar að lútandi. Dóms- málaráðuneytið > hefur veg og vanda af þeim undirbúningi. Ólafur segir að löggjöfin muni einkum snúa að verndun frið- helgi einkalífsins og að því að tryggja að öryggi borgaranna og ríkisins sé ekki ógnað. Einn- ig verði að gæta að því að eng- ar skorður séu reistar sem hindra að hægt sé að nýta sér upplýsingatæknina. Einnig þurfi að fara í gegnum höfundaréttarlög, persónuvernd og ýmsa aðra löggjöf. „Lögð er áhersla á að það sé sem skýrast undir hvaða ráðuneyti hvert verkefni falli þannig að hlutverk forsætisráðuneytisins verði fyrst og fremst samræming, eftirlit og eftir- fylgni. Ráðuneytið á að sjá til þess að unnið sé að þeim málum sem ijallað er um í stefnumótuninni og tengja saman ráðuneytin þar sem þau koma mörg saman að einstök- um málum," sagði Ólafur. Framtíðarverkefni Hann sagði að þessi vinna væri að einhveiju leyti þegar hafin og nefndi sem dæmi samgönguráðu- neytið. Þar hefði undirbúningur að því að gera Póst og síma að hlutafélagi verið lengi í gangi. Auk þess væri ráðgert að taka upp samkeppni á fjarskiptasviði. Hann segir að upplýsingalögin sem taka gildi um áramótin séu hluti af þeirri vinnu sem nú fari fram þótt þau eigi sér annan uppruna. Inn í þessa vinnu falla einnig pappírslaus við- skipti, þ.e. aðgangur að opinberum kerfum eins og tolli og slíku, en undirbúningur að því hefur verið lengi í gangi. Einnig sé hafin undirbúningur að vörslu rafrænna skjala. Ríkisstjórnin lítur á stefnumörkun í mál- efnum upplýsingasamfélagsins sem varan- Ólafur Davíðsson legt þróunatverkefni en ekki sent átaksverk- efni með skilgreint upphaf og endi. Vegna örra breytinga sem verða á samfélaginu og á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni, þurfi stefna stjórnvalda í málaflokknum að vera í stöðugri endurskoðun. „í stefnumótuninni eru ekki tímasettir áfangar. Unnið verður að framkvæmd henn- ar á næstu árum. Þó má segja að hin hraða þróun í tæknimálum hafi ekki síst rekið á eftir þessu starfi. Við verðum að gæta þess að vinnan taki ekki of langan tíma því þá er hætta á því að við gætum orðið á eftir öðrurn þjóðum. Reyndat' er framkvæntd stefnunnar ekki afmörkuð í tíma. Við lítum á þetta sent framtíðaiverkefni. Hét' er meira um það að ræða að skilgreina tiltekna áfanga og síðan eru það ráðuneytin hvert fyrir sig sent ákveða hve langan tíma hver áfangi tekur. Einnig má búast við því að jafnan verði til ný verkefni," sagði Ólafur. Ólafur segit' að framkvæmd stefnunnar kosti töluvert fé en sérstök kostnaðaráætlun ltafi ekki verið gerð. Ríkisstjórnin mun konta á sérstökum fjárlagaliðum innan ráðuneyta sem ætlaðir verða til verkefna á sviði upplýs- ingatækni. Við úthlutun fjárins verður for- gangur veittur að þeim verkefnum sem falla að stefnu stjórnvalda í upplýsingamálum, stuðla að aukinni hagræðingu í ríkisrekstri, bættri þjónustu við almenning að fyrirtæki, nýtast fleiri en einni stofnun, fyrirtæki eða heilli starfsgrein og að síðustu þeitn verkefn- um sem eru boðin út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.