Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERILL Sigurðar Baldurssonar er óvenjulegur og æði fjölbreyttur síðasta áratug- inn, síðan hann lauk jirófi í líffræði frá Háskóla Islands 1983 að viðbættu ársnámi í örverufræði. Þá hélt hann til Danmerkur og lauk þar kandidatsprófi í lífefnafræði 1987. Og eftir að hafa verið í starfi í tæpt ár í Danmörku flutti hann heim til íslands með konu og tvo stráka sem fæddust í Kaupmannahöfn. í þijú ár vann hann við rannsóknir á hitakærum bakteríum sem fram fara á Iðntæknistofun. En fjórða árs verkefni hans í Háskólan- um hafði verið í þessum hita- kæru bakteríum. Með eina þeirra hélt hann áfram í kandidatsnáminu í Kaup- mannahöfn. „Svo hætti ég hjá Iðn- tæknistofnun og fór að vinna hjá Eimskip í Sundahöfn,“ segir Sigurður og bætir við þegar hann sér spurnarsvip- inn á viðmælanda yfir þess- um umskiptum. „Samstarf gengur ekki alltaf upp.“ „I eina fjóra til fímm mán- uði var ég næturvörður á 14 tíma vöktum í hliði númer 3 í Sundahöfn. Var þar á vakt frá klukkan sex á kvöldin til kl. 8 á morgnana. Það var fín reynsla. Þarna voru al- deilis hressir karlar. Fínir karlar!" Þaðan lá leiðin til Svíþjóð- ar, þar sem konan hans Borghildur Sigurbergsdóttir, sem er matvælafræðingur, vildi ljúka sínu námi í klín- ískri næringarráðgjöf í Gautaborg. „Þá varð ég bara heimavinnandi heimilisfaðir. En við áttum hús hér heima og vildum búa hér, svo við komum aftur þegar hún hafði að ári liðnu lokið sínu námi. Þá kom ég heim atvinnulaus og byrjaði um haustið að leggja hitaveiturör. Var í vinnu hjá Sveini Skaftasyni verktaka og hörkutóli í Kópa- vogi i fjóra mánuði. Það er fínn karl. En um áramótin 1992-93 var kominn vetur og ekki hægt lengur að leggja hitaveiturör í hús.“ Ekki er líklega auðvelt að koma sér af stað í rannsókna- störf eða hoppa fyrirvara- laust inn í slík störf hér á landi? „Nei, um vorið réð ég mig hjá byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Gerðist hellulagn- ingarmaður í garðyrkjudeild. Þar var ég búinn að vera við að tyrfa og helluleggja, og í byggingarvinnu á veturna þegar snjór liggur yfir og ekki hægt að vera við garð- yrkjustörf. Gylfi og Gunnar byggja svo mikið. Þar var ágætt að vera, hress mann- skapur og mikið fjör.“ Sigurður kvaðst ekki setja fyrir sig líkamlega vinnu, þykir gott að hreyfa sig. Hann er fæddur og uppalinn í Sandgerði og vann þar í skreið og saltfiski og í bæjar- vinnunni í fimm sumur þegar hann var í skóla. Málaði í 3 sumur og vann við trésmíðar önnur tvö sumur, svo hann kveðst öllu vanur. Sigurður kveðst nú samt hafa verið orðinn þreyttur á að fá ekkert í sínu fagj, enda hefði hann verið búinn að vera í byggingarvinnunni í fjögur ár í maí. Hann var raunar byijaður að þreifa fyrir sér um starf erlendis, sérstaklega við rannsókna- störf á Norðurlöndum. Strák- amir, sem em 9 og 11 ára gamlir, eru í skóla hér og konan hans komin með sjálf- stæðan rekstur í samvinnu við aðra, Næringarráðgjöfin SIGURÐUR Baldursson lífefnafræðingur á rannsóknastofu íslenskrar erfðagreiningar. Morgunblaðið/Golli Ur hellu- lögnum í vísinda störfin Sigurður Baldursson lífefnafræðing- ur var búinn að vera við hellulagnir og erfiðisvinnu í fjögur ár. Var far- inn að líta aftur til útlanda eftir starfi í sínu fagi er nýr vinnustaður „ís- lensk erfðagreining“ birtist á sjón- arsviðinu. Elín Pálmadóttir sá að nú er hann ásamt fleiru sérmenntuðu fólki tekinn til starfa við mannerfða- rannsóknir í nýju rannsóknastofun- um við Lyngháls. Bjargaðist þar með frá því að hörfa til útlanda. sf. Svo það var töluvert snú- ið að taka sig upp. Eins og ævintýri „Það er ekki auðvelt, en ef maður er búinn að taka ákvörðun um að flytja þá flytur maður bara einn, tveir og þrír. Það er nú orðið í sjálfu sér ekkert meira en var að flytja til Akureyrar áður fyrr,“ segir Sigurður. En til þess kom ekki. Þá kom nýja fyrirtækið „ísiensk erfðagreining" al- veg á réttum tíma og aug- lýsti í smáauglýsingu eftir starfsfólki. „Ég hafði lesið frétt um þetta fyrirtæki í maí án þess að gefa því gaum og þurfti nú að fara og hafa upp á henni í blaðinu til að sjá að þetta væri ekki bara eitthvert plat. Ég sótti um og var boðaður í viðtal til forstöðumannanna, lækn- anna Kára Stefánssonar og Kristleifs Kristjánssonar og fjármálastjórans Hjálmars Kjartanssonar, og byijaði hér 1. nóvember sl. Þetta var eins og í ævintýri." Þegar Sigurður er spurður í hveiju hann sé að vinna, segir hann að allt starfsfólkið vinni við genarannsóknirnar. Við að einangra genin sem valda sjúkdómum. Þær eru komnar í fullan gang og fyrsta útkoma ætti að fást í næstu viku. Það er hvar á litningi stökkbreyting er og tekur þá við 1-2 mánaða vinna við að finna nákvæm- lega hvaða gen það er. Þetta sé byrjunin. Hann segir þetta mjög spennandi starf.„Ekki síst að hér eru notuð nýjustu tæki og tól og nýjustu útgáfur af hugbúnaði tengdar tækjun- um. Rannsóknastofan er mjög vel búin að slíku. Það er einn Svíi þama inni núna að setja inn og tengja nýjan hugbúnað. Afköstin verða ennþá meiri þegar maður fær allt það nýjasta.“ Það er sýnilega mikið að gera þessar fyrstu vikur með- an verið er að koma fyrir tækjunum. „Hér er kominn til starfa mjög góður hópur og mikið rætt,“ segir Sigurð- ur. „Mjög góður andi, fólk verður að segja sína skoðun á öllu svo að hlutirnir gangi upp. Þetta er mjög spennandi vinnustaður og mjög gam- an.“ Þegar spurt er um kaupið svarar Sigurður að það sé ágætt, hann sé ánægður með það sem hann hafi. Og bætir við að fjölskyldan sé auðvitað ánægð með að nú helst hann hér á landi. „Strákarnir mín- ir eru mjög forvitnir um vinn- una. Ég var búinn að vera svo lengi í hellulögnunum," segir hann. „Ætli það ekki,“ segir hann þegar haft er orð á því að hann hljóti að vera skap- góður að halda þetta svona lengi út, heil fjögur ár í hellu- lögnunum. „Tíminn er bara búinn að vera ótrúlega fljótur að líða. Það var svo gaman í vinnunni, svo góður mórall hjá Gylfa og Gunnari. Við vomm að vinna úti um allt, á Seltjarnarnesi, Grafarvogi, Mjóddinni og suður í Kópa- vogi.“ Það verða viðbrigði að flytja sig úr útivinnunni og inn í lokaða rannsóknastofu. Sigurður grípur þetta á lofti: „Nú verð ég að passa línurn- ar. Annars var ég búinn að skokka í 9 ár og synda, sem kannski hefur haldið í mér góða skapinu. Ég er útimað- ur, hefi mest gaman af því að vera úti að ganga í ka- faldsbyl eða rigningu. Hefi alltaf verið mikið fyrir að vera úti og ferðast út um landið með fjölskylduna." Er hann þá núna búinn að festa sig niður í starf til frambúðar? Hann kvaðst ætla að vona það. „Ég lít á þetta sem starf til næstu 20-30 ára. Ætli ég verði bara ekki ellidauður í því. Ég hefi trú á að þetta sé framtíðar- starfsemi. Það er svo mikill efniviður og. sérstaklega að- gengilegur hér á landi. Því hafa erlend fyrirtæki áhuga á að gera samninga við það.“ íslendingar koma heim Sigurður segir að næstum daglega sé nýtt fólk að koma til starfa. Nær allt Islending- Sigurður kveðst nú samt hafa verið orðinn þreyttur á að fá ekkert í sínu fagi, enda hefði hann verið búinn aðveraíbygg- ingarvinnunni I fjögur ár í maí. Hann var raunar | byrjaður að þreifa fyrir sér um starf erlend- is, sérstaklega við rannsókna- störf á Norður- löndum. Þá kom nýja fyr- k irtækið „Islensk | erfðagreining" alveg á réttum tíma og auglýsti í smáauglýsingu eftir starfsfólki. ar. „Komin eru hjón, lífefna- % fræðingar frá Bandaríkjun- i um. Þau voru byijuð að vinna I erlendis þótt þau vildu koma | heim, en gátu það ekki fyrr ? en núna að þau komu beint :| heim í þessa vinnu 1. nóvem- | ber sl. Fleiri eru að flytjast | heim frá Noregi, Svíþjóð og j alls staðar að. Svo eru hér | nýútskrifaðir meinatæknar | og líffræðingar úr Háskóla I íslands, se_m komnir eru hér * til starfa. Ég held að 90-95% | af starfsfólkinu sem er byijað hérna séu háskólamenntað fólk. Starfsemin er þannig.“ Framtíðin er því um þessi áramót björt hjá Sigurði Baldurssyni lífefnafræðingi. 'j Hann tekur undir það. I „Bjartari en vanalega, þótt | hún hafi kannski ailtaf verið I björt. Ég hefi aldrei vílað ' fyrir mér að vinna í kulda ' og trekki. En nú get ég not- | að þessa menntun sem ég | hefi aflað mér.“ Annað væri sóun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.