Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 . 21 FYRSTU Marsfararnir kanna Mariner-dalinn, stærstu gjá í sólkerfinu. Málverk eftir Pat Raelings. Næsti bær við tunglið MARÍA Guðmundsdóttir, fyrirsæta og ljósmyndari, segir svo frá fundi sínum og Kennedys forseta, að hann hafí í fyrstu rætt um jarð- varma á íslandi, en síðan leitt talið að könnun geimsins. „Hann virtist hafa óendanlegan áhuga á geim- ferðum." Tunglferðaafrekið er einkum tveimur mönnum að þakka, þýska vísindamanninum Wernher von Braun og Kennedy. Sjaldan hefur þjóðarleiðtogi sýnt meiri stórhug og dirfsku en Kennedy, þegar hann setti þjóð sinni það markmið að senda menn til tunglsins innan ára- tugarins. „Við förum þangað,“ sagði hann í ræðu ’62, „ekki af því að það sé auðvelt, heldur af því að það er erfitt!" Kennedy hafði ekki erindi sem erfiði við Maríu, en öðru máli gegndi um tunglið (og Marilyn Monroe ef út í það er farið, en þau munu m.a. hafa átt fundi í kjarn- orkukafbáti). Flestum að óvörum reyndust tunglferðirnar fórnardýr eigin velgengni. Þetta var næstum of „auðvelt". NASA var ekki til- búið með næsta verkefni. Nixon fannst peningunum betur varið í sprengjuregn á hrísgijónabændur og vængstýfði stofnunina fjár- hagslega. Von Braun hafði lengi íhugað mannaðar Marsferðir og skrifað um þær bók árið 1953. Mars er þúsund sinnum lengra frá jörðu en tunglið, og ferðalag þangað tekur ekki 3 daga eins og ferð til tunglsins, held- ur á að giska 5 mánuði. Von Braun taldi víst að geimskipin yrðu að geta borið eldsneyti fyrir ferðina þangað og heim til jarðar á ný. Því sá hann fyrir sér gríðarstór farar- tæki, stærri en svo að nokkur eld- flaug gæti flutt þau frá jörðu í einu lagi. Þeim átti að skjóta í pörtum upp í geimstöð fyrir utan gufuhvolf- ið þar sem þau yrðu sett saman í einskonar flotkví. Það gefur augaleið að þotur sem nú fijúga yfir Atlantshafið yrðu ærið þunglamalegar, ef þær gætu ekki tekið eldsneyti nema öðrum megin hafsins og þyrftu að fylla tanka fýrir báðar leiðir. Þetta vandamál gerði það að verkum að mannaðar Marsferðir urðu bannorð hjá NASA til mikillar skapraunar fyrir þá stjörnuglópa sem töldu Mars vera næsta bæ við tunglið. Þess í stað var hafist handa við að hanna geimskutluna, en aðalverk- efni hennar skyldi vera að stuðla að byggingu geimstöðvarinnar. Mars átti að bíða komandi kynslóða. En þá þegar var komin kynslóð sem sætti sig ekki við mögur ár SJAUM RAUTT! Mars er í brennidepli geimrannsóknanna á komandi ári vegna þess að þá stend- ur til að senda þangað tvær geim- flaugar af tíu til rannsókna á þess- um nágranna jarðarinnar. Mars hefur löngum heillað jafnt vísinda- menn sem hugarflug höfunda -----------^--- geimvísindaskáldsagna. I þessari síðar grein um Mars heldur Viðar Víkingsson áfram að varpa ljósi á reikistjömuna sem er hin fjórða frá sólu. tækni og kom mönnum til tunglsins gæti nú þegar fleytt litlu geimfari til Mars. Þessar hugmyndir og ótalmargar fleiri má lesa um í nýútkominni bók Zubrins, The Case for Mars. í henni brýtur hann Kólumbusaregg með annarri hendi og heggur á Gordí- onshnúta með hinni. Hann leggur til að blöndun á staðnum komi þeg- ar til framkvæmda í ómönnuðu sýnatökuferðinni og mannaðar geimferðir fylgi strax í kjölfarið. Hann lýsir því hvernig fyrstu Marsfaramir muni „lifa á landsins um ófyrirsjáanlega framtíð meðan NASA safnaði spiki. Og nú virðist eyðimerkurganga hennar loksins á enda. Hún hefur ekki eignast sinn Kennedy. Clinton er jafn ólíklegur til að knýja rándýra mannaða Mars- ferð gegnum þingið og til að eiga ástafund með Sharon Stone í kaf- báti. Á hinn bóginn er kominn fram hugsanlegur arftaki Wernhers von Braun. Til Mars á hundasleða Sá maður er verkfræðingurinn dr. Robert Zubrin. Hann lét sér ekki segjast, þegar honum var tjáð að Marsferðir væru verkefni fyrir komandi kynslóðir og risastórar geimstöðvar, heldur benti á reynslu manna af heimskautaferðum. Árið 1845 freistaði Englending- urinn Sir John Franklin þess að finna norðvesturleiðina svokölluðu úr Atlantshafi til Kyrrahafs. Hann lagði af stað með 127 manna áhöfn á tveimur stórum skipum og tók með sér allt sem hugsanlega gæti komið að notum í langferð sem þessari. En Franklin og skip hans hurfu á Norður-Íshafí með manni og mus. Roald Amundsen og sex manna áhöfn hans komst hins vegar á leið- arenda hálfri öld síðar. Það gerði hann með því að „lifa á landsins gæðum“ eins og eskimóamir, nota hundasleða, byggja snjóhús, veiða sér ferskt kjöt til matar. Þarna skil- aði einkaframtak Amundsens þeim árangri sem hafði reynst breska heimsveldinu um megn. Á svipaðan hugmynd skaut bíl- skúrsfyrirtæki Zubrins NASA ref fyrir rass, hvað ódýrar og einfaldar lausnir á Marsferðum varðar. Loft- hjúpur rauðu reikistjörnunnar er 95% koltvísýringur. En hann má bijóta niður í metan og súrefni. Á Mars mætti koma fyrir eldsneytis- sjálfsala. Ómönnuð geimflaug með 6 tonn af vetni yrði send til Mars. Þar myndi hún blanda saman á staðnum vetninu og koltvísýringn- um og framleiða mikið magn eld- flaugaeldsneytis. Þegar ljóst væri að það nægði til heimferðar, væri röðin komin að mönnuðu geimfari. Geimstöð væri óþörf, því að sama MARS eins og hann blasti við Viking-geimförunum. gæðum“, reisa híbýli úr múrsteini og plasti úr hráefnum, sem þegar hafa fundist á staðnum, og fínna orkugjafa til viðbótar við eldsneytið úr andrúmsloftinu. Þar á meðal er jarðvarminn, sem allt bendir til að sé á Mars. í því sambandi vísar Zubrin til reynslu íslendinga. Hann deilir hinu 687 daga Marsári niður í mánuði og veltir jafnvel vöngum yfir kaupi og kjörum fyrstu land- nemanna. En pólitískur vilji til fararinnar verður líka að vera fyrir hendi. Þar sér Zubrin fyrir sér þijár leiðir. Hin fyrsta er JFK-leiðin, þar sem metn- aðarfullur forseti ber í borðið og hrífur alla með eldmóði sínum. Leið tvö er alþjóðlegt samstarf í geimn- um, sem dr. Carl Sagan var til hinstu stundar helsti talsmaður fyr- ir. Hún yrði væntanlega ódýrari fyrir Bandaríkjamenn og kæmi í veg fyrir að þekking og reynsla Rússanna færi forgörðum í upp- lausninni og blankheitunum sem hijá þá merku þjóð. En þrátt fyrir langa afrekaskrá Rússa í geimnum, hefur Mars reynst þeim þungur í skauti. Af 18 misheppnuðum geimferðum þangað eru 15 rússneskar. Hin síðasta, Mars 96, var nánast unnin í sjálf- boðavinnu. Eldflaugaskotpallarnir eru í Baikonúr í Kasakstan, og meðan þeir settu upp geimflaugina í kapphlaupi við tímann, voru Kas- akkar sífellt að taka af þeim raf- magnið til að minna á ógreidda reikninga. Því var ekki að undra að svo færi sem fór. Þriðju leiðina kennir svo Zubrin við Newt Gingrich, foringja þing- meirihluta repúblikana, en raun- ar er hún afsprengi samráðs- funda þeirra beggja. Zubrin vissi að Gingrich var and- snúinn því að kýla vömb- ina á ríkisstofnun á borð við NASA og benti hon- um því á einskonar út- boðsleið, þar sem einka- fyrirtæki yrðu látin keppa sín á milli um hina ýmsu verkfræði- legu þætti Marsferð- anna. Zubrin telur þau geta unnið þá fyrir 4 til 6 milljarða dollara. Þau fengju í verðlaun ágætis skilding, 20 milljarða, sem samt er stórum lægra en áætl- anir NASA upp á 55 milljarða. (Meðan geimstöðin var inni í dæm- inu_ var talað um 450 milljarða.) Á næstunni munu Clinton og þingið taka ákvörðun um geim- ferðaáætlun Bandaríkjanna næsta áratuginn. Urtölumenn mun ekki skorta, sem telja Marsferð fásinnu og nær að eyða peningum í „brýnni“ viðfangsefni. Þeir voru líka til stað- ar þegar Kólumbus bað spænsku konungshjónin um farareyri. Þ.á m. var Torquemada sem þurfti mikið fé til að starfrækja rannsóknarrétt- inn. Ennfremur var bæði dýrt og tímafrekt að bijóta niður baðhúsin, sem Márar höfðu reist á Spáni, en kirkjunnar menn nú úrskurðað í hæsta máta ókristileg. Sagan mun skipa fjandmönnum geimferða á bekk með þessum and- stæðingum þrifnaðar og fijálsrar hugsunar. Því öll söguleg rök hníga að því, að förum við ekki til Mars, förum við til fjandans í staðinn. Þörfin fyrir ný landamæri Margir hafa áður talað um hin nýju landamæri sem opnast muni annars staðar í sólkerfinu. Þar hef- ur einatt verið um innantóma skrúð- mælgi að ræða. En Zubrin færir sterk rök fyrir því að á sama hátt mmmmmmmmm wmmmmmmmmmmmmm DR. ROBERT Zubrin, höfundur er Case for Mars. BJARNI Tryggvason, geimfari og fundur Ameríku gjörbreytti heimssögunni og skapaði hreyfíngu í stað kyrrstöðu fyrri alda, sé land- nám á Mars orðið söguleg nauðsyn, forsenda þess að sagan stöðvist ekki á nýjan leik. Landnám Mars mun skapa nýja tæknibyltingu, rétt eins og fundur Ameríku leiddi til byltingar í sam- göngum, sem síðan skilaði sér á öðrum sviðum. Margföldunaráhrif- in verða sláandi. Það er 100.000 lengra til Mars heldur en til Amer- íku frá Evrópu. Og það er sömu- leiðis 100.000 sinnum lengra til næsta sólkerfis en til Mars. Þangað komumst við fyrr eða síðar með nýrri hundasleðatækni sem Marsbúar framtíðarinnar hafa þró- að. Fólksstreymið til Ameríku staf- aði ekki af plássleysi í Evrópu. En í lénsskipulagi gamla heimsins gat enginn almúgamaður breytt hlut- skipti sínu og orðið sjálfs síns herra. Hugarfarið var í hlekkjum kirkjunn- ar, sem taldi þetta eðlilegt ástand. Fundur Ameríku gjörbreytti þessu, landnemahugrekki leysti vonleysi leiguliða og þurfalinga af hólmi, lýðræði fijálsborinna manna gekk af lénsveldinu dauðu. Nú er skammt í að allt mannkyn- ið verði steypt í sama mót, og það mót verður sífellt þrengra. Land- nám á Mars og víðar mun hins vegar leiða til fjölskrúðugs mannlífs með ólíkar viðmiðanir. Á öðrum plánetum verður fleira að fást við en að gleypa hamborgara og horfa á sjónvarpið. Zubrin skiptir okkar öld upp í þijú tímabil, sem hvert er þrír ára- tugir. Frá 1903 til ’33 átti sér stað tæknibylting, borgir voru rafvædd- ar, farþegaflugvélar urðu raunhæf samgöngutæki, sími, útvarp og bíl- ar urðu almenningseign ... Frá 1933 til ’63 gjörbreyttist heimurinn á ný með litsjónvarpi, fjarskiptatunglum og geimferðum, tölvum, kjarnorku, þotum ... í samanburði við þetta eru síðustu þrír áratugir tæknilegt hnignunarskeið. Hvar eru neðan- sjávarborgirnar, ræktun sjávaraf- urða á úthöfunum, sólarorkubílarn- ir, kjamasamruninn, geimstöðvarn- ar á tunglinu og Mars? Hvað kjarnorkuna varðar, geng- ur Zubrin í berhögg við ríkjandi sjónarmið og telur andstöðuna við hana helsta dragbít- inn á tækniþróun síðustu áratuga. 01- íuhringamir beiti fyrir sig nytsömum sakleysingjum úr hópi umhverfis- verndunarmanna, máli skrattann á vegginn og hindri eðlilega framþróun þessa orkugjafa. Persaflóastríðið kostaði margfalt meira en fyrirhuguð könnun Mars. Það var háð vegna stór- hættulegra og mengandi olíulinda sem nú ættu að heyra sögunni til sem orkugjafi á sama hátt og þræla- hald og taðkögglar. Fundur Ameríku varð til þess að menn smíðuðu stór seglskip, gufuskip, flugvélar. Á svipað- an hátt munu Mars- ferðir hafa í för með sér byltingu í sam- göngutækni, skyn- samlega beitingu kjamorkunnar, kjamasamruna, jónadrif og fjöl- margt sem við get- um ekki enn gert okkur í hugarlund. Farandsendi- herra í geimnum Nýverið var það rifjað upp i Reykja- víkurbréfi Morgun- blaðsins í sambandi við hryggilegar niðurstöður um raungreinakennslu hér á landi, hvernig Spútnik-geimf- ar Sovétmanna olli hugarfarsbreyt- ingu hjá Bandaríkjamönnum, vakn- ingu í skólakerfinu og tunglferðaá- ætlun Kennedys. Rannsóknir hafa leitt í ljós að það em einkum þijú viðfangsefni sem örva hugarflug barna: risaeðl- ur, draugar og könnun geimsins. Þegar Kennedy var forseti, var enn hægt að tala um tunglferðir sem „bruðl“. En bruðl sem höfðar til ímyndunarafls barna, skapar draumsýn og hvetur til afreka, er af hinu góða. Á nánast hveijum degi fáum við fréttir af ótrúlega bjánalegu fjár- austri í okkar þjóðlífi. En þótt hægt sé með góðum vilja að líta á t.d. fermetrafreka starfsmenn Byggða- stofnunar sem risaeðlur eða drauga, er heldur ólíklegt að æska þessa lands líti þannig á málin og láti sig dreyma um þá. Állar hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa lagt hönd á plóginn við könnun geimsins. Jarðvarmaþekking Is- lendinga gefur þeim tækifæri til að leggja bæði fé og orð í belg um yfirborð Mars. íslenskir hugvits- menn hafa þegar látið að sér kveða í rannsóknum á reikistjörnunni sem kennd er við guðinn er hvetur til dáða. í Bandaríkjunum kom Har- aldur R. Karlsson nálægt rannsókn á AL8001, loftsteininum fræga, sem vakti upp spurningar um líf á Mars. Og í Danmörku hannaði Haraldur Páll Gunnlaugsson ásamt fleirum eitt af rannsóknartækjun- um sem í júlí mun lenda á rauðu plánetunni. Og brátt munum við eignast fyrsta farandsendiherrann sem stendur undir nafni, Bjama Tryggvason geimfara. Hann mun ekki leika prinsessuna á bauninni á holóttum vegum í alfaraleið, heldur svífa á landamærum alls mann- kyns. Fyrsta skrefið til að ýta und- ir raungreinaáhuga hér á landi er að setja upp myndir af honum í geimfarabúningi í öllum skólum landsins. Með hann fyrir augum gætum við enn um sinn vonað að afkomendum Leifs Eiríkssonar kippi í kynið. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um geimferðir. VELBORG Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB, afhendir Gyðu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra dagvistar MS-félags íslands, gjöfina. VÍB sty;rkir MS-félag íslands VÍB, V erðbréfamarkaður íslands- aðstandendur þeirra, en um 300 banka hf., sendir viðskiptavinum manns þjást af þessum sjúkdómi á sínum ekki jólakort í ár, en styrkir íslandi í dag. Markmið félagsins þess í stað MS-félag íslands. Þetta er að styrkja rannsóknir og styðja er annað árið í röð sem VÍB styrk- við bakið á sjúklingum og aðstand- ir MS-félagið í stað þess að senda endum. Það er gert m.a. með jólakort, og hefur þessi háttur fræðslu og aðhlynningu, en félagið mælst vel fyrir meðal viðskiptavina. rekur dagvistun þar sem um 50 í MS-félaginu er fólk með sjúk- sjúklingar njóta reglulega end- dóminn „Multiple Sclerosis" og urhæfingar. Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak f því er Áihók íslands meá fróðleik um áiferði. atvinnuvegi. íþróttit. stjómmál. mannalát og margt fleira. Fæstí bókabúðum um land allt. Fáanlegir etu eldti árgangar. alltfrá 1946. SÖGUFÉLAG 1902 Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið dag- lega frá kl. 10-18. Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. ófotefi í>tétta með fÍöru ara.M góðumœfingum. arlapul Þessi vinsælu 8-vikna námskeið eru sérsniðin fyrir karlmenn. ■ Stöðvaþjálfun og þolþjálfun 3-5x í viku ■ Nýr uþþlýsingabæklingur: „f fínu formi til framtíðar1' ■ „Léttir réttir“ uþþskriftaþók með 150 léttum og þragðgóðum uþþskriftum ■ Fræðsla ■ Fitumæling og viktun ■ Vinningar í hverri viku ■ 3 heoDnir fá 3ia mán. kort í lokin. Byggðu upp vöðvamassa og losnaðu við fitu. Láttu skrá þig strax! Námskeiðið hefst 13. jan. /xtb’ .siAdur ÖSSKS“r SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.