Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGU NBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ÞORGEIR Jósefsson er bjartsýnn á framtíð skipasmíðaiðnaðarins og býr fyrirtækið undir harðnandi samkeppni með tækninýjungum. TOKSTAÐ VINNA BUG Á VANTRÚ eftir Helga Bjarnason ÝTT fyrirtæki, Skipa- smíðastöðin Þorgeir og Ellert hf., tók við rekstri slippsins á Akranesi fyrir rúmum tveimur árum þegar Þorgeir og Ellert hf. varð gjaldþrota. Gamla fyrirtækið var einn af burðarásum atvinnulífs á Akranesi í áratugi en var að sligast undan taprekstri vegna erfíðleika skipasmíðaiðnaðarins og mikilla skulda. Akranesbær og lánardrottnar yfirtóku reksturinn um tíma en hann stefndi í gjald- þrot þegar nýr meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags tók við völdum á Akranesi árið 1994. Eitt fyrsta verk nýju vald- hafanna var að láta kanna áhuga einstaklinga á að endurreisa fyrir- tækið. Forystu um þann þátt hafði Þorgeir Jósefsson viðskiptafræð- ingur, sonarsonur og alnafni ann- ars stofnanda eldra fyrirtækisins. Nýja fyrirtækið hefur gengið mjög vel og er umfang rekstrarins orðið mun meira en það var á síðustu árum Þorgeirs og Ellerts hf. og verið er að fjárfesta í tækjum og húsnæði. Sunnudagur til sælu „Þorgeir og Ellert voru á brauð- fótum í mörg ár og bærinn var orðinn aðaleigandi fyrirtækisins. Ég hafði ákveðin söguleg og til- finningaleg tengsl við fyrirtækið, þó að ég hefði unnið við annað í tvö ár, og var til í að skoða ýmsa möguleika í sambandi við rekstur- inn,“ segir Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvarinnar Þorgeir og Ellert hf., þegar hann er spurður að því hvemig það kom til að hann kom aftur inn í reksturinn. Hann hefur unnið við fyrirtækið frá unglings- árum, nema tvö síðustu ár Þor- VIÐSKIFn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðv- arinnar Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi, er 37 ára gam- all. Hann lærði vélvirkjun hjá Þorgeiri og Ellert hf. á árun- um 1977 til 1981, lauk síðan stúdentsprófi og loks viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1988. Þorgeir vann hjá Þorgeiri og Ellert frá unglingsárum, seinni árin sem skrif- stofustjóri og um tíma sem starfandi framkvæmdastjóri. Árið 1992 stofnaði hann fasteignasöluna Berg hf. á Akra- nesi með félaga sínum og rak hana til miðs árs 1994 að hann gerðist framkvæmdastjóri nýs félags sem stofnað var um rekstur Þorgeirs og Ellerts. Eiginkona Þorgeirs er Pálína Ásgeirsdóttir. Þau eiga ársgamla þríbura og Þor- geir á einnig níu ára gamla dóttur. geirs og Ellerts hf. en þá rak hann eigin fasteignasölu. „Þegar allt stefndi í gjaldþrot fyrirtækisins báðu bæjaryfirvöld mig um að hafa forgöngu um að leita að mönnum sem kynnu að vilja taka þátt í að endurreisa fyr- irtækið. Það var gert að skilyrði að okkur tækist að safna að minnsta kosti 10 milljóna króna hlutafé tii að byija með. Það tókst og gott betur,“ segir Þorgeir. Hörður Pálsson bakarameistari, Sveinn A. Knútsson framkvæmda- stjóri, Bifreiðastöð Þ.Þ.Þ. hf., Þor- geir og bæjarsjóður Akraness stofnuðu nýtt almenningshlutafé- lag í þessum tilgangi. Þorgeir og Ellert hf. varð gjald- þrota föstudaginn 15. júlí 1994. Áhersla var lögð á að starfsemin stöðvaðist ekki þannig að sem minnst röskun yrði á högum starfsmanna og viðskiptavina og tók nýja félagið til starfa sunnu- daginn 17. júlí. Hörður varð stjórn- arformaður og Þorgeir fram- kvæmdastjóri. „Það voru hjátrúar- fullir menn í hluthafahópnum sem ekki gátu hugsað sér að starfsemi hæfist á mánudagi. Við kölluðum því út menn til að byija á sunnu- degi. Það virðist hafa orðið til sælu,“ segir Þorgeir. Ekki litið um öxl Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert hf. tók við verkefnum for- vera síns. Þrátt fyrir það var verk- efnastaðan ekki burðug í upphafi og um veturinn var hart á dalnum. „Við mættum mikilli vantrú til að byija með. Komumst ekki í eðlileg bankaviðskipti en fengum að opna tékkareikning í Landsbankanum fyrir náð og miskunn. Maður hafði á tilfinningunni að fyrirtækið héngi í lausu lofti. Það hafði áhrif á viðskiptin. Þeir sem voru að leita eftir þjónustu á þessu sviði voru hræddir við að fela okkur verkefn- in,“ segir Þorgeir. í mars 1995 var gengið frá kaupum fyrirtækisins á fasteign- um, vélum og tækjum þrotabús- ins. Eignirnar höfðu Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður leyst til sín. Þorgeir telur að kaupin marki tímamót. „Þegar hér var komið sögu vorum við búnir að reka fyrir- tækið í átta mánuði og byijaðir að fjárfesta og menn sáu að þetta var ekki nein bóla, við ætluðum að reka þetta fyrirtæki. Síðan höfum við ekki getað þverfótað fyrir verkefnum og ekki litið um öxl.“ Vöxtur fyrirtækisins er ævin- týralegur. Fyrsta árið starfaði það í fimm og hálfan mánuð og þá var velta þess 94 milljónir kr. Á síð- asta ári velti það 274 milljónum og í ár stefnir í 460 milljóna kr. veltu. Hagnaður hefur verið öll árin, 2,1 milljón kr. fyrsta árið, 7,4 milljónir í fyrra og í ár stefnir í 20-30 milljóna kr. nettóhagnað. Nú vinna um 80 manns hjá Skipa- smíðastöðinni auk 26 hjá rafverk- tökum og trésmiðju sem starfa við hlið hennar. í allt eru því liðlega 100 starfsmenn hjá fyrirtækjunum sem urðu til á rústum Þorgeirs og Ellerts og er það svipaður fjöldi og vann hjá gamla fyrirtækinu á blómatíma þess. Kostnaður við yfirstjórn lækkaður um 30-40% Eftir þennan lestur verður að spyija: Hvað breyttist við eigenda- skiptin? Þorgeir svarar því til að nýja félagið hafi ekki þann langa skuldahala sem að lokum felldi forvera þess. Og það hafi orðið til á góðum tíma, í uppsveiflu málm- iðnaðarins. Einnig hafi verið gripið til ýmissa aðgerða sem sumar hafí skilað góðum árangri. „Við byijuðum á því að lækka kostnað við yfirstjórn um 30-40%. Þá lækk- uðum við laun starfsmanna með því að skera niður ýmsar auka- sporslur. Við hefðum betur látið það ógert því það eyðilagði vinnu- andann í fyrirtækinu. Við færðum launin til fyrra horfs um haustið og gott betur,“ segir Þorgeir. Fleiri breytingar voru gerðar. „Fyrirtækið rak trésmíðaverk- stæði og rafmagnsverkstæði en þessar stoðdeildir voru alltaf hálf- gerð olnbogabörn því megináhersl- an var á málmiðnaðinn. Smiðirnir og rafvirkjarnir unnu að þeim verkefnum sem féllu til við skipa- smíðarnar en svo var oft lítið að gera á milli. Eftir að við tókum við stofnuðu þrír rafvirkjar á raf- magnsverkstæðinu eigið fyrirtæki, Straumnes hf., og við leigðum því aðstöðuna. Sama gerði einn af trésmiðunum, hann stofnaði tré- smiðjuna Kjöl hf. með tveimur smiðum sem reyndar unnu ekki hjá okkur þá en höfðu lært hjá gamla fyrirtækinu á sínum tíma. Jafnframt var gerður samstarfs- samningur við þessi fyrirtæki um verkefni á vegum Skipasmíða- stöðvarinnar. Þetta hefur komið betur út fyrir báða aðila. Fyrir- tæki okkar er sveigjanlegra. Það getur einbeitt sér að málmiðnaðin- um en boðið upp á sömu þjónustu og áður. Fyrirtækin hafa fengið mikil verkefni hjá okkur en þess á milli höfum við ekki þurft að hafa áhyggjur af þeim og mér virð- ist þessi fyrirtæki ætla að spjara sig vel á markaðnum." Breyttu togurum í loðnuskip Starfsemi Skipasmíðastöðvar- innar Þorgeir og Ellert hf. er tví- þætt. Það rekur hefðbundna skipa- smíðastöð og svo stáldeild þar sem smíðað er úr ryðfríu stáli. I skipa- smíðastöðinni hefur enn ekki verið smíðað skip eftir að nýir aðilar tóku við rekstrinum en þar er unnið að skipaviðgerðum og breyt- ingum. Þar er hefðbundin járn- smíðavinna og þjónusta við ís- lenska járnblendifélagið á Grund- artanga og Sementsverksmiðjuna. Báðar deildirnar hafa sprungið út á síðustu misserum. Á síðasta ári var skipasmíðastöðin með 40% veltunnar á móti 60% hlut stál- deildarinnar. Þetta hefur jafnast vegna meiri aukningar í skipa- smíðastöðinni og reiknar Þorgeir með að veltan í ár skiptist jafnt á þessa tvo rekstrarþætti. Aukning- in á þessu ári stafar aðallega af tveimur stórum verkefnum við skipabreytingar sem unnin voru hvort á eftir öðru í byijun ársins. Fyrst var togaranum Höfðavík frá Akranesi breytt í loðnuskip sem fékk nafnið Björg Jónsdóttir og er gert út frá Húsavík. Síðan var togaranum Drangi frá Grundar- fírði einnig breytt í loðnuskip. Fékk skipið nafnið Arnarnúpur og er gert út frá Raufarhöfn. Upphaf- lega hét þetta skip Sölvi Bjarnason og var smíðað hjá Þorgeiri og Ell- ert fyrir útgerð á Tálknafirði. Hvort verk var upp á um 50 millj- ónir kr. Nýlega hefur verið samið um eitt stórverkið enn, en það felst í endurnýjun á vinnslubúnaði frystitogarans Málmeyjar frá Sauðárkróki. „Þú getur ekki tekið við mig heilt viðtal án þess að ég minnist á HB. Saga þessara tveggja stór- fyrirtækja á Akranesi er samtvinn- uð og Haraldur Böðvarsson hf. hefur ávallt verið meðal okkar stærstu viðskiptavina," segir framkvæmdastjórinn. I fremstu röð í stáldeildinni er smíðaður fisk- vinnslubúnaður úr ryðfríu stáli, mikið í samvinnu við Ingólf Árna- son tæknifræðing og Marel hf. Stærsti hluti verkefnanna í þess- ari deild er fyrir Marel hf. Fyrir- tækið fær einnig önnur verkefni í útboðum og selur undir eigin nafni tæki sem Ingólfur og fleiri hanna. Þorgeir segir að samstarfið við Marel og Ingólf sé fyrirtækinu mikilvægt. Þess má geta að Ingólf- ur gerðist hluthafi í félaginu með því að kaupa eignarhlut Akranes- bæjar í lok síðasta árs. Stáldeildin hjá Þorgeiri og Ell- ert er líklega eitt stærsta fyrirtæk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.