Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna myndina Ransom með Mel Gibson, Rene Russo og Gary Sinise í aðalhlutverkum. I myndinni sem Ron Howard leikstýrir leikur Gibson viðskipta- jöfur sem tekur málin í sínar hendur þegar syni hans er rænt TOM Mullen (Mel Gibson) tekur málin í sínar hendur þegar honum verður ljóst að litlar líkur eru á því að mannræningjamir þyrmi lífi sonar hans. ALRÍKISLÖGREGLAN reynir allt sem mögulegt er til að hafa hendur í hári mannræningjanna en aðgerðimar misheppnast og taka málin þá nýja stefnu. KRÓKURÁ MÓTIBRAGÐI TOM Mullen (Mel Gibson) er vellauðugur stofnandi og eiganði eins af stærstu flugfélög- um Bandaríkjanna og er hann harður í hom að taka í viðskiptum enda vill hann fá sínu framgengt í hvívetna. Allt virðist ganga hon- um, eiginkonunni Kate (Rene Russo) og syninum Sean (Brawley Nolte) í haginn, en þau eru hátt skrifuð i samkvæmislífinu og Tom er áberandi í fjölmiðlum vegna velgengni sinnar. En skyndilega er syni hans rænt af harðsnúnu glæpahyski sem krefst tveggja milljóna dollara lausnargjalds fyrir hann. Eftir að aðgerð alríkislög- reglunnar til að hafa hendur í hári mannræningjanna mistekst tekur Tom málin í sínar hendur og reynir á örvæntingarfullan en hættulegan hátt að gera úrslitatil- raun til að endurheimta son sinn heilan á húfí úr klóm glæpamann- anna. Líf sonarins er hins vegar sett að veði og eiginkonan er skelf- ingu lostin vegna óvæntra aðgerða Toms sem hæglega gætu leitt til þess að þau fengju aldrei að sjá son sinn á lífí á ný. Ransom er gerð eftir kvik- myndahandriti þeirra Richards Price (Kiss of Death, Clockers) og Alexanders Ignon, en handritið byggir á samnefndri kvikmynd sem gerð var 1956 og þau Glenn Ford, Donna Reed og Leslie Niels- en léku aðalhlutverkin í. Leikstjóri Ransom er Ron Howard sem síð- ast gerði Apollo 13 sem hefur skilað 335 milljónum dollara í tekj- ur, og segir hann að þegar hann hafí lesið handritið hafí hann strax gert sér grein fyrir því að það myndi höfða til fjöldans. „Þegar líf manns tekur kollsteypur af ein- hveijum ástæðum þá fer ýmislegt sem maður hefur reitt sig á að gliðna í sundur. Það er einmitt það sem skeður hjá persónunum í Ransom, en í myndinni eru mikil átök sem bjóða upp á kröftuga dramatík sem áhugavert er að horfa á.“ Ron Howard hefur auk þess að leikstýra kvikmyndum leikið í fjölda mynda sjálfur, skrifað kvik- myndahandrit og framleitt mynd- ir. Hann þreytti frumraun sína sem leikari á sviði þegar hann var 18 ára gamall, en sem bam lék hann í sjónvarpsmyndaflokknum The Andy Griffíth Show og The Music Man. Hann hlaut síðar lof fyrir leik sinn í American Graffíti og The Shootist. Þegar Howard var 23 ára gam- all árið 1978 leikstýrði hann fyrstu kvikmyndinni, en það var Grand Theft Auto. Hún sló í gegn og sömu sögu er að segja um mynd- irnar sem fylgdu í kjölfarið en meðal þeirra eru Night Shift, Splash, Cocoon, Gung Ho, Willow og Parenthood, sem varð áttunda RON Howard leikstjóri Ransom. aðsóknarmesta myndin árið 1988 og skilaði að lokum ríflega 100 milljónum dollara í tekjur. Árið 1991 leikstýrði hann Backdraft sem naut mikilla vinsælda og hlaut auk þess femar tilnefningar til óskarsverðlauna. Ári síðar leik- stýrði hann svo Far and Away með þeim Tom Cmise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum og tveimur ámm síðar leikstýrði hann The Paper með Michael Keaton og Glenn Close í aðalhlutverkum. Rene Russo er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún var upp- götvuð á sínum tíma á hljómleik- um með Rolling Stones og í kjöl- farið starfaði hún um skeið sem fyrirsæta. Hún fluttist síðan til New York þar sem hún varð fyrir- sæta fyrir Ford umboðsskrifstof- una, en fyrsta kvikmyndahlut- verkið sem henni áskotnaðist var í myndinni Major League sem gerð var 1989. Russo lék síðast á móti Kevin Costner í Tin Cup sem sýnd var fyrr á þessu ári, en leik- konan hefur verið afkastamikil upp á síðkastið. Hún lék á sínum tíma á móti Mel Gibson í Lethal Weapon 3 og árið 1994 lék hún á móti Clint Eastwood í myndinni In the Line of Fire. Því næst lék hún á móti Dustin Hoffman í Outbreak og í fyrra lék hún á móti John Travolta, Gene Hack- man og Danny DeVito í Get Shorty. Gary Sinise leikur eitt af aðal- hlutverkunum í Ransom og sýnir hann og sannar enn á ný leikara- hæfíleika sína. Hann hefur reynd- ar sýnt hæfileika sína bæði sem leikari og leikstjóri, en hann varð heimsþekktur fyrir hlutverk sitt á móti Tom Hanks í Forrest Gump og hlaut fyrir það tilnefningu til óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna. Skemmst er að minnast hans úr Apollo 13, en aðrar kvik- myndir sem hann hefur leikið í eru The Quick and the Dead, Jack the Bear, A Midnight Clear og Of Mice and Men, en það er önnur tveggja mynda sem hann hefur leikstýrt. Hin myndin er Miles from Home, með Richard Gere, Kevin Anderson og John Malkovich í aðalhlutverkum. Sin- ise hefur einnig leikið talsvert á sviði og var meðal stofnenda Step- penwolf Theater Company í Chicago 18 ára gamall árið 1976. Lili Taylor leikur einn mann- ræningjanna og muna eflaust margir eftir henni úr mynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar Á köldum klaka þar sem hún lék eitt aðal- hlutverkið. Fyrsta kvikmyndahlut- verk hennar var í Mystic Pizza sem gerð var 1988, og síðan hefur hún leikið í fjölda mynda. Meðal þeirra eru Bom on the Fourth of July, Short Cuts og Pret-A-Porter. Á undan Ransom lék Taylor aðal- hlutverkið í I Shot Andy Warhol og fyrir það hlutverk hlaut hún sérstök verðlaun á Sundance kvik- myndahátíðinni fyrr á þessu ári. Með hlutverk sonarins í Ransom fer Brawley Nolte, en hann er sonur leikarans Nick Nolte og lék á móti honum í myndinni Mother Night. Einn af risunum MEL Gibson er eitt stærsta nafnið í kvik- myndasögu samtímans og virðist nánast allt sem hann kemur nálægt í kvik- myndaheiminum upp á síðkastið verða að gulli og svo virðist sem Ransom ætli ekki að verða nein undantekning þar á. Gib- son er nú meðal hæstlaun- uðu leikaranna í Holly- wood og herma fregnir að fyrir hlutverkið í Ran- som hafi hann fengið 20 milljónir dollara. Gibson er fæddur í New York-fylki í Bandaríkjun- um 9. janúar 1956, en þeg- ar hann var 12 ára gam- all fluttist hann rneð fjöl- skyldu sinni til Ástraliu. Að loknu menntaskóla- prófi þar stundaði Gibson nám í Leiklistarskóla rík- isins í Sydney, og að loknu prófi þaðan fékk hann hlutverkið í Mad Max sem umsvifalaust gerði hann að stórstjörnu. Þrátt fyrir velgengnina í Mad Max innritaðist Gib- son á nýjan leik í leiklist- arskólann til frekara náms og einnig til að afla sér reynslu sem sviðsleik- ari. Hann fluttist síðan til borgarinnar Adelaide þar sem hann gekk til liðs við Ríkisleikhús Suður-Ástr- alíu og fékk hann mikið Iof þar fyrir frammistöðu sína á leiksviðinu. Gibson snéri sér hins vegar fljót- lega aftur að kvikmynda- leik og fyrir hlutverk sitt i kvikmyndinni Tim hlaut hann verðlaun áströlsku kvikmyndastofnunarinn- ar sem besti leikari í aðal- hlutverki. í kjölfarið fylgdu svo stríðsmyndirn- ar Attack Force, Z og Gallipoli, sem Peter Weird leikstýrði, en fyrir leik sinn í henni fékk Gibson aftur verðlaun áströlsku kvikmyndastofnunarinn- ar sem besti leikarinn. Mad Max öðlaðist líf á nýjan leik í höndum Gib- sons í myndinni The Road Warrior (1982) og aftur í Mad Max Beyond the Thunderdome (1986), en í þeirri mynd lék Gibson á móti Tinu Tumer. í milli- tiðinni lék hann aftur und- ir stjórn Peters Weirs í myndinni The Year of Li- ving Dangerously, en í henni lék Gibon á móti Sigoumey Weaver. Einnig lék hann í kvikmyndinni The Bounty þar sem hann lék Fletcher Christian, sem m.a. Marlon Brando hafði áður túlkað á hvita tjaldinu. Fyrsta bandariska kvik- myndin sem Gibson lék í var The River, en í henni lék hann á móti Sissy Spacek. Því næst lék hann á móti Diane Keaton í myndinni Mrs. Soffel, og árið 1987 lék hann í fyrsta sinn hinn hviklynda Mart- in Riggs í myndinni Lethal Weapon. Rætt er um að hann leiki á næstunni í fjórðu Lethal Weapon myndinni og þiggi fyrir það 25 mil(jónir dollara. Eftir að hafa leikið í Let- hal Weapon lék hann á móti Michelle Pfeiffer, Kurt Russel og Raul Julia í Tequila Sunrise, og árið 1989 var hann mjög af- kastamikill því þá lék hann í Lethal Weapon 2, gamanmyndinni Bird on a Wire með Goldie Hawn, Air America og síðan Hamlet, sem kvikmynduð var í Skotlandi og Eng- landi. Rólegri timi fylgdi í kjölfarið, en 1992 lék hann í Lethal Weapon 3. Frumraun sína sem leik- stjóri þreytti Gibson þeg- ar hann gerði A Man Wit- hout a Face, en í henni lék hann jafnframt aðalhlut- verkið. Þá lék hann í myndunum Forever Yo- ung og Maverick, en há- punkturinn á ferli Gibsons var árið 1995 þegar hann framleiddi, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í Braveheart. Myndin sóp- aði að sér verðlaunum og hlaut hún 10 tilnefningar til óskarsverðlauna og hreppti hún fimm verð- launanna, m.a. sem besta myndin og Gibson hlaut verðlaunin sem besti leik- stjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.