Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 2ft bók,“ segir rithöfundurinn Ásgeir Jakobsson í formála að bókinni „Pétur sjómaður“ sem út kom á sl. ári. Ásgeir segir ennfremur: „Þeim sem þekktu til verka hans um dag- ana - sem sjómanns, sem verkalýðs- foringja, sem alþingismanns og sem formanns sjómannadagsráðs og baráttumanns í öldrunarmálum - fínnst að svo mætti ekki verða.“ Bókin var skrifuð og kom út. Þar var saga vinar míns Péturs Sigurðs- sonar sögð af þeim tveimur. Nú, ári síðar, eru þeir báðir horfnir. Við sem höldum göngunni áfram enn um sinn og þeir sem á eftir koma þökk- um verk Péturs Sigurðssonar sem saga hans segir frá og skulu þar þó sérstaklega nefnd málefni aldr- aðra. Leiðir okkar Péturs Sigurðssonar lágu saman í hópi sameiginlegra kunningja þegar við vorum ungir námsmenn 1951, hann að ljúka Stýrimannaskólanum en ég Mennta- skólanum í Reykjavík. Sjómanns- störfin tóku strax við hjá Pétri, sigl- ingar um heimsins höf svo að ekki voru tækifærin mörg til að hittast næstu árin en þegar þau gáfust styrktust vináttuböndin. Svo var það árið 1959 að atvikin höguðu því þannig að við völdumst báðir til setu á Alþingi og þar áttum við afar náið og hnökralaust samstarf í tæp 30 ár. Þegar Pétur Sigurðsson kom til starfa á Alþingi var kominn í hóp þingmanna sterkur og vinsæll for- ystumaður sjómannastéttarinnar sem átti eftir að marka heilladijúg spor á vettvangi Alþingis til hags- bóta fyrir sjómenn og reyndar lands- menn alla. Ég þekkti nokkuð til þeirra mála sem Pétur var í forystu fyrir og því jafnan reiðubúinn til samvinnu. Þannig var það reyndar um fjölmarga samstarfsmenn hans á Alþingi og skipti þá ekki máli hvar í flokki þeir voru. í þingflokki sjálfstæðismanna varð Pétur fljótt áhrifamaður og einn af nánustu ráðgjöfum og sam- starfsmönnum formanna og ráð- herra flokksins. Oft á tíðum voru ákvarðanir ekki teknar fyrr en Pét- ur hafði látið til sín heyra. Hann var ráðhollur og það mátti treysta mati hans á mönnum og málefnum. Þegar Pétur taldi stefnuna sem taka átti í máli ekki rétta var hann sem endranær ákveðinn í málflutningi sínum. Hann fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar. Hann þekkti það hins vegar vel frá störfum sínum til sjós að það er aðeins einn skip- stjóri á skipinu og hann tók því ævinlega af karlmennsku þótt sjón- armið hans lytu lægra haldi. Með skynsömum vinnubrögðum tókst honum að koma fram fjölmörgum þeirra mála sem hann barðist fyrir. Svo langt og náið samstarf sem við Pétur áttum efldi vináttu okkar og þannig var það um fleiri. Við vorum auk Péturs þrír nánir sam- verkamenn í þingflokki sjálfstæðis- manna sem stundum vorum nefndir ..þyngdarafl þingflokksins“. Hafí því verið ætlað að hafa einhverja merk- ingu um fyrirferð okkar í þing- flokknum gat það alveg eins átt við okkur ef lögð var saman líkams- þyngd okkar! Eitt var þó ljóst að við áttum gott samstarf og ég trúi að það hafí haft einhver áhrif. En lífíð heldur áfram og við luk- um störfum okkar á Alþingi en vin- áttan hélst. Að sjálfsögðu verður mismunandi mat á árangri starf- anna og menn mismunandi sáttir. Pétur Sigurðsson sagði sjálfur við lok bókar sinnar: „Nú þegar ég hef dregið fleytuna í naust skil ég sátt- ur við Guð og menn“ og ég trúi því að Pétur vinur minn hafi verið hvíld- inni feginn. Ég bið honum Guðs blessunar á landi lifenda og fjölskylda mín kveð- ur hann með þakklæti. Samúðar- kveðjur sendum við eiginkonu hans og bömunum. Matthías Á. Mathiesen. Vinur minn og samstarfsmaður, Pétur Sigurðsson, er látinn, langt um aldur fram. Pétur fór að róa með föður sínum strax og hann hafði lokið gagn- fræðaprófi frá Ágústarskóla, fljót- lega, eða eftir 1944, fór hann á togara og var á togurum þar til hann fór á farskip. Hann tók físki- mannapróf 1949 og farmannapróf 1951. Pétur var síðan bátsmaður, og síðast 3. stýrimaður á ms. Gull- fossi. Hann var kosinn á Alþingi íslands 1959, starfaði innan Sjó- mannafélags Reykjavíkur frá því 1960 og varð formaður sjómanna- dagsráðs 1962. Þegar Pétur tók við formennsku í sjómannadagsráði höfðu margir dugnaðarmenn innan sjómanna- samtakanna með Henrý Hálfdánar- son í fararbroddi byggt upp dvalar- heimili aldraðra sjómanna á Hrafn- istu, ásamt happdrætti og bíó- rekstri, með miklum dugnaði og framsýni. Það féll því í hendur Pét- urs Sigurðssonar og náins sam- starfsmanns hans, Guðmundar Helga Oddssonar skipstjóra, að halda áfram uppbyggingunni og var svo sannarlega ekki slegið slöku við af þeim félögum. Þeir félagar áttu stærstan þátt í því grettistaki sem sjómannsamtök- in gerðu í málefnum aldraðra bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var ánægjulegt og lærdómsríkt að vera þátttakandi í uppbyggingu Hrafn- istuheimilanna. Pétur lagði sig sérstaklega fram við að kynna sér nýjungar í málefn- um aldraðra, margar ferðir voru famar til Norðurlanda til að kynna sér nýjungar og reyna að sjá fyrir, það sem miður hafði farið í öldrun- armálum frænda okka á Norður- löndum, hann var vel að sér í tungu- málum og las sig vel inn í málefni aldraðra og læknavísinda um þau mál. Pétur Sigurðsson var ásamt Guð- mundi H. Oddssyni höfundurinn og drifkrafturinn við byggingu Hrafn- istu í Hafnarfirði og endurbyggingu Hrafnistu í Reykjavík, uppbyggingu orlofssvæðis sjómanna á jörð sam- takanna i Grímsnesi. Án efa er Hrafnista í Hafnarfirði ein glæsileg- asta bygging fyrir aldraða á íslandi og sennilega erfitt að finna hlið- stæðu þessa glæsilega dvalarheimil- is í nágrannalöndum okkar, enda sparaði Pétur sér hvorki tíma né fyrirhöfn við uppbygginguna. Oft var mikið álag á Pétri og stundum kom fyrir að meiningar okkar sköruðust, en alltaf í lok umræðunnar kom upp drengurinn góði, sem ætíð var innst inni í sál Péturs. Við sem störfuðum með honum þekktum drenglyndi hans sem náði langt út fyrir starfsvett- vang hans og stjómmálaflokks hans sem hann starfaði fyrir, alls staðar virtust dyr standa honum opnar. Ég vona að við sem störfum við fyrirtæki sjómannadagsins bemm gæfu til þess að halda uppi þvi merki og afli, sem þessi duglegi sjó- maður vann svo ötullega við. Það hefði verið gæfa okkar manna að hafa notið Péturs lengur, en við munum minnast þessa ein- stæða félaga okkar með mikilli virð- ingu. Söknuður við fráfall er alltaf sá- rastur þeim sem næst þeim sem fellur frá standa, ég og fjölskylda mín þökkum samveruna bæði í leik og starfi. Megi góður Guð styðja og styrkja fjölskyldur Péturs Sig- urðssonar. Rafn Sigurðsson. Samferðafólk okkar á lífsleiðinni er mis áhrifa- og fyrirferðarmikið. Það fór ekki framhjá neinum þeg- ar Pétur Sigurðsson var nálægur. Ekki það að maðurinn væri svo hávaxinn þó hann væri breiður held- ur hafði hann þá útgeislun og per- sónutöfra að fólk fann návist hans. Pétur hafði stórt hjarta og vildi öll- um gott gera. Má segja að hann hafi staðið undir nafni, þar sem Pétur merkir klettur, og sá sem eignaðist vináttu hans gat gengið að þeirri vináttu visri hvemig sem á stóð. Lífssaga Péturs er saga manns með hugsjónir að leiðarljósi og hann kom þeim í framkvæmd þó hann þyrfti að stýra fram hjá skeijum og boðaföllum og oft gustaði um fleyið. Stærsti minnisvarðinn er bygging Hrafnistu-heimilisins í Hafnarfirði en hann var síðan fyrsti forstjórinn þar.' Síðustu árin voru Pétri þung í skauti en þrátt fyrir erfíðleikana var stutt í kímnina og ljúfmennskan var alltaf sú sama. Ég vil þakka Pétri Sigurðssyni vináttuna og samvinn- una gegnum árin. Eiginkonu hans, Ásthildi Jóhannesdóttur, sem var hans stoð og stytta, votta ég samúð mína. Ragnheiður Stephensen. Það var á úthallanda vetri að við Matthías Johannessen tókum hús á vini okkar Pétri á Naustahlein. Hin síðari árin hafði hann átt við mikil veikindi að stríða og samskipti því stijálast um of. Löngum höfðu fregnir raunar hermt að honum væri vart hugað líf, en manni þess- um var ekki físjað saman. Því var það að okkur Matthíasi þótti sem hinn gamli Pétur væri þar mættur með sín kunnu leiðarmerki uppi, þótt kröpp sigling síðari ára hefði mjög sett á manninn mark. Enda fór ekki milli mála að hann hafði ráðið bát sínum til hlunns í síðasta sinn þar á Hleininni. Rithöfundurinn Ásgeir Jakobsson ritaði ágæta bók um ævi og störf Péturs, sem út kom í fyrra, og reyndist það verk lokasprettur beggja og þeim báðum til sæmdar, þótt hvorugur tæki þá orðið á heilum sér. Til þeirrar bókar vísast því um öll ítarlegri skil á ævihlaupi Péturs Sigurðssonar. Af henni má marka hversu vaskur maður Pétur var til vopna sinna og afreksmaður í þágu íslenzkra sjómanna og þeirra er elli mæðir. Sá, sem hér heldur á penna, þarf reyndar ekki að fræðast af bók um Pétur Sigurðsson. Allar götur frá því síðast á sjötta áratugnum, og fram til þess að Pétur lét af for- mennsku í bankaráði Landsbanka íslands 1989, áttum við samleið í félagsmálavafstri og stjómmála- harki. Það var mjög jafnsnemma að Pétur gerist alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins og forystumaður í félagsmálum sjómanna, að undirrit- aður var kallaður til formennsku í samtökum verzlunarmanna. Þá voru þeir að hefja sókn í hagsmunamál- um sínum eftir langvarandi sam- krull með vinnuveitendum. Guð- mundur H. Garðarsson hafði valizt til forystu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, en af sjálfu leiddi, að það félag hlaut þá og síðar að bera hitann og þungann af sókn verzlun- armanna í verkalýðsbaráttunni. Enn er þess að geta að Guðjón Sv. Sig- urðsson, bróðir Péturs, nær um þetta leyti formannskjöri í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks, og félaginu úr höndum sósíaíista. Þótti það miklum tíðindum sæta. Sá sigur vannst fyr- ir samvinnu sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna í félaginu, og má raunar telja að marki upphafið að samstarfi þessara tveggja flokka í verkalýðsmálum og siðar á lands- vísu í Viðreisnarstjóminni, en eng- inn vafi leikur á, að ein af traust- ustu stoðum Viðreisnarstjómarinn- ar var aukið afl þeirra flokka innan alþýðusamtakanna. Gerði Bjami Benediktsson sér allra manna bezt grein fyrir því og gaf það Pétri Sig- urðssyni að sínu leyti mikinn byr í segl í þeim málum, sem hann bar fyrir bijósti. í sama mund hefst samvinna Péturs og alþýðuflokks- manna í samtökum sjómanna, sem átti eftir að bera hinn ríkulegasta ávöxt og gefa Pétri afl til verka, sem óbrotgjörn munu standa. Það var ekki ný bóla að pólitískar orrustur væm háðar innan Alþýðu- sambands íslands. Hlaut það mjög að bitna á viðgangi hagsmunamála verkalýðsins, enda mátti svo heita, að hvert félag um sig innan samtak- anna mætti eitt og sjálft sjá um kjarabaráttuna og samstaðan oft á tíðum meiri í orði en á borði. Þegar Pétur Sigurðsson er orðinn alþingismaður gerðist hann óum- deildur pólitískur foringi okkar í verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins. Hófst þá sókn á mörgum vígstöðv- um innan einstakra verkalýðsfélaga hringinn í kringum landið og gegnd- um við Pétur löngum erindrekstri í því slarki. En hörðust urðu átökin í Alþýðusambandi íslands, á þingum þess, þar sem tókust á sósíalistar og þeir sem kölluðu sig lýðræðis- sinna. Löngum var reyndar rætt um vinstri og hægri menn, þótt það merki ekki lengur neina guða grein. Enda vinstri menn og fleiri famir að nefna sig félagshyggjufólk, hvað sem það kemur til með að þýða. Um langt árabil höfðu þessi öfl tekizt á um völdin í Alþýðusamband- inu. Fram til þess að verzlunarmenn fengu inngöngu í Alþýðusambandið vó afl fylkinganna mjög salt, þótt vinstri mönnum vegnaði ívið betur eftir að Hannibal Valdimarsson yf- irgaf Alþýðuflokkinn og gekk til liðs við sósíalista. Eftir inngöngu verzl- unarmanna 1963 röskuðust valda- hlutföll mjög, sem leiddi fljótlega til þess að menn leituðu sátta_ og samvinnu innan sambandsins. Áttu þar dijúgan hlut að máli menn úr röðum verzlunarfólks. Bjöm Þór- hallsson, Guðmundur H. Garðars- son, Magnús L. Sveinsson og enn fleiri, sem of langt mál yrði upp að telja, og sem jafnan fyrr undir for- ystu Péturs Sigurðssonar, en hann og þeir fleiri höfðu þá náð höndum saman við Bjöm Jónsson og hans nóta í Alþýðusambandinu. Það hefði einhvemtíma þótt fyrirsögn að marki ef menn hefðu séð það fyrir að formaður Landssamb. verzlunar- manna ætti eftir að verða varafor- seti ASÍ, en það var fyrir samvinnu manna á borð við Bjöm Þórhallsson og Asmund Stefánsson sem fleytti ASÍ út úr öngþveiti pólitískra ill- deildna og inn á faglega vettvang- inn. Ella hefðu engir tímamóta- samningar tekizt á vinnumarkaði, sem síðar urðu, og vafasamt, ef ekki útilokað, að þjóðin hefði ratað út úr óðaverðbólgunni. Því er þessi saga upp rifluð að ævilokum Péturs Sigurðssonar, að hann gegndi á þeim vettvangi ótví- ræðri forystu, sem leiddi til farsæld- ar, eins og önnur verk hans, sem hærra kunna þó að bera fyrir manna sjónum. Eins og fyrr var getið tókst ágæt samvinna með Pétri og alþýðu- flokksmönnum í samtökum sjó- manna. Undanfari þeirrar samvinnu vom hörð átök, þar sem Pétur fór fyrir uppreisnarmönnum í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og þótti Pétur þá ekki aldæla. Á allra fyrstu árum sínum fór Pétur fram með litl- um setningi og djarfmannlega að sjómannasið. Allt snerist það þó honum til góðs áður en lauk og gerðu það mannkostir hans og góð- gimi. Tók Pétur sæti í stjóm Sjó- mannafélagsins 1960 og átti þar sæti allar götur til ársins 1992. Árið 1962 er hann kosinn formaður sjómannadagsráðs. Gegndi hann þeirri stöðu í þijá tugi ára rúma og var jafnframt formaður stjómar Hrafnistuheimilanna. Á þeim vett- vangi er að finna mestu og beztu verk Péturs Sigurðssonar. Með því er ekki sagt að hann væri ekki ágæt- ur af öðmm verkum sínum á Al- þingi og annars staðar, þar sem hann kom við sögu, heldur er með því lögð sérstök áherzla á afreks- verk hans í þágu aldraðra. Pétur tók við forystu í sjómanna- dagsráði á erfíðum tima f sögu þess, þar sem fyrmm frammámenn eld- uðu með sér grátt silfur. Honum tókst á örskömmum tíma að fylkja liði að nýju og hefja sókn sem aldr- ei fyrr í velferðarmálum stéttar sinnar. Ber þar hæst byggingu Hrafnistu í Hafnarfírði. Af því, sem hér hefir verið á minnst úr lífshlaupi Péturs Sigurðs- sonar, má ráða að hann hefir haft óvenjulegan mann að geyma. Óvenjulegan að þreki og mannkost- um, sem hann beitti ótæpilega og af einurð félögum sínum og sam- ferðamönnum til góðs. Trúlega mun einhver spyija hvemig það mátti verða að Pétri ynnist svo vel sem raun ber vitni. Því er til að svara að forysta Sjálf- stæðisflokksins, sem lengst af réði mestu í þjóðmálum á aðalumsvifa- árum Péturs, gerði sér fulla grein fyrir hvílíkan burðarás flokkurinn átti, þar sem hann var og hans fólk. Fyrir því var það að Pétur átti hauka í homi, þar sem forystu flokksins var að finna, og mun Bjami Benediktsson hafa reynzt honum drýgstur, enda aflamestur þeirra allra. Pétur mun hafa verið ötull þing- maður lengi framanaf, en hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Reykjavík- urkjördæmi árið 1959. Lét hann sig að sjálfsögðu hagsmunamál stéttar sinnar mestu varða og vannst vel, en kom að öðru leyti víða við sögu í þingstörfum. Sér í lagi beindist hugur hans mjög að landhelgismál- um, sem líklegt var. Eftir 1970 fer hann að slá slöku við enda mjög öðmm störfum hlaðinn, auk þess sem þingflokksaga Bjarna Bene- diktssonar naut þá ekki lengur við. Og annað varð til að drepa tíma hans á dreif á þeim árum, sem altir- - ei skyldi verið hafa. Vínhneigð hans sótti þá f sig veðrið, en þar kom síðla árs 1978 að Pétur náði aftur undirtökum og átti þá sjö góð ár og gagnsamleg. En eftir 1985 seig á ógæfuhliðina. Margs er að minnast frá velmekt- ardögum Péturs Sigurðssonar, þessa einlæga vinar og skemmtilega félaga. Um árabil var á dögum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins ná- inn félagsskapur fjögurra þing- manna, sem ýmist gekk undir nafn- inu „Þyngdaraflið" og mun hafa verið dregið af vaxtarlagi viðkom- andi, eða „Fjórmenningaklíkan" sem að sjálfsögðu þótti sýnu alvar- legri nafngift og ískyggilegri.^r*' þessum hópi voru Matthíasamir, Bjarnason og Mathiesen, Pétur sjó- maður og sá sem þetta ritar. Til er mynd úr garði Alþingishússins af herramönnum þessum. Sýnir hún ljóslega að fyrri nafngiftina báru félagamir með rentu. Sem betur fer sýna ljósmyndir ekki hina. Þar sem undirritaður situr við á jólum í öngum sínum að setja sam- an kveðjuorð um einstakan vin og velgerðarmann, birtir til, þegar fyr- ir hugskotssjónir líða myndir liðiíu^?, daga, sem allar vekja gleði og þakk- læti. Það em mikil forréttindi að hafa átt langa samleið með svo ein- stæðum íslendingi sem Pétur var. Pétur var hinn vörpulegasti ásýndum enda varð honum gott til kvenna. Hann vildi öllum mönnum gott gera og breytir i engu þeirri staðreynd, þótt hann væri mistækur við smíði sinnar eigin gæfu í einka- lífi. Hann bar með sér gerðarþokka stéttar sinnar, sem jafnan hefir ver- ið talin skara fram úr að drenglund og heiðarleik. Hann var opinskár og jafnlyndur, ráðhollur og vinhall- ur. Um einkahagi var hann dulur og vék aldrei einu orði að and- streymi eða sorgum, sem sóttu ha*sj\ heim á lífsleiðinni. Að því leyti var honum einnig vel í stétt skotið, því ekki er það til siðs í liði sjómanna að ota kaunum sínum eða bera sorg- ir á torg. Pétur Sigurðsson var tvíkvæntur. Fyiri kona hans var Sigríður Sveins- dóttir. Eignuðust þau íjögur böm: Sigurð, er fórst af slysfömm ungur erlendis, Ástu, Skúla og Margréti og eiga þau öll þijú afkomendur. Pétur og Sigriður slitu samvist- um. Þótt undirritaður sé við því búinn jafnan að bera blak af vini sínum, er líklegt, að það hafi ekki verið neinn dans á rósum Iöngum að vera lífsfömnautur Péturs Sig- urðssonar. En mikið lifandis ósbift, var notalegt og skemmtilegt í ná- vist þeirra Siggu Sveins og Péturs Sig, þegar þær stundir gáfust. Auk bama, sem að framan era talin, átti Pétur nokkur önnur böm, myndarfólk að sögn. Síðari kona Péturs var Ásthildur Jóhannesdóttir. Hann sagði sjálfur að hún væri skjól sitt á næðings- sömu ævikvöldi. Það gaf oft á bátinn á lífssiglingu Péturs Sigurðssonar og ólgusjóir steðjuðu að. En honum tókst að sigla fyrir öll sker og reyndist þjóð æsgi og fósturlandi hinn mesti heillamað- ur. Guð gefi honum raun lofi betri. Sverrir Hermannsson. • Fleiri minningargreinar um Pétur Sigurðsson bíða birtingar ogmunu birtast i blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.