Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 31 - BJORN ÓLAFSSON ■4- Björn Ólafsson, ' loftskeytamað- ur, fæddist á ísafirði 16. nóvem- ber 1920. Hann lést á Landspítalanum 18. des. síðastlið- inn, 76 ára að aldri. Björn var elstur fjögurra barna Ingibjargar Frið- meyjar Björnsdótt- ur, f. 3.5. 1901, d. 1.11. 1933, frá Fæti í Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp. Bræð- ur hans, tvíburarn- ir Guðmundur Grettir og Sig- urður Rafn Jósefssynir f. 29.10. 1923, eru báðir látnir. Systir þeirra, Jóna, f. 1927, dó á fyrsta ári. Faðir Björns var Ólafur Guðmundsson Ottesen, skip- stjóri, f. 8.7. 1891, d. 24.3. 1953, ættaður frá Akranesi. Fóstur- móðir Björns var Jóna Hálfdán- ardóttir, f. 1.7. 1887, d. 4.3. 1964. Maður hennar var móður- bróðir Björns; Jónatan Björns- son, Jónssonar, Jónatanssonar skálds. Björn kvæntist Ragnhildi Sóleyju Steingrímsdóttur árið 1943. Saman eignuðust þau Ingibjörgu, f. 26.9. 1943, og Steingrím, f. 22.12. 1946, d. 15.7. 1968. Börn Ingibjargar eru Kristín Agla Einarsdóttir, f. 30.11. 1964, Garður Einars- son, f. 28.2. 1967 og Sturla Ein- arsson, f. 28.8. 1969. Dóttir Sturlu og eina langafabarn Björns er Helga Sóllilja, f. 12.10. 1992. Björn og Ragnhild- ur Sóley slitu samvistir 1949. Önnur kona Björns var Anna Sigurðardóttir, f. 20.02. 1927. Fyrir átti hún Sonju, f. 1.8. 1949, en saman eignuðust þau Hörpu, f. 13.7. 1955 og Sigrúnu, f. 19.9. 1956. Dóttir Hörpu er Tinna Jónsdóttir Molphy, f. 23.9. 1979. Maður Sigrúnar er Garðar S. Garðarsson f. 13.11. 1955, og þeirra dætur eru Edda Ýr, f. 18.2. 1976 og Saga, f. 6.8. 1987. Anna og Björn slitu samvist- ir 1965. Þriðja kona Björns var Hulda Ólafsdóttir, f. 18.5. 1918, d. 20. des. 1993. Hún var ekkja eftir Höskuld Ólafsson, f. 16.10. 1912, d. 24.3. 1968, og átti með honum börnin Ólaf, f. 30.4. 1939, Steinar, f. 10.10. 1941, Gunnar, f. 1.8. 1944, Regínu, f. 9.3. 1949 og Höskuld, f. 31.7. 1950 Björn tók gagnfræðapróf á Isafirði og lauk vélsljóraprófi 1940. Síðan menntaði hann sig í loftskeyta- og radarfræðum í Reykjavík, á Bretlandi og í Belgíu. Hann starfaði sem sím- ritari í Reykjavík, á ísafirði og á Seyðisfirði og sem loftskeyta- maður á togurum og farskip- um. Lengst af starfaði hann fyrir Eimskipafélag íslands eða frá 1970. Björn var listhneigð- ur, hann málaði myndir í frí- stundum og sýndi. Einnig ritaði hann greinar í blöð og tímarit um ýmis málefni. Útför Björns verður gerð frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Björn Ólafsson loftskeytamaður er látinn á sjötugasta og sjöunda aldursári, eftir stutta sjúkdómslegu. Áður en hann var lagður inn á Landspítalann hafði hann dvalið um tveggja vikna skeið á Sjúkrahóteli RKI sér til hressingar. Þær hugrenningar sem fundust þar á náttborðinu hans báru því glöggt vitni að Björn gekk þess ekki dulinn á neinn hátt að hveiju stefndi. Eflaust vonaði hann að stundin gæfist lengri, jólin á næsta leiti, tími sem hann mat mikils og var þegar byijaður að undirbúa á sinn hátt. Síðustu verkin hans voru að senda jólakortin sem bárust okk- ur líkt og hinsta kveðja frá honum eftir að hann var allur. Einnig ráð- gerði hann ótrauður hefðbundna þátttöku sína í undirbúningi helgi- haldsins. Síðustu árin átti hann sitt pláss í eldhúsinu hjá systur minni á Þorláksmessu þar sem hann ham- fletti jólaijúpuna. Hann reiknaði ekki með að það fyrirkomulag yrði neitt öðruvísi í ár. En enginn má sköpum renna. Mér er ekki grunlaust um að þegar Björn áttaði sig á því að hveiju stefndi, þá hafi hann vikist undan frekari tilraunum læknavísindanna til þess að framlengja það sem að hans mati var komið á tíma. Trúar- sannfæring hans og styrkur í þeim efnum auðvelduðu honum þá ákvörðun. Hann mætti sínum skapadómi með því æðruleysi og þeirri reisn sem trúin gaf honum. Þessum styrk miðlaði hann ríkulega til okkar, aðstandenda sinna og vina, þá ekki síst til yngri kynslóð- arinnar, sem heimsótti hann síðustu daga. Þá kom berlega í ljós hvað hann átti í okkur og við í honum. Við dánarbeð hans koma orð sálma- skáldsins í hugann. Þú, Guð míns lífs, ég loka aupm mínum í líknarmildum fóðurðrmum þínum og hvili sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Björn kvæntist móður minni Huldu Ólafsdóttur í desember 1975, bæði upprunnin frá ísafirði. Hún hafði þá verið ekkja eftir föður minn í rúm sjö ár. Settu þau niður heimili sitt á Selvogsgrunni 3 í Reykjavík þar sem það stóð lengst af utan tveggja ára sem þau dvöldu í Hveragerði. Á þessum árum starfaði Bjöm sem loftskeytamaður á skipum Eimskipafélags Islands. Hann var því langdvölum að heiman að hætti farmanna, og þótti móður minni það miður og tilhlökkun hennar að fá hann heim var ætíð mikil. Margar ferðir fór hún með honum innan lands og utan og þó hún nyti þeirra ferðalaga ríkulega, fagnaði hún því mjög þegar hann kom alkominn í land. Þann skugga bar þó á að um það leyti missti hún heilsuna og kom það því í hans hlut að annast hana meira eða minna sjúka þar til hún féll frá fyrir réttum þremur árum. Þessi umönnun var Birni ekki alltaf auðveld, þess eðlis var sjúkdómur hennar. En ég veit að ég mæli fyr- ir hönd okkar allra sem málið snerti þegar ég lýsi aðdáun okkar og þakklæti til hans hvernig hann reyndi af fremsta megni að rækja það oft vandasama hlutverk. Þá sem endranær naut hann systur minnar, Fríðu Regínu, sem á sinn kærleiksríka máta var honum ávallt ómetanleg stoð og stytta. Ég kynntist Birni ef til vill ekki fyrr en hann var orðinn einn. í eðli sínu var hann einfari og sjálfum sér ótrúlega nógur. Sjálfsagt ýtti eðli starfs hans og sú einangrun sem það bauð upp á undir þessa tilhneigingu hans ásamt langdvöl- um fjarri sínu fólki. Þetta hefur ef til vill verið honum fjötur um fót áður fyrr, en eftir að hann var orð- inn ekkjumaður var þetta honum viss styrkur í einverunni. Þannig hélt hann sitt heimili lengst af fyr- ir sig og það var ekki fyrr en und- ir það allra síðasta sem hann sá ástæðu til þess að þiggja aðstoð frá samfélaginu við það. Þegar haft var samband við hann og spurt um heilsuna, þá var hún alltaf með miklum ágætum. Hann kunni illa þá kúnst að barma sér yfir eigin heilsu og aðstæðum. Það var ekki fyrr en gengið var fast á hann að hann sá ástæðu til að upp- lýsa um hið rétta. Í starfi sinu sem farmaður hafði hann farið víða um veröldina og kunni frá mörgu forvitnilegu að segja. Hann var víðlesinn og fróður maður með afbrigðum. Þessum fróðleik var hann ósínkur á að miðla til annarra. Björn skrifaði mikið um hugðar- efni sín sem voru fjölbreytileg, ýmist til birtingar í blöðum eða ein- göngu hugleiðingar fyrir sjálfan sig. Hann hafði einnig mikinn metnað fyrir starfí sínu og sinnar stéttar og skrifaði varnaðarorð gegn þeirri stefnu sem dæmdi starf loftskeyta- mannsins léttvægt í heimi nútíma fjarskipta. Eftir að Björn kom í land tók hann að skoða landið af miklum áhuga og sagðist harma að hafa ekki sinnt því meira meðan hann var yngri. Setti hann sig nú aldrei úr færi að fara í veiði þegar það bauðst, enda var hann ástríðuveiði- maður, eða heimsækja þá staði landsins sem höfðu orðið útundan hjá honum. Síðustu árin tókum við upp þann sið að ætla okkur eitt ferðalag á sumri þar sem við fórum tveir sam- an í dagsferðir, skoðuðum nýja staði og nýja hlið á ásýnd landsins og enduðum svo gjarnan í sumarbú- stað til ánægjulegrar helgardvalar með vinum og kunningjum. Af þessum stuttu ferðum hafði Björn mikið yndi og minntist þeirra oft. Hann var dijúgur áhugamálari og ljósmyndari góður. Á þessurr. ferðum var hann stöðugt að leita að mótífum, þannig að oft gengu þessar ferðir hægt fyrir sig, því ósjaldan þurfti að stoppa, fara út að skoða og taka myndir. Næsta sumar höfðum við ráðgert að kom- ast á jökul, leigja vélsleða og skoða þá dýrð sem þar leynist. Nú er augljóst að sú ferð sem þannig var fyrirhuguð verður ekki farin, en næst þegar ég fer í slíka ferð verð- ur hann mér nálægur í huganum og þegar ég sé fallegt mótíf á jöklin- . um staldra ég þar við og minnist hans. Við sem þekktum Björn Ólafsson kveðjum hann að leiðarlokum þakklátum huga. Blessuð veri minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinarr Höskuldsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA S.J. BJÖRNSSON frá Hvítárvöllum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 20. desember, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Helgi Björgvinsson, lón Sigurðsson, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Gústaf Hannesson, Ingólfur Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÞORKELSSON frá Litla-Botni, Hvalfirði, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 30. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir, Steinþór Jónsson, Þorkell Jónsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, VIGDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR, Blönduhli'ð 16, er lést á Landspítalanum 22. desem- ber, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Marfa J. Guðmundsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Gíslina S. Kauffman, Róbert L. Kauffman, Brynjólfur Guðmundsson, Hjördís Einarsdóttir, Jón Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BJÖRNSSON bifreiðasmiður, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 30. desember kl. 15.00. Rannveig Gunnarsdóttir, Sigurður Tómasson, Þórarinn B. Gunnarsson, Ólafia B. Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, PÉTUR SIGURÐSSON, Naustahlein 30, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Víðisstaðakirkju, Hafnarfirði.mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Líknarsjóð Hrafnistu. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, barnabarnabarns og annarra aðstandenda, Ásthildur Jóhannesdóttir. + Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengdadóttir og amma, SARA BRYNDfS ÓLAFSDÓTTIR, Kvistalandi 13, Reykjavik, sem lést föstudaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin- samlega bent á Hjartavernd. Gústaf Þór Ágústsson, Sverrir Þór Gústafsson, Guðrún Olga Gústafsdóttir, Ágúst Óskar Gústafsson, Guðný Karlsdóttir, Aron Már Ólafsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, GUNNARS KRAGH, Árskógum 8. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Sigurlín Gunnarsdóttir, Gunnar Baidursson, Margrét Ólafsdóttir, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.