Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sara Bryndís Ólafsdóttir, sjúkraliði, fæddist í Reykjavík hinn 1. apríl 1948. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 20. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur G. H. Þorkelsson, f. 16. nóvember 1905, d. 26. október 1980, vörubifreiðastjóri í Reykjavík og Guð- rún H. Þorsteins- dóttir, húsmóðir, f. 9. september 1909, d. 28. júní 1987. Systkini Söru eru Hrefna, Rúnar Lárus, Katla Margrét og Kjartan Birgir. Eiginmaður Söru er Gústaf Þór Ágústsson rafvirkjameist- ari, f. 26. júlí 1946. Þau voru gefin saman í Neskirkju 1. júní 1968. Þau hófu búskap í Ege- Elskulega móðir mín. Þegar þú fórst frá okkur í desember skildir þú eftir tómarúm og mikiu ósvarað. Ég spyr: Er þér kalt? Eða er þar notalegt? Ertu ánægð þar sem þú ert? Er þar ein- hver sem þú þekkir? Láttu okkur vita af hverju þú fórst og gefðu okkur merki, eitthvað sem við þekkjum, um að þú sért á góðum stað. Nú á sorgarstundu er ég kveð móður mína, langar mig að þakka henni fyrir allt sem hún hefur gef- ið okkur. Þessi kona átti það til að eyða allri orku í að gera aðra gláða og hætti hún ekki fyrr en allir fóru brosandi og saddir, já saddir, ég held ég fari ekki rangt með það, hún var listakokkur og hafði gaman af að seðja aðra. Þeg- ar bráðatilfelli sem þetta kemur upp er voða lítið hægt að gera nema það að ég reyndi að fínna eitthvað jákvætt, það sem ég fann var að hún hefði ekki viljað vakna eftir svona stóra kransæðastíflu og vera hálf manneskja. Nú, faðir minn var hjá henni um nóttina og tel ég það dýrmætt, þessi augna- blik sem þau höfðu áður en sjúkra- bíllinn kom. Hún móðir mín var þijósk og þessa 12 tíma sem hún dvaldi á Borgarspítalanum þar sem hún hafði unnið sjálf hefði verið nóg fyrir hana að vita að læknamir og aðstoðarfólk hefðu kannast við hana. Síðan vorum við öll fjögur hjá henni, og hvemig sem á því stóð náði hún í dái þegar ég hvísl- aði að henni að ég mundi sjá um jólamatinn, að kinka kolli, muldra, brosa og tárast á öðru auga, síðan kvaddi hún og hélt yfir á annað tíðnisvið. Ég er nú ekki guðrækinn mjög, en ég hugsa stöðugt um það sem einn fjöskyldumeðlimur sagði við mig, það þarf stundum að hjálpa guði aðeins til. Er ég mjög sáttur viö það. Nú, við verðum að trúa á eitthvað, og aðallega á okkur sjálf. Hún gaf mér það veganesti sem er mikilvægt, að setja ekki út á aðra, við höfum ekki efni á því og gera alltaf allt sem hjarta og sál okkar segir okkur því við lifum jú bara einu sinni hér. Tveimur vikum áður samdi móðir mín ljóð sem ég vil túlka að hún sé að tala til föð- ur míns, liggjandi með augun lokuð í kistunni. Hvemig geta augun þín norft á mig og töfrað svo ekkert ég sé eilíft leita þín. Ég kveð nú elskulega móður mína og mun ég geyma minningu hennar í hjarta mínu um duglega og góða konu. -Þinn sonur, Sverrir Þór. sund í Noregi 1967, en 1973 byggðu þau sér hús í Kvistalandi 13 og hafa búið þar síðan. Þeirra börn eru: 1) Sverrir Þór, f. 22. febrúar 1969, 2) Guðrún Olga, sjúkraliði og nemi, f. 8. nóvember 1970. Hennar sonur er Aron Már Ólafsson, f. 12._ janúar 1993. 3) Ágúst Óskar, nemi, f. 23. maí 1975. Sara vann á Kleppspítalanum og Hvítaband- inu í mörg ár. Hún fór í sjúkra- liðanám og lauk þvi í september 1980. Útför Söru Bryndísar verður gerð frá Bústaðakirkju á morg- un mánudaginn 30. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufunesgarði. Elsku besta mamma mín. Ég kvaddi þig þar sem þú stóðst í dyragættinni og veifaðir til mín og brostir. Ekki hvarflaði það að mér þá að fleiri orð færu ekki okk- ar á milli. Minningin um þessa stund, sem og sú huggun að síð- ustu orð mín til þín voru falleg, er mér dýrmæt. Við vorum þannig að ef ósætti var milli okkar gat hvor- ugt okkar fest svefn það kvöldið. Við eyddum allri reiði og komum hvort til annars og sættumst áður en við hvíldumst. Hlýja þín teygði anga sína í allar áttir og tók á sig ýmsar myndir og var alltaf til staðar þegar þörfin var mest. Á köldum vetrardögum straukst þú mmar máttlitlu hendur og vermdir. Á döprum stundum hlúðir þú að og vökvaðir mitt veika lífsblóm. Þú tókst vel á móti öllum mínum vinum og allir voru vel- komnir á okkar heimili. Þú áttir samleið með öllum og öllum leið vel í návist þinni. Eitt af því sem aldrei var hægt að fela, var vanlíðan. Þú sást svo langt inn í hugarheim minn, þó svo órafjarlægð væri á milli okkar varst þú einmitt á línunni þegar maður þurfti á þér að halda, alltaf uppörv- andi og kunnir svör við öllu. Þú hafðir unun af því að spá í drauma og svo oft reyndist þú sannspá. Draumaráðningabækur þínar tvær voru stöðugt í notkun og öllum þótti gott að sitja inni í eldhúsi og fletta þeim og deila draumum sín- um með þér. Mér segir svo hugur um, elsku mamma mín, að þú haf- ir séð lengra fram á við en mig nokkum tíma óraði fyrir. Þú ert minn dýrmætasti viskubrunnur og mun ég halda áfram í mínu lífi að sækja í hann. í seinni tíð hættir þú að vinna utan heimilis og þá varst þú mikið heima, alltaf til staðar tilbúin að spjalla og að gefa gullmolana þína sem voru svo ótal margir og mér dýrmætir í dag. Síðustu þrjá mán- uðina fyrir óvænt andlát þitt var ég uppi á lofti að lesa og vissi allt- af af þér niðri. Góðlegt marrið í tréstiganum sagði mér að ég átti eitthvað gott í vændum, þú vildir ekki trufla mig en máttir til með að færa mér góðgæti. Svona varstu, elsku mamma mín, alltaf með hugann við að hlúa að öðrum þó þú værir í raun ekki alveg hraust. í aupm þínum allt ég sé orð þín þögul, hupr þinn fjötraður, tár þín geyma ókomnar stundir. (Á.Ó.G.) Ég veit að þú hefur fengið góða heimkomu. Þinn sonur, Ágúst Óskar. Elsku besta mamma mín. Þú sem varst svo góð, ég hefði ekki trúað því að þú færir svona fljótt. Hvað sem ég gerði, hvar sem ég var fann ég alltaf fyrir nálægð þinni. Við erum þrjú systkinin, Sverrir Þór, 27 ára rafvirki, ég, Guðrún Olga, 26 ára sjúkraliði og snyrtifræðinemi, og Ágúst Óskar, 21 árs læknanemi. Þú hjálpaðir mér í gegnum sjúkraliðanámið, kunnir allt þvi sjálf ertu sjúkraliði og svo klár, þú gast allt og vissir allt. Passaðir litla ömmu- og afabamið sem var sólar- geislinn þinn, hann Aron Má. Ég flutti að heiman fyrir einu og hálfu ári í mína íbúð en var alltaf með annan fótinn heima hjá ykkur. Ég gat aldrei verið langt frá þér, elsku mamma mín, því mér leið svo vel í návist þinni. Ég á þér mikið að þakka fyrir allan þann tíma sem þú gafst elsku litla Aroni Má. Þú fæddir hann, klæddir og fræddir. Hann átti að verða svo klár eins og hann er og er það þér að þakka. Þú kenndir honum stafina, vísur og brandara. Hann vildi bara vera hjá þér, segir alltaf að hann eigi heima hjá ykkur afa því þið eruð svo góð og skemmtileg. Hjá ykkur var hann kóngur í ríki sínu. Ég er búin að vera í námi, lauk sjúkraliðanum og fór strax í annað nám. Þú ert búin að ala barnið mitt upp og varst svo stolt af hon- um og okkur öllum. Þú varst svo vinamörg það var alltaf mikill er- ill, síminn, dyrabjallan og alitaf einhver í kaffi. Þú varst svo gef- andi og skemmtilegt að spjalla við þig. Eftir að ég flutti að heiman var eins og þú ættir tvö heimili ef þú keyptir eitthvað fyrir ykkur þá varst þú að kaupa handa litlu stelp- unni þinni líka og gefa mér á mitt heimili. Ef ég hefði ekki átt þig að, elsku mamma mín, hefði ég aldrei getað gert allt það sem ég er búin að gera. Þú studdir mig í náminu, passaðir fyrir mig þegar ég var í vinnunni og tókst allan þátt í mínu lífi. Ég er þér svo óendalega þakk- lát fyrir allan þann stuðning og hvatningu sem þú gafst mér af miklum kærleika. Alltaf var heitur dýrindismatur hjá þér á hveiju kvöldi. Þú vildir gera allt fyrir alla, hafðir áhyggjur af okkur og vildir vemda okkur. Stundum sagði ég við þig: „Farðu nú að hugsa um sjálfa þig, elsku mamma mín,“ en svona varst þú alltaf með hugann við að hjálpa öðrum. Eitt það dýrmætasta í minni minningu um þig er sannleikurinn því þú sagðir alltaf að augun væri sá spegill sem sýndi það sanna, það var ekki hægt að fara á bak við þig. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og litla drenginn minn. Guðs hönd þig leiði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Guðrún Olga. Elsku Sara. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum en það er eins og orðin séu föst í huga mínum því allt gerðist svo snöggt. Ég vil þakka þér fyrir alla þá góðvild, umhyggju og hlýju sem þú sýndir mér frá fyrstu stundu er við hittumst. Þú lést mér alltaf líða vel á heimili þínu og ég var alltaf velkomin hve- nær sem var og hvemig sem á stóð. Ég á þig alltaf í hjarta mínu og ég mun ætíð minnast þín með bros í hjarta. Ég vil biðja Guð og allt hið góða að styrkja alla fjölskyld- una þína í þessari miklu sorg. Kæri Gústaf, Sverrir Þór, Guðrún Olga, Ágúst Óskar og Aron Már, megi ljós kærleikans lýsa ykkur um alla ókomna tíma. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorpm þjáð vonin segir. Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von, í bijósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (H. Hálfd.) Með þessum fallega sálmi vil ég kveðja þig, minning þín lifír djúpt í mínu hjarta. Þakka þér fyrir allt sem ég hef lært hjá þér, elsku Sara. Megi ljós þitt lýsa okkur sem syrgj- um þig. Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir. Elsku litla systir mín, nú þegar þú ert tekin frá okkur svona hastar- lega og að okkar mati allt of fljótt er hugurinn dofinn. Fjölskyldan sorgmædd og brotin og jólin að koma og engin litla systir. 19. des- ember var ánægjulegur dagur, Sara að ljúka við jólaundirbúning- inn, allt svo jólalegt og fallegt hjá henni og hlýjan fyllti húsið. Sara pakkar inn jólagjöfunum af alúð og allir fá sínar persónulegu kveðj- ur með sínum pakka og litli kallinn hann Aron, ömmustrákurinn ekki hvað síst. Gestir litu inn því alltaf var sjálfsagt að líta inn í Kvista- landinu ef fólk brá sér af bæ. Sara hafði orð á því að hún væri búin að öllu, nema þau Gústi ætluðu að fara saman og kaupa í matinn seinna um daginn. Þegar því var lokið, litu þau inn hjá ættingju og vinum. Sara óvenju hress og hafði á orði að loksins væri hún að yfir- vinna flensuna sem hafði heijað á hana í 5-6 vikur. Undir morgun þann 20. dundu ósköpin yfír „Gústi, ég er veik, ég er komin með krans- inn“ og meðvitundin hvarf og litla systir var öll um kvöldið. Dagurinn sem átti að vera svo ánægjulegur varð að svartasta myrkri. Fyrir 48 árum hljóp hún apríl í heiminn, ég var 16 ára, á mótum bams og konu og fagnaði þessari fallegu litlu systur. Hún varð bam- ið mitt og dúkkan mín og dáð af okkur eldri systkinunum, varð svo- lítið spillt og pínulítið frek af eftir- lætinu og vildi allt gera eins og við stærri. 2ja ára vildi hún fara á „séns“ eins og stóra systir og fékk að sjálfsögðu að fara með, enda á sunnudagseftirmiðdegi og farið í bíó. Og þegar hún var of ung til að mála sig og túbera að áliti mömmu, var sjálfsagt að hjálpa uppá og lána henni og vinkonunum málningardót og túbera þær svo þær gætu látið sjá sig í bænum. En svo kom hann Gústi, þessi öðlingur, fallegur og svaka gæi á amerískum kagga. Þetta var ást og hún þroskaðist og dafnaði með árunum. Um haustið 1966 fórGústi út til Noregs til náms og ekki eirði hann lengi einn og eins og hann segir sjálfur „þá kallaði ég hana út og þar útbjó hún mitt fyrsta nestisbox". 17 ára fór hún að heim- an til hans Gústa og hófu þau bú- skap sinn við Kærlighedstigen (Ástarbraut) í Stavanger í einu herbergi og eldhúsi. 1968 fluttu þau heim og bjuggu í Álftamýri og við Hringbraut. Og 1973 byggðu þau í Kvistalandi 13 og bjuggu þar síðan. 1. júní 1968 gengu þau í hjónaband. Og bömin urðu þijú. Sara og Gústi urðu að einu orði í munni fjölskyldunnar, enda dugleg að rækta vinskapinn. Gústi hægur og spakur og átti alltaf eitthvað gott í fjallkistunni sinni handa litlum munnum og Sara óþreytandi að leika við litlu bömin og ekkert bam vissi ég sem ekki skellihló við henni, þó örgustu mannafælur væm ann- ars. Þetta er náðargáfa sem ekki öllum er gefin. Og langar mig að segja frá því að þegar Gústi fór upp í garð að velja legstað, var verið að jarðsyngja lítið bam og fannst honum það huggun að velja henni hvflu við hlið bamsins, því Sara elskaði böm og þau hana. Sara hafði stórt hjarta eins og sagt er og gaf mikið af sér, kannski engin furða þó það væri upp slitið. Ef hanni fannst á sitt fólk hallað varði hún það „með kjafti og klóm“ og reyndi það enginn nema einu sinni. SARA BRYNDIS ÓLAFSDÓTTIR Sara hafði í heiðri gamlar hefðir og var pínu gamaldags, kallaði mig tækjasjúka og sagði að hún og þetta takkadót ættu ekki saman. Ég halla ekki á neinn, þó ég segi að enginn reyndist foreldmm okkar eins vel og hún og Gústi. Þeirra hús varð oftast fyrir valinu þegar eitthvað stóð til og ekki var það alltaf létt eftir að báðir foreldr- ar okkar vom komnir í hjólastóla, en þetta var sjálfsagt af þeirra hálfu og aldrei talið eftir. Sara var ein af þessum konum sem setti heimilið í fyrsta sæti og var alltaf til staðar fyrir fjölskyld- una. Hún var svo stolt af bömunum sínum og þekkti kosti þeirra vel og talaði oft um þau. Elsku Sara mín, megi óskir þínar þeim til handa rætast og ef þú færð ein- hveiju ráðið þar sem þú nú dvelur, þá er öllu borgið. Gústi, Sverrir, Guðrún Olga, litli Aron ömmu- strákur og Agúst, megi sá guð sem Sara trúði á veita ykkur styrk. Hrefna. Elsku Sara mín, ég er búin að gráta svo mikið. Dauði þinn var svo ótímabær og snöggur. Nú em jólin og þú ert ekki hjá okkur. Varst búin að undirbúa allt, pakka inn jólagjöfum, skrifa kort og senda. Ég fékk mitt til Danmerkur tveim dögum eftir andlát þitt. Þú bauðst okkur að lifa jólin í ást og friði. Óskaðir okkur velfarnaðar. Þær em fallegar óskirnar þínar og þannig varstu. Óskaðir öllum vel- famaðar. Þú varst stóra systir mín, ekki líffræðilega heldur ólumst við upp saman hjá ömmu minni, mömmu þinni, stóran part af æsku minni. Við áttum oft stundir saman þar sem við töluðum um okkur, líf- ið og tilvemna. Allt frá bamalegum hugmyndum til skilnings fullorð- insáranna. Ég dáði þig og tók oft til fyrir- myndar. Manstu þegar við þurftum að fara báðar til tannlæknis, við vomm rúmlega tvítugar og þurft- um báðar að fá krónu á framtönn? Þú fórst fyrst, fékkst bráðabirgða- krónu og svo soldið seinna alvöra. Svo kom að mér. Ég fór og fékk til bráðabirgða, kom til þín og við hlógum. Svo starðir þú upp í mig og sagðir: Heyrðu Jenný, mér sýn- ist ég kannast við þessa krónu. Þetta er gamla krónan mín. Svo hlóstu. Eitt augnablik hugsaði ég, getur það verið. Svo hlógum við eins og tröll. Við heimsóttum hvor aðra oft í viku meðan ég bjó heima á íslandi, þannig var það bara. Þurftum að hittast og tala. Stund- um að bakka hvor aðra upp, en oftast bara að hittast. Vera í ná- lægð hvor annarrar. Eg sé þig fyrir mér, hreyfíngar þínar, takta og orðatiltæki. „Góða besta“ láttu ekki svona. Heyri það núna. Þú sagðir líka í bréfí einu sinni til mín, að oft kæmi sér vel að hafa: Þvottavélahúmor, geta rætt ísskápsmál og kunna potta- og ryksugugaldur. Svo þurfti mað- ur að vera eins og Sorpa, vinna úr erfíðleikum og halda veginn áfram og þótt maður dytti um holu stæði maður bara upp, þurrkaði af sér skítinn og héldi áfram á Ieið- arenda. Því uppgjöf væri ekki til neins, fyrir einn eða neinn. Þú varst svo hreykin af börnun- um þínum. Þau vom augasteinn þinn og gleði. Þú sagðir mér frá því hvemig þeim gengi og hvað þau lögðu mikið á sig til að geta gert það sem þau langaði. Metnað hafa þau, sagðirðu. Og ailtaf vomð þið Gústi tilbúin að hjálpa þeim. Styðja við bakið og dútla soldið svona við þau. Styðja fram veginn. Og barnabarnið, Aron Már. Þið Gústi elskuðuð þennan strák og hann var mikið hjá ömmu sinni og afa. Svaf þá á milli. Auðvitað var hann merkilegasta barnabarn í heimi. Þú sagðir það aldrei berum orðum, en ég heyrði oft hvað þér fannst. Hvernig átti líka annað að vera? Hvemig gæti annað verið? Gleði okkar yfír bömum og síðar barnabömum er sönn. Þið Gústi vomð svo samrýnd,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.