Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 33 % 4- gerðuð allt saman, nema þú fórst ekki til leitar á fjöll með honum, en sást um að hann væri vel búinn og nestaður. Keyrðir hann austur, komst við á Bitru og varst þar stundum nóttina. Sóttir svo karlinn og knúsaðir. Þú sagðir: Hann Gústi, hann er að læra á harmonikku, hann er að læra þýsku, honum gengur bara vel. Hann er svo dug- legur og natinn við þetta. Við Gústi, við hlæjum saman og erum ósam- mája saman sagðir þú og hlóst. Ég á eftir að sakna þín eins lengi og ég lifi. Sakna þess hvernig þú leist á veröldina í gegnum þín eigin gler. Nú fæ ég ekki að sjá veröld- ina frá þeim sjónarhól lengur. En vonandi hefur þú kennt mér eitt- hvað í þá áttina. Farðu í friði, Sara mín, og Guð geymi þig. Ég veit að vel var tekið á móti þér. Eg hrópa nafn þitt inn í nóttina. Ut í alheim berst rödd mín. Það er ekkert bergmál engin svörun. Ég hrópa og hrópa. Hugur minn og hjarta enduróma söknuðinn. Ég vil heyra rödd þína einu sinni enn. Sefa mig og róa. Segja mér að allt verði í lagi. Segja mér að syrgja þig ekki. Segja mér að þú sért hamingjusöm í eilífð þinni. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún Olga, Aron Már, Ágúst, tengda- móðir, systkini, ættingjar og vinir. Guð geymi ykkur og hjálpi í gegn- um sorgina. Jenný og fjölskylda. Mig og íjölskyldu mína langar til að minnast Söru frænku minnar með fáeinum orðum. Hún er nú horfín sjónum okkar eftir svipleg og ótímabær veikindi sem svo skyndilega drógu hana til dauða. Minningin um Söru stendur eftir um ókomna tíð vegna lífsgleði hennar og þess krafts sem hún geislaði til allra sem umgengust hana. Fjölskyldu sína umfaðmaði hún af mikilli ást og umhyggju, þar vorum við, fjölskylda mín, engin undantekning. í minningu minni hefur hún allt- af verið mér sem stóra systir, alltaf tilbúin að gefa góð ráð, kímni henn- ar og lífsgleði kom mér alltaf til að hlæja og líða vel. Sara var hrók- ur alls fagnaðar og í fjölskyldu- ferðalögum í náttúru landsins okk- ar sem og erlendis er minningin um hana ógleymanleg og ljúf og eftisjáin mikil. Svo þegar ég fór að búa sjálf og eignast börn fengu þau að njóta þess hve mikil barnagæla hún var, það löðuðust að henni öll börn og það leyndi sér ekki að hún elskaði að gefa þeim leikföng, kyssa þau og knúsa. Sara var alltaf svo örlát og stórtæk í öllu. Elsku Sara mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína og gefið okkur í gegnum tíðina. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún, Gúddi og Aron, Iitla ömmubarnið, ó hvað mig tekur það sárt að horfa á ykkur í svona mikilli sorg. Það hefur alltaf verið svo gott að koma inn á fallega heimilið ykkar og alltaf hafði Sara nægan tíma, það stóð aldrei illa á, hún gat alltaf gefið af sér án þess að vænta nokkurs til baka. Guð blessi ykkur og gefi styrk í ykkar miklu sorg. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Helga, Ágúst, íris og Magnús. • Fleiri minmngargreinar um Söru Bryndísi Olafsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- | inu næstu daga. + Kristján Magn- ússon fæddist í Reykjavík 8. febr- úar 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu föstu- daginn 20. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ármann Magnús- son, f. 19.5. 1921 í Ketu á Skaga, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík, d. 5.11. 1993, og Hansína Sigurðardóttir, f. 29.5. 1919 á Sauðárkróki, blómaskreytingamaður og eig- andi Kjörblómsins í Kjörgarði um skeið, d. 29.2. 1992. Systir Kristjáns er Rebekka Magnús- dóttir, f. 2.2. 1950, þýskukenn- ari I Reykjavík. Maki Rebekku er dr. Alexander Olbrich, f. 28.9. 1950 í Neuburg an der Donau, Þýskalandi, sendiráðu- nautur í sendiráði Þýskalands í Reykjavík frá 1992 og jafn- framt staðgengill sendiherra. Börn Rebekku og Alexanders Þegar ég talaði við Kidda bróður minn í síma fyrir viku hvarflaði það ekki að mér að þetta væri okkar síðasta samtal. Þú varst kallaður í burtu úr jarðlífinu með engum fyrirvara og á besta aldri, þess vegna sit ég eftir og skil ekki ennþá að þú sért horfinn yfir móð- una miklu fyrir fullt og allt. Ljúfar bemskuminningar hrannast upp og ylja mér um hjartarætur nú þegar þú ert allur. Það var virki- lega gott að eiga eldri bróður sem var fyrirmynd mín í einu og öllu þegar ég var lítil stelpa. Auðvitað rifumst við og flugumst á eins og önnur systkyni, en það var allt í góðu, þetta var afar góður undir- búningur undir lífsbaráttuna og ég hefði misst af miklum vinskap og umhyggju ef ég hefði ekki átt þennan yndislega bróður. Guð- mundur Erlendsson besti vinur pabba passaði okkur oft þegar við vorum lítil og hann leyfði okkur að gera allt sem börnum fínnst gaman að gera, hann kom með heilan kókkassa þegar Kristján átti afmæli og dekraði við okkur, Guðmundur reyndist Kristjáni vel í sumar, þegar hann varð fyrir bíl og keyrði hann ef á þurfti að halda. Kristján var ekki fyrir orðskrúð og lofsyrði, en maður fann hlýjuna samt sem áður frá honum, þótt hann væri ekki mikið fyrir að tjá sig um hlutina. Kristján var frum- burður foreldra minna og var skírður í höfuðið á nýlátnum upp- eldisbróður mömmu, Kristjáni Jón- assyni lækni, syni Jónasar Krist- jánssonar læknis, stofnanda heilsuhælisins í Hveragerði. Krist- ján naut ástríks uppeldis foreldra okkar og hann var þeim mjög ná- inn og bjó hjá þeim til 35 ára ald- urs. A sumrin átti fjölskyldan sér sælureit sem var sumarbústaður- inn Sólbakki skammt frá Lækjar- botnum. Mikil var tilhlökkunin hjá okkur systkinunum á vorin að fara upp í sumarbústað því þar var svo gott athafnasvæði fyrir okkur krakkana og ýmislegt skemmtilegt var sér til gamans gert. Ógleyman- leg var alltaf Jónsmessan, því þá var mikill gleðskapur; brenna, dans og sungin lög um álfa og tröll. Þú hafðir líka gaman af að róa út á vatnið sem þá var áður en stíflan var tekin og veiða urriða í hylnum upp við hamar. Á sunnudögum kom svo þijú-strætó með ættingja og vini sem vildu fá að njóta sælu- reitsins með okkur og allir voru velkomnir. Mamma bakaði pönnu- kökur og við krakkamir fengum yfirleitt gott í poka frá gestunum svo allir voru ánægðir. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá ömmu okkar eru Wilhelm Magn- ús, f.29.9. 1982 í Bonn, Þýskalandi, og Gunnar Páll, f. 9.12. 1985 í Tókýó, Japan. Sambýlis- kona Krisljáns var Kristín Gunnars- dóttir, f.18.12. 1948 á Dalvík, verslunar- maður í Reykjavík. Kristján var bú- fræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri og vann á sumrin við tamn- ingar og önnur sveitastörf á meðan hann var í bændaskólanum, en sneri sér síðan að öðrum störfum. Hann vann til sjós á millilandaskipum og hjá vegagerð ríkisins og víð- ar. Lengst af starfaði hann hjá Þrótti sem vörubílsljóri eða frá 1981 til 1996. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu Gröfunni hf. á þessu ári. Utför Kristjáns verður gerð á morgun, mánudaginn 30. des- ember og hefst athöfnin klukk- an 10.30. Rebekku og hún dekraði við þig þegar mamma var að vinna í blómabúðinni, bakkelsið hennar var yndislegt og ég fæ ennþá vatn í munninn við tilhugsunina um það. Við undum okkur líka vel á Gunnarsbrautinni. Þú áttir þar margt góðra vina eins og t.d. Egil sem var seinna með þér í vélhjóla- klúbbnum Eldingu. Uppeldissystur mömmu, Ásta og Rannveig, bjuggu í sama húsi og þær voru voða góðar við okkur. Maður Ástu, Skúli Guðmundsson kennari í Austurbæjarskóla, sá einnig um sunnudagskvikmyndimar sem boðið var upp á í skólanum. Oft fengum við að horfa á kvikmyndir heima hjá honum þegar hann var að velja myndir fyrir skólann. Svavar, sonur Ástu, var góður vin- ur þinn og þið bjugguð til allskon- ar tæki og tól í risinu í húsinu. Kristján var afskaplega hjálpsam- ur við foreldra sína og þegar veik- indi fór að hrjá þau stóð hann eins og klettur við hlið þeirra og studdi þau og aðstoðaði á alla lund. Á tímabili voru þau samtímis á sjúkrahúsi og hann veigraði sér ekki við því að heimsækja þau bæði daglega. Það var óskaplega mikill léttir fyrir mig sem var í útlöndum að geta treyst á Kidda í þessu sambandi. Eftir að mamma dó fór hann daglega til föður síns og þeir elduðu sér saman kvöld- verð. í dánarlegu föður okkar fyrir þremur árum var Helga Vigfús- dóttir frænka okkur mikil hjálpar- hella og verð ég í eilífri þakkar- skuld við hana. Kristján vann í fímmtán ár sem vörubílstjóri hjá Þrótti, hann var ákaflega öruggur og flinkur bílstjóri og telfdi ekki á tæpasta vað í umferðinni, hann gerði líka við bílinn, því hann var svo laginn að það lék allt í höndun- um á honum. Sambýliskona Kidda þijú síð- ustu æviárin var Kristín Gunnars- dóttir. Með henni var hann ánægð- ur og undi glaður við sitt. Þegar Kristján varð fyrir bíl í maí sl. og slasaðist mikið á öxl auk fótbrots, tók hann hremmingum sínum með miklu jafnaðargeði og kvartaði aldrei. Ekki datt mér þá í hug að hann ætti svona stutt eftir. Sem betur fer hittumst við oft í sumar og áttum margar ánægjulegar stundir saman. Synir mínir sjá nú á eftir góðum frænda sem passaði þá meðan þeir voru litlir og leyfði þeim að sitja í vörubílnum sínum. Það var toppurinn á tilverunni hjá þeim. Ég kveð Kristján bróður minn með sorg í hjarta og bið Guð að styrkja Sissu sambýliskonu hans á þessari sorgarstundu. Far þú í friði friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Rebekka Magnúsdóttir. Er dagur er skemmstur hér á norðurhveli og skuggar Iengstir er hátíð ljóssins að ganga í garð og tendrar birtu og yl í hjörtum okkar. Á þessum tíma var einnig birta og ylur í hjarta vinar míns Kristjáns Magnússonar. Hann og sambýlis- kona hans voru að koma sér fyrir í stærri og betri hýbýlum með nýjar vonir og nýja framtíðarsýn. En kall- ið gerir ekki boð á undan sér. Krist- ján varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 20. desember sl. Að loknu gagnfræðaprófi gekk Kristján í Bændaskólann á Hvann- eyri, gerðist síðan sjómaður en sl. 25 ár var hann mest við akstur vöru- bifreiða og átti sl. 15 ár vörubíl á Vörubílastöðinni Þrótti. Það var fyrir um það bil 20 árum að við Kristján hittumst fyrst. Hann vakti athygli mína vegna snyrti- mennsku og hversu hann var fá- skiptinn. Síðar þegar ég var orðinn framkvæmdastjóri V.b.s. Þróttar höfðum við dálítil samskipti en eng- inn kunningsskapur myndaðist. Það var ekki fyrr en ég hafði látið af störfum á Þrótti að kvöld eitt seint, var drepið á þvottahúsdyrnar á húsi mínu og var Kristján þar mættur. Ekki vildi hann ganga í bæinn, en sagðist vera í þeim vandræðum að selja ætti íbúð hans á nauðungar- uppboði daginn eftir vegna ábyrgða sem hann hafði gengist í fyrir kunn- ingja sína. Ég sagði honum að ég myndi ganga í málið sem ég gerði og var íbúðinni bjargað. Þetta var upphaf kynna okkar og góðrar vináttu. Upp frá þessu varð Kristján heimagangur á heimili mínu um árafeil. Hann var ávallt boðinn og búiqá til þess að hjálpa, hvort sem það var að setja upp jólaseríur í tré eða byggja sólverönd, allt var sjálfsagt og gert með glöðu geði. Kristján var ákaflega barngóður og nærgætinn og hændust dætur mínar mjög að honum og var hann alltaf tilbúinn til þess að skipta um föt á Sindydúkkum eða taka þær í kjöltu sér og ræða við þær. Kristján var meðalmaður á hæð, skarpleitur, sterkbyggður og grann- vaxinn. Hann var mjög vel greind- ur, víðlesinn og fylgdist mjög vel með þeirri þjóðmálaumræðu sem var í gangi hveiju sinni. Verkmaður var hann mjög góður, sérstaklega hand- laginn og sem bílstjóri á Þrótti var hann eftirsóttur í vinnu. Hann var passasamur og ráðdeildarsamur með alla hluti og einnig með allt sem honum var trúað fyrir. Kristján var mjög hlédrægur, sérstaklega við ókunnuga og háði það honum fram- an af en á síðustu árum varð hann opnari og leið honum þá betur. Þrátt fyrir hlédrægni sína átti hann marga góða vini og voru þeir honum mjög hjálplegir á erfiðleikastundum og voru það einkum félagar hans á Þrótti. Hann bar einnig mikla um- hyggju fyrir foreldrum sínum meðan þau lifðu. Kristján háði harða baráttu við Bakkus um árabil. Stundum hafði Kristján betur og tók hann þá stund- um Bakkus sniðglímu á lofti, en óvinurinn var ávalit í leyni og laum- aði á hann hælkrók er minnst varði. Þannig voru síðustu æviár Kristjáns. Síðasta vor varð Kristján fyrir bíl og slasaðist alvarlega og gekk ekki heill til skógar eftir það. Þó fór hann í sumar í vinnu hjá Gröfunni hf. og starfaði þar til dauðadags, en menn þar mat hann mikils. Síðasti fundur okkar Kristjáns var síðsumars og urðum báðir glaðir að sjást og lofaði hann þá að koma í heimsókn en aldrei varð af henni. Með Kristjáni vini mínum er geng- inn góður drengur sem ekki mátti vamm sitt vita. Ég, María og dæt- urnar vottum Rebekku systur hans og fjölskyldu hennar og sambýlis- konu hans Kristínu Gunnarsdóttur og hennar fjölskyldu okkar dýpstu samúð Ingileifur Einarsson. í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt Ijóð til þín var ámm saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafíð, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sámm trega, þá blémgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Ég sendi aðstandendum Kristjáns Magnússonar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Sveinn Sveinsson. + Ástkær eiginmaður minn. LÚÐVÍK THORBERG ÞORGEIRSSON fyrrverandi kaupmaður, Hæðargarði 35, lést ó hjúkrunarheimilinu Eir föstudag- inn 27. desember. Guðríður Halldórsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur og samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dótt- ur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU JÓHANNSDÓTTUR frá Hrauni í Sléttuhlíð, Hólavegi 15, Sauðárkróki. Pétur Guðjónsson, Stefania Jónsdóttir, Ragna Pétursdóttir, Jóhann Pétursson, Guðjón Pétursson, Rannveig Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Bergþóra Pétursdóttir, Magnús Þorsteinsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Jakobína Ásgrfmsdóttir, Ómar Ólafsson, Elínborg Hilmarsdóttir, Gunnar Steingrímsson, Svanfríður Pétursdóttir, Hilmar Zophónfasson, Sólveig Pétursdóttir, Finnur Sigurbjörnsson og barnabörn. KRISTJÁN MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.