Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 35 MINNIIMGAR langar. Á fyrstu árshátíð Bílasmiða- félags Reykjavíkur sagði einn fé- lagsmanna og ágætur hagyrðingur: Gunnar minn Bjömsson er grannur og lá’r, jeg glöggt hefi þekkt hann í pdamörg ár. Hans lund er sem stormur, sem steðjar um grund, en stillist í blíðviðri á lítilli stund. (Sig. Hjálmarsson) Hér hefur samferðarmaður með fáum orðum gefið ágæta lýsingu á Gunnari. Hann var ekki hávaxinn og við barnabarnaböm sín sagði hann gjarnan að hann væri nú ekki langur þessi langafi. En hann var alla tíð kvikur og léttur í spori, beinn í baki og teinréttur svo eftir var tekið þegar gráhærður eldri maður fékk sér næsta daglegan göngutúr í nágrenni Dalbrautar þar sem hann bjó síðustu árin. Hann var vel ern og keyrði bíl sinn nokk- I ur ár eftir áttrætt. Þó ekki hafi tengdasonurinn lent í hvassviðri * lundar hans hefur án efa stormað í kringum Gunnar þegar mest gekk á í starfinu. Svo mikið er víst að ekki væri það fyrir lundarlausan mann að standa í iðnrekstri í þeim mikla andbyr og oft og tíðum skiln- ingsleysi sem svo oft einkennir við- horfín í þjóðfélaginu gagnvart iðn- aðinum. Það hefur án efa verið stormurinn í lundinni sem skilaði málum áfram. Ekki efast ég um . að storminn hafi lægt jafnsnöggt * og hann skall á. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum og jafnan var hann tilbúinn að finna önnur rök en sín eigin. Fulltrúar þeirrar kynslóðar sem lifað hefur mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðlífí hverfa einn af öðrum. Þeir lögðu grunninn að því langlífí sem þjóðin býr við. Menn geta spurt sig til hvers. p Tengdafaðir minn sá ekki alltaf til- I ganginn. Hann bjó einn að Lang- " holtsvegi 186 nokkur ár eftir lát eiginkonu sinnar árið 1981 en dvaldi síðustu æviár sín í þjónustu- íbúðum aldraðra við Dalbraut. Hann var vanur að segja: „Hér er gott að vera, hér kvartar enginn“. Betri umsögn getur eitt heimili ekki fengið. Aðstandendur senda alúðar- þakkir til alls starfsfólks þar fyrir P vinsemd og virðingu við aldraðan ^ mann. Fátt lýsir betur eða á raun- fc særri hátt síðustu æviárum tengda- 9 föður míns en eftirfarandi þrjár síð- ustu vísumar úr ljóðinu Sumar- kveðja eftir Pál Ólafsson: Kveð ég nú minn kæra hól, kveð ég gljúfrafossinn. Ó, þér fagra sumarsól, sendi ég hinsta kossinn. Kveð ég allt, sem kært er mér, og kveð nú þeim mun betur, sem ég finn hvað óvíst er, að ég lifi í vetur. Kveð ég vini og vandamenn. Vil mig enginn tregi, þótt ég blundinn sofni senn, sem ég mest nú þreyi. Öldungur sem lokið hefur löngu og ströngu ævistarfí er kvaddur í hinsta sinn. Hann hafði löngum óskað þess að til þessarar stundar kæmi. Ekki vegna þess að líkamleg- ir kvillar væru svo mjög að hrjá hann, heldur var það minnisleysið sem angraði hann mest. Honum fannst hann ekki lengur geta verið að neinu gagni og ekki væri réttlæt- inu endilega fullnægt þegar yngra fólk fengi kallið á undan honum. Samvistum með hreinlyndum og drenglyndum manni er lokið. Það er gott að kveðja þegar langri ævi er lokið og góðu dagsverki skilað. Að leiðarlokum þökkum við dóttir hans og fjölskylda okkar umhyggju hans og samfylgd í gegnum árin og óskum honum blessunar á nýjum vettvangi. Sigurður Tómasson. Afí Gunnar er dáinn. Hann er farinn til ömmu Möddu sem fór á undan honum til himna, fyrir rúm- um fímmtán árum. Afí var orðinn gamall og var farinn að hafa á orði þegar atburðir voru ræddir sem voru ókomnir, að ekki væri víst að hann yrði hér enn. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar frá heimili afa og ömmu á Langholtsveginum og ekki síst úr sumarbústaðnum upp við Elliðavatn. Þegar við vorum böm var farið upp í Land, og farið í leiki og borðað úti í laut. Það var í minn- ingunni alltaf sól, amma sat og þeytti handa okkur eggjadrykk og afí kaffíbrúnn á stuttbuxum að huga að gróðrinum. Þær minningar sem fyrst koma upp í hugann tengjast allar útivem og áhuga afa fyrir náttúrunni. Þeg- ar afi fór að eldast og eftir að hann flutti á Dalbraut, var alltaf hægt að brydda upp á umræðum sem I m I » m » Vinátta er eitt af því faliegasta sem þú getur eignast og eitt af því besta sem þú getur orðið. Vinur er lifandi fjársjóður og ef þú átt einn slíkan, þá átt þú eina verðmætustu gjöf lífsins. Vinur er sá sem stendur alltaf við hlið þér gegnum gleði þína og sorgir. Vinur er sá sem þú getur alltaf treyst á, sá sem þú getur alltaf opnað þig fyrir, sú dásamlegasta persóna, sem alltaf trúir á þig á sinn einstæða hátt. Vinur er sem heilagur, vinur er sem bros. Vinur er hönd sem heldur í þína, sama hvar þú ert, sama hve langt eða stutt er á milli ykkar. Vinur er sá sem er alltaf til staðar og sýnir þér alltaf - alltaf umhyggju. Vinur er tilfinning um eilífa tryggð. * Vinur er þær dyr sem alltaf standa þér opnar. Vinur er sá sem þú getur gefið lykilinn þinn. Vinur er það besta sem þú getur eignast og það besta sem þú getur orðið. (Höf. ókunnur) Við biðjum góðan Guð að vaka yfír Eiríki, bömunum, tengdaböm- um og afkomendum öllum. Blessuð sé minning Maríu Magnúsdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) m Ingibjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Bjömsdóttir, Sigrún Hjaltested, Guðrún Bjarnadóttir. Nú þegar amma mín er farin er svo margt sem ég er að hugsa. Ég hugsa um allt sem hún hefur gert fyrir barnabömin sín. Hún fylgdist svo vel með því sem þau vom að gera. Hún fylgdist svo vel með því hvernig mér gekk í ballett og hún var líka alltaf sú fyrsta sem ég bauð á ballettsýningarnar á vorin. Hún og afí voru svo (iugleg að fara með okkur um allt. Ég man svo vel allar ferðirnar sem þau fóm með okkur í tívolí og keyrðum við þá oft austur um sveitir. Amma var svo dugleg að segja okkur sögur hvort sem það vom þjóðsögur eða sögur af stöðum sem við heimsótt- um. Hún sagði mér svo margt sem ég veit í dag um fræga atburði í mannkynssögunni og verð ég ævin- lega þakklát henni fyrir allan þann fróðleik sem hún færði mér. Hún amma var svo lengi búin að beijast með sínu veika hjarta. Hún var svo mikil réttlætismanneskja og barðist alltaf fyrir réttlæti. Hún passaði alltaf að gera aldrei upp á milli barnabarnanna sinna og hún var alltaf að gera eitthvað gott fyrir okkur öll. Guð blessi elskulega ömmu mína. Sigurrós. Eftir að hjartað í henni ömmu minni fór að vera veikara hin seinni ár fór ég að ijölga komum mínum til hennar meðal annars til að að- stoða hana við hin ýmsu verk. Þá kynntist ég henni á annan hátt en ég hafði áður gert. Nú var hún ekki bara amma mín heldur varð hún líka vinkona mín og áttum við mörg trúnaðarmálin saman. Ein af okkur fannst gaman að, og ósjaldan sagði hann skemmtilegar sögur af laxveiðiferðum í Vopnafírði, en þar veiddi hann einmitt sinn stærsta lax. Afa þótti líka gott að sitja og horfa út um gluggann og reykja pípuna sína og hlusta á Pavarotti. Þær heimsóknir voru ekki síðri. Við söknum afa, en söknuðurinn verður bærilegri þegar góðar minn- ingar lifa í hjörtum okkar. Hljótt er inni, úti kyrrð og friður, aðeins regnið drýpur niður yfír þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bænir alls sem biður við bijóst þín, móðir jörð. Allir hlutu einn og sama dóminn. Alla þyrstir, líkt og blómin, hveija skepnu, hveija sál. Um allar byggðir blikar daggarljóminn, bláma slær á sund og ál. Ollum sorgum sínum hjartað gleymir. Svalinn ljúfi um það streymir, eins og rep um sviðinn svörð. Blómin sofa, bömin litlu dreymir við bijóst þín, móðir jörð. (Davíð Stef.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar stundimar sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Kveðja. Gunnar, Jónína, Ragnar og Matthías. Nú í dimmasta mánuði ársins barst mér sú fregn að látinn væri gamall félagi og vinur, Gunnar Björnsson, bifreiðasmiður, og vil ég hér minnast hans í fáum orðum. Gunnar var fæddur austur í Vopnafírði og flutti ungur suður til Reykjavíkur og hóf nám í húsa- smíði hjá Finni Thorlacius húsa- smíðameistara árið 1924. Eftir sveinspróf vann hann við húsasmíðar um nokkura ára skeið en er kreppan hóf innreið sína upp úr 1930 féll vinna niður við smíðar að mestu leyti og snéri hann sér þá að bifreiðasmíði. Sú grein var þá í örum vexti og hentaði nám hans vel því timbur var aðalefniviður í þær yfírbygging- ar. Hann vann í fyrstu hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur en síðan hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Er líða fór á fjórða áratuginn jókst til muna fjöldi þeirra er vann við þessar smíðar og rétt þótti að huga að stofnun félags um greinina bestu minningum mínum um ömmu er þegar ég var átta ára gömul. Þetta var rétt fyrir jól og ýmislegt dapurlegt hafði gerst í mínu lífí það árið. Rétt fyrir jólin var verið að sýna myndina „The never ending story“ og langaði mig svo óhemju- mikið að sjá hana. Afí og amma fóru með mig og systur mína til þess að sjá myndina. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn þakklát neinum og þeim tveim þennan dag. Ég man hvað myndin hafði mikil áhrif á mig, ég hágrét allan tím- ann. Mér fannst nafnið á henni svo flott, mér fannst sagan svo æðisleg að því að hún var endalaus. En þann 20. desember síðast liðinn komst ég að því að ekkert varir að eilífu, ekkert er endalaust. Allt hefur sinn endi, jafnvel „The never ending story“. Þegar kemur að endalokum eigum við bara minn- ingar eftir. í mínu tilfelli eru þetta yndislegar minningar um ömmu mína sem dó svona rétt fyrir jólin. Þessi jól hafa verið sorgleg og tóm- leg án hennar. En um hana á ég svo yndislegar minningar og marg- ar hverjar mjög broslegar því amma mín hún hafði svo skemmti- legan húmor. Við gátum skemmt okkur svo vel saman nöfnurnar og þá var nú hlegið dátt. Amma mín var svo stórkostleg kona og allar minningarnar sem ég á um hana munu ávallt varðveitast í hjarta mínu og eru eitt af því sem enginn getur tekið frá mér. Ég veit að elsku ömmu minni líð- ur vel núna og núna getur hún ferð- ast um allt án þess að hjarta henn- ar stoppi hana af. María Helen. og var Tryggvi Þorgils Pétursson sá er fyrstur hóf máls á því en aðrir ýttu því úr vör, má þar nefna Þóri Kristinsson, Gísla Jónsson og Tryggva Árnason. Félag bifreiða- smiða var síðan stofnað hinn 18. mars 1938 á Café Höll í Austur- stræti, þar voru mættir 22 starfs- menn frá nokkrum verkstæðum sem við þessar smíðar unnu og því rétt taldir stofnfélagar. Stjórn var kosin og fyrsti formað- ur Tryggvi Árnason, Þórir Kristins- son ritari, Guðjón Guðmundsson gjaldkeri, Gunnar Bjömsson vara- formaður, Gunnar Stefánsson vara- ritari og Ragnar Kristinsson vara- gjaldkeri. Fljótlega var farið að vinna að því að fá bifreiðasmíði við- urkennda sem sjálfstæða iðngrein og það hafðist í gegn á Iðnþingi sem haldið var á ísafírði árið 1942. Það var erfitt að koma þessu í gegn þar sem bifreiðasmíði skarað- ist við margar aðrar iðngreinar en það hafðist fyrir baráttu og hjálp góðra aðila. Éins og áður var sagt var Gunnar Björnsson kosinn vara- formaður á stofnfundinum og gegndi hann því embætti til ársins 1947, var ritari 1948 og síðan var hann kosinn formaður 1949, aftur 1951-52 og 1957-58, alls í fímm ár. í prófnefnd sat Gunnar frá 1942 til 1956 og í skógræktamefnd frá 1959-63, tildrög að stofnun þeirrar nefndar voru að Gunnar Thorodd- sen þáverandi borgarstjóri hvatti félög til að sækja um spildu í Heið- mörk sem þá var verið að hefja ræktun á. Gunnar Björnsson og Guðjón Guðmundsson hófu máls á þessu á næsta fundi og var sam- þykkt að sækja um blett og fékk félagið síðan fímm hektara spildu númer tuttugu í Heiðmerkurlandi og hafa félagar gróðursett þarna tuttugu þúsund plöntur af hinum ýmsu tegundum og er þar risinn hinn myndarlegasti skógur. Gunnar Björnsson var kjörinn heiðursfélagi Félags bifreiðasmiða og sæmdur gullmerki þess fyrir þá miklu vinnu er hann innti af hendi fyrir það með setu í stjórn og fyrir störf í nefndum og ráðum. Gunnar Björnsson kom að fleiru á sínu lífsskeiði, því hann ásamt fimm öðrum stofnsetti Bílasmiðjuna hf. 1942 og síðan Sameinuðu bíla- smiðjuna árið 1965 og voru þær með stærstu fyrirtækjum í bifreiða- smíði hér á landi, en aðrir kunna þessa sögu betur og munu greina nánar þar frá. Ég vil að leiðarlokum þakka Gunnari Björnssyni góð kynni og vináttu í minn garð, það var gott að geta leitað til hans þegar ég starfaði sem formaður félagsins. Blessuð sé minning Gunnars Bjömssonar. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég til barna hans og fjöl- skyldna þeirra. Ásvaldur Andrésson. + Ástkær eiginmaður minn, faftir, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐVARÐURJÓNSSON málarameistari, Aðalstræti 10, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 22. desem- ber. Hann verftur jarftsettur frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. des- ember, kl. 13.30. Kristbjörg Reykdal, Arnald Reykdal, Asta Þórðardóttir, Gréta Guðvarðardóttir, Steinþór Oddsson, Trausti Reykdal, Helga Einarsdóttir, Guðfinna Guðvarðardóttir, Valgarður Stefánsson, Snorri Guðvarðarson, Auður Eyþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vift fráfall JÓHANNS ÓLAFS JÓNSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu, Hafnarfirði. Kristjana Jónsdóttir, Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir, Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Fr. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. TOSHIBA myndbandstækin meS Pro-Drum myndhausnum eru bylting frá eldri gerðum. 40% færri hlutir, minni bilunartíðni, skarpari mynd. Toshiba Pro-Drum nr 1 á topp 10 lista What Video. Verð frá kr. 38.610 stgr. Wr - v; '*™ m ■ l¥lv, © © O /:/■ EinarFarestveit&Co.hf. Borgartúni 28 - Simi 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.