Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 40
0 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I DAG JÓHANNES Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Díana Óskarsdóttir, röntgenlæknir, Guðrún Kristinsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir frá fjármálasviði, Gunnar Sigurðsson, pró- fessor og yfirlæknir, Drífa Hjartardóttir, forseti Kvenfélagasam- bands íslands, og Sigríður Sigurðardóttir, markaðsstjóri Fijálsrar fjölmiðlunar. Styrkur til rannsókna á beinstyrkleika kvenna FORSETI Kvenfélagasambands ís- lands, Drífa Hjartardóttir, afhenti nýlega, f.h. Kvenfélagasambandsins og DV, styrk, 400.000 kr., til um- fangsmikilla rannsókna sem fyr- irhugaðar eru á beinstyrkleika ís- lenskra kvenna. Fé þetta er þannig tilkomið að kvenfélög innan Kvenfé- lagasambandsins vítt og breitt um landið, unnu að 20 ára afmælishátíð Dagblaðsins á sl. ári. Greiðslan mun renna óskipt til ofangreinds verkefn- is og var það Gunnar Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, sem veitti gjöfínni viðtöku f.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR Heiðberg formaður félagsins ásamt Þorvaldi. Fékk viðurkenningu Kattavina Á 20 ÁRA afmæli Kattavinafé- lags íslands hefur stjórn félags- ins ákveðið að veita Þorvaldi Hlíðdal Þórðarsyni, dýralækni, viðurkenningu fyrir læknis- störf og þann skilning og þá nærgætni, sem hann sýnir dýr- um og eigendum þeirra, eisn og segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Býr í Austurríki MISHERMT var í gagnrýni Eiríks Þorlákssonar um sýningu Elínar Magnúsdóttur að listamaðurinn byggi í Englandi. Hið rétta er að Elín býr í Austurríki. Nafn féll niður í TILKYNNINGU um messu sem verður í Grensáskirkju í dag kl. 11 féil niður að nafn Skúla S. Ólafsson- ar guðfræðinema, sem flytur predikun. Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 HVAÐ ER Hornitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi PP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON SCO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓCF 8360 ♦ 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 / 568 6100 MESSUR ÍDAG ÁRBÆJARKIRKJA: Skírn- ar- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Jólasöngvar, jólasaga lesin. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. KÓP AVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Skím og fermd verður Þuríður Gunnarsdóttir, Þýskalandi, Álfaskeiði 89, Hafnarfirði. Kór Kópavogs- kirkju syngur. Organisti Órn Falkner. SEUAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Þátttaka AA fólks Seljakirkju. Heiður Gunnars- dóttir prédikar. Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, syngja undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Ellimálaráð Reykjavíkur- prófastsdæma Nýársguðsþjónusta á veg- um Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma öldrunarþjón- ustudeildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur verður í Grensáskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 14. Prestar sr. Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir og sr. Halldór Gröndal. Almennur söngur og tónlistarflutningur. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Organisti Árni Arin- bjarnar. Kaffiveitingar að guðsþjónustu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. SKAK Umsjón Margeir Pétursson sem lauk í Hafnarfirði fyrir jól. Sævar Bjarnason (2.285), alþjóðlegur skák- meistari, hafði hvítt, en Guðmundur Gíslason (2.285) var með svart og átti leik. 26. - Bxh3! og hvítur gafst upp, því eftir 27. Bxh3 - Rg4+ 28. Kgl - Dxh3 verður hann að gefa drottninguna til að forða mátinu. Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar fer fram í dag kl. 14 í féiagsheimili SA, Þing- vallastræti 18. simiTiTDi *i • Jólahraðskákmót SVARTUR leikur og vmnur Taflfélags Garðabæjar STAÐAN kom upp á Guð- fer fram annað kvöld kl. 20 mundar Arasonar mótinu í Garðaskóla. HOGNIIIREKKVISI COSPER ÞETTA er kona, ef ég man rétt. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Vannýttir staðir í miðbænum Á SJÖUNDA degi sólárs- ins 28. desember vill Nýsýnarhópurinn minna einstaklinga, fjöiskyldur, áhugahópa, félög, söfn- uði, stofnanir og fyrir- tæki á staði sem nota mætti við fræðslu, kynn- ingar og skemmtanir í miðbænum frá morgni til kvölds, um helgar og nokkra þeirra virka daga. Að sjálfsögðu þarf að fá leyfi yfirráðaaðila svæðanna til þessa. Stað- irnir eru hluti Miðbakk- ans, þak Faxaskála, Hafnarhúsportið, Ból- virkið bak við Gamla Bryggjuhúsið, Ingólfs- torg er oft laust, Tjarnar- svæðið og Arnarhóll. Ef þessi svæði væru nýtt betur til ofangreindra hluta myndi það gæða miðbæinn lífi frá morgni til kvölds þar til veitinga- bransinn tekur við. Einar Egilsson. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist ARMBAND úr gulli og hvítagulli tapaðist föstu- dagskvöldið 20. desem- ber sl. líkiega milli veit- ingahússins Italía og Kaffi Reykjavík. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-0333 og er fundar- launum heitið. Lyklakippa tapaðist SEXKÖNTUÐ gyllt málmplata með u.þ.b. tólf lyklum á tapaðist í síðustu viku fyrir jól lík- lega fyrir ofan Breiðholt, gæti þó hafa verið í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Hrútsmerk- ið er á máimplötunni og öli stjörnumerkin aftan á henni. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í Þor- kel í síma 550-7300 eða 552-1255. Gæludýr Depill þarf gott heimili DEPILL sem er átta vikna gamall hvolpur af gerðinni boarder collie og coctail spaniola þarf að eignast gott heimili sem fyrst. Áhugasamir dýravinir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 553-1835. aftur þegar þú skilar mér rakvélinni. VEIST þú hvernig maður á að fara niður? Víkveiji AUGU fólks eru smám saman að opnast fyrir mikilvægi náttúruverndar; þýðingu þess að varðveita óspillta náttúru landsins og vernda lífríki þess, en fyrst og síðast lífbeltin tvö, sem gera landið byggilegt. Fyrst skal nefna ytra lífbeltið, sjávarauðlindina, sem við sækjum að stærstum hluta afkomu okkar og eignir til. Lífríki sjávar hefur átt í vök að verjast lengi undanfarið vegna tæknivæddrar veiðisóknar [sumir tala um ,,ryksuguskip“], sem í nokkrum tilfellum hafa gengið of nærri nytjastofnum. Fiskifræðileg- ar rannsóknir hafa á hinn bóginn fært okkur þekkingu til laga veiði- sókn að veiðiþoli. Vonandi berum við gæfu til að nýta þessa þekkingu rétt og rasa ekki um ráð fram í samskiptum okkkar við sjávarauð- lindina í framtíðinni. Innra lífbeltið, gróðurkraginn umhverfis hálendið, hefir verið und- irstaða landbúnaðar okkar og bú- vöruframleiðslu frá því byggð var reist í landinu. Gróðurríkið hefur, eins og sjávarauðlindin, átt í vök að veijast. Skaðvaldarnir eru eld- gos, kuldaskeið, ofbeit og uppblást- ur. Þeir verða aðeins að hluta til raktir til manna. Samt sem áður verðum við að gera mun betur hér eftir en hingað í gróðurvernd og landrækt, einkum skógrækt. Vigdís forseti Finnbogadóttir gaf hið góða fordæmið. skrifar... HEFÐBUNDNIR bjargræðis- vegir þjóðarinnar, landbún- aður og sjávarútvegur, mæta vart lifskjarakröfum hennar á líðandi stundu. Nytjastofnar sjávar eru ýmist full- eða ofnýttir. Búvöru- framleiðslan er þegar umfram inn- lenda eftirspurn. Af þessum sökum höfum við horft til nýrra átta, eink- um þriðju auðlindarinnar, óbeisl- aðrar orku fallvatna og jarðvarma. Við róum að auki á fjölþjóðleg hugbúnaðar- og „túrista“mið. Og gerum okkur gildandi í atvinnuiífi annarra þjóða, jafnvel í fjarlæg- ustu heimshornum. Víkingar í húð og hár! Orkubúskapurinn skarast heldur betur við náttúruvemdarsjónarmið, sem voru sjónarhóll Víkveija í upp- hafi þessa pistils. Það gerir vaxandi streymi erlendra ferðamanna hing- að á skerið einnig. Niðurstaðan er ein og söm. Við verðum á þessum nýju atvinnusviðum, sem í hinum eldri, að finna hinn gullna meðal- veg: að lifa bæði í sátt við um- hverfi okkar - og á gæðum þess. Láta hyggindi ráða ferð. Betur má ef duga skal í þeim efnum. xxx AÐ SAMRÆMIST trúlega vilja þjóðarinnar að efla íslenzkt atvinnulíf, setja fleiri stoðir undir atvinnuöryggi og afkomu okkar. Takmarkið er tvíþætt: 1) Að allir hafi starf við hæfi. 2) Að þjóðartekj- ur rísi undir viðunandi lífskjörum og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða þurfum við að nýta hyggilega þær bjargræðisleiðir, sem forsjónin leggur okkur upp í hendur. Samtímis verðum við, sem fyrr segir, að lifa í sátt við umhverfi okkar, vernda lífríki þess og nátt- úruperlur. Náttúruvernd á ríkulegt erindi í umræðu um og athafnir í orkubúskap okkar - og á sviði ferðamála. Víkverji hvetur landsmenn til að huga vel að náttúruvernd á nýju ári og á nýrri öld. Hann telur ríka ástæðu til hvatningar af þessu tagi. Sá ótti Ieynist nefnilega með hon- um, ef þeir öfgafyllstu fá að ráða ferð í málflutningi náttuverndar- sinna, að þeir máli náttúruverndar- sjónarmiðin út í horn. Það giidir sum sé um náttúruvernd, eins og sérhvern annan góðan málstað, að hann á sína hættulegustu „óvini“ í öfgafyllstu stuðnings- mönnunum. Vonandi rötum við hinn gullna meðalveg. Við þurfum annars vegar að tryggja atvinnuöryggi lands- manna og efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar. Hins vegar að standa trúan vörð um umhverfi okkar, líf- ríki þess og náttúruperlur. Að þess- um orðum á blað settum óskar Vík- veiji lesendum sínum friðar og far- sældar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.