Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 5 JÓNDIER KOMINN HEIM Þegar bændur voru neyddir til að draga úr framleiðslu á mat í hungruðum heimi brá Jóndi bóndi í Lambey í Fljótshlíðinni á það ráð að framleiða meira af heimskúnst, mála meira af myndum en hann hafði haft tíma til um langt árabil, þannig að þama sannast hið gamalkunna að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Arni Johnsen heimsótti lista- manninn og bóndann Jónda í Lambey HANN sat við eldhúsborð- ið og var að hræra í krækiberjum, kreista þau, og var ekki lengur með græna fingur eins og bóndans árátta er, heldur bláa af beijum. Ég spurði hvaða aðferð þetta væri til þess að safta. Hann brosti góð- látlega og kvaðst ekki vera að safta, konan sæi um það, hins vegar var hann að gera tilraun með að mála myndir úr safa krækibersins. Ég vildi þau heldur í heilu með sykri. Jón Kristinsson í Lambey hefur fengist við_ listsköpun nánast ævina alla. A menntaskólaárunum í Menntaskólanum á Akureyri var hann ræstur út í auglýsingateikn- un og ýmislegt annað í þágu lista- gyðjunnar og meðal annars var hann beðinn að taka við af Tryggva Magnússyni sem teiknaði Spegilinn á sínum tíma. Þá byijaði hann að teikna auglýsingabókina Rafskinnu árið 1941 og teiknaði hana um árabil og þannig hafa pensillinn og blýanturinn aldrei verið langt undan og í rauninni hafa þessi tvö störf, listmálunin og bústörfín blandast saman ára- tugina alla og auk málverksins hefur Jóndi teiknað urmul af alls kyns merkjum og einkennum fyrir samtök, fyrirtæki og sveitarfélög og einstaklinga. „Ég fæddist á Húsavík og ólst þar upp, kaupmannssonur, og allt var þetta hefðbundið. Ég fór síðan í MA og þar kynntist ég konunni minni, Ragnhildi Sveinbjarnar- dóttur og ég veit ekki hvort það er réttara að segja að ég hafi elt hana hingað suður eða að hún hafi hreinlega farið með mig hing- að og við giftum okkur á Breiða- bólstað 1950. Ég vann i nokkur ár við það hér fyrir sunnan að teikna Rafskinnu,en við fórum fljótlega út í það að byggja nýbýli í landi Breiðabólstaðar, byggðum öll útihúsin fyrst og íbúðarhúsið síðast árið 1955. Jafnhliða bú- skapnum kenndi ég teikningu í gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli um 16 ára skeið,“ sagði Jóndi og kvaðst vera með um 25 kýr og ámóta af nautum en sonur hans er tekinn við sauðfénu, á þriðja hundrað fjár. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson JÓNDI bóndi og listamaður í Lambey fyrir utan heimili sitt í Fljótshlíðinni með nokkur málverk. Sýningarskálinn er til vinstri. VATNSLITAPORTRETT eftir Jónda í Lambey af nágranna hans Böðvari á Kirkjulæk. Jóndi með kvíslina við hlöðudyrnar. „Ég komst upp í það að leggja inn lamb á dag, eða 365 yfir ár- ið,“ sagði Jóndi með stolti bóndans í röddinni. „En nú er manni bann- að að framleiða mat,“ hélt hann áfram, „og með því að draga sam- an matarframleiðsluna hef ég get- að málað meira, hafði reyndar ætlað mér það þegar börnin 8 væru uppkomin, en nú er þriðja dóttirin að fara í gegn um Mynd- lista- og handíðaskólann. Ég eyði miklum tíma í myndir, en það eru ekki mörg ár síðan ég hætti að fara reglulega í fjósið. Ég hef nú ekki haldið margar einkasýningar nema í Rangárvallasýslu og svo fór ég til Húsavikur með sýningu fyrir tveimur árum eftir að þeir höfðu verið með kröfuna á lofti í 30 ár. Þeir keyptu 43 málverk eftir mig á Húsavík. Mér þótti vænt um það og í Víkurblaðinu stóð „Jóndi loksins kominn heim eftir 50 ár“. “Jú, ég hef teiknað mörg merki og ég teiknaði fyrstu dósateikn- ingarnar á jógúrt, hef unnið við margar landbúnaðarsýningar og iðnsýningar sem teiknari. Eigin- lega hef ég alltaf verið að teikna og best fínnst mér að vinna uppi á lofti hjá mér undir súðinni, þar kann ég vel við mig. Ég byggði síðan sýningarhús hér fyrir tveim- ur árum og sýni hér og það hefur ekkert veitt af því það er mikill gestagangur. Mér finnst skemmti- legt að fást við mörg efni, vatns- liti, olíu, akryl, túss og „kræki- ber“. Ég hef mjög gaman af nær- myndum, en margir vilja þekkja landslagið og svo hefur fantasían alltaf heillað mig. Ég skissa oft upp útivið, en sumar myndanna lýk ég alveg við á húddinu á bíln- um, hann hefur reynst mér dijúg málaratrana." Gospel-veisla í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Efnt var til gospel-veislu í Landa- kirkju í Eyjum skömmu fyrir jól. Selt var inn á tónleikana og inn- koman gekk til styrktar Birki Huginssyni. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að hug- myndin að gospel-veislunni hefði kviknað í samstarfi prestanna og Prelátanna, sem er hljómsveit sú sem leikið hefur á poppmessum í Landakirkju. Poppmessur þess- ar hafa verið haldnar einu sinni í mánuði undanfarin fjögur ár og alltaf verið fjölsóttar. Bjarni sagði að þegar hugmyndin hefði kviknað að efna til gospel-tón- leika hefði einnig komið fram sú hugmynd að nota sama tækifæri og safna fé til styrktar Birki Huginssyni, sem haldinn væri MS-sjúkdómnum og hefði lent illa á milli í kerfinu og væri fjár- vana. Bjarni sagði að á þessum tón- leikum hefðu safnaðarmúrarnir fallið því þarna hefði hvítasunnu- fólk og fólk úr söfnuði Landa- kirkju sameinast við flutning tón- listar og einnig hefði kynslóðabil- ið verið brúað því flytjendur voru allt frá barnakór til sönghóps eldri borgara í Eyjum. Gospel-veislan hófst með því að sönghópur eldri borgara flutti tvo sálma en síðan kom barnakór Landakirkju, Litlir lærisveinar, undir stjórn Helgu Jónsdóttur. Prelátarnir fluttu nokkur lög, Vinabandið, sem er sönghópur hvítasunnufólks, flutti nokkur lög og Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir sungu. Þá söng íris Guðmundsdóttir með barnakórnum og einnig söng hún einsöng. Bjarni sagði að mikið fjöl- menni hefði verið á tónleikunum. Um 500 manns hefðu fyllt Landakirkju og Safnaðarheimil- ið. 10% bæjarbúa hefðu því gef- ið sér stund frá jólaundirbún- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson r" % lu*- WSíw $\A l' < íj?' & : ; ■ ' iy m 'ljj^ UM 10% Vestmannaeyinga fylltu Landakirkju og Safnaðarheimilið á gospel-tónleikunum. ingnum heima fyrir, sameinast þarna, fagnað komu jólanna og styrkt um leið gott málefni. Hann sagði að fólk hefði verið mjög ánægt í lok tónleikanna og hefði farið heim glatt og rík- ara í andanum. Tekjur af tónleikunum námu um 150 þúsund krónum en síðan bættist meira í sjóðinn þannig að í heildina söfnuðust 200 þús- und krónur til styrktar Birki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.