Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST RICHARD D. James, sem kallar sig yfirleitt Aphex Twin, er einn af helstu spámönnum breskrar danstónhstar. Hann sló í gegn bráð- ungur, var farinn að leika tónlist sína á diskótek- um þrettán ára gamall, og hefur haldið þeirri öf- undsverðu stöðu að vera í fremstu röð alla tíð síðan, sent frá sér grúa frumlegra og sérkennUegra laga, eins og má tU að mynda heyra á nýjustu breiðskífu hans, Richard D. James Album. ó flestir þekki James sem Aphex Twin hef- ur hann gefið út tónlist undir grúa annarra nafna, má nefna AFX, Analogue Bubblebath, Caustic Window, Solt Diceman, Bluecalx og Polygon Window svo fátt eitt sé nefnt. Iðulega grípur hann til nýs nafns ef hann er að fást við nýja gerð tónlistar, en dulnefnunum hefur fækkað . með tíð og tíma e"'r*[no og í seinni tíð er Matthiosson það nánast eingöngu Ap- hex Twin sem ertir eyru tónlistarunnenda. Framan af ferlinum lék James það sem kalla má hefðbundið techno/- house, sneri sér síðan að ambient tónlist en í sein- ni tíð má segja að hann sé að reyna að brjótast úr viðjum hefðbundinna skilgreininga á tónlist. Frægt er þegar hann fór í tónleikaferð um Banda- ríkin með matvinnsluvél og sandpappír einan að vopni, og þeir sem heyrðu í James á Uxa- tónleikunum á síðasta ári minnast eflaust sér- kennilegs tónlistarhrær- ings þar sem ægði sam- an barnapoppi, teikni- myndahljóðum, brotnum hrynklösum, sirkustón- list og auglýsingastef- um. A plötu sem kom út snemma á árinu og James gerði með félaga sínum Mike Paradinas, sem kallar sig m-siq, mátti heyra að hann var við sama heygarðshorn- ið, en á síðustu plötu sin- ni stígur hann skrefið enn lengra. Segja má að hann sé að storka áheyrandanum með því að flytja honum tónlist sem er á köflum ekki tónlist, en inn á milli eru einskonar bjarg- hringir sem hlustandinn heldur dauða- haldi í til að mis- sa ekki glóruna. Nú má ekki skil- ja þetta sem svo að tónlistin sé eitthvert torf, því hún er furðulega grípandi á köflum. Eins og getið er á James sér íjölmörg dul- nefni, og býr til ný þegar svo ber undir, en gengur helst undir nafninu Aph- ex Twin. Fyrir skemmstu kom svo skýring á þvi þegar hann birti utan á tólftommu mynd af leg- steini sem á stendur Ric- hard James, Nov 23 1968. Margir töldu grátt gam- an á ferð, en James var ekkert að leyna þvi að þetta væri mynd af gröf bróður hans og nafna, sem lést skömmu eftir fæðingu: Þermur árum fæddist annar drengui- sem fékk sama nafn, með D. í miðjunni, en D-ið stendur fyrir Dick, stytt- ingu á Richard. Þannig má segja að tónlist Rich- ard D. James/Aphex Twins sé lykiltónlist ekki síður en umbúnaður all- ur, en ekki verður auð- hlaupið að lesa úr öðrum lyklum. Jarðsími RÉTT fyrir jól kom út breiðskífa með rokksveitinni Tré, sem áður hét Man. Undir nafninu Man náði sveitin svo langt að verða valin athyglis- verðasta hljómsveit Músíktilrauna Tóna- bæjar en hvarf sjón- um við svo búið. Valdimar Krist- jánsson, trommuleikari Trés, segir að þeir félagar, en aðrir í sveitinni eru Steinar Gíslason gítarleikari og söngvari og Birgir Thorarensen bassaleik- ari og söngvari, séu lítið gefnir fyrir að láta á sér bera, og þannig hafi þeir ekki nema leikið á tvennum tónleikum síðustu tvö ár. Hann segir að þeir félagar hafi leikið saman síðastliðin fimm ár eða svo og látið fátt Jólatré Steinar Gíslason, Birgir Thorarensen og Valdimar Kristjánsson. sér fyrir brjósti brenna í tónlist- inni. Tilraunaverðlaunin fékk sveitin fyrir sérkennilegar laga- smíðar, en lögin sem þá voru á dagskránni þótti þeim of gömul þegar kom að því að taka upp breiðskífu svo þeir hentu öllu saman og sömdu nýjan laga- skammt fyrir upptökurnar. Þegar skífan var í aðsigi þurftu þeir fé- lagar líka að taka upp annað nafn, því endurútgáfur á rokksveitinni gömlu Man stóðu sem hæst á þes- su ári og eftir stuttar vangaveltur kom Tré til sögunnar. Hljómur á Jarðsíma er sér- kennilegur og Valdimar segir að þeir félagar kunni vel að meta slíkan hljóm, en plat- an er hljóðrituð á A- DAT tæki í æfinga- skúr sveitarinnar og síðan brugðu þeir sér í Studio Hvarf til að leggja lokahönd á verkið. Ekert voru þeir að flýta sér um of og segjast ekki bein- línis hafa stefnt á jólasölu, „ég veit ekki hvort þetta sé eitt- hvert jólatré, en við höfum ekki áhyggjur af einu eða neinu, okkur hefur gengið vel að selja diskinn sjálfir og eigum sjálf- sagt eftir að selja hann áfram.“ Bófarappið heldur velli MARGIR hafa eflaust talið bófarappið búið að vera þegar Tupac Shakur féll fyrir morðingahendi. I ljósi vinsælda nýjustu breiðskífu Snoops Doggys Doggs á það töluvert eftir. Snoop Doggy Dogg er einn helsti rappari síðustu ára vestanhafs, en hann komst í sviðsljósið sem aðstoðarmaður Dr. Dre, og gerði sitt til að gera The Chronic að einni helstu rappplötu áratugarins. Dre þótti al- drei sérstakur rappari, en hann gat samið snilldarlög. Snoop er aftur á móti einn besti rappari vestan hafs um þessar mundir, með sérkennilega draf- andi stíl og gott flæði í textum og fram- sögn. Sólóskífa Snoops, Murder Was the Case, var mikið meistaraverk að flestra mati og seldist í bílförmum um heim allan. Aður en lengra var haidið var hann kom- inn í steininn ákærður fyrir morð. Á endanum var Snoop sýknaður af morðákærunni og tími til kominn að halda í hljóðver, en í millitíðinni hafði Dre lent upp á kant við Suge Knight, eiganda út- gáfu þeirra félaga með þeim afleiðingum að hann hvarf á braut. Knight stýrði þá bara sjálfur upptökum á plötu Snoops, og fyrir vikið kveður þar nokkuð við annan tón. Ekki er þó að merkja annað er rapp- unnendur kunni því hið besta og þó platan hafi ekki vakið eins mikla athygli og síð- asta sólóskífa, er ekki um að villast að Bófi Snoop Doggy Dogg. bófarappið heldur velli og vel það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.