Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bændastéttin verður að varðveita stolt sitt og sjálfstæði Samið við ríkið RÍKIÐ samdi við bændur um að kaupa ákveðið magn af afurðum af hverju búi af vissum fram- leiðsluflokkum, að vísu hafa verið gerðar nokkrar breytingar á þeim samningi síðan, en aðalinntakið er enn hið sama. Öll þessi skömmtun er mikið vandamál. Fóðurbætisskattur sá sem Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra setti 1980 var að vísu góðra gjalda verð- ur, en hann var allt of seint á ferð og fyrirkomulag hans og fram- kvæmd var að ýmsu leyti mjög misheppnað að mínu viti, eins og fyrr var getið, m.a. með því að far- ið var að skammta. Menn þurftu að fá einhvem kvóta, eins og sagt er nú, fyrir kjamfóður á lægra gjaldi og alveg eins varð þetta með svínaræktina og alifuglaræktina. í mínum huga var þetta hin argasta leið og ég hef verið sannfærður um að nauðsynlegt sé að finna löggjöf- inni þann farveg að svona mismun- un gerist ekki. Að vísu er fjarstætt að leggja línur með ákvörðunum þannig að ekki sé unnt að benda á nokkurt ranglæti, en ég vil alltaf leggja mig fram um að hafa sem minnst ranglæti. í heild fannst mér þessi skömmt- un verða algert vandamál. Menn vita hvemig afkoman hefur orðið hjá sauðfi'árræktinni í seinni tíð. Ég get ekki sagt að ég hafí neinar beinar lausnir til að benda á, en það var rétt eftir 1990 að farið var að semja á ný. Aldrei að láta sjálfstæði fyrir gjald Það er algerlega óskiljanlegur hlutur þegar að því kemur að Sam- Að láta sjálfstæði fyrir gjald kemur aldrei til greina, segir Jónas Pétursson í 3. grein sinni. Þessum lífssann- indum verður öll ís- lenska þjóðin að muna eftir á þessari stundu. band íslenskra samvinnufélaga, stærsta fyrirtæki á íslandi, hverfur úr hinu daglega lífi þjóðarinnar á 4 til 5 ámm. Ég hef áður bent á hinn mikla fjárstraum sem rann úr ríkisjóði að nokkru til að greiða niður búvömr en þó mest til að borga vaxtakostnað og geymslu- gjald fyrir þær. Einnig tók Sam- bandið til sín gríðarlega fjármuni sem umboðslaun vegna útflutnings á búvömm. Ég tel að þetta mikla fjármagnsflæði til Sambandsins hafí orðið því að fótakefli og átt mikinn þátt í falli þess. Upp úr 1990 semur svonefnd sjömannanefnd nýjan búvöm- samning. Ríkið átti bændurna í raun og vem eftir að framleiðslu- rétturinn var bundinn fé úr ríkis- sjóði. Mig langar til að vitna hér í stuttan pistil sem ég lét frá mér fara 4. mars 1991 út af þessum nýja samningi: ... í eyrum þeirra munu gjalla dómklukkur réttlætisins yfir rústum íslenskra sveita. Þetta er eftir minni og þessi setning orðrétt úr niðurlagi greinar eftir Jónas Þorbergsson í blaðinu Degi á Akur- eyri fyrir um það bil 65 áram. Þar var hann ritstjóri. Þessi setning minnti harkalega á sig þegar ljós- vakinn, eins og oft er sagt, kynnti álit og tillögur Sjömannanefndar að kvöldi dags. Ég bókstaflega sprakk um skeið. Búið er í mörg ár að keyra verðlagsmál sauðfjár- afurða í harðari og harðari hnút. Versta ógæfa sem gerst hefur var ábyrgðarsamningur ríkisins á bú- vöruverði. Slíka leið hefði ég aldrei samþykkt. Aldrei. Að láta sjálf- stæði fyrir gjald kemur aldrei til greina. Þessum lífssannindum verður öll íslenska þjóðin að muna eftir á þessari stundu. Dilkakjötið er of dýrt og hefur verið það lengi. Með því höfum við slitið af okkur í vaxandi mæli tryggustu og öruggustu kaupend- urna, fátæka fólkið, sem í lífsstíl er líkast sveitafólkinu og vildi síst að svona færi. Eitt þúsund sauðfj- árbændur, eða rúmlega það, burtu úr sveitunum með skipulegum hætti. Nú getur ríkið gert sig gild- andi við leignliða sína. Bændur! Lækkið dilkakjötið um 40% — Skerið engar ær í haust! Líti út fyrir of mikið kjöt fyrir söluhorfur næsta árs hafið þá ær geldar næsta vetur, 50-80 þúsund. Burt með allar ábyrgðir, aðrar en ykkar sjálfra! Fækkar bændum, líka á þessari göngu? Vafalaust, en ekki fara allir á hausinn, því síður gefast upp. Rödd heyri ég segja: Með þínum ráðum útrýmið þið öllum bændum. Sjömanna- nefndin velur þó nokkra til lífs. Þetta er bara lygi, grófasta lygi! íslensk bænda- stétt á sér enga fram- tíð án frelsis sem hún skapar sér sjálf. Stórlækkun dilka- kjötsins felur í sér þá ósk til allra er kjötsins neyta að dreifingar- kostnaður og smásala lækki í sama hlutfalli og þeir beiti þar krafti sínum. Úrræði? Bóndi og húsfreyja, já fjölskyld- an, metur úrræði á sinni jörð, aðeins þar verða öll viðhorf metin. Muna þarf heimiliskúna og hænsnin. Vaxa þúsund ráð, sagði Einar Benediktsson. Segjum fimmtíu, en ekki að kæfa sig í útreikningum, umfram allt að muna náunga sinn. Braskaramir hverfa, bændumir verða eftir. Þetta er mín von og trú. Hár slátrunarkostnaður Annað var það sem hafði mikil áhrif en það var hinn hái slátmnar- kostnaður sem gekk fram af öllum mönnum. Einn þáttur búskapar á íslandi hefur verið að annast slátr- un á sauðfé og það stenst ekki að öllu skynsamlegu mati að hvert einasta smáatriði við slátrunina sé tekið með í reikninginn. Ég held að augu flestra bænda hljóti að hafa lokist upp fyrir því að svoleið- is hefur landbúnaður á íslandi aldr- ei getað gengið. Það var ákaflega skammsýn fastheldni á þessum slátrunar- kostnaði, hann gat bara ekki stað- ist! í raun og veru var hann rugl og líktist því þegar Bakkabræður ætluðu að bera sólskinið inn í trog- um. Þetta þykja nú kannski öfgar en þetta var einn af þeim þáttum sem ekki er hægt að framkvæma. Of margir og óhóflega þungir traktorar Árið 1978 er líklega eitthvert albesta ár hjá bændum á íslandi og af tekjum sínum það ár greiddu bændur mikla skatta til hins opin- bera. Það var algengt að bóndinn greiddi 6 milljónir í skatt þá. En minna ber á að þetta var rétt áður en tvö núll vom tekin aftan af krón- unni. Engu að síður var þetta mjög góð afkoma. Allar hinar svonefndu hliðarráðstafanir nutu sín vel. Áður hefur verið drepið á fjár- streymið til Sambands íslenskra samvinnufélaga, en það var líka fjárstraumur frá bændum til fleiri fyrirtækja, eins og t.d. vélasala. Það var ekki óalgengt að sjá fjóra traktora á heimili þótt ekki væri stórt bú. Stóru traktorarnir sem bændur keyptu virtust hafa ýmsa kosti fram yfir aðra, en þeir voru mjög þungir og það var mikill galli, því það hefur slæm áhrif á túnin. Það er keyrt um þau þegar borið er á, það er keyrt um þau þegar er slegið og þegar farið er að snúa heyinu og það er keyrt þegar farið er að taka saman. Þetta er óskap- leg þjöppun. Að vissu leyti má segja að þetta sé óhæfa á ræktun- arland sem á að skila arði. Það er ekki nokkur vafi á því að stóm traktorarnir eiga sök á hinu mikla kali sem sí og æ er að gera vart við sig. Eðlilegt að bændur greiði geymslukostnað af framleiðslu sinni Eitt vildi ég enn minnast á og það er staðgreiðsla fyrir innlagðar búsafurðir sem barist var við að knýja fram um leið og samið var við ríkið um að það ábyrgðist ákveðið verð fyrir þær til bænda. í eðli sínu er miðað við sölumögu- leikana og framleiðsluna sem kem- ur á einum stuttum tíma að haust- inu hjá sauðfénu og þarf þó að geymast. Það er ákaflega óeðlilegt að bændurnir sjálfir geti losnað við kostnaðinn af því að geyma vömna og varpað honum á ríkið. Hefi ég áður bent á hve mikill fjár- straumur lá eftir þessum leiðum. Búvörusamningurinn við ríkið hefði aldrei átt að verða. í framhaldi af honum hefur hallað ákaflega ört undan fæti hjá bændastétt- inni. Míeð beingreiðslum var hnýtt upp í bændastéttina Beingreiðslumar til bænda var það síðasta sem ég andmælti árið 1991. Eg á varla nokk- urt orð til þess að lýsa því hvað mér fannst þetta ömurlegt. Þegar beingreiðslur vora teknar upp þá var í raun og vera hnýtt upp í bænda- stéttina í einu lagi og erfitt að losna frá þessu aftur. Það er kannski digurbarkalæti í mér, en ég met mikils það sem menn kalla stolt. Það er í raun og vem búið að bijóta niður allt stolt bændastéttarinnar, þar sem ann- ars vegar er tekin algjör ábyrgð á framleiðslunni og hins vegar er hluti af fjárstuðningi ríkisins við bændur greiddur beint til þeirra. Ég á erfitt með að sætta mig við að það samrýmist fijálsri bændastétt með stolti sem hún þarf að hafa. Kostir lífbeltanna tveggja verða sameinaðir í grein í Morgunblaðinu haustið 1994 lét ég í ljós þá skoðun mína að sameina þyrfti kosti þess sem kallað hefur verið lífbeltin tvö: Annars vegar afgangsarðurinn úr sjávarútveginum, nytjarnar af öll- um úrganginum sem fylgir veiðun- um. Þær þurfa að koma á land þannig að þær verði unnar til notk- unar síðar handa lífbeltinu í landi til að auka vöxt og viðgang gróð- urs. Með því ætti líka að vera hægt að tryggja framtíð sveitanna betur en unnt er með öðrum hætti. Atvinnuleysið sem hefur verið í landinu er til skammar. Orsök þess má að miklu leyti rekja til þeirrar eyðingar í sveitum landsins sem orðið hefur og enn dynur yfir. Það var haft á orði meðan mest- ur íjárstraumurinn lá til landbún- aðarins að á bak við væri dulið atvinnuleysi í sveitum. En hvað þýðir það? Það að allir höfðu at- vinnu sem í sveitum vom og miklu fleira fólk en nú. En það hefur hvorki náðst samstaða né skilning- ur á því að eftir þennan samdrátt, sem hlaut að koma með minnkandi stuðningi af ríkisins hálfu, væm sveitirnar samt sem áður ekki svipt- ar lífsmöguleikum í stómm stíl. Þetta er allt komið í hið mesta óefni. Ég fæ ekki skilið að það geti staðist stjórnarfarslega að svipta fjölda bújarða í landinu rétti til þess að reka búskap. Það ætti að vera unnt að bijóta þetta á bak aftur í einu vetfangi um leið og bændastéttin afsalaði sér öllum stuðningi af hálfu ríkisins en gerði jafnframt kröfu til þess að hluti af því fé sem hingað til hefur mnn- ið eftir öðrum leiðum komi nú til þess að mæta kostnaði af því sem kallað hefur verið lífbeltin tvö. Það verður aldrei hægt að ná samkomulagi við sjómennina nema að einhver greiðsla komi fyrir’þann úrgang og allt það sem í land þarf að koma til að leysa þetta viðfangs- efni og undirbyggja með því fram- tíðarbúsetu í sveitum landsins. Stuðningurinn komi frá samstarfí sjómanna og fólksins sem vill búa áfram í hinum dreifðu byggðum. Stuðningurinn felst að nokkm leyti í því að efla og styrkja gróður sem jafnframt verði svo nýttur sem beit- argróður fyrir sauðfé. Aðalatriðið er að ná aftur í miklum mæli þeirri neyslu af dilkakjöti sem var áður með þessari þjóð. Bændur bökuðu sér andúð fjölda fólks í þéttbýli vegna hins mikla fjársteymis frá ríkinu til þeirra á sínum tíma. Ég held að það breyti mjög miklu þeg- ar bændastéttin getur sannað að hún standi á eigin fótum. Höfundur erfyrrum alþingismaður. FORNSAGNA GETRAUN Hversu vel ertu að þér í íslenskum fornsögum? Þú getur reynt þig í fomsagnagetraun sem birtist í Morgunblaðinu 31. desember þar sem verða spumingar úr köfium og kvæðum úr íslenskum fombókmenntum. Úrlausnir á að senda til Morgunblaðsins, dregið verður úr innsendum lausnum og verða veitt ein glæsileg verðlaun: Heildarsafn Islendingasagnanna í útgáfu Fomritafélagsins, sem Hið íslenska bókmenntafélag hefur umboð fyrir, að andvirði kr. 75.000 kr. ' kjami málsins!- Jónas Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.