Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR SJÚK R A H Ú S REYKJAVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á öldrunardeild fyrir heilabilaða í Hátúni. Deildin mun flytja á Landakot í febrúar 1997. Ennfremur eru lausar stöður sjúkraliða. Nánari upplýsingar veita Sólrún Einarsdóttir, deildarstjóri, í síma 560 2261 og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525 1888. Hjúkrunarfræðinga vantar á öldrunarlækn- ingadeild 2-A, Landakoti. Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Her- mannsdóttir í síma 525 1000 og Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525 1888. Leikskólar Seltjarnarness Leikskólakennarar Leikskólinn Sólbrekka Leikskólakennarar -eða starfsmenn með sambærilega menntun óskast til starfa við leikskólann Sólbrekku. Leikskólakennarar, hafið samband og kynnið ykkur starfsemina. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 561 1961. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Baader-maður Vanan Baader-mann vantar á bv. Ými. Upplýsingar í síma 555 2605 eða 892 2222. Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Kennarar Vegna forfalla vantar kennara í Lækjarskóla frá og með áramótum. Um er að ræða kennslu eftir hádegi í4. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 555 0585 eða 553 7217. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Tónlistarskóla- kennari Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir kennara við Tónlistarskóla Búðahrepps. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra tónlistar- skólakennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1997. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS Ferðamálagreinar Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennara- stöðu í ferðamálagreinum (2/3 hluta starfs) er framlengdur til 3. janúar 1997. Jafnframt er leitað eftir stundakennara í við- skiptagreinum í Meistaraskóla. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 482 2111. Stundakennsla í dönsku Heimspekideild Háskóla íslands óskar eftir stundakennurum í dönsku á vormisseri 1997. Stundakennurum er ætlað að kenna eftirtalin námskeið: Danskt mál II, danskt nútímamál og danska sem erlent tungumál (sjá nánar í Kennsluskrá H.í.) Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskóla- prófi í dönsku. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist til starfsmannasviðs Há- skóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík, fyrir 12. janúar 1997. Laun eru greidd skv. reglum um greiðslu fyrir stundakennslu við Háskóla íslands. Nánari upplýsingar veita Siri A. Karlsen, sími 525 4720, tölvufang sirik@rhi.hi.is, Oddný Sverrisdóttir, sími 525 4717, tölvufang oddny@rhi.hi.is, og María Jóhannsdóttir, sími 525 4401, tölvufang mariaj@rhi.hi.is. Rekstrarvörur er sérhœft verslunar- og framleiöslufyrirtœki er þjónustar stofnanir og fyrirtœki um land allt á sviði hreinlœtis- og rekstrarvöru. Markmið fyrirtœkisins er að sinna þörfum viðskiptavina fyrir almennar rekstrarvörur ásamt tengdri þjónustu og ráðgjöf. S ÖLURÁÐG J AFI MATVÆLA - & SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA Óskum eftir að ráða söluráðgjafa fyrir matvæla- og sjávarútvegsfyrirtæki. Söluráðgjafi mun fyrst og fremst sinna þjónustu við viðskiptavini í matvælaiðnaði. Hann veitir ráðgjöf varðandi val á hreinlætisvörum og tækjum ásamt því að leiðbeina um notkun þeirra. Jafnframt annast hann gerð sölu- og hreinlætisáætlana, tilboðsgerð auk annarra verkefna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði fisktækni, efnafræði, matvælafræði eða öðru sambærilegu. Reynsla af sambærilegu er æskileg, tæknileg þekking nauðsynleg. Ahersla er lögð á skipuleg og sjállfstæð vinnubrögð, þjónustulipurð og þægilega framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 1997. Ráðning verður skv. nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16. Fyrirspurnum svarar Guðný frá kl.10-13. STRA GALLUP STARFSRAÐNINGAR Mörkinm 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsíini: 588 3044 !’■ ■ »H Guðný Harðardóttir iituiio eiiiiiiiift 116111181 Háskóli íslands Starf prófessors í lyfjaef naf ræði Laust er til umsóknar starf prófessors í lyfja- efnafræði við lyfjafræði lyfsala, læknadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt frá 1. júní 1997 eða eftir samkomu- lagi. Til greina kemur að ráða í dósentsstarf ef enginn umsækjenda dæmdist hafa hæfi prófessors. Umsækjendur þurfa að hafa lok- ið doktorsprófi í lyfjaefnafræði. Umsóknum þurfa að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, kennslu- og stjórnunarreynslu og vísindastörf og einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir því hvaða rannsóknarniðurstöður þeir telja vera markverðastar, og jafnframt lýsa hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í greinum þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir hug- myndum sínum um fræðilega uppbyggingu á sviðinu. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- ( kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Loftsson, prófessor, í síma 525 4464.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.