Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 19 ATVINNVJA UGL YSINGAR Sérkennari óskast til starfa við Dalbrautarskóla. Dalbrautarskóli er sérskóli fyrir börn og ungl- inga með tilfinningalega og geðræna erfið- leika og þjónar m.a. þeim börnum, sem eru til meðferðar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfið er mjög krefjandi um hæfni til sam- starfs og gerir miklar kröfur um sjálfstjórn og umburðarlyndi. Starfið er fjölbreytt og lærdómsríkt og gefur færi til samskipta við breiðan hóp sérfræð- inga og skólafólk. Umsækjendur hafi samband við skólastjóra í síma 581 2528. „Au pair“ „Au pair“ vantar til Þýskalands til að gæta stúlku sem er 21/2 árs (er í leikskóla). Þarf að geta komið út í byrjun janúar og verið út júní. Tilvalið fyrir þýskunám. Upplýsingar í síma 587 7070. Kjötiðnaðarmaður Kjötiðnaðarmaður óskast í fullt starf. Upplýsingar í síma 557 3900. Kaupgarðurí Mjódd. Lyfjatæknar Nesapótek, Seltjarnarnesi Lyfjatæknir eða starfsmaður, vanur afgreiðslu, óskast í Nesapótek, Seltjarnarnesi, sem fyrst. Upplýsingar á morgun, mánudag, í símum 562 8900 og 562 9930. Barnafataverslun Starfskraft vantar í barnafataverslun í Kringlunni. Hálfsdagsstarf. Vinsamlegast sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. janúar, merkta: „Barnaföt- 883“. Tæknimaður hjá Sjónvarpi Starf tæknimanns á tæknideild Sjónvarps- ins er laust til umsóknar. Leitað er að starfsmanni með menntun í tölvufræðum, reynslu í rekstri tölvunetkerfa og þekkingu á algengustu stýrikerfum. Umsóknarfrestur er til 12. janúar og ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðu- blöðum sem fást á báðum stöðum. Nánari upplýsingar í símum 515 3000 eða 515 9000. FMM RÍKISÚTVARPIÐ Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöldvaktir kl. 17-23 á notalega hjúkrunardeild. Einnig er laus næturvakt um helgar (grunn- röðun í Ifl. 213). Sjúkraliði óskast í 100% vaktavinnu frá áramótum. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Skólastjóra vantar til afleysinga út þetta skólaár við Grunnskóla Djúpavogs. Nemendafjöldi er um 100. Heimavist er við skólann og nýtt glæsilegt íþróttahús. Upplýsingar á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 478 8834, fax 478 8188. Sölumaður Duglegur og traustur sölumaður óskast til starfa hjá gamalli og vel rekinni fasteigna- stofu í borginni. Til greina kemur að ráða byrjanda, sem hefur góða rithönd, er góður vélritari og með nokkra þekkingu á tölvum og hefur bíl til umráða. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 15.00 föstudaginn 3. janúar, merktar: „Framtíðaratvinna - 15267“. Svarta pannan Tryggvagötu óskar eftir vönu starfsfólki í sal og eldhús. Upplýsingar veita Guðmundur og Grétar á staðnum, ekki í síma. Sölumaður óskast! Rótgróið heildsölufyrirtæki leitar að metnað- argjörnum sölumanni, sem unnið getur sjálf- stætt við sölu véla, tækja og rekstrarvara á sviði trésmíðageirans. Miklir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Umsóknir, sem tilgreina allar helstu upplýs- ingar, berist til afgreiðslu Mbl., merktar: „S - 15356", fyrir 8. jan. nk. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólann vantar kennara til afleys- ingaá vorönn 1997: Iensku til að kenna heyrnarlausum og heyrnarskert- um í 6 tíma á viku. í líffræði í 8-16 tíma á viku. Allar upplýsingar veitir rektor. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans fyrir 6. janúar 1997. Bakarí Óskum að ráða snyrtilegt og stundvíst dugn- aðarfólk til eftirtalinna starfa í bakaríi: 1. Afgreiðslustarf. Vinnutími kl. 13.30-19.00. 2. Afgreiðslustarf. Vinnutími kl. 9.30-19.00. 3. Pökkun virka daga. Vinnutími kl. 6.00-8.30. Afgreiðslustörfin útheimta nokkra helgarvinnu. Umsóknum óskast skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir 3. janúar, merktum: „J - 884". Kranamaður Óskum eftir að ráða kranamann á Liebherr byggingakrana. Einnig óskum við eftir að ráða verkamann í byggingavinnu. Upplýsingar í símum 892 1676 og 892 3446. Gissurog Pálmi ehf. Barnfóstra heim Óskum eftir barngóðri, reglusamri og heilsu- hraustri manneskju til þess að gæta 2-3 barna í 5-6 klst. á dag. Meðmæla krafist. Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl. merktar: „B - 15354“, fyrir 3 jan. nk. Sölumenn Bílaþing Heklu leitar eftir tveimur hressum og áreiðanlegum sölumönnum til að selja notaðar bifreiðar. Umsóknareyðublöð fást hjá símastúlkum Heklu, Laugavegi 174, 2. hæð, og skal þeim skilað inn á sama stað fyrir 7. janúar 1997. Meðferð unglinga Stuðlar - meðferðarstöð fyrir unglinga - aug- lýsir lausa til umsóknar stöðu hópstjóra. Um er að ræða starf með 12-15 ára ungling- um í vanda, sem dveljast á Stuðlum í 1-4 mánuði til greiningar og meðferðar. Meðal verkefna er þátttaka í meðferðardagskrá og gerð meðferðaráætlana í samvinnu við sál- fræðing, stuðningur og ráðgjöf við ungling- ana. Hópstjórar stjórna meðferðarfundum og hafa vaktstjórn með höndum. Við erum að leita eftir einstaklingum með þriggja ára menntun á háskólastigi á sviði sálfræði, félagsfræði eða uppeldisfræði, auk reynslu af starfi með unglingum í vanda. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 7 mánuði til að byrja með, en eftir það gæti ótímabund- in ráðning komið til greina. Um er að ræða vaktavinnu. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfs- manna og ríkisins. Starf hefst 1. febrúar 1997, en gæti þó haf- ist fyrr skv. samkomulagi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist til Stuðla - meðferðarstöð fyrir unglinga - Fossaleyni 17, 112 Reykja- vík, fyrir 9. janúar nk. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 567 8055. Forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.