Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 23 OFYIRKNI, ÁRÁSAR- HNEIGÐ OG MATARÆÐI ÞAÐ fer ekki á milli máia að árásarhneigð unglinga hefur aukist mjög undanfarið og virðist vera að taka á sig æ alvarlegri myndir. ÞAÐ fer ekki á milli mála að ofbeldi meðal unglinga hefur aukist mjög undan- farið og virðist vera að taka á sig æ alvar- legri myndir. Vissu- lega dregur sjónvarp- ið upp dekkstu mynd- ir af unglingunum, því það þykir aðeins fréttnæmt, það sem neikvætt er og ömur- legt, en það þýðir ekki að horfa framhjá þeirri staðreynd að unglingarnir þurfa á hjálp að halda. Ungl- ingur sem er í góðu jafnvægi og líður vel innra með sér lendir síð- ur í slagsmálum og í útistöðum við lögin en sá sem er í andlegu ójafnvægi. Það lendir enginn í útistöðum við lögin af því að hon- um finnist það sniðugt eða hafi löngun til. Ef við ætlum að reyna að snúa þessari þróun við, þýðir lítið að einblína á refsingar, þær koma að litlu gagni, þessir einstaklingar þurfa á hjálp að halda, einhvers konar meðferð, þar sem allir þætt- ir lífs þeirra eru skoðaðir. Senni- lega hefðu þessir unglingar þurft á hjálp að halda, á meðan þeir voru enn börn því yfirleitt byija vandamál þessara „vandræða- unglinga" oft fyrr í bernsku þeirra, þau eru oft ofvirk sem börn. Þetta eru einnig þeir unglingar sem hvað sterkustu líkur eru á að lendi í hinum svokallaða ,já takk“ hópi gagnvart vímuefnum. Vissulega eru þessir unglingar í flestum til- fellum undir áhrifum vímuefna þegar þeir lenda í slagsmálum eða fremja önnur brot, en að ætla að kenna vímuefnunum einum um er algjör firra. Unglingurinn flýr innri sársauka og önnur vandamál í vímuefni. En hvað er hann að flýja og af hveiju stafar þessi vanl- íðan innra með honum? Að mínu mati ætti alltaf að skoða bæði efnislega og andlega þætti manns- ins sama hvað vandamálið er, því maðurinn er jú byggður úr bæði efni og anda og þarf að vera jafn- vægi þar á milli, ef annað raskast þá raskast hitt. Sálfræðingar og geðlæknar virðast gefa þessu gaum og einblína nær eingöngu á sálfræðilega þáttinn. Eins og al- mennir læknar einblína nær ein- göngu á efnislega þáttinn. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, að þeir líta hvorugir í flestum tilfellum á þann veigamikla þátt í okkar and- lega og líkamlega heilbrigði sem er fæðan, en það er einmitt hún sem ég ætla að gera að umfjöllun- arefni þessarar greinar minnar. Dæmdur til að borða heilsufæði Breskur unglingur, sem dæmd- ur hefur verið margsinnis fyrir innbrot hefur verið dæmdur af dómara í Lundúnum til að borða eingöngu heilsufæði. Hann fyrir- skipaði unglingnum að borða heil- hveitibrauð, fisk, ferska ávexti og vítamín, í stað sælgætis, goss og skyndibitamatar ella yrði hann hnepptur í fangelsi. Innan örfárra vikna hafði unglingurinn breyst úr árásargjörnum síafbrotaungl- ingi í fyrirmyndarborgara. í stað þess að stunda innbrot og þjófnað er hann í fastri vinnu. Hann er hættur að þefa af lími til þess að komast í vímu og er fluttur til foreldra sinna eftir langa vist á stofnun- um. Mér líður betur. Ég sef betur, er farinn að njóta lífsins og er hættur að rífast, segir unglingurinn og kveðst ekki sakna fyrra lífernis síns. Þessa grein rakst ég á í Morgunblaðinu árið 1989. Aðra grein rakst ég á fýrir stuttu í Morgunblaðsgrein um rannsóknir sem prófessor Stephen Schoenthaler gerði á föngum. Hollur matur minnkar ofbeldi Dr. Schoenthaler, sem hefur unnið að rannsóknum við ríkishá- Spumingin er: Ætlum við foreldrar að halda áfram að láta draga okkur með á fyllerí, skrifar Birna Smith, með því fjölmiðlafári sem hér ríkir við að skapa vandræðaungl- inga, sem em svartur blettur á þjóðfélaginu og kenna þeim einum um, eða ætium við að líta okkur nær? skólann í Kaliforníu á mataræði í um eitt hundrað fangelsum þar í landi, segir að stórminnka megi ofbeldi í fangelsum með því að gefa föngum eingöngu næringar- ríkan mat, ásamt fjölvítamíntöfl- um. Hann segir að yfirleitt hafi þessir ólánsömu menn þjáðst af skorti á 14-15 næringarefnum. Hann segir einnig að þróun til aukinna unglingaafbrota mætti snúa við með því að hyggja betur að næringu þeirra strax á unga aldri. Af þessu má sjá hvað mikið samhengi er á milli andlegrar líð- anar og hegðunar fólks og matar- æðis þess og alveg ótrúlegt hvað flestir geðlæknar og sálfræðingar neita að horfast í augu við þessa staðreynd, þó svo að margsannað- ar rannsóknir liggi fyrir. En af hveiju skyldi mataræði skipta svona miklu máli og af hveiju virðast sumir mega borða ruslfæði og verða ekki meint af því á meðan aðrir umturnast bein- línis eftir mikið sælgætisát? Jú, það er einföld skýring á því, þeir einstaklingar sem verða örir og æstir eftir sælgætisát, hafa einfaldlega óþol fyrir hvítum sykri, sem er í sælgæti og gos- drykkjum. Miklar umræður hafa verið um orsök og hvernig lækna megi of- virkni í börnum, og eru geðlækn- ar, læknar og sálfræðingar oft ekki sammála um örsakir. Ónæm- isfræðingurinn dr. Theron Randoph, sem hefur skrifað nokkrar bækur um rannsóknir á ofvirkum bömum, segir að ofvirkni og árásarhneigð stafí mestmegnis af ofnæmi í heila fyrir ákveðnum fæðutegundum. Algengasta of- næmisvaldinn telja þeir t.d. syk- ur, sætindi, fítu- sprengda mjólk, rotvarnar- og litarefni í mat, koffein, fæðu sem inniheldur mikið magn natríum- klóríðs, eins og unna fæðu, pep- peróní, saltaða osta, borðsalt o.fl. Ofvirkni í börn- um lýsir sér sem óeðlilega mikil athafnasemi og óróleiki og í slæm- um tilfellum er bamið nánast óviðráðanlegt. í skóla nær barnið ekki einbeitingu og námsárangur lélegur þó að bamið sé með eðli- lega greind. Á fullorðinsaldri breytist hegðunin, þau verða oft þunglynd, árásargjörn og með miklar geð- sveiflur. Að lækna ofvirkni og árásarhneigð Þeir sem mest hafa stundað rannsóknir á ofvirkum börnum, telja þennan sjúkdóm nær óþekkt- an um miðja öldina og að það sé ft'órum til fimm sinnum algengara að drengir séu ofvirkir en stúlkur. Ástæðuna fyrir því telja sérfræð- ingar að geti verið um að kenna vangetu þeirra á að mynda ákveð- ið prostaglandin, en nútímafæði inniheldur yfirleitt verulegt magn transfitusýra, sem hindra myndun gamma-linolensýru GLA úr ákveðnum mat. Þar gæti verið komin skýringin á því hvers vegna breytt mataræði læknar oft þessi börn. Kvöldvorrósarolían inniheld- ur mikið magn af GLA og virkar því mjög vel á taugakerfið. Hún ásamt zinki hefur læknað mörg börn af ofvirkni og vansælu. Talið er að drengir þurfi sérstaklega á henni að halda. (Spurningin er hvort það sé möguleiki að það sé samhengi á milli tíðra sjálfsmorða ungra karl- manna og skorts þeirra á að mynda GLA.) Magnesíumskortur getur einnig valdið geðsveiflum, þvi það styrkir taugakerfíð og hreinsikerfi líkam- ans og eykur nýtingu B-vítamína. Inntaka af því hefur gert mörg kraftaverkin. Talið er að streita, mikið unnin fæða og sætindi geti eytt oxunar- varnarefnum líkamans og sé skortur á þeim er hætta á að streituhormónamir adrenalín og noradrenalín myndist í miklu magni, en þessi efni eru eitruð ef mikið magn er af þeim. Abram Hoffer geðlæknir full- yrðir að með því að gefa stóra skammta af B3 vítamíni (nikótín- amid) ásamt andoxunarefnunum C, E og B6-12 megi lækna geð- sveiflur, jafnvel geðklofatilfelli á nokkrum mánuðum. Öll þessi efni í réttum hlutföllum fyrir hvern og einn eru talin geta hjálpað þeim sem eiga við áfengisvandamál eða önnur geðræn vandamál að stríða. Við megum heldur ekki gleyma því að á meðan mannslíkaminn er að vaxa og þroskast, frá getnaði til 26-28 ára, er stundum ógerlegt að halda sér í stöðugu tilfinninga- jafnvægi vegna þeirra áhrifa sem hormónakerfið verður fyrir á þessu tímabili. Mengun frá útblæstri bíla er einnig farin að hafa slæm áhrif. Er því full ástæða til að vera vel vakandi og styrkja varnarkerfin strax frá unga aldri. Best er jú að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Allra best er jú að byija á meðan barnið er enn í móðurkviði því móðir sem er illa á sig komin meðan hún gengur með bamið, t.d. með candida sveppasýkingu á háu stigi, gæti flutt þann hulda sjúkdóm yfir á barn sitt á meðgöngu, sem gæti þýtt að bamið yrði órólegt og van- sælt eða fengi eyrnabólgu og þyrfti að fá fúkkalyf mjög ungt, sem gæti skaðað það og veikt varnarkerfí þess ennþá meir og gert það ofnæmt fyrir hinum og þessum fæðutegundum strax á unga aldri. Spurningin er: Ætlum við for- eldrar að halda áfram að láta draga okkur með á fyllerí, með því fjölmiðlafári sem hér ríkir við að skapa vandræðaunglinga, sem era svartur blettur á þjóðfélaginu og kenna þeim einum um, eða ætlum við að líta okkur nær og spyija? Hvað höfum við gert? Hvað getum við gert? Eða ætlumst við kannski til að þau, eða þeirra börn lagfæri þann skaða sem græðgi okkar kynslóðar er algerlega ábyrg fyrir? Varla eru þau ábyrg fyrir því rotvarnarefni sem sett er í matinn svo að hann geymist lon og don í verslunum og valda okk- ur öllum skaða, og varla voru það þau sem fundu upp Coca-Cola, svalandi eiturefni sem við höfum vanið þau á frá unga aldri. Og ekki getum við kennt þeim um ofnotkunina á fúkkalyfjum og þann skaða sem það hefur valdið mörgum undanfarna áratugi. En það er eitt sem við getum gert — við getum beðið Guð um að hjálpa þessari kynslóð og veita henni ljós og styrk. Höfundur er leikskólakennari. Birna Smith Oskum friðarbæn um áramót SAMTÖKIN „World Peace Prayer Society" hafa sent út þá beiðni, að íslendingar noti tækifærið, þeg- ar þeir óska fjölskyldu og vinum gleðilegs árs á miðnætti þann 31. desember nk., að þeir óski líka eftir heimsfriði með bæninni: Megi friður ríkja á jörð. Er það von samtakanna að þannig verði hægt að mynda bænavef fyrir friði um alla jörðina. Árið 1956 stofnaði Japani að nafni Masami Saionji friðarsamtök sem hann nefndi World Peace Prayer Society. Aðalmarkmið samtakanna var að vinna að heimsfriði með því að biðja bæn- ina: Megi friður ríkja á jörð og reisa friðarstólpa með þessari bænaáletrun á. Frá því að samtök- in vora stofnuð hafa þau vaxið jafnt og þétt og hlotið m.a. viður- kenningu Sameinuðu þjóðanna fyrir að vera pólitískt óháð friðar- samtök. Hundrað þúsund friðarstólpar Nú hafa yfír 100.000 friðar- stólpar verið reistir um allan heim í yfir 160 löndum. Þar af eru þrír á íslandi, einn við Kjarvalsstaði, einn í Kjarnalundi á Ákureyri og einn á Brekkubæ, Hellnum. -----» » »---- Fjárhagsáætlun Akureyrar Úrræði fyrir Alzheimer- sjúklinga BÆTT verður úr málefnum Alz- heimersjúklinga á Akureyri en samkvæmt nýsamþykktri fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að 8 milljónum króna verði varið til að koma upp deild fyrir slíka sjúklinga á Dvalarheim- ilinu Hlíð. Þá eru einnig uppi hug- myndir um að breyta sambýli aldr-t' aðra við Bakkahlíð á Akureyri í sambýli fyrir sjúklinga með Alz- heimer. Jakob Bjömsson bæjarstjóri segir að fjárveiting sé nú fyrir hendi til að útbúa 8 rúma deild á svonefndum C-gangi á Dvalar- heimilinu og er gert ráð fyrir að hafist verði handa um breytingar á næsta ári. Þá væri stefnt að því að breyta sambýlinu við Bakka- hlíð, en formleg bókun þar um hefði enn ekki verið gerð í bæjar- stjórn. Bætt þjónusta „Við vonum að þessar ráðstafn-^ ir bæti þjónustuna, en á næsta ári verða til 17-18 rými fyrir Alz- heimersjúklinga sem áður hafa verið inni á hefðbundnum deildum stofnana,“ sagði Jakob. -----» ♦ ♦---- Jazz-messa í Grafarvogs- kirkju JAZZ-MESSA verður í Grafar- vogskirkju í dag sunnudag og hefst hún kl. 14. Þar koma m.a. fram Tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni söngvara. Prestur er sr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Barnaguðsþjónusta verður klukkan 11. Umsjón með henni hafa Hjörtur og Rúna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.