Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 1
I Fatlaóir ferðamenn á Spáni í Madrid á Spáni hefur tekið til starfanýferðaBkrifetofasemer sérhæfð í þjónustu við fatlaða ferðamenn. Nafh ferðaskrifstof- unnar er RompienSoBarreras Tra- ve/. Hægt er að hafa aamband við Btarfsmenn í síma 1/664 00 29 eða með þvl að senda fax í 1/664 0415. Skemmtanalíf- ið í Miinchen Ætli fólk út á lífið í Miinchen er best að lesa sér til og stefna svo markvisst á tiltekna staði. Skemmtistað- ir eru dreifðir í grennd við miðborgina, en í lista- og háskólahverfinu Schwabing er aðeins spölkorn á milli slíkra staða. BJÓRSTAÐIReruá hverju horni í Miinchen. SUNNUDAGUR 29. DESEMBER1996 BLAÐ C Búist er við að um fimmtan hundruð erlendir ferðomenn eyði áramótunum hér á landi Fólk víll upplif a eitt- hvað nýtt BÚIST er við um 1.500 erlendum gestum til íslands um áramótin, að sögn Magnúsar Odds- sonar, ferðamálastjóra. Ferðamennirnir voru .um 1.300 um síðustu áramót. „Þessir erlendu gestir verða að verulegu leyti í Reykjavík, þótt einnig verði nokkur fjöldi á Iandsbyggð- ihni, til dæmis um 30 til 40 manns á Akureyri." Fólksstraumurinn liggur frá meginlandi Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan og koma allir til landsins með flugi, þar af sumir með leiguflugi. Áramótaferðir til íslands voru fyrst mark- aðssettar fyrir tæpum áratug. Fyrstu áramótin komu um 50 erlendir gestir til landsins og síð- an hefur ásókn í þessar ferðir aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að góð nýting er á hótel- um í Reykjavík um áramót. 120-150 mllljónlr í gjaldey rlstekjur Jólaferðir til íslands voru í fyrsta skipti markaðssettar sérstaklega um þessi jól og komu um 250 til 300 manns til landsins. Magn- ús segir að þær gjaldeyristekjur sem skapist af komu jóla- og áramótagestanna geti verið s» ' "i ^^ -,'lV'~" • v I- • 1 llr Wff/ii .=• HI " ~Æ*^ - '"' "'ÍZÍ '4''-¦'¦'. ^'lOl^i fgMBF ERLENDIR ferðamenn gæða sér á kræsingum af jólahlaðborði á Hótel Loftleiðum umjólin. um 120 til 150 milljónir króna. „Þessar tekjur koma á tíma sem var alveg ónýttur fyrir ára- tug, þannig að þær eru auðvitað vel þegnar." Að sögn Magnúsar er rík hefð fyrir því um allan heim að fólk ferðist um áramót. „Fólk vill gjarnan upplifa áramót annars staðar en heima hjá sér og sjá eitthvað gjörólíkt. Hér á landi fá erlendir gestir að fylgjast með brenn- um og þvi hvernig við lýsum upp himininn með flugeldum. Síðan njóta þeir kvöldsins með mat og drykk og skemmtan. Að sjálfsögðu er svo boðið upp á hefðbundnar skoðunarferðir á þeim slóðum sem þeir dveljast. Það sem þeir sækjast þó fyrst og fremst eftir er að halda upp á áramót í allt öðru umhverfi en þeir eiga að venjast á sama hátt og átta hundruð íslendingar kjósa að upplifa áramót- in erlendis." Fjöldi erlendra ferða- manna hefur komið til íslands undanfarin ára- mðt á vegum GuðmUndar Jónassonar ehf. „Allt að 550 erlendir ferðamenn verða á okkar vegum um áramótin," segir Bjarni Brynjarsson hjá ferða- skrifstofunni. „Farþegum fjölgar frá Bandaríkjun- um, en auk þess erum við með ferðamenn frá Japan, Sviss, Þýskalandi, Frakk- landi og Austurríki." Bjarni segir að farið verði með alla í bæjar- ferðir til að byija með og síðan í hefðbundnar skoðunarferðir. Einnig verði hestaferðir í boði og útsýnisflug ef veður leyfi. Haldið verði upp á áramótin í Perlunni, en þar verði 350 manns á vegum Guðmundar Jónassonar. „Borðhaldið hefst um sexleytið og um níu- leytið verður farið á brennur. Síðan verður snúið aftur í Perluna og nýju ári fagnað þar. Á nýársdag verður svo farið í skoðunarferðir og margir fara utan þá þegar um kvöldið." Fluqleiðir Heim í kvöld FLUGLEIÐIR bjóða nú upp á þá nýjung á Saga-farrými sfnu, að viðskiptamenn þeirra geta ferðast til fimm erlendra borga að morgni og komið heim að kvöldi. Fyrirtæk- ið kynnir þennan ferðamáta undir heitinu „HK fargjald" eða „Heim í kvöld". HK far- gjald er 48% lægra en hefðbundið Saga fargjald, eða frá 57.200 krónum tU 58.400 króna. Þessi ferðamáti hentar einkum þeim sem þurfa að skreppa í viðskiptaerindum erlendis og vilja ljúka erindi sínu á einum dégi og sofa í eigin rúmi að kvöldi. Borgirnar sem hægt er að ferðast til á þennan hátt eru: London, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur og Osló. Þetta getur komið sér vel fyrir önnum kaf- ið f ólk í viðskiptalifinu, sem þannig sparar sér hótelkostnað, þótt ferðast sé til annarra landa, auk þess sem ekki er um það að ræða, að fleiri dagar tapist úr vinnu. Þessi þjónustumáti við ferðalanga til of- angreindra borga, takmarkast af ferðaáætl- unum þangað. Þannig stendur HK fargjald til boða daglega til farþega til Oslóar, Stokk- hólms og Kaupmannahafnar, en einungis tvisvar i viku, á fimmtudögum og sunnudög- um til London. Flugleiðir fljúga daglega til Amsterdam, en HK fargjaldið er boðið þangað i samvinnu við S AS. Að sögn Símonar Pálssonar, svæðisstíóra norðvestursvæðis og Asíu hjá Flugleiðum, áætlar fyrirtækið að bjóða upp á þessa þjón- ustu, til 31. mars næstkomandi, en eftir það verður það metið hvort um breytingar verð- ur að ræða. ' ^BfT lr W ^S^ í~5 ^^" MeM^S? R^ M- nm allan hiim 562 4433 Öryggi - Þjónusta AVIS bílaleigan Sóltúni 5 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.