Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 C 3 ill á Marienplatz og næsta nágrenni á daginn eru fáir á ferli á kvöldin. skyldi ég ekkert í hvað dyraverðirn- ir höfðu út á mig að setja, svona prúða og pena, en áttaði mig um síðir á að staðurinn var eingöngu fyrir karla. Trúlega er eitthvað fyr- ir alla í Miinchen. Elns og Greenwich Vlllage fyrlr New York í innkaupaleiðangri á laugar- dagsmorgun keypti ég nokkur dag- nokkra pastarétti, svo kom vagn með ýmsum tegundum af steiktu kjöti, sem skorið var niður eftir ósk gestsins með grænmeti að eigin ósk, og að lokum kom eftirrétta- vagninn. Maturinn var himneskur, magnið gríðarlegt, verðið sann- gjarnt, þjónustan fjörleg og and- rúmsloftið eftir því. í lokin rann upp fyrir okkur að staðurinn tók ekki greiðslukort en þá var okkur sagt brosandi að við gætum bara komið daginn eftir og borgað. Sá sem ætlar að lesa sig í gegn- um matseðla til að leita að góðum stað getur stundað þá iðju í miðbæj- um og þéttbýli. Þá er að forðast staði, sem hafa mjög stóra mat- seðla, því það er oftast merki um að viðkomandi staður hafí gott úrval í frystinum. Staðir sem bjóða upp á ferðamannamatseðla eru sjaldnast spennandi fyrir þá sem auðga vilja þekkingu sína á mat svæðisins og heldur ekki staðir þar sem margir ferðamenn fara um. Góðir staðir í Kaupmannahöfn eru ekki við Strikið, heldur í hliðargöt- unum og sama gildir annars stað- ar. Svo borgar sig að vita aðeins hvað er áhugavert að borða á hveij- um stað, hvaða hráefni er gott og hvaða réttir sérstakir. Reyktur lax er til dæmis góður í Reykjavík en ekki áhugaverður í Róm. blöð til að glugga í auglýsingar um hvað helst væri á döfinni. Úr nógu var að moða í leik- og kvik- myndahúsunum og engin hörgull á óperum, konsertum og balletsýn- ingum og listviðburðum af öllu tagi. Fimm spilavíti eru í borginni, næturklúbbar, diskótek, ótal mat- sölustaðir og ídúbbar, krár og bar- ir þar sem víða er boðið upp á djass, blús, rokktónlist og fleira og fleira. Látlausir staölr með litlum matseðlum Litlir matseðlar, með fáum, vel völdum réttum, eru oft vísbending um að þar sé eitthvað gott á ferð- inni. Sama er ef enginn er matseð- illinn, heldur aðeins eldað eftir því sem fengist hefur best þann dag- inn. Útlit staðarins er ekki nein sérstök ábending um matinn. Litlir staðir eru oft vænlegri en stórir. Staðir, sem gera út á að fastagest- ir komi þangað sem oftast, eins og algengt er í Suður-Evrópu, eru ekki með neina tískustæla í innrétt- ingu, svo það eru ekki endilega þeir staðir sem mest eru smart sem bjóða upp á góða matinn hennar mömmu. Nýlega var ég á rölti um Napolí um hádegisbil. Hungrið var aðeins farið að segja til sín og ég hafði hugsað mér að koma við í bakaríi og kaupa eitthvað gott þeg- ar ég rak augun í lítinn glugga. Fyrir innan sátu um það bil tíu karlar við nokkur borð. Innst var eins og gamaldags búðarborð með glerhillum þar sem á stóðu föt hlað- in úrvali kaldra rétta. Borðin voru ekki dúkuð, heldur var pappír á þeim og allt heldur ófínt en þó snyrtilegt. Karlarnir virtust iðnað- armenn úr nágrenninu. ítalskur staður með þessum brag FERÐALÖG land, er gamalreyndur tónlistar- maður, sem spilað hefur með mörgum hljómsveitum í Þýska- landi þar sem hann hefur búið um árabil. Hann sagðist þekkja Þóri Baldursson og hafði mörg orð um tónlistarhæfileika hans, en saman unnu þeir m.a. við upptökur á plötu Donnu Sommers á áttunda ára- tugnum. Næturklúbbur á fimm stjörnu hóteli abmg glöð á svipinn, opnaði og bauð mér inn fyrir 7 mörk. Alfonso’s reyndist vera fyrir- myndarstaður, varla meira en 30 fm og gestirnir álíka margir. Hljómsveitarmennirnir þrír spiluðu jafnt ýmis þekkt lög sem og af fingrum fram við mikla hrifningu viðstaddra, sem lifðu sig inn í tón- listina og báðu þá öðru hveiju að taka óskalög. Ekki voru þeir piltar í vandræðum með slíkt og undraði mig mest hvað þeir gátu spilað og sungið sleitulaust í langan tíma. Trúlega hafa þeir ekki skemmt sér síður en gestirnir. Þegar þeir loks tóku sér hvíld röbbuðu þeir við gestina og frúna á barnum, sem mér fannst vera orðin hin geðþekk- asta kona. Andrúmsloftið á Alfons- o’s varð smám saman líkt og í einkasamkvæmi þar sem allir þekkja alla. í ljós kom að félagarn- ir í The Partycrushers spila ekki saman að staðaldri. Þeir sögðust bara hafa gaman af að stilla sam- an strengi sína af og til hjá vinum sínum Alfonso og frúnni á barnum. Breski gítarleikarinn, Nick Wood- Þar sem markmiðið var ekki endilega að geysast á milli sem flestra staða á einni kvöldsund fannst mér ástæðulaust að hverfa af Alfonso’s áður en hljómsveitin hafði leikið J sitt síðasta lag. Viðver- an þar varð því næstum fimm klukkutímar. En klukkan var nú ekki nema tvö og allt í lagi að líta við á einum stað í viðbót. Á göngu um mið- borgina fyrr um daginn hafði ég tekið eftir afar fal- legu hóteli Hotel Bayerischer Hof við Promenade- platz, sem trúlega er eitt af glæsileg: ustu hótelum borgarinnar. í * einum af mörgum ókeypis ferða- pésum, sem ég var mjög ötul að safna, las ég síðan viðtal við nýjan hótelstjóra, unga konu, sem sögð er sniðug að brydda upp á nýjung- um í rekstrinum. Djass er ein þeirra og virtist af viðtalinu sem ekki félli í kramið hjá öllum að bjóða upp á slíka tónlist á fimm stjörnu hóteli með gyllingum, marmara og kristal í hólf og gólf. Mér fannst forvitnilegt að kíkja inn á næturklúbbinn á hótelinu. Eng- “ inn var þar djassinn en hljómsveit- in Uptown frá New York lék fyrir dansi. Gestir voru á öllum aldri, afar prúðbúnir og mjög í stíl við salarkynni. Stemmningin þarna var töluvert öðruvísi en á Alfons- o’s, yfirbragðið fágaðra og gestir virtustu ólíklegír til að sleppa fram af sér beislinu þótt ekki leyndi sér að konur voru í karla- leit og karlar í konuleit. Þótt ég hefði verið svolítið lengi að finna út hvar helst ætti að bera niður í skemmtanalífinu, komst ég þessa helgi að raun um að flóran er fjölskrúðug og tengist ekki bara bjórdrykkju og söng í bjórkjöllur- um. Leðurstuttbuxur og tírólahatt- ur eru ekki nauðsynlegur samkvæ- misklæðnaður í Mvinchen. ■ HOFBRAUHAUS am Platzl. Eftir lesturinn var ljóst að stefnan yrði tekin á Schwab- ing, hverfið sem oft er sagt að sé fyrir Munchen eins og Chelsea fyrir London, Montp- arnasse fyrir París og Gre- enwich Village fyrir New York. Schwabing er háskólahverfi og hefur verið vinsæl listamann- anýlenda frá því fyrir aldamót. Ólíkt stemmningunni í miðborg- inni kvöldið áður, úði og grúði af fólki á götunum, veitingahúsun- um, og öllum viðkunnanlegu stöð- unum sem þar er að finna. Einn þeirra, Drugstore við Feilitzsc- hstrasse 12 er skemmtileg blanda af mörgu; stórum veitingasal, þar sem aðallega er boðið upp á arg- entínskar steikur, og bar á fyrstu hæðinni, bóka- og blaðasölu í einu horninu og á efri hæðinni er lítið leikhús. Verðið á þeim bænum var ekkert til að kvarta yfir og matur- inn hinn gómsætasti. Til fyrirmyndar Alfonso’s Live Music Pub, Franzstrasse 5 var næstur á þaul- skipulagðri dagskrá kvöidsins. Þar áttu The Partycrushers að leika rytmablús sagði í auglýsingunni í Abendzeitung. Þangað var auðrat- að, en dyrnar með gægjugatinu á Franzstrasse 5 voru hins vegar lokaðar og auk þess harðlæstar. Þótt hávær tónlist bærist út á götu datt mér sem snöggvast í hug að ef til vill væri þetta einhver ósæmi- legur staður, sem auglýsti undir dulnefni. Ég ákvað þó að hringja dyrabjöllunni og þurfti að hringja nokkuð oft þar til snaggaraleg miðaldra frú, ekkert sérstaklega UNDIR þessu skemmtilega skilti gæti leynst góður matstaður. Þessi er kenndur við björninn. er annaðhvort hræmulega lélegur eða frábærlega góður og ég hallað- ist að því að hann tilheyrði seinni flokknum. Förunautur minn var til í að setjast þama inn þó honum þætti staðurinn kannski helst til rustalegur. Ekkert borð var laust svo við vorum sett niður hjá tveim- ur körlum sem tóku okkur hið besta og fræddu okkur á að þetta væri alveg frábær staður, rekinn af fjöl- skyldu. Konan bæði eldaði og bar fram ásamt mágkonu sinni svo gu- staði af þeim en karlamir sinntu makindalegri starfa eins og að taka við peningum og spjalla við fasta- gestina sem voru greinilega margir. Þarna var enginn matseðill en for- réttina var hægt að velja úr glerhill- unum, svo voru það nokkrir pasta- réttir, nokkrir réttir dagsins og svo eftirréttir ef vildi. Ég var ögn að velta fyrir mér djúpsteiktum salt- fiski sem aðalrétti en kaus svo gott úrval forréttanna. Karlinn við hlið mér heyrði vangaveltur okkar, var sjálfur að snæða saltfiskinn og bauð því mér og föranaut mínum bita. Förunauturinn flýtti sér að hafna boðinu, fölur á svip, meðan ég þáði boðið því karlinn var svo kurteis að taka þar af fískinum, sem hann hafði ekki tekið af áður ... og fisk- urinn var algjört hnossgæti. Þó förunautur minn þæði ekki fiskinn vorum við sammála um að staðurinn væri algjör perla og verð- ið eftir því. Þetta er aðeins einn staður af mörgum fjölskyldustöð- um sem ég hef reynt á Ítalíu og í Frakklandi og aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Meðan ég var óvanari varð ég hins vegar oft fyrir von- brigðum með dýra eða hálfdýra staði, sem ég hafði fundið eftir misviturlegum ábendingum ferða- greina og -bóka, þar sem frægðin og fínheitin skiptu greinilega meira máli en sjálft aðalatriðið, nefnilega maturinn. En svo getur líka lánið leikið við mann. Seint um kvöld keyrði ég eftir hraðbraut í Frakklandi. Vin- kona mín og samferðakona var orðin svöng þó hún bæri sig vel en það gerðu hinir förunautarnir, 11 og 8 ára síður, svo það var ekki um neitt annað að ræða en að beygja út af og keyra inn í myrkrið. Fyrstu mannabyggðir voru nokkra kílómetra frá braut- inni og þar var okkur vísað á næsta matstað. Þama var hálfeyðilegt, plastborð og stálstólar, og ekkert benti til að stunduð væri matseld á sérlega háu stigi. Matseðillinn var samsetning frægra franskra rétta svo ég hugsaði með mér að hér yrði ég að fórna mér fyrir sult samferðamanna minna. En viti menn ... Maturinn sem var á borð borinn var slíkur að við heyrðum engla matargerðarlistarinnar syngja hástöfum og bæði ég og þau svöngu glöddust einlæglega. Stundum er það bara heppni að detta niður á eitthvað gott en það sakar ekki að hafa ofannefndar og gullvægar reglur til að styðja sig við þess utan. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.