Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BILAR Spenn- andi umferð í Kínn KÍNA er fjölmennasta ríki verald- ar sem kunnugt er og um leið og bílum fjölgar í landinu verður um- ferðin skrautlegri eftir því sem kemur fram í nýlegu fréttabréfi frá Fuji Heavy Industries sem fram- leiðir m.a. Subaru bíla. Þar segir tíðindamaður blaðsins frá reynslu sinni af umferðinni í höfuðborginni Beijing, meðal annars að þar sé að finna fólk og farartæki frá öllum heimshomum. Engu sé líkara en þar blandist einnig saman umferð- arreglur frá öllum heimshomum sem þýði að það sé vægast sagt spennandi að ferðast um borgina. Séu lesendur ekki sammála um að orðið spennandi eigi við bendir hann þeim á að ferðast sjálfir í leigubíl í Beijing. í leigubíl sé far- þeginn á fremsta bekk þessa leik- húss sem umferðin í borginni sé. Ekki sé við því að búast að leigu- bíllinn sé búinn hefðbundnum ör- yggisbúnaði og hafi trúlega ekki heldur fengið eðlilegt viðhald. Þetta bæti bílstjórinn upp með því að bjóða uppá ökuferð sem komi hjartanu til að slá hraðar. „Hér eiga allir réttinn, bflar, gangandi fólk, reiðhjól, hestvagnar og aðrir vagnar. Um leið og menn vita af eigin rétti sínum virða þeir á einhvern óskiljanlegan hátt rétt all- ra hinna í umferðinni og aðeins er ÖLLU ægir saman í umferðinni í Bejing. 'T hársbreidd milli bíla. Samt sem áður em árekstrar fátíðir af því að allir em í takt. Þar er einhver takt- ur í umferðinni í Beijing sem út- lendingnum er fyrirmunað að koma auga á. Hann sér ekki að yfirborðs- merkingar á götum skipti nokkm máli. Mér virðist auðveldara að komast fram úr matseðli á kín- versku en fara yfir breiðgötu án þess að staðnæmast nokkmm sinn- um á leiðinni til að hleypa einhverj- um framhjá.“ Þá segir í þessari lýsingu að enn- þá meiri spenning sé að finna á stóram gatnamótum. Þar komi far- artækin aðvífandi úr öllum áttum og blandist saman rétt eins og strengjabrúðum sé stjórnað en strengina sér enginn eða skilur nema Kínverjar. En auk strengj- anna ósýnilegu skipti bflflautan miklu máli því menn þeyti hana um það bil tíu sinnum oftar en útlend- ingar séu vanir. Trúlega sé stöðugt bílflaut bara hluti af þeim siðaregl- um kínverskrar umferðar sem ger- ir hana svo lipra. CHRYSLER afhjúpaði nýlega sex hjóla pallbfl sem kallast T- Rex. T-Rex er annar af tveim- ur hugmyndapallbflum sem Chrysler hefur hannað. T-Rex er í raun ekkert annað en of- vaxinn Dodge Ram. Robert Lutz, stjórnarformaður Chrysler, tók stórt upp í sig við kynningu á bflnum þegar hann sagði að T-Rex væri hraðskreiðari, með meiri dráttargetu, betri aksturseig- inlcika og meira torfærueigin- leika en nokkur annar pallbfll. En hami minntist ekkert á bensíneyðsluna í átta lítra, 500 hestafla Magnum V10 vélinni, enda er sú umræða ekki jafn ofarlega á baugi í Bandaríkj- unum og Evrópu. Mesta athygli við T-Rex vekja náttúrulcga afturöxlam- ir tveir og drifbúnaðurinn. Hægt er að velja á milli sftengds fjórhjóladrifs á báð- um afturöxlum eða sftengdu eða tengjanlegu sexhjóladrifi. Chrysler býður nú þegar Dodge Ram pallbflinn með fjórum hjólum á einu afturöxli en sá bfll er ekkert í líkingu við T-Rex. Lutz sagði að það væri trú manna að þetta væri fyrsti létti pallbfllinn með sex- hjóladrifi sem hannaður væri til einkanota. T-Rex, sem stendur fyrir en- ska heitið Technical Reaserch Vehicle, en er um leið heiti á grimmustu risaeðlinni sem bjó á jörðinni fyrir milljónum ára, var hannaður og smíðaður á innan við einu ári. Heildar- Þyngd bflsins er um 6 tonn. T-REX pallbfll Chrysler er með V10 Magnum vél, 500 hestafla, og drifi á allt að sex hjólum. MATRA og Renault hafa samein- ast um að þróa eins konar spor- vagn sem þarf þó ekki eigið „spor“ og er á venjulegum hjól- borðum og knúinn raforku frá loftlínu. WmtUUBBmBmBBBBmmmm AGORA heitir strætisvagninn Renaull vagna AGORA heitir ný gerð af strætisvögn- um sem Renault verksmiðjurnar kyn- ntu nýlega með nýjum orkugjafa, þ.e. jarðgasi en AGORA með hefðbundinni dísilvél var fyrst kynnt í fyrra. Með þessum nýja orkugjafa er AGORA ætl- að að þjóna í þéttbýli og segir í frétt frá Renault að hann sé staðfesting á þeirri ætlun fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum í baráttunni iyrir betra um- hverfi en AGORA er bæði hljóðlátari og mengar minna en bfll með dísilvél. Allt frá árinu 1989 hefur Renault fyr- irtækið unnið að þróun véla sem ganga fyrir jarðgasi en slíkar vélar menga Nauðsynlegt ni komn á eftirliti með tjónabílum í GREIN í Morgunblaðinu 15. desember sl. veltir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmda stjóri FÍB, upp þeirri spumingu hvort hættulegir tjónabflar séu í umferðinni. Hann bendir á að aðeins þeir fáu bflar sem tryggingafé- lögin eignast kallist tjónabflar og ekkert eftirlit sé með þeim. Hann bendir á að tjónabflar verði minna virði við sölu en sambærilegir bflar sem ekki teljast tjónabflar. Einnig bendir hann á að tilviljun um sé háð hvaða bílar fái á sig merkinguna tjónabfll og hverjir ekki. Miðað við tölur um umferðarslys megi reikna með að um helm- ingur þeirra bfla sem á götunum em hafi lent í tjóni en aðeins um 10% þessara bfla séu kall aðir tjónabflar. Viðgerðarskýrsla Það sem fram kemur að ofan undirstrikar það að nauðsynlegt er að koma á eftirliti með tjónabifreiðum. Nefna má að eftirliti var komið á hjá tryggingafélögun- um fyrir rúmlega áratug að ósk tryggingaráðherra og komu þá eftirlitsmenn frá Bifreiðaeftirliti á slysstað til Sérsmíðaðar bifreiðir eru að verða útflutningsgrein hér á landi. Er raunhæft að bifreiðir, sem þessir sömu sérmenntuðu aðilar gera við eftir að þær hafa lent í tjóni, séu dæmdar ónýtar? spyr Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins í grein sinni. REIKNA má með að helmingur bfla á götunum í dag liafi lent í tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.