Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 D 3 BILAR frá Renault sem knúinn er jarðgasi og getur tekið rúmlega 100 farþega. I býður strætis- knúna jarðgasi mun minna en venjulegar dísilvélar en eru samt allt að því álíka afkastamiklar. Frá árinu 1991 hafa farið fram prófanir á slíkum vögnum í nokkrum borgum Frakklands, m.a. Lille, Lyon og Marseilles. Mun meira lofti er hleypt inn við brennslu á þessu gasi og af þeim sökum dregur mjög úr mengandi út- blástursefnum og hávaði frá vél er fjór- um sinnum minni en frá venjulegri dísil- vél. AGORA tekur rúmlega 100 far- þega, þar af 26 í sæti. Vélin er 9,8 lítrar, hefur 6 strokka og er 263 hestöfl. Tals- menn Renault verksmiðjanna telja að með AGORA sé kominn strætisvagn framtíðarinnai’ í þéttbýlum borgum þar sem mikilvægt er að draga úr allri mengun. Þá hafa Renault verksmiðjurnar og Matra samið um að vinna saman að þró- un, framleiðslu og markaðssetningu á nýjum strætisvagni sem knúinn verður raforku frá loftlínum en ekki er þörf á sérstökum brautum eins og fyrir spor- vagna. Tilraunaverkefnið nefnist CIVIS og getur vagninn tekið 100 til 160 far- þega, flutt um þrjú þúsund manns á klukkustund, er álíka afkastamikill og hefðbundinn sporvagn en mun hljóðlát- ari. Nýr Hyndai sportbíll HYUNDAI setti á markað síðastliðið haust coupé sportbíl sem er nýlega kominn á markað hérlendis. Bíllinn var að miklu leyti byggður á HCD-II sýning- arbílnum. Nú hyggst Hyundai sefja á markað annan bíl sem einnig er byggður á sýningarbíl, þ.e. HCD- III hugmyndabflnum, sem sést á myndinni hér að ofan. Benz A MERCEDES-BENZ A-Iínan kemur á markað næsta haust. Við fyrstu sýn er hann ekki ésvipaður Renault Mégane Scenic en hann er mun styttri, meira að segja styttri en nýi smábfllinn Ford Ka. A-línan verður afar öruggur bfll, ekki síst vegna sérstæðrar hönnunar á gólfi bflsins. Gólfið er í raun tvöfalt og við árekstur framan á bílinn færist vél og gírkassi undir gólfið en þrýstist ekki inn í farþega- rýmið. Líknarbelgir í framsætum og hliðarbelgir verða staðalbúnaður. Hann verður fáanlegur með tveimur bensínvélum, 82 og 102 hestafla, og tveimur nýjum forþjöppudísilvélum, 60 og 90 hestafla. I Evrópu verður ódýrasta gerðin væntanlega fáanleg fyi’ir í kringum 1,3 milljónir ISK. Audi öruggastur ÖRUGGASTI bfllinn í dag er Audi A6, samkvæmt niðurstöðum í skýrslu sænska tryggingafélagsins Folksam. Skýrslan kemur út annað hvert ár og hef- ur mikil áhrif innan bflgreinarinnar. Síðast þegar skýrslan kom út var Saab 9000 talinn öruggasti bfll- inn. Þrítug Corolla TOYOTA Corolla varð þrítug 5. nóvember sl. Frá því bfllinn var fyrst settur á markað hefur hann selst í 20,5 milljónum eintaka. Corolla fær andlitslyftingu fyrir Japansmarkað á næsta ári en sérstaklega hönnuð útfærsla fyrir Evrópumarkað kemur 1997. Nýr Land Rover YFIRMENN BMW vonast til þess að nýr Land Rover-* jeppi, kallaður CB4Ö, höfði til ungra kaupenda þeg- ar hann kemur á markað eftir eitt ár. Verið er að prófa bflinn í Bretlandi þessa dagana. CB40 er mun stærri en Toyota RAV4 og því sem næst jafnstór og Discovery. Mælaborðið er hið sama og í Range Rover en veghæðin er ekki mikil. að meta umfang tjóns- ins. Þetta eftiriit lagðist síðan af. í tengslum við þetta kom Bflgreinasamband- ið fram með svokallaða viðgerðarskýrslu sem fylgir tjónabifreið til Bifreiðaskoðunar þegar hún kemur til skráning- ar og skoðunar eftir tjón. I skýrslunni kem- ur fram hvar bifreiðin er skemmd, mælingar á henni eftir viðgerð, und- irskrift þess sem gerði við, rétti bflinn, spraut- aði hann og hjólastillti. Þeir einir hafa heimild til að gefa út svona skýrslur sem hafa til þess réttindi, tæki og sótt sérstakt námskeið. Skýrslan er um leið ábyrgðarskír- teini fyrir viðgerðinni og ætti að vera sjálfsagt að afrit fylgdi við sölu á bílnum. Bifreiðasmiðir hafa gegnum árin smíðað hópferðabfla, strætisvagna o.fl. sem taka tugi man- na í sæti en þeim virðist nú ekki treyst til að gera við bfla sem lenda í árekstrum, þannig að þeir séu jafn góðir aftur þrátt fyrir allar tækninýjungar og framfarir síðustu ára. Nú á síðustu árum er útflutningur sérsmíð- aðra bifreiða að verða útflutningsgrein. Er þá raunhæft að bifreiðir sem þessir sömu sér- menntuðu aðilar gera við eftir að þær hafa JÓNAS Þór lent í tjóni séu dæmdar Steinarsson. ónytar eða mun verð- minni eins og fram hef- ur komið? Lítum á dæmi: 6 mánaða gamall bíll að verðmæti 1.200 þúsund kr. lendir í tjóni sem nemur 30% af andvirði hans. Sam- kvæmt reglum viðkomandi trygg- ingafélags kaupir það bflinn og selur hann síðan aftur sem tjónabfl. Tjónið Audi A2 með úlyfirbyggingu er 400 þúsund kr. sem skiptist þann- ig: Varahlutir 220 þúsund kr., rétt- ingavinna 100 þúsund kr. og máln- ingarvinna 80 þúsund kr. Er slíkur bfll sem viðgerður er hjá viður- kenndum fagmönnum ónýtur? 5 ára gamall bfll skemmist svo skipta þarf um allt að framan. Nýtt framstykki er punktsoðið og límt á með nýjustu tækni, nýr vatnskassi, vélarhlíf, frambretti stuðari, ljós og fleira sett á bflinn. Hann er málaður í nútímalegum sprautunarklefa, ryðvarinn og frágenginn af verk- stæðinu og vottorð frá viður- kenndum fagmanni fylgh’. Þessi bíll er betri en sambærilegur sem ekki hefur skemmst. Nauðsynlegt er að komið verði á ákveðnu keril þar sem allir bflar sem skemmast veru- lega í umferðaróhöppum eru skráðir sem slíkir og bílkaup- endur geta fengið upplýsingar úr. Þegar viðurkenndir aðilai’ hafa gert við bflinn og hann hef- ur staðist skoðun er eðlilegt að taka slíka merkingu út. Ií*il AUDI kemur inn á smábflamarkað- inn með Audi A2 árið 1999. Sagt er að þessi nýi bfll verði tæknilegasti smábfllinn á næsta áratug en hann verður gerður úr ályfirbyggingu, tækni sem tekin er frá Audi A8. Audi A2 mun auka á erfiðleika bfl- kaupenda þegar á að velja nýjan bfl. Þetta er lúxussmábfll með allan þann búnað sem fylgir Audi bflum en um leið er hann minni en Audi A3. Lengdin er 3,4 metrar, breiddin 1,6 metrar og hæðin 1,45 metrar. Hann verður strax fáanlegur með fimm dyrum og innanrýmið verður svipað og í Audi A3 og VW Golf þótt hann sé 55 sm styttri . Hann er hins vegar hæiri en bæði VW Golf og A3 og hjólhafið er aðeins 6 sm styttra sem náðist með því að smíða í bflinn afar fíngerða og litla vél. Lágþrýstingsforþjappa Undirvagninum deilir A2 með nýj- um smábíl VW, Piccolo. A2 verður með nýrri 1,4 lítra, þriggja strokka dísilvél með forþjöppu og beinni innspýtingu, 70 hestafla. Einnig verður í boði 1,4 lítra, fjögurra strokka, 20 ventla bensínvél sem einnig er 70 hestöfl. Loks verður í boði sama bensínvél með lágþrýst- ingsforþjöppu sem skilar 100 hest- öflum. Með slíkri vél má búast við snörpum bfl því hann á aðeins að vega um 800 kg. Ráðgert er að A2 verði frum- kynntur á bflasýningunni í Frank- furt 1999 en prófanir á honum hefj- ast strax næsta sumar. AUDIA2 er væntanlegur á markað árið 2000. 'itSkíSSwítS ' ,, ijp SraHí 880 »*■«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.