Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 4
+ KORFUKNATTLEIKUR Hittnin afleft ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik tapaði fyrsta leik sínum á afmælismóti danska körfuknattleiks- sambandsins í Kaupmannahöf n á laugardaginn. Mótherjarnir voru ekki af verri endanum, Frakkar, og sigruðu þeir með 23 stiga mun, 84:61. Það sem gerði gæfumuninn var að íslensku leikmennirnir hittu afskaplega illa og má sem dæmi nefna að aóeins 6 skot af 22 utan þriggja stiga línu rötuðu rétta ieið. Islenska liðið komst 3:2 yfir en síðan var draumurinn bú- inn. Næstu mínúturnar gerðu Frakkar 16 stig en ísiand aðeins tvö og gekk sóknarleikurinn mjög brösulega, lagaðist þó þegar þeir bræður Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir komu inná. Vörnin var ágæt og þar fór Albert fremstur Kaupmannahöfn ; fl0kki, besti maður liðsins. Það hefur oft verið vandamál íslenskra körfuboltamanna að þurfa að eiga við sér mikið stærri menn þegar leikið er gegn erlendum liðum. í þessum leik var það ekki vandamál og tók íslenska Uðið til dæmis fleiri fráköst en það franska. ' Frakkar höfðu 41:30 yfir í leikhléi og hafi menn verið að vonast eftir að halda betur í við þá eftir hlé brugðust þær vonir strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Frakkar náðu strax um 20 stiga forystu sem þeir héldu til loka. Albert og Guðmundur léku vel, en sá síðarnefndi hitti þó illa ef hann reyndi skot aðeins frá körfunni. Hjörtur kom mjög sterkur inn í síðari hálfleik og var í raun sá eini sem náði að skóta eins og hann er vanur - allir aðrir áttu í miklum erfiðleikum með skotin. Herbert átti einnig þokkaleg- an leik. Franska liðið er sterkt þó svo það sé ekki skipað sterkustu leikmönnum landsins. Allir leikmenn þess eru ungir að árum og eru að banka á dyr aðallandsliðsins og lögðu sig því alla fram til að sýna þjálfaranum hvers þeir eru megnugir. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Litháar allt of sterkir ílenska landsliðið stóð sig mun betur í öðrum leik móts- Reuter ÞAÐ nægði liði Millwaukee ekki til sigurs á Miami að Vin Baker léki vel er liðin mættust um helgina. Hér reynir hann skot en besti maður Miami í leiknum, Tim Hardaway, og Keith Austin verjast vasklega. Leikmenn Miami Heat eru heitir ins, er það mætti Litháum. Þar var rstunar við ramman reip að draga eins og búist var vð enda Litháar með mjög öflugt lið. Þeir höfðu bet- ur, sigruðu 83:62, í ansi skemmtileg- um leik, ef undan eru skildar nokkr- ar mínútur um miðbik síðari hálf- leiks er þeir gerðu 25 stig gegn tveimur stigum íslands. Litháar eru með hávaxið lið og gæti Guðmundur fyrirliði Bragason, sem er miðheiji íslenska liðsins, hæglega verið í stöðu bakvarðar hjá þeim, slíkur er hæðarmunurinn. Frá- köstin segja líka sína sögu, Litháar tóku 39 slík en íslensku strákarnir aðeins sautján. Þrátt fyrir tapið lék íslenska liðið ágætlega á köflum. Byijunin var eiiki góð en eftir að Pétur Ingvars- son kom inná og reif upp baráttuna hrökk sóknin í gang og í vöminni reyndu menn eins og þeir gátu að eiga við mótheijana. Staðan í leik- hléi var 36:30 og gátu menn vel við unað. Upphaf síðari hálfleiksins var ekki gott, 8:0 á fyrstu mínútunum, og fyrsta karfa Islands kom ekki fyrr en eftir 3,40 mínútur. Þegar sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum kom hræðilegur kafli sem áður er getið um en svo hrökk Guðjón í gang og gerði þijár þriggja stiga kþrfur í röð og á lokakaflanum gerðu íslendingar 20 stig gegn sex stigum Litháa. Jón Arnar lék vel og bróðir hans Pétur einnig, en Herbert og Guðjón fundu sig ekki nema í örstutta stund hvor um sig. Albert og Guðmundur léku báðif þokkalega en Guðmundi gekk erfiðlega að hitta úr teignum. Allt gengur á afturfótunum hjá Boston Celtics þessa dagana og á föstudagskvöldið urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir Los Angeles Lakers 109:102. Shaquille O’Neal gerði 25 stig í leiknum og tók auk þess 11 fráköst og Byron Scott gerði 12 stig, þar af 7 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins. Þetta var sjöundi heimasigur Lakers í röð en leikmenn Boston hafa ekki náð að vinna leik á útivelli til þessa á leiktíðinni, einir liða í deildinni. Eddie Jones gerði 17 stig og Elden Campbell skoraði 14 stig auk þess að taka 11 fráköst. Michael Jordan lét allar staðreynd- ir um að lið Cleveland léki besta varnarleik allra liða í NBA sem vind um eyru þjóta er hann og félagar í Chicago fengu Cleveland í heimsókn um helgina. Jordan gerði 45 stig og fór hreinlega á kostum og lagði grunn að 102:97 sigri meistaranna. Þetta var níundi sigurleikur Chicago í síðustu tíu leikjum. í fyrri hálfleik gerði Jordan 27 stig eða tæplega helming stiga liðsins sem var 60:47 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Þess má til gamans geta að Gleve- land hefur féngið á sig að meðaltali 82,8 stig í leik í vetur. „Þetta var minn dagur,“ sagði snillingurinn eft- ir leikinn. „Allt gekk upp.“ Herbragð Jordans í leiknum gekk eins og til var ætlast. Á fyrstu sex mínútum leiksins fékk hann dæmdar þijár vill- ur á Bobby Phills einn sterkasta varnarmann deildarinnar. „Einn hluti hernaðaráætlunar minnar var að koma Phills í vanda strax í upphafi og það tókst og setti verulegt strik í reikninginn hjá þeim í vöminni," sagði Jordan með sigurbros á vör. Þetta var fímmti tapleikur Cleveland í röð fyrir Chicago og aðeins í þriðja sinn sem þeir fá á sig meira en 100 stig í vetur. Fleiri stjömur skinu skært um helgina, þar á meðal Hakeem Olajuwon og Charles Barkley. Olajuwon skoraði 31 stig er Hoston lagði Golden State 104:95 og Barkl- ey gerði 16 stig og tók 19 fráköst. Þar með voru leikmenn Golden State slegnir út af laginu eftir þrjá sigur- leiki í röð. í New York tóku heimamenn á móti Orlando Magic og sýndu enga miskunn. Lokatölur 96:85 þar sem Patrick Ewing gerði 14 af 17 stigum sínum í leiknum í öðrum leikhluta. Allan Houston var með önnur 17 stig fyrir heimamenn sem unnu þarna 11. sigur sinn í 13 leikjum. Fyrrum leikmaður New York, Gerald Wilkins, var atkvæðamestur hjá gestunum með 21 stig. Karl Malone gerði 29 stig fyrir Utah í stórsigri á Philadelphia 76ers 110:84, en þetta var níundi sigur Utah á 76ers í röð. John Stockton gerði 17 stig og átti 14 stoðsending- ar að þessu sinni. Tim Hardaway skoraði 36 stig er Miami sigraði Millwaukee 95:94 í fjórtánda sigurleiknum í röð á úti- velli á leiktíðinni. Miami nálgast því óðfluga met Los Angles Lakers frá því á leiktíðinni 1971-72 er liðið vann 16 leiki í röð á útivelli. P.J. Brown gerði 18 stig fyrir Miami og tók 13 fráköst og Isaac Austin var með 14 stig. Vin Baker skoraði flest stig Millwaukee, 26, auk þess að taka 9 fráköst og Clenn Robinson var með 20 stig, 8 fráköst og 8 stoð- sendingar. Stig fyrir hvert ár LITH AAR sýndu enga kurt- eisi á laugardaginn er þeir iéku fyrsta leikinn á afmælis- mótinu i Danmörku gegn heimamönnum. Danska körfuknattleikssambandið verður 60 ára þann 6. jamiar og er mótið lialdið í tilefni af þeim merka áfanga. Lithá- ar gáfu gestgjöfunum fína afmælisgjöf, signiðu þá með 50 stiga mun, 46:96, eða með einu stigi fyrir hvert ár sem sambandið hefur verið til! ■ JÓN Kr. Gíslason landsliðs- þjálfari óskaði eftir því á tækni- fundi fyrir mótið að íslenska liðið fengi að leika í hvítum búningum ef því yrði við komið. Það var auð- fengið á móti Frökkum en Litháar vildu leika í hvítu á móti okkur þannig að íslenska liðið var í bláum búningum. Danir vildu einnig leika í hvítu gegn íslandi en létu undan og ákváðu að vera í rauðu búning- unum sínum. Ástæða þess að okkar menn vildu frekar leika í hvítu var að sumar buxumar við bláu búning- ana þóttu ekki nógu þægilegar. ■ GUÐJÓN Skúlason, stórskytta úr Keflavík, fann sig ekki nægilega vel í leiknum gegn Frökkum, en það var 100. landsleikur hans. Hann sagðist hafa viljað leika þennan áfangaleik betur, en þess óskuðu reyndar flestir leikmenn liðsins. ■ FALUR Harðarson, félagi Guðjóns í Keflavík, er sagður hafa leikið 59 landsleiki fyrir leikinn á laugardaginn og átti það því að vera 60. landsleikur hans. Falur er hins vegar harður á því að hann hafi leikið 60 landsleiki og leikurinn gegn Frökkum hafí verið hans 61. leikur. ■ ENN' einn Keflvíkingurinn, Albert Óskarsson, náði merkum áfanga á laugardaginn en þá lék hann sinn 30. landsleik. ■ TVEIR nýliðar eru í landsliðs- hópnum, Eiríkur Önundarson úr ÍR, og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík. Báðir komu inná í fyrsta leiknum, Eiríkur þegar 7,45 mínútur voru til leiksloka, skipti við Guðjón. Páll Axel kom inná er 3,14 mínútur voru eftir. ■ PÁLL Axel fékk einnig tæki- færi í öðrum leiknum og skoraði þá fimm stig, hitti úr báðum skotum sínum, innan og utan við þriggja stiga línuna, og er því trúlega eini íslendingurinn sem er með 100% nýtingu úr landsleikjum. ■ JÖN Arnar Ingvarsson lék sinn 80. landsleik er hann hóf leikinn gegn Litháum og stóð sig vel. Hjörtur Harðarson lék um leið sinn 20. landsleik. ■ LITHÁAR höfðu ekki fyrir því að fara til búningsherbergja í leik- hléi er þeir mættu Dönum en þeir gerðu það hins vegar er þeir mættu Islendingum og fannst sumum það bera vott um að íslendingar hefðu leikið betur en Danir. ■ ÍTALSKUR körfuknattleiks- dómari sem dæmir í 1. deild þar í landi hefur lýst yfír áhuga á að koma hingað til lands og dæma í úrvalsdeildinni það sem eftir er leiktíðar. Hann er í sambúð með íslenskri konu og hafa þau áhuga á búa hér á landi. Þess má til gam- ans geta að dómarar ■! 1. deild á Ítalíu fá um 70.000 krónur fyrir hvern leik en starfsbræður þeirra hér heima fá um 3.000 kr. fyrir hvern leik. SNGLAND: X 21 1 X X X11 11X1 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.