Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ staða forsætisráðherra, að Evr- ópumálin skuli ekki vera á dag- skrá, mun reynast þessari þjóð dýrkeypt þegar fram líða stundir. 4. Hér spyr Morbunblaðið um eitt allra stærsta mál þjóðarinnar og gamalt og nýtt deilumál á Alþingi Islendinga. Deilumál um eignarhald á auð- lindum í jörðu og um virkjunarrétt fallvatna eru nánast jafngömul öldinni og hafa skotið upp kollin- um aftur og aftur. Nátengd því er deilan um eignarhald á hálend- inu sjálfu. Bragi Sigutjónsson, alþingis- maður Alþýðuflokksins, lagði fyrstur manna fram tillögu á Al- þingi um, að hálendi íslands utan landareigna lögbýla skyldi með lögum úrskurðað sameign þjóðar- innar. Þetta gerði hann með tillögu til þingsályktunar um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum, árið 1972. Síðan hafa þingmenn og þingflokkur Alþýðuflokksins, nú þingflokkur jafnaðarmanna, flutt margvíslegar þingsályktun- artillögur og frumvörp um þetta mál. Þingmenn og þingflokkur Alþýðubandalagsins hafa einnig flutt áþekk mál á Alþingi en allur þessi tillöguflutningur hefur strandað á andstöðu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, þó innan beggja flokkanna hafí verið og séu einstakir þingmenn, sem okkur eru sammála. Hver er vilji okkar jafnaðar- manna í málinu? Hann er í sam- ræmi við dóm Hæstaréttar árið 1981, þar sem rétturinn kallaði eftir því, að Alþingi setti löggjöf um eignarrétt að almenningum og afréttarlöndum til þess að eyða réttaróvissu; löggjöf, sem enn hef- ur ekki verið sett. Við viljum, að þau lög séu þannig, að skýr mörk séu dregin á milli einkaeignar og almannaeignar. Eignarráð á landi geta verið með ýmsum hætti. Full eignaryfirráð eða takmörkuð eign- aryfirráð, svo sem beitarréttindi, veiðiréttindi o.fl. Við viljum, að sú stefna verði mörkuð, að í eign ein- staklinga, sveitarfélaga, upp- rekstrarfélaga og annarra aðila teljist það land og þau landgæði, sem eignarheimildir verða sannað- ar á. Annað land og önnur land- gæði, sem eignarheimildir slíkra aðila ná ekki til, verði með lögum úrskurðuð þjóðareign. Þá höfum við flutt á Alþingi og flytjum nú aftur frumvarp til laga um eignar- hald á auðlindum í jörðu og frum- varp til laga um virkjunarrétt vatnsfalla, sem ganga í sömu átt en með þeirri viðbót, að sé um að ræða nýtingu slíkra réttinda í eigu einstaklinga í þágu þjóðarheildar- innar og með því umfangi að þau verði ekki nýtt nema fýrir atbeina hennar, þá skuli eiganda goldið verð fyrir, sem samræmist þeim skaða eða tjóni, sem einstaklingur- inn sannanlega kann að verða fyr- ir, svo sem vegna verðrýrnunar á landareign, afnotamissis eða um- ferðar og átroðnings. Nátengt þessu er svo réttur al- mennings til umferðar um hálendi og þjóðlendur, sem við viljum tryggja, svo og verndun og varð- veisla umhverfisins, sem jafnframt þarf að setja skýrar reglur um. 5. Fjölmargir og ólíkir aðilar koma að því máli. Aðilar vinnumarkað- arins í kjarasamningum. Fjár- magnsmarkaður með vaxta- ákvörðunum. Seðlabanki með stjórn peningamála. Heimilin með ákvörðunum um sparnað og neysluútgjöld. Fyrirtækin með fjárfestingarákvörðunum. Ríkis- stjórnin með stjórn n'kisfjármála. Enginn einn aðili getur ráðið ferð- inni. Stöðugleiki eða óstöðugleiki í efnahagsmálum ákvarðast af fjölþættu samspili margra og ólíkra þátta. Nú liggur fyrir, að vextir hafa hækkað. Fjárfestingar á næsta ári munu aukast um 25% þó ekki sé tekið tillit til álversframkvæmda. Kjarasamningar eru framundan. lnnflutningur heimila á bílum og dýrum heimilistækjum hefur stór- aukist. Hagstæður viðskiptajöfn- uður við útlönd hefur breyst í við- skiptahalla. Við þessar aðstæður skiptir meginmáli hvernig ríkis- stjórnin heldur á íjármálastjórn ríkissjóðs og ríkisstofnana. Við þessar aðstæður nægir ekki, að ríkissjóður sé rekinn hallalaus heldur verður hann að skila um- talsverðum rekstrarafgangi. Það á að vera hægt vegna þess, að svona árferði veldur mikilli tekjuaukn- ingu hjá ríkissjóði. En til þess að svo geti orðið þarf sterka stjórn á ríkisfjármálunum. Ég óttast, að hún bresti. Ríkisstjórnin heyktist á því verki að taka á rekstrarút- gjöldum ríkissjóðs og ríkisstofn- ana, eins og hún ætlaði að gera, en lét sér nægja að skera niður framkvæmdafé, en sá niðurskurð- ur er óviss, og enn einu sinni fjár- framlög til trygginga- og félags- mála, en sá niðurskurður er óraun- hæfur. Ég óttast því, að nú endur- taki sig gamla sagan, sem við ís- lendingar þekkjum svo vel, að stjórn ríkisfjármálanna bresti þeg- ar verið er að sigla upp úr öldu- dalnum með þeim alþekktu afleið- ingum að stöðugleikinn fari nú veg allrar veraldar og allar fórnimar, sem þjóðin hefur fært á sl. ára- tug, verði unnar fyrir gýg. in \ APóen Brúðhjón Allur boröbiínaður Glæsiletj gjafavara Briíöarhjóna lislar Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans Þeir sterkari hafa eflst á kostnað þeirra veikari n A\\o\ vi:RSLL/i\IN Líiugnvegi 52, s. 562 4244. 1. Markmið fiskveiðistefnu hljóta að vera verndun og uppbygging fiskistofna, aukin hagkvæmni við veiðar og vinnslu, bætt meðferð og hámarksnýting aflans, bætt kjör starfsfólks í sjávarútvegi og sanngjörn dreifmg atvinnu og arðs eftir aðstæðum. Núgildandi fisk- veiðistjórnun hefur ekki skilað til- ætluðum árangri. Of hart er sótt að einstökum fisktegundum, smá- fiskadráp er á stundum yfirgengi- legt, fiskiskipin eru enn of mörg, og þótt nýting hafí batnað á sum- um sviðum, er allt of miklu kastað á glæ í orðsins fyllstu merkingu. Kvótabraskið og brottkast físks eru helstu meinsemdirnar sem taka verður á. Framsal kvóta er af mörgum talið veigamikil forsenda fyrir hagræðingu, en á hinn bóginn hefur það valdið því að aflaheim- ildir hafa safnast á æ færri hend- ur og margir auðgast um tugi milljóna á sölu kvóta, sem þeir fengu úthlutað ókeypis. Hagræð- ingin er þannig of dýru verði keypt. Kvótabraskið verður að stöðva. Ég tel fyllilega koma til greina, að framsal verði takmark- að við aflaskipti. Brottkast físks á heldur ekki að líðast og skiptir miklu fyrir orðstír okkar íslendinga að út- gerðarmenn og sjómenn taki sam- eiginlega á þeim vanda. Megin- vandinn er þó Iíklega sá, að skipin eru of mörg að bítast um aflann. Því er brýnt að finna leiðir til að minnka flotann og gera þennan mikilvæga atvinnuveg okkar bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en hann er nú. 2. í mörgum lýðræðisríkjum tíðk- ast þjóðaratkvæðagreiðslur, þar sem íbúar eru spurðir um afstöðu til einstakra mála, annaðhvort að ósk þeirra sjálfra eða stjórnvalda. Það er að sjálfsögðu í fullu sam- ræmi við lýðræðishugtakið, sem innifelur að æðsta valdið sé hjá þjóðinni sjálfri. Svisslendingar byggja á langri hefð í þessu efni, og víða í Evrópu, ekki síst á Norð- urlöndunum, hefur það færst í vöxt á undanfömum árum að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, sem ætla má að skoðanir lands- manna séu skiptar um. Nægir að nefna sem dæmi þjóðaratkvæða- greiðslu Dana, Svía og Norð- manna um inngöngu í EB, Svía um afstöðu til kjarnorkumála og Dana, íra og Frakka um Maastric- ht-samkomulagið. Hér á landi skortir hefðir og reglur um þjóðaratkvæði og Kvennalistinn hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að setja slíkar regl- ur. Við teldum eðlilegt og höfum flutt tillögur um það á Alþingi, að tíundi hluti kosningabærra manna eða þriðjungur þingmanna gæti farið fram á þjóðarat- kvæðagreiðslu um einstök mál. Eitt þeirra gæti vissulega verið spurningin um veiðileyfagjald. 3. Sameiginlegur gjaldmiðill margra af helstu viðskiptalönd- um okkar í Evrópu mun að sjálfsögðu hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf og rétt að vera við öllu búin. Að líkindum verða a.m.k. sex ESB-ríkja stofn- ríki EMU, efnahags- og mynt- bandalags Evrópu, þ.e. Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Belgía, Holland og Lúxemborg, en 25-30% utanríkisviðskipta okkar eru einmitt við þessi ríki. Hins vegar er mun líklegra en ekki, að Bretland og Danmörk standi utan myntbandalagsins, a.m.k. í fyrstu, og viðskipti okkar við þau eru ekki síður mikilvæg, né heldur við önnur lönd víða um heim. Við þurfum að horfa til allra átta. Sumir teldu sjálfsagt enga eftir- sjá í íslensku krónunni, sem hefur verið fremur veikur og óstöðugur gjaldmiðill og er sennilega ein af ástæðum þess, hve erlendir fjár- festar sýna hlutabréfum hér lítinn áhuga. Aðrir benda á mikilvægi þess að eiga möguleika á að mæta sveiflum í hagkerfinu, sem eru oft miklar hér vegna þess hversu háð það er sjávarútveginum. Það er sjálfsagt að velta fyrir sér kostum og göllum þess að tengjast EMU á einhvern hátt, en sem stendur er slík tenging ein- vörðungu bundin við aðild að Evr- ópusambandinu. Hugmyndafræði og gildismat þess ríkjasambands gengur þvert á hugmyndir Kvennalistans um lýðræði, vald- dreifingu, áhrif fólks á eigið líf og umhverfí, sjálfbæra þróun og réttinn til að þróa eigið samfélag. Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu breytir engu um afstöðu Kvennalistans til aðildar að ESB. 4. Óbyggðir íslands eru auðlind ekki síður en fiskimiðin og fallvötnin, hugvitið og þekkingin. Hálendið er sameign allrar íslensku þjóðar- innar og ætti að lúta einni stjóm. Réttast væri að draga markalínu mílli heimalanda og afréttar og skilgreina óbyggð víðemi sem þjóð- areign. Einstök sveitarfélög geta hins vegar átt hefðbundinn rétt til ákveðinna nytja, en um það þarf reglur og samkomulag. Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opiö dag- lega frá kl. 10-18. Kristín Halldórsdóttir ***ifi* FLÍSAR iihm Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 567 4844 Um allan heim hef- ur maðurinn breytt landi og náttúm í sína þágu eftir þörfum og vexti og til skamms tíma óvitandi og áhyggjulaus um afleið- ingar gerða sinna. Óbætanlegt tjón hefur verið unnið á umhverfi og náttúm, og víða er svo komið, að ósnortið land og villt náttúra telst fágætur munað- ur. í mörgum löndum er nú unnið að verndun slíkra svæða, og víst er, að möguleikar Is- lendinga í þeim efnum em ýmsum öfundarefni. Sérstaða íslands felst m.a. í því, hve stijálbýlt landið er og stórir hlutar þess enn óbyggðir og lausir við mannvirki og rask. í þeim svæð- um felast möguleikar, sem flestar aðrar þjóðir hafa alls ekki og geta aldrei öðlast. Á íslandi er enn hægt að taka frá stórar víðáttur, náttúmlegar heildir og varðveita þær þannig, að komandi kynslóðir fái notið þeirra, geti leitað sér þangað lífsfyllingar og þekkingar. Þar ber að raska sem minnstu, og slík víðerni ber að nýta í þágu vís- inda og náttúruskoðunar. 5. Ríkissjóð þarf að reka án halla og helst með afgangi. Um það eru flestir sammála, þótt þá greini á um leiðir, þ.e. hvert eigi að sækja tekjurnar og hvar aðhald og sparn- aður eigi að koma niður. Á undan- förnum árum hefur verið gengið alltof langt í að velta byrðunum af atvinnulífinu yfir á herðar ein- staklinganna. Hinir sterkari hafa eflst á kostnað hinna veikari. Með tilliti til þess þarf að endurskoða tekjuöflunarkerfi ríkisins og for- gangsröðun á útgjaldahlið fjár- laga. Kvennalistinn telur það and- stætt hagsmunum þjóðarinnar að hamla gegn þróun í menntun og rannsóknum og vega að réttindum sjúkra og aldraðra. Mannréttindi í víðtækum skilningi, menntun og rannsóknir, heilbrigðisþjónusta og félagsleg þjónusta, vemdun nátt- úru og umbætur í umhverfismál- um eiga að hafa forgang. Niðurstöður komandi kjara- samninga skipta einnig miklu fyr- ir þróun efnahagsmála. Þrenging- ar síðustu ára hafa bitnað harka- lega á einstaklingum og fjölskyld- um. Skuldir heimilanna hafa auk- ist geigvænlega, og fátækt snertir æ fleiri. Um það vitna félagsmála- stofnanir, prestar og hjálparsam- tök af ýmsu tagi. Það er samfélag- inu dýrt að halda hluta þjóðarinn- ar í fjötrum fátæktar. Nú árar betur í efnahags- og atvinnulífi okkar, og þá er brýnt að bæta stöðu almenns launafólks. Veruleg hækkun hinna lægstu launa og afnám launamisréttis kynjanna þurfa að vera meginmarkmið næstu kjarasamninga. Fyrir hönd Kvennalistans vil ég óska landsmönnum öllum gæfu og gengis árið 1997 og þakka samskiptin á liðnu ári. Haustvörurnar streyma inn Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.