Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 11 I I ) ) ) ) > i I Þórður Þórkelsson barnalæknir á Barnaspítala Hringsins Flaug fjórum sinnum til Grænlands eftir veikum börnum IFEBRÚAR síð- astliðnum óskuðu Grænlendingar eftir aðstoð frá íslandi vegna RSV-veirufar- aldurs. RSV-sýking leggst á öndunarfæri og getur verið skaðleg ungbörnum og börn- um með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sjúkdómurinn er þekktur uni allan heim en verður eink- um skæður síðari hluta vetrar. Vandamálið var orðið Grænlendingum ofviða vegna fjölda ungbarna sem veikst höfðu og ónógs búnaðar grænlenskra sjúkrahúsa. Þrír læknar frá Barnasgítala Hringsins fóru með flugvél íslandsflugs með hitakassa og annan búnað til Kulusuk 5. febrúar og sóttu tvö hinna veiku barna. Fleiri beiðnir bárust næstu daga og alls voru átta börn flutt til meðferðar til íslands. Hið síð- asta kom með flugi frá Nuuk 19. mars. Fjórar ferðir voru farnar frá íslandi til að sækja börnin og Þórð- ur Þórkelsson barnalæknir fór með í öll skiptin. „Ástæða þess að ég fór allar þessar ferðir er að ég er sérmennt- aður bæði í nýbura- lækningum og barna- gjörgæslu og hef mikla reynslu af sjúkraflutningum. Ég er menntaður frá há- skólasjúkrahúsum í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada og fór þar í fjölmörg sjúkraflug að sækja börn. Báðir spítalarnir eru mjög stórir, sá í Cincinnati er einn stærsti barnaspítali í Bandaríkjunum og spítalinn í Toronto er sá stærsti í Kanada og var til skamms tíma sá stærsti í heiminum." Lenti á bílastæði stórmarkaðar „í Kanada þurfti stundum að fljúga langt norður á bóginn til að sækja börn og var þá yfirleitt farið í þyrlu. I Bandaríkjunum voru sjúkraflutningar stór hluti starfsins, enda er algengt þar í landi að börn séu flutt inn_ á há- skólaspítalana langt að. í einu fluginu lentum við í nokkrum svað- ilförum. Skömmu eftir flugtak skall skyndilega á mikil þoka og við neyddumst til að lenda á bíla- stæði fyrir framan stórmarkað. ÞÓRÐUR Þórkels- son barnalæknir. Morgimblaðið/Kristinn EITT grænlensku barnanna borið út úr flugvél íslandsflugs í súrefniskassa. Sem betur fer var þetta á sunnu- dagsmorgni þannig að það var lít- il umferð.“ Þórður segir að flugið til Græn- lands hafi gengið vel, en eitt sinn mátti litlu muna að þeir yrðu veðurtepptir. „Við lentum í þokka- legu veðri í Kulusuk og sóttum þar eitt barn en þurftum að bíða þar eftir því að annað væri feijað með þyrlu frá Ammassalik. Veðrið versnaði mjög meðan við biðum og loks var kominn blindbylur. Þegar ljóst var að ekki tækist að flytja barnið til okkar ákváðum við að fara í loftið. Eitt sinn rof- aði til í 2-3 mínútur og notaði þá flugmaðurinn tækifærið, en það mátti litlu muna.“ Börnin sem flutt voru til íslands komust öll til heilsu eftir nokkra daga. „Eitt barnið var reyndar mikið veikt og þurfti að fara í öndunarvél, en það var aldrei veru- lega tæpt með neitt hinna barn- anna.“ Ekki hefur þurft að sækja börn vegna RSV-sýkingar í vetur. „Það er enn fullsnemmt að segja hvern- ig verður. Það er ekki von á RSV- sýkingum fyrr en eftir áramót,“ segir Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.