Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 15
14 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 15 BOTNLEÐJA ■ZtfajMUfjM & awaaí _______________BUBBi MOBTINS__________________ ALLAR ÁTTIR - Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að Bubbi Morthens skuli senda frá sér breiðskífu á hverju ári, heldur er það merki- iegt hve honum tekst að senda frá sér góðar skífur ár eftir ár. Allar áttir Bubba bendir til að hann sé þess reiðubúinn að taka enn eitt stökkið í stíl og framsetningu og fróðlegt að heyra hvar hann lendir. Ekki er hér getið ijóðaplötu hans, en á henni voru vissulega frábærir sprettir. NAS IT WAS WRITTEN - Ný kynslóð rappara er að taka við vestan hafs, tón- listarmenn sem líta á rappið sem alvarlega tónlist sem hafl tilgang. Þar fremstur í flokki fer Nasir Jones, sem kallar sig Nas, og önnur breiðskífa hans, It Was Written, sló rækilega í gegn um heim allan. Ekki réðu þar minnstu vinsældir lagsins If I Ruled the World, sem Lauryn Hill úr Fugees söng með Jones, en fjölmörg önnur íyrirtakslög var að finna á plöt- unni, sem einkennist af fönkuðu mjúku rappi. FÓLK ER FÍFL - Á Fólk er fífl breytist Botnleða í einni svip- an úr efnilegustu rokksveit landsins í þá bestu, slíkar eru framfarimar frá síðustu skífu sveitarinnar. Kröftug keyrsla er aðal Botnleðju og af slíku er nóg, jaðrar við pönk á köflum, en meira um vert er að á plötunni bregða þeir Botnleðjuliðar á leik með ýmisleg áhrif og tilraunir, þar á meðal blásarasveiflu, sem lofa góðu um framhaldið. BRIM HAFMEYJAR OG HANASTÉL - Ekki er vert að taka þessari breiðskífu gleðigjafanna í Brimi með of mikilli alvöru, enda skín í gegn gamansemi og gleði. Á henni taka Brimliðar fjölda sígildra surf-laga á sinn sérstaka hátt og bæta við sjö frumsömdum slögurum sem falla vel að klassíkinni. Rúsín- an í upphafi er svo mögnuð surf-útgáfa á Vegir liggja til allra átta eftir Sig- fús Halldóx’sson. FATBOY SLIM BETTER LIVING THROUGH CHEMISTRY - Norman Cook er sérkenni- legur tónlistai’maður og afkastamikill. Hann á sér ýmis aukasjálf og kemur sér vel þegar hann vill senda frá sér danspopp sem Freakpower, techno- popp sem Pizzaman eða einfaldlega hreinræktaða partítónlist sem Fatboy Slim. Á Better Living Through Chemistry hrærir hann saman ólíkum straumum á magnaðri stuðplötu. DÆGURTÓN DÆGURTÓNLIST LIVE AT THE LIQUID ROOM TOKYO - Jeff Mills er einn af helstu spámönnum techno-tónlistarinnar og sannaði það á eft- irminnilegri fyrstu breiðskífu sinni sem tekin var upp í Japan fyrir rúmu ári. Þar hrærir hann saman eigin efni og annarra af mikilli list og tryllir áheyrendur og dansara ef marka má lætin á staðnum. TIL HAMINGJU MEÐ FALLIÐ - Magnús Þór Jóns- son, Megas, hefur ekki sent frá sér plötu alllengi og sú plata sem loks kom, Til hamingju með fallið, var engin smásmíði, hátt í áttatíu mínútur af tónlist. Mikið er um orð á plötunni, textar langir, og þau stóðu reyndar í sumum sem um fjölluðu. Til ham- ingju með fallið er plata sem þarfnast hlustunar og launar þá hlustun ríkulega. LOGICAL PROGRESSION - Þetta ár var sannkallað jungle-ár, því ekki var bara að það náði inn á al- menna vinsældalista hér á landi, heldur fóru jungle- plötur og -áhrif stórum á vinsældalistum víða um heim. Besta erlenda plata þessa árs kom snemma út á árinu og á henni er að finna margt kræsilegt, mikið af jungle, en einnig margskonar breakbeat og raf- fönk. Nýir straumar hafa verið áber- andi í íslenskri útgáfu á árinu þó enn eimi eftir af þeirri leiðinlegu þróun að menn séu að endurnýta gamalt efni, að taka upp ýmislega tónlist, erlenda sem innlenda, og gefa út í stað þess að reyna að senda frá sér eitthvað nýtt. Síðasta ár voru íslenskir tónlistarmenn sérdeilis áhugasamir um að gefa út gamalt efni, en á þessu ári hefur ýmislegt komið út af nýrri ís- lenskri tónlist, til að mynda íslensk danstónlist og danspopp, rapp, keyrslurokk, framúrstefnupopp og svo mætti lengi telja. Enskan virðist og á undanhaldi, því íslenskir textar eru aftur komnir í öndvegi, þó enn séu einhverjir sem annaðhvort þykjast stefna á heimsfrægð í útlöndum eða eru undir svo sterk- um áhrifum að utan að þeir geta ekki annað en sungið á ensku. SWITCHSTANCE - Þar kom að því að út kom íslensk rappplata og það hörkuplata. Að vísu eru ekki á henni nema fimm lög, þar af eitt stutt og annað leikið, en tónlistin er fersk og skemmtilega ki-aftmikil með þungum bassagangi og hörðum hi-ynsyrpum, aukinheldur sem þeir félagar komast vel frá rappinu. Þá er bara að bíða þess að þeir sendi frá sér rapp á ís- lensku. TWO LONE SWORPSMiN THE FIFTH MISSION - Sabres of Paradise var eins helsta öðlingssveit breskrar danstónlistar á sinni tíð og mörgum harmdauði þegar hún lagði upp laupana. Þeir félagar Andy Weatherall og Keith Tenniswood héldu þó áfram að vinna saman og sendu frá sér frábæran tveggja plötu pakka þar sem andi Sabres svífur yfir vötnunum. QUARASHI KK & MAGNÚS EIRÍKSSON KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI BJÖRK SLOWBLOW ÓMISSANDIFÓLK - Samstarf þeirra Kristjáns Kristjáns- sonar og Magnúsar Eiríkssonar gat varla nema heppnast vel og Ómissandi fólk er uppfull af kímni, grípandi lögum og bráðgóðum textum. Iðulega er erfítt að geta sér til um hvaðan stemmningin er komin í hvert lag, en alstaðar skín í gegn ánægjan sem þeir hafa af samstarfinu. KÖLD ERU KVENNARÁÐ - Kolrassa krókríðandi sendi frá sér þriðju breiðskífuna á árinu og sú var tekin upp að stórum hluta ytra. Á plötunni má heyra að Kolrassa er enn í örri þró- un og fer síbatnandi. Kolrössu hefur verið hampað sem kvennasveit, sem er óþarfi, því þar fer einfaldlega bráð- skemmtileg hljómsveit með frábæra söngkonu í fararbroddi. TELEGRAM - Á Telegram eru að vísu lög sem Björk Guð- mundsdóttir hefur hefur gefið út áður, koma öll af Post, en svo endumýjuð og -gerð að rétt er að telja plötuna með nýjum plötum. Tónlistin er ýkt í allar áttir, þannig að það sem áður var aðeins gefið í skyn er dregið fram. Á Telegram ægir öllu saman og víst er platan ekki auðmelt, en afar næringarrík. FUSQUE - Slowblow er nokkuð á skjön við íslenskan poppheim, enda er ekki vel lagið að kynna sig og tónlist sína. Síðasta plata Slowblow var fram- úrskarandi vel heppnuð og þó þessi sékanski ekki eins sterk, meðal annars vegna tilrauna til að geðjast fjöldanum, er hún engu að síður bráðvel heppnuð. Þess má geta að Emiliana Torrini og Daníel Ágúst Haraldsson syngja á plötunni og fara vel með sitt. ADUEY TWIN ■ ww ■ »■ UNDERWORLD DJ SHADOW ÝMSIR THE RICHARD D. JAMES ALBUM - Tónlistarmaðurinn sér- kennilegi Aphex Twin er líklega hæfileikamesti tónlistarmað- ur sem danstónlistin hefur getið af sér. Þetta var önnur breið- skífa ársins frá honum og ekkert lát á innblæstri. Titill plöt- unnar er margfaldur orðaleikur og tónlistin er líka leikur, þó oft sé hann hráskinns. SECOND TOUGHESTIN THE INFANTS - Líklega hefur hamagangurinn í kringum Born Slippy komið Underworld- liðum eins mikið á óvart og útgáfu þeirra sem haskaði sér að skella því á plötuna sem aukalagi og gaf hana út aftur. Born Slippy var sungið um allt Bretland í sumar og haust og enn má heyra það á knattspyrnuleikjum þar í landi. ENDTRODUCING - Þróunin í hipphoppinu hefur ekki verið ýkja hröð vestan hafs, en von til að það breytist, meðal annars fyrir tilstilli tónlistarmanna eins og Josh Davis, sem kallar sig D J Shadow. Breiðskífa hans er gerð í sérkennilegu plötusafni og á henni ægir öllu saman 1 sjóðandi fönkblöndu og dub- hljómum. NINJA CUTS: FLEXISTENTIALISM - Með eftirminnilegustu viðburðum ársins var heimsókn útsendara Ninja Tune hingað til lands og írábærra tónleika hér á ýmsum stöðum. Á tvöfaldri safnplötu útgáfunnar var höggvið í sama knérunn og á fyrri meistaraverkum og fullt af frábærum lögum, til að mynda frá DJ Food/Coldcut, Funki Porcini, Herbaliser, 9 Lazy 9 Up, Bustle & Out. SEIF - Páll Óskar Hjálmtýsson tók mikla áhættu fyrir þessi jól. I stað þess að feta sömu slóð og hann gerði á síðustu breiðskífu kallaði hann til liðs við sig nýtt landslið íslenskra lagasmiða með frábærum árangri og kom sér kyrfilega fyrir í fremstu röð þeirra sem móta munu dægurtónlist framtíðar- innar. _____________MOTORBASS________________ PANSOUL - Fram til þessa hafa breskir tónlistarmenn verið nánast allsráðandi í nútímalegri danstónlist en franskir plötu- snúðar og dansfrömuðir gera sig líklega til að hrifsa til sín völdin. Með bestu plötum ársins eru skífur franskra tónhug- suða og best þeirra er þessi skífa Motorbass hópsins sem kall- ast einfaldlega Pansoul. í upphafi minnir hún á Sabres en fer síðan eigin leiðir. PÁLL ÓSKAR JEFF MILLS L.T.J. BUKEM yfirliti yfir helstu og bestu plötur ársins sem er að líða segir Árni Matthíasson að nýir straumar hafi verið áberandi í íslenskri útgáfu á árinu, auk þess sem enn fjölgi þeim plötum sem tónlistarmenn gefa sjálfir út með góðum árangri. Áfram heldur þróun í þá átt að fjölga einkaútgáfum á kostnað fyrirtækjaútgáfu og þau fyrirtæki sem áður kölluðust stórútgáfur nánast hætt að gefa út plötur sjálf. Þar skiptir máli að fyrirtæki hafa tekið að sér að dreifa plötum sem einkaaðilar gefa út og umsvifamest í þeim efnum er Japis, en til að mynda Skífan, sem eitt sinn var umsvifamikil útgáfa, má muna fífil sinn fegri. Einnig hefur dregið úr umsvifum Spors ehf., en endurútgáfur hafa verið snar þáttur í útgáfu fyrirtækisins með góðum árangri. Fréttatengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu í dag á bls. 16c, 18c, 22c og 23c og verður hún þrískipt: barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. Baræagelraun W ^ (ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára) 1. Vöruúttekt frá Nike-búðinni Frísport á Laugavegi 6 að andvirði 20.000 kr. 2. Vöruúttekt frá versluninni Genus í Kringlunni að andvirði 10.000 kr. 3. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. UiitjJjjJijyjjsiMUjJk (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára) ^ 1. Fataúttekt að eigin vali frá versluninni Deres að andvirði 20.000 kr. 2. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. 3. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Fullorðinsgetraun v (ætluð öllum á aldrinum 18 ára og eldri)3 1. Vöruúttekt að eigin vali frá versluninni Habitat að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. .„b MSiá»»mi"5Sta,“ba'">oki' meí b rfa aft berast Mor9«"WaðinU ÍTsto mlnua^-nn 2°. ^ í T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.