Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 16
C 16 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þrenn verðlaun eru veitt fyrir lausnir á barnagetraun. 1. verðlaun eru vöruúttekt að eigin vali frá Nike-búð- inni Frísport á Laugavegi 6 að andvirði 20.000 kr. 2. verðlaun vöruúttekt frá versluninni Genus í Kringlunni að andvirði 10.000 kr. 3. verðlaun bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 5.000 kr. Að auki fá allir vinningshafar bakpoka merktan Morgunblaðinu. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifið nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - barnagetraun, Kringlunni 1,103 Reykjavík.Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar. 1 ■ Hvað heitir eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands? a) Guðrún Pétursdóttir. b) Guðrún Þorbergsdóttir. c) Guðrún Agnarsdóttir. d) Guðrún Ósvífursdóttir. 2. Gífurlegt Skeiðarárhaup varð i október. Úr hvaða jökli kom það? a) Langjökli. b) Mýrdalsjökli. c) Vatnajökli. d) Hofsjökli. 3« Fréttir af óhöppum barna á hjólum í umferðinni voru í sumar. Hvað kom oftast í veg fyrir meiriháttar slys? a) Ljósaluktin. b) Hjálmurinn. c) Fjallahjólin. d) Kattaraugun. 4. Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd sem unnin var ein- göngu í tölvum var frumsýnd á Islandi um páskana? Hvað heit- ir hún? a) Leikfangasaga (Toy story). b) Vaski grísinn Baddi (Babe). c) Hundalíf (101 Dalmatians). d) Frumskógaspilið (Jumanji). 5. Ný myndasaga hóf göngu sína í Morgunblaðinu á árinu. Hún birtist vikulega á síðu 8 í Daglegu lífi. Hvað heitir aðal- söguhetjan? a) Egill. b) Grettir. c) Gunnar. d) Mörður. 6« Sýning á dýrum sem ekki búa á íslandi fór um landið í vetur. Hvaða dýr voru meðal annarra á henni? a) Fílar. b) Flóðhestar. c) íkornar. d) Snákar. 7 ■ Forseti Bandaríkjanna var endurkjörinn á árinu. Hvað heitir konan hans? a) Barbara Clinton. b) Nancy Clinton. c) Hillary Clinton. d) Rosalind Clinton. 8. Þjóðleikhúsið sýndi barna- leikritið Kardemommubærinn á árinu. Hvað heitir gamli maður- inn í turninum í leikritinu? a. Tóbías. b) Bastían. c) Tommi. d) Sófus. 9. Á hvaða nágrannahnetti telja vísindamenn sig hafa fundið merki um líf? a) Júpiter. b) Venus. c) Mars. d) Plútó. 10. íslenska landsliðið í handbolta sigraði Dani í tveim- ur Ieikjum nýlega. Hver þjálfar íslenska liðið? a) Þorbergur Aðalsteinsson. b) Jóhann Ingi Gunnarsson. c) Þorbjöm Jensson. d) Theodór Guðfinnsson. 1 1 ■ Hvaða íslenska stúlka á heimsmet unglinga í stangar- stökki? a) Guðrún Arnardóttir. b) Vala Flosadóttir. c) Þórdís Gísladóttir. d) Ásthildur Helgadóttir. Nafn: Aldur: Símí ■ * Heltnlli: Staður: BARNA- GETRAUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.