Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORNSAGNA- GETRAUN Ein glæsileg verðlaun eru veitt fyrir laifsnir á fornsagnagetraun, heildarsafn íslendingasagnanna í útgáfu Fornritafélagsins sem Hið íslenska bókménntafélag hefur umboð fyrir, að andvirði 75.000 kr. Svarið hverri spumingu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifið nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á : Morgunblaðið — fornsagnaget- raun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar. I Svo er sagt að þau Gestur og Syrpa ala upp bamið. Vex hann svo skjótt að varla þótti líkindi á. Svo var það barn fagurt og frítt að allir hugðu það að aldrei ættu þau Gestur það bam. Þá spurði Gestur Syrpu hvað sveinn þeirra skyldi heita. Hún kvað það mak- legt að hann héti Urðarköttur þar sem hann var í urðu fundinn. Hann óx dagvöxtum. Syrpa gerði honum söluvaðarbrækur og hettu. Hana gyrti hann í brækur niður. Krækil hafði hann í hendi og hljóp svo úti um daga. Hann var þeim þarfur í öllu því er hann mátti. Þau höfðu mikla ást á honum. Þá er hann var þrevetur var hann eigi minni en þeir að sex vetra vom gamlir. Urðarköttur rann oft til fjöru og voru fiskimenn vel til hans og hentu mikið gaman að ^honum. Hafði hann jafnan góðar hjálpir heim til fóstm sinnar Syrpu. Oft kom hann á Eyri og var þar óvinsæll fyrir griðkonum Þorgerðar. Barði hann á þeim eða krækti fætur undan þeim með staf sínum en þær báðu honum ills og vom harðorðar mjög. Oft sögðu þær Þorgerði. Hún lagði fátt til og bað hann skyldi njóta fóstm sinnar Syrpu og vera vel við hann. Aldrei ber hann svo fyrir augu Ásbjarnar að hann láti sem hann sjái hann og æmtir honum hvorki vel né illa. En allir aðrir undmðu hann ef hann væri sonur þeirra Gests og Syrpu svo ámátleg sem þau vom bæði en hann var bæði ' mikill og fríður og vel knár. Hvaða nafn fékk Urðarköttur síðar? a) Egill b) Gísli c) Finnbogi d) Grettir II Hver orti? Veit eg, að eg hékk vindga meiði á nætur ailar níu, geiri undaður og gefínn Óðni, sjálfur sjálfum mér, - ^ á þeim meiði, er manngi veit, hvers hann af rótum renn. a) Kormákur Ögmundarson b) Hallgerður langbrók c) Ókunnur höfundur d) Eysteinn munkur III Úr hvaða sögu er þessi kafli? Það er sagt frá Hrapp að hann gerðist úrigur viðureignar, veitti nú nábúum sínum svo mikinn ágang að þeir máttu varla halda hlut sínum fyrir honum. Hrappur gat ekki fang á Þórði fengið síðan Olafur færðist á fætur. Hrappur hafði skaplyndi hið sama en orkan þvarr því að elli sótti á hendur honum svo að hann lagðist í rekkju af. Þá kallaði Hrappur til sín Vig- dísi konu sína og mælti: „Ekki hefí eg verið kvellisjúkur," sagði hann, „er og það líkast að þessi sótt skilji vorar samvistur. En þá að eg em andaður þá vil eg mér láta gröf grafa í eldhúsdyrum og skal mig niður setja standanda þar í dyrunum. Má eg þá enn vendileg- ar sjá yfir híbýli mín.“ Eftir þetta deyr Hrappur. Svo var með öllu farið sem hann hafði fyrir sagt því að hún treyst- ist eigi öðrum. En svo illur sem hann var viðureignar þá er hann lifði þá jók nú miklu við er hann var dauður því að hann gekk mjög aftur. Svo segja menn að hann deyddi flest hjón sín í aftur- göngunni. Hann gerði mikinn ómaka þeim flestum er í nánd bjuggu. Var eyddur bærinn á Hrappsstöðum. Vigdís kona Hrapps réðst vestur til Þorsteins surts bróður síns. Tók hann við henni og fé hennar. Nú var enn sem fyrr að menn fóru á fund Höskulds og sögðu honum til þeirra vandræða er Hrappur gerir mönnum og biðja hann nokkuð úr ráða. Höskuldur kvað svo vera skyldu, fer með nokkura menn á Hrappsstaði og lætur grafa upp Hrapp og færa hann í brott þar er síst væri fjár- gangur í nánd eða mannaferðir. Eftir þetta nemast af heldur aftur- göngur Hrapps. Sumarliði son Hrapps tók fé eftir hann og var bæði mikið og frítt. Sumarliði gerði bú á Hrapps- stöðum um vorið eftir og er hann hafði þar litla hríð búið þá tók hann ærsl og dó litlu síðar. Nú á Vigdís móðir hans að taka þar ein fé þetta allt. Hún vill eigi fara til landsins á Hrappsstöðum. Tekur nú Þorsteinn surtur fé þetta undir sig til varðveislu. Þorsteinn var þá hniginn nokkuð og þó hinn hraustasti og vel hress. a) Víga-Glúmssögu b) Eyrbyggja-sögu c) Króka-Refssögu d) Laxdæla-sögu IV Hver orti? Ungr, var eg með þér, þengill, það haust, er komst austan. Einn stillir, mátt alla jörð hegna, svo fregnist. Himin þóttust þá heiðan hafa, er landa krafðir, Iofðungs bur, og lifðir, landfólk tekið höndum. a) Sighvatur Þórðarson b) Hallfreður Óttarsson c) Grettir Ásmundarson d) Ókunnur höfundur V Við hvern er svo mælt? „Er hér enn annar hlutur til vandhæfa," segir Þorgils. „Þeir menn ætla hér til vistar er mikið þykja vanstilltir, sem eru þeir fóst- bræður Þorgeir og Þormóður. Veit eg eigi hversu yður hentar saman að vera en þeirra vist skal hér jafnan vera er þeir vilja. Nú máttu vera hér ef þú vilt en öngum yðar skal duga að eiga illt við annan.“ a) Gretti Ásmundarson b) Gunnar á Hlíðarenda c) Hólmgöngu-Bersa d) Þorgils Másson VI Hver orti? Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta eg. a) Fiðlu-Bjöm b) Þorgerður Egilsdóttir c) Þormóður Bessason d) Kolbeinn Tumason VII Þessi saga gerist á Austfjörð- um. Hvað heitir hún? Og er aðrir menn voru sofnaðir reis hann upp og tók skjöld sinn og gekk hann síðan út. Þess er getið að hann tók upp einn hellu- stein mikinn og þunnan og lét annan enda í brækur sínar en annan fyrir brjóst. Hann hafði í hendi bolöxi mikla í hávu skafti. Hann fer uns hann kemur í sauða- hús og rekur þaðan spor því að snjór var á jörðu. Hann kemur á Smjörvatnsheiði upp frá Sunnu- dal. Svartur gekk út og sá mann knálegan kominn og spurði hver þar væri. Brodd-Helgi sagði til sín. „Þú munt ætla að fara á fund minn og eigi erindislaust," segir hann. Svartur hljóp að honum og legg- ur til hans með höggspjóti miklu en Brodd-Helgi brá við skildinum og kom á utanverðan skjöldinn og kemur í helluna og sneiddi af hell- unni svo hart að hann féll eftir laginu. En Brodd-Helgi höggur á fótinn svo að af tók. Þá mælti Svartur: „Nú gerði gæfumun okkar,“ segir hann, „og muntu verða banamaður minn en sá ættangur mun verða í kyni yðru héðan af að alla ævi mun uppi vera meðan landið er byggt.“ Eftir þetta hjó Helgi hann bana- högg. Nú vaknar Þorsteinn karl heima á Hofí og gengur af rekkju sinni og tekur í rúm Brodd-Helga. Var það kalt orðið. Hann vekur upp húskarla sína og biður þá fara að leita Brodd-Helga. Og er þeir komu út röktu þeir spor hans alla leið og fundu hann þar sem Svart- ur lá dauður. Síðan huldu þeir hræ Svarts og höfðu með sér allt það sem fémætt var. Varð Brodd-Helgi víðfrægur og Iofaður mjög af alþýðu fyrir þetta þrekvirki er hann hafði unnið, jafn ungur sem hann var enn að aldri. a) Fljótsdæla saga b) Gunnars saga Þiðrandsbana c) Vopnfirðinga saga d) Ljósvetninga saga VIII Hver orti? Svo siglir hún bjarta ísodd með seglin blá, allvel henni byrinn blés í daga þijá. a) Skáld-Sveinn b) Ókunnur höfundur c) Sigga skálda d) Þorgeir Hávarsson FORNSAGNA- GETRAUN Nafn: Jlldur: Sími Heimili: Staður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.