Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBBR 1996 MORGUNBLAÐIÐ þessar veiðar hefur þurft mikið áræði útvegsmanna sökum þess hve áhættusamar þær geta verið. Því miður brugðust vonir um afla í Smugunni í Barentshafí á þessu ári og fengust aðeins um 20 þús. tonn af þorski. Rækjuafli á Flæmingja- ^grunni nálægt þrefaldaðist milli ára og veiddust um 20 þús. tonn. Því miður varð verðhrun á pillaðri rækju á árinu. Veiðar á úthafskarfa gengu vel fyrir sig og veiddust um 45 þús. tonn. Þá veiddust um 170 þús. tonn af norsk-íslensku sfldinni að mestu utan lögsögunnar. Það skiptir miklu að áfram verði staðinn vörður um nýtingarrétt okk- ar á fískistofnum sem við nýtum sameiginlega með öðrum þjóðum. Við verðum að sýna fýllstu ábyrgð í umgengi um fískistofnana jafnt innan lögsögunnar sem utan. Sam- tímis verður að tryggja hagsmuni okkar í sameiginlegum fískistofnum með öðrum þjóðum. Við megum ekki láta upphrópanir nágrannaþjóð- anna verða til þess að fiskveiðihags- munir okkar verði rýrari en ella. Stjórn LÍÚ hefur samþykkt að sjávarútvegurinn gefí Hafrann- sóknastofnuninni nýtt hafrann- sóknaskip. Til þess að fjármagna smíði skipsins samþykkti stjórn samtakanna að mæla með því við Alþingi að lagt verði sérstakt gjald á sjávarútveginn, sem nemi einum milljarði króna. Gjaldið komi til inn- heimtu þegar skuldbindingum Þró- unarssjóðs sjávarútvegsins er lokið og standi undir afborgunum af láni, -* sem tekið yrði til þess að hefja smíði skipsins strax á næsta ári. Það er að mati samtakanna mikil- vægt að starfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar verði efld á næstu árum og tryggt verði að til staðar séu áreiðanlegar upplýsingar og þekking á mikilvægustu náttúru- auðlind þjóðarinnar, fískimiðunum umhverfís landið. Bygging nýs rannsóknarskips er miklvægur liður í að efla þessa starfsemi. Ég vil að lokum þakka útvegs- mönnum samstarfíð á árinu og óska öllum landsmönnum gleðilegs nýárs. Haraldur Sumarliða- son, formaður Sam- taka iðnaðarins „Sókní iðnaði byggist á stöðug- leika“ ENN á ný eru áramót og enn á ný skal staldrað við og rakið hvað áunnist hefur og hvert stefna skal. Þótt ár sé ef til vill ekki langur tími er það eigi að síður nógu langt til þess að kalla fram af- gerandi breytingar í samfélaginu. Fyrir iðnaðinn var 1996 afdrifaríkt ár í mörgu tilliti. Þess verð- ur hugsanlega fyrst og fremst minnst fyrir það að þá tók mannvirkja- og byggingariðnaður- inn að rétta úr kútnum samfara auknum er- lendum fjárfestingum. Almennt séð styrktist rekstur iðnfyrirtækja. Afkoma þeirra hefur haldist svipuð og í fyrra en þá hafði - hún batnað til muna frá árunum á undan. Bætt afkoma hefur síðan leitt til vaxandi eiginfjár fyrirtækj- anna. Allt er þetta tvennu að þakka. Annars vegar er það að við höfum færst nær samkeppnismörkuðum; samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið hefur fært íslenskum iðn- aði ný tækifæri og eflt honum þrótt. Hins vegar hefur undanfarin ár ríkt stöðugleiki í íslensku efnahagslífi sem þó er ekki jafnsjálfsagður og virðast mætti. Samtök iðnaðarins hafa undanfar- in missiri lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að tryggja stöðugleikann í ís- lensku efnahagslífí enda hefur hann skilað tæplega 8% kaupmáttaraukn- ingu á síðustu tveimur árum. Ef hins vegar verða gerðir óskyn- samlegir kjarasamningar nú, sam- anber þær kaupkröfur sem fram eru komnar, munu engir aðrir græða á því en samkeppnisþjóðir okkar. Með óraunhæfum kröfum væri verið að losa um villidýr verðbólgunnar og afleiðingamar yrðu óskaplegar ef ný verðbólguhrina riði yfír. Atvinnu- vegir myndu glata samkeppnishæfni sinni, fjölskyldur yrðu gjaldþrota og staða íslands á alþjóðavettvangi, m.a. sem fysilegur kostur fyrir fjár- festa, myndi stórversna. Þótt margt hafí áunnist í efna- hagsstjóm er innbyggður veikleiki í hagkerfmu. Ósjaldan heyrist að mikilvægi greina og einstakra fyrir- tækja fyrir þjóðarbúið megi dæma af hlut- deild þeirra í útflutnings- tekjum landsmanna. Greinar þessar eru taldar standa undir hagsæld og hagvexti. Menn hafa jafnvel gengið svo langt í trú sinni að þeir hafa lagt minni álögur á þær og tengt laun á hinum almenna markaði við tekjur þeirra líkt og ekkert væri sjálfsagðara en að laun bakara eltu aflatekjur fiskiskipaflotans fremur en framleiðni í bakaríinu. Villutrú þessi hefur reynst hagkerfi okkar illkynja mein en sjúkdómseinkenni þess em gengisfellingar, verðbólga og mismunun af hálfu hins opin- bera í samkeppnisstöðu fyrirtækja. Afleiðingin er minni hagsæld og hægari hagvöxtur en ella. Mismunun, sem alið er á með ímyndaðri skiptingu greina eftir mikilvægi fyrir hagvöxt og hagsæld í landinu, er mjög varasöm. Þá er í raun aukaatriði hvort skiptingin er gerð á grundvelli hlutdeildar í útflutningstekjum eða landsfram- leiðslu. Jöfn samkeppnisstaða er forsenda þess að framleiðsluþætt- imir leiti þangað sem þeir skapa mestan arð fyrir þjóðarbúið. Tíma- bært er að forráðamenn þjóðarinn- ar, þingmenn og ríkisstjórn, viður- kenni að þar em að verki hinir raun- vemlegu drifkraftar hagvaxtar og að mismunun í samkeppnisstöðu dregur úr hagvexti en eykur hann ekki. Það er einnig tímabært að þeir bregðist við réttlætiskröfu þjóð- arinnar um hlutdeild í fískveiðiarð- inum með skynsömum hætti, þannig að sú auðlind, sem og aðrar sem era í eigu okkar Islendinga, fái að njóta sin til fullnustu í framlagi til aukins hagvaxtar og hagsældar hér á landi. Samtök iðnaðarins hafa lagt kapp á að koma á sveiflujöfnun og jöfnuði í starfsskilyrðum milli at- vinnuvega og bent á nauðsyn þess að fram komi skynsamlegar tillögur um þessi mál sem fælu í sér sátt. Veiðileyfagjald þykir mörgum fysi- legur kostur í þessu sambandi og umræðan um það á vonandi eftir að þroskast. á næstu mánuðum. Sveiflujöfnun í efnahagslífínu ætti að vera forgangsverkefni stjórn- valda og um það ættu ólíkir hagsmunahópar að geta sammælst. Þótt skiptar skoðanir séu um leiðir að markmiðinu má það ekki koma í veg fyrir að umræðan þró- ist. í ljósi þess að hag- vaxtamefnd, sem for- sætisráðherra skipaði vorið 1995, mun ekki skila niðurstöðum hefur stjórn Samtaka iðnaðar- ins sett á fót nefnd sem gegnir sama hlutverki en þó með nokkuð auk- inni áherslu á samspil iðnaðar og útgerðar. Það er ósk Samtakanna að tillögur nefndarinnar verði inn- legg í heildammræðu um úrbætur í íslensku efnahagslífi. Samtök iðnaðarins óska þó enn eftir að stjórnvöld beiti sér fyrir því að hags- munaaðilar atvinnulífsins verði kallaðir saman til að vinna tillögur til varanlegs hagvaxtar og á gmnd- velli þeirrar vinnu leggi ríkisstjórnin fram tillögu um aðgerðir fyrir árs- lok 1997. Ekki er seinna vænna en skipuleg og skynsamleg umræða eigi sér stað hér á landi um efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, sem taka mun gildi í ársbyijun 1999. Tilurð EMU mun gerbreyta Evrópu- sambandinu og flýta fyrir efna- hagslegum sammna í álfunni. Evrópuþjóðirnar em flestar mjög háðar utanríkisverslun og hlutfall inn- og útflutnings af þjóðarfram- leiðslu er mjög hátt. Sé hins vegar litið á Evrópusambandið sem eina heild kemur í ljós að utanríkisversl- un þess er einungis um 8%. Samein- aður innri markaður Evrópu með sameiginlega Evrópumynt mun gerbreyta samkeppnisstöðu Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Japan. Það er aftur meira vafamál hver staða þeirra Evrópuþjóða verður sem standa utan EMU, t.d. hafa Danir af þessu vemlegar áhyggjur. Ljóst er að EMU mun kalla á sam- ræmingu vaxta og skatta en áhrifin á vinnumarkaðinn em hins vegar óljós. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að draga mun úr viðskiptum Evrópuþjóða við þau lönd sem standa utan ESB. Hvað sem líður skoðunum okkar á aðild að ESB, verður ekki lengur undan því vikist að taka til alvarlegr- ar umræðu þau sjónarmið sem liggja að baki EMU og hvaða áhrif mynt- bandalagið mun hafa á stöðu okkar í Evrópu og viðskipti okkar við ríki ESB. Samtök iðnaðarins munu beita sér fyrir slíkri umræðu á árinu 1997. Árið 1996 var útnefnt ár sí- menntunar af ESB. Segja má að seinustu tvö ár hafi í vissum skiln- ingi verið ár símenntunar hjá Sam- tökum iðnaðarins. Menn eru að gera sér æ betur grein fyrir því að virk menntastefna, þar sem hag- sæld fyrirtækjanna er höfð að leið- arljósi, er mikilvægt tæki til að fyr- irtæki nái að auka samkeppnis- hæfni sína og framleiðni. Alveg eins og það er mikilvægt fyrirtækjum að ráða yfír nýjustu tækjum og tækni er þeim jafnmikilvægt að ráða yfír vel menntuðu og fæm starfsfólki sem er ætíð nógu sveigj- anlegt til að nema nauðsynlegar nýjungar fyrir störf í upplýsinga- og þjónustusamfélaginu. I því skyni að efla mannauð fyrirtækjanna hafa Samtök iðnaðarins hvatt til virkari símenntunar í iðnaði. Fé- lags- og fræðslumiðstöð iðnaðarins og Starfsmenntafélagið, sem bæði vom stofnuð að fmmkvæði Sam- taka iðnaðarins, hafa nú starfað í rúmt ár og þegar skilað árangri sem staðfestir að búast má við miklu af þeim í framtíðinni. Þá stofnuðu Samtök iðnaðarins, fyrir hönd bygginga- og verktakafyrirtækja, og Samiðn, fyrir hönd sveina, Menntafélag byggingariðnaðarins fyrir fáeinum vikum. Markmið fé- lagsins er að sinna menntaþörfum alls byggingariðnaðarins, bæði stjórnenda og starfsmanna. Rannsóknir sýna að um 20% af hagvexti áranna 1971-92 má skýra með vexti mannauðs. Það er því mikilvægt að einstakar atvinnu- greinar geri ráð fyrir að símenntun fyrir alla starfsmenn sé mikilvægur þáttur í viðgangi og vexti fyrir- tælqa. Sömuleiðis er mikilvægt að atvinnugreinamar nýti sér þá mögu- leika sem ný framhaldsskólalög fela í sér til framdráttar atvinnulífínu. Samtök iðnaðarins hafa á undan- förnum árum beitt sér fyrir því að atvinnulífíð þróist hratt og örugg- lega svo það geti svarað síbreytileg- um og sívaxandi kröfum markaðar- ins. I mörgum málum hefur sam- starf við launþegahreyfinguna verið til fyrirmyndar en skilningur stjórn- valda ekki alltaf sem skyldi. Handa- hófskenndar álögur á atvinnulífið spilla fyrir rekstri og skekkja við- kvæma samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina og fyrirtækja. Ég vil því enn á ný hvetja stjórnvöld til að móta á komandi árum stefnu sem tryggir jöfn og góð starfsskil- yrði fyrir allar greinar atvinnulífs- ins og stuðla þannig að bættum hag okkar allra. Ég vil að lokum þakka félögum Samtaka iðnaðarins ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óska þeim og landsmönnum öllum velfamaðar á komandi ári. Bjami Kr. Grímsson, fiskimálastjóri Mesta afla- ár Islands- sög’unnar EF litið er yfír árið 1996 verður þess helst minnst í sjávarútvegi fyrir þá samninga sem gerðir hafa verið um veiðar í úthafinu þ.e. bæði samningur um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg og samningur um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ekki hafa þó enn náðst samningar í Barents- hafí en það kemur væntanlega á næsta ári. Varðandi fiskveiðar okkar íslendinga er árið 1996 mesta aflaár ís- landssögunnar. í okkar fiskveiðilögsögu veidd- um við um tvær milljónir tonna (1.981 þús), en ef við bætum öðrum afla við sem veiddur var á fjarlæg- um miðum fer aflinn yfír tvær millj- ónir tonna; verður 2.032 þús. tonn. Á hinn bóginn ber að líta á að botn- fiskaflinn á heimamiðum hefur aldrei verið jafn lítill í um hálfa öld og nær ekki þeim litla afla sem var í fyrra þó segja megi að þetta sé nánast sami afli í tonnum talið. Þorskaflinn kemur upp nú á ný á heimamiðum og og er nú meiri en bæði árin 1994 og 1995. Hins veg- ar varð aflinn í Barentshafinu mun minni en á síðasta ári og má segja að við íslendingar veiðum nánast sama magn af þorski og á síðasta ári, en þá veiddust í heild um 202 þús. tonn, en nú verða það 206 þús. tonn. Auk þessa afla hafa íslensk skip veitt um 23.000 tonn af fiski í Barentshafi (Smugunni), mest af þeim afla er þorskur. Verðmæti Smuguaflans er áætlað kr. 1.800 milljónir. Þá má ætla að um 22.000 tonn af rækju hafi verið veidd af íslenskum skipum á Flæmingja- grunni við Nýfundnaland og má ætla verðmæti þess afla um 3.850 m.kr. í heild er afli íslenska fiski- skipaflotans 2.032 þús. tonn og hefur aflinn aldrei verið meiri í ís- landssögunni. Þess ber þó að geta að botnfiskafli er nánast sá sami ar rétt um einu prósenti. Þessi afli er sá mesti sem íslendingar hafa nokkra sinni veitt. Samsetning afl- ans skýrir þetta mikla magn því 1.425 þús. tonn em uppsjávarfiskar þ.e. loðna og síld. Botnfiskaflinn er aðeins 477 þús. tonn á móti 479 þús tonnum í fyrra, 585 þús. tonnum árið 1992 og 698 þús. tonnum árið 1988. Afli í þessum fisktegundum hefur dregist vemlega saman og munar mest um samdráttinn í þorskinum. Þetta er fimmta árið í röð sem þorskafli fer undir 300 þús. tonn og í þriðja skiptið sem þorskaflinn fer undir 200 þús. tonn á íslands- miðum. Það eru árin 1942, 1948, 1951 og 1995 sem aflinn er á sömu nótum, en 1942 varð þorskaflinn 182.274 tonn og 1948 veiddust 195.319 tonn og 1951 veiddust 197.975 tonn. í fyrra þ.e. 1995 varð þor- skaflinn 169 þús. tonn á íslandsmiðum, en náði með afla úr Bar- entshafi í 202 þús. tonn. Á síðustu hálfri öld er meðalþorskafli íslendinga um 280 þús. tonn á ári. Á móti þess- um mikla samdrætti í þorskveiðum hefur hins vegar rækjuveiðin margfaldast á nokkmm árum, þótt hún hafi dregist saman um rúm 10% frá síðasta ári á heimamiðum, í heild eykst rækjuveiðin um tæp 8% og verður heildaraflinn í rækju um 90 þús. tonn á móti um 83.500 tonnum á síðasta ári. í þessu tiliiti er hér einnig um nýtt aflamet að ræða. Veiðar á karfa hafa gengið brös- uglega á þessu ári, verulegur sam- dráttur virðist í veiðinni og dregst karfaaflinn á hefðbundinni slóð saman um hartnær þriðjung. Fer úr 89 þús. tonnum í 63 þús tonn í ár sem er um 30% samdráttur. Á hinn bóginn var samið um veiðar úr karfastofninum á Reykjanes- hrygg og var kvóti okkar veiddur þar og um 6 þús. tonn af kvóta Grænlendinga. Þannig veiddum við um 48 þús. tonna eigin kvóta og í allt um 54 þús. tonn og höfum aldrei veitt eins mikið á þessum slóðum fyrr. Loðnan er aðaluppistaðan í heild- arafla landsmanna nú sem fyrr. Auk góðrar veiði og að ástand loðnustofnsins er með besta móti, hefur ekki spillt fyrir að verð á afurðum hefur verið þokkalegt. Má segja að gullgrafaraandi svífi í þess- ari grein sjávarútvegs nú um stund- ir. Almennt hefur veiðin gengið vel bæði á síðustu vetrarvertíð svo og nú í sumar og í haust. Nótaskipa- Fiskifélag íslands Aflatölur Endanlegar tölur 1987-1995 og áætlun 1996. Allar tölur era í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk. Heiti f.teg. 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 áætlun 1996 Þorskur 390 376 354 334 307 267 251 178 169 183 Ýsa 40 53 62 66 54 46 47 58 60 57 Ufsi 78 74 80 95 99 78 70 63 47 39 Karfi 88 94 92 91 96 94 96 95 89 63 Úthafskarfi 0 0 1 4 8 14 20 47 29 48 Steinbítur 13 15 14 14 18 16 13 13 13 14 Grálúða 45 49 58 37 35 32 34 28 27 22 Skarkoli 11 14 11 11 11 10 13 12 11 11 Annar botnf. 20 23 20 22 27 28 30 27 34 40 Botnf. alls 684 698 693 674 654 585 574 521 479 477 Sfld 75 93 97 90 79 123 117 130 110 95 Ísiandssíld 0 0 0 0 0 0 0 21 174 165 Loðna 803 909 650 692 256 797 940 748 716 1.165 Upps.fisk. alls 878 1.002 747 782 335 920 1.057 899 1.000 1.425 Humar 2,7 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 1,0 1,6 Rækja 38,6 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 72,8 76,0 68,0 Hörpudiskur 13,3 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 11,5 8,4 8,4 8,8 Skel & krabbar 54,6 42,0 39,5 43,9 50,5 61,5 66,9 83,4 85,4 78,4 Annað 7,7 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 7,6 0,56 0,6 Heildarafli 1.625 1.752 1.489 1.502 1.044 1.569 1.699 1.511 1:565 1.981 og á síðasta ári og var þá sá minnsti á síðasta aldarfjórðungi. í meðfylgjandi töflu frá Fiskifé- lagi íslands, sem sýnir afla okkar íslendinga sl. níu ár og áætlun fyr- ir árið 1996, sést að áætlaður heild- arafli íslendinga í ár verður um 2.032 þús. tonn. Á heimamiðum er aflinn 1.981 þús. tonn þ.e. nær ekki tveimur milljónum tonna, mun- flotinn gengur nú í gegnum mikla endurnýjun, bæði hafa verið keypt notuð skip og öðrum skipum hefur verið breytt, þau stækkuð og bún- aður endurbættur sérstaklega vegna kælingar og geymslu. Þá hafa skipin verið gerð afkastameiri og önnur veiðiaðferð er nú að verða mun algengari, sem er flottroll. Fram til þessa hefur loðnan svo til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.