Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1996 C 29 alfarið verið veidd í hringnót, flot- trollsveiðin hefur gengið mun betur heldur en nótaveiðin nú í haust og virðist flottrollið hafa ákveðna kosti fram yfir hringnótina við þær að- stæður sem ríkt hafa. Þá hefur verið mikil frjárfesting í verksmiðj- um og má búast við verulegri af- kastaaukningu þeirra á næstu ver- tíð, bæði bætast við nýjar verk- smiðjur og aðrar hafa verið endur- bættar. Loðnuaflinn verður nú 1.165 þús tonn og hefur aldrei verið svo mik- ill, er það aukning um 63% en síld- in hefur ekki verið veidd eins mik- ið og á síðasta ári og dregst sam- an. Bæði var að síldin í norsk- íslenska stofninum var kvótasett og náðist ekki allur kvótinn og að kvóti sumargotssíldarinnar var minnkaður á þessu fiskveiðiári. Þá hefur svo til allur síldaraflinn í haust verið verkaður til manneldis. „í heild er afli uppsjávarfiska 1.425 þús. lestir og hefur aukist um 42,5% frá fyrra ári. Verðmæti aflans á árinu 1996 er áætlað um 50,5 milljarðar króna, miðað við óslægðan fisk upp úr sjó. Á árinu 1995 nam heildar- verðmætið um 50 milljörðum kr. og heildaraflinn varð 1.565 þús tonn. Árið 1994 varð heildaraflinn 1.511 þús tonn og verðmæti hans um 49 milljarðar króna. Þannig hefur aflaverðmætið sveiflast mun minna en magnið og endurspeglar þetta samsetningu aflans. Loðna og síld sem er stærsti hluti magns- ins er mun verðminni fiskur heldur en t.d. þorskur eða rækja. Þá er ónefnt að bæði markaðsaðstæður og gengi ráða verulegu um fisk- verðið. Talið í dollurum nemur verðmæti aflans upp úr sjó 760 milljónum en það nam 771 milljón á síðasta ári (700 m. USD árið 1994). Því er um 1,5% samdráttur milli ára. Sé miðað við SDR var virði aflans um 523 milljónir í ár, en var 508 milljónir á síðasta ári, mismunandi gengisþróun doilars og SDR veldur þessum mismun- andi niðurstöðum. Tekið skal fram að miðað er við meðalgengi jan./nóv. bæði árin. Fyrir utan þessar tölur eru veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum s.s. í „Smugunni" og á „Flæmingja- grunni" en á báðum þessum haf- svæðum hafa íslendingar verið við veiðar og má ætla að aflinn úr Smugunni sé orðinn rúm 23 þús. tonn og verðmæti hans m.v. físk upp úr sjó á meðalverði hér innan- lands sé um 1,8 miljarðar kr. Rækj- una á Flæmingjagrunni hafa íslend- ingar nú veitt í yfir ijögur ár og veiddu 2.200 tonn árið 1993, 2.400 tonn árið 1994, 7.500 tonn árið 1995 og nú í ár er aflinn um 22 þús. tonn og má ætla verðmæti verði um 3.850 milljónir kr m.v. hráefni upp úr sjó. Á þessu ári hafa erlend fískiskip landað á íslandi til vinnslu um 110 þús. tonnum á móti um 30 þús tonn- um í fyrra, af þessum 110 þús. tonnum er um 81 þús. tonn loðna, en loðnan er ekki nema 6.800 tonn í fyrra. Þannig er það magn sem fer til vinnslu mjög svipað ef loðnan er dregin frá eða um 20-25 þús tonn, mest af þessum fiski fer í frystingu eða um 21 þús. tonn, 5.300 tonn fóru í söltun og um 1.300 tonn fóru í herslu. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs höfðu kom- ið 123 skip frá átta þjóðum og var fjöldi landana um 184. Auk þessa kemur svo til umskip- unar (transit) verulegt magn af físki aðallega karfí og rækja. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs höfðu kom- ið 59 skip frá níu þjóðum og var Qöldi landana um 100, ekki er vitað nákvæmlega um magn það sem þessi skip lönduðu. Þessi umsvif hafa skapað ótal störf í þjónustu og í verslun, má ætla að þjónustu- gjöld og verslun við þessi skip ásamt erlendum skipum sem koma með afla til vinnslu nemi um 3,7 milljörð- um króna. Andvirði útfluttra sjávarafurða áætlar Fiskifélagið að verði um 95 milljarðar króna á árinu. Árið 1995 nam verðmæti útflutnings sjávaraf- urða 85 milljörðum króna. Það hef- ur því aukist um tæp 12% milli ára. Verðmæti þessa útflutnings er áætlað nema um 1.429 milljónum dollara en það jafngildir um 9% aukningu frá því í fyrra. Þá var verðmætið um 1.311 m. dollarar. Sé miðað við SDR hefur útflutn- ingsverðmætið aukist um 14%, er nú 984 milljónir SDR, en var 863 milljónir árið á undan, en hér er um áhrif mismunandi gengisþróun- ar að ræða. Á nýju ári verða vafalaust mörg aðkallandi vandamál sem sjávarút- vegurinn þarf að glíma við. Fram- undan eru miklar ákvarðanir í kjaramálum sjómanna og verka- fólks svo og hvemig farið verður með kvóta í fiskveiðunum. Það er von mín og trúa að á þessum málum fínnist farsæl lausn þó vegurinn þangað verði ekki auðfarinn. Eg óska landsmönnum öllum farsæls nýs árs og vona að nýja árið verði öllum hagsælt bæði til lands og sjávar. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ Mikilvægi verkalýðs- hreyfing1- arinnar aldrei meira ÞEGAR hugsað er til atburða liðins árs koma deilumar um breytingar á vinnulöggjöfínni síð- asta vetur fyrst upp í hugann og þá ekki síst órofa samstaða launa- fólks gegn þessari lög- þvingan. Það var áhrifaríkt að upplifa það þegar allir fulltrúar á 38. þingi ASÍ héldu niður að Alþingi síðasta vor til að koma á fram- færi mótmælum sínum, enda vom stjómvöld að bijóta áratuga hefð fyr- ir því að samskiptaregl- ur á vinnumarkaði væm mótaðar með friðsamlegu þríhliða samstarfí aðila vinnumarkaðar og stjómvalda. Frumvarpið var sett fram þvert ofan í yfírstandandi samningaviðræður um bætt sam- skipti á vinnumarkaði. Með samstöðu tókst verkalýðs- hreyfíngunni og stuðningsmönnum hennar innan Alþingis og utan að hrinda verstu atlögunum. Eigi að síður er sú löggjöf sem þvinguð var í gegn ljarri því að vera ásættan- leg. Með henni var meirihlutinn á Alþingi að hlutast til um innri mál- efni stéttarfélaga og stofna sam- skiptum á vinnumarkaði í hættu. Miðstýring var aukin og dregið úr áhrifum einstaklinganna á eigin mál. Reyndar er alls ekki séð fyrir endann á þessu máli og afleiðingar nýrrar vinnulöggjafar koma ekki að fullu fram fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Atvinna er mannréttindi Öllu gleðilegri tíðindi eru þau að atvinnuleysi hefur farið minnkandi í ár og horfur í efnahags- og at- vinnumálum bjartari. Full atvinna er einfaldlega mikilvæg mannrétt- indi og skylda okkar að vinna að því að útrýma atvinnuleysinu. Þeg- ar við horfum til yfírstandandi kja- rasamninga skipta afkomutölur fyr- irtækja og horfur í efnahagsmálum einnig miklu máli. Verkafólk hefur á undanförnum árum tekið á sig byrðar til að tryggja hér stöðugleika og bata í efnahagslífínu og væntir nú uppskeru. Mikilvægt er að at- vinnurekendur og ekki síður stjórn- völd þekki sinn vitjunartíma. Aðkoman að gerð kjarasamning- anna hefur verið með nokkuð öðrum hætti en áður vegna nýrrar vinnu- löggjafar. Verkalýðshreyfíngin lagði áherslu á að vinna sem best úr þessum aðstæðum og landssam- böndin innan ASÍ öfluðu sér um- boða til að gera lögbundnar við- ræðuáætlanir fyrir hönd allflestra aðildarfélaga sinna. Sá þáttur gekk vel en því miður hafa eiginlegar samningaviðræður litlu skilað til þessa. Meginkrafan er aukinn kaupmáttur Meginkrafa verkalýðshreyfing- arinnar er veruleg aukning kaup- máttar á næstu árum með það að markmiði að lífskjör hér á landi verði sambærileg við það sem best gerist meðal frændþjóða okkar. Þessu marki þarf að ná samhliða því sem við höldum áframhaldandi stöðugleika í verðlagi því hann skiptir þúsundir heimila í landinu miklu máli. Verkalýðshreyfingin hefur bent á margar leiðir að þessu marki. Sérstaka áherslu þarf að leggja á hækkun lægstu launa. Víða er lögð áhersla á að færa umsaminn launataxta sem næst greiddu kaupi. Sú krafa að draga úr yfírvinnu og tryggja launafólki sömu laun með því að hækka dag- vinnulaunin að minnsta kosti sem því nemur nýtur sífellt víðtækari stuðnings. Hér á landi er vaxandi skilningur á því að hóflegur vinnu- tími er mikilvægt kjaraatriði. Hann skapar launafólki aðstæður til að sinna heimili og fjölskyldu og gæti auk þess verið hvatning til þess að auka framleiðni í íslensku at- vinnulífi. Til að fylgja eftir samþykktum síðustu ára og síðasta þings Alþýðu- sambandsins hefur hreyfingin sett fram ítarlegar hugmyndir um rammasamning aðila á vinnumark- aði um gerð sérkjarasamninga sem einn þátt í samningsgerð. Með slík- um rammasamningi væri tryggt að félög, trúnaðarmenn og starfsmenn fengju aðkomu að gerð sérkjarasamninga við einstakar starfsgreinar og fyrirtæki. Fallist samtök atvinnurekenda á þessar hugmyndir erum við að stíga skref fram á við í því að færa gerð samninga nær fólkinu og fyrirtækjun- um án þess að launafólk afsali sér þeim styrk sem félagsleg samstaða veitir því. Okkar hug- mynd er raunar að efla enn frekar samstöðu launafólks með því að auka áhrif hvers einstaklings á eigin mál og félagslega virkni. í slíkri nálgun felst sóknarfæri bæði fyrir launa- fólk og atvinnulífíð því hægt væri að gera samninga sem byggja á raunverulegu svigrúmi á hveijum stað. Með því að fá sérkjör upp á borðið sem hluta af kjarasamningi opnast líka möguleiki á því að draga verulega úr kynbundnu misrétti í launum því staðreyndin er sú að það misrétti verður fyrst og fremst til með einstaklingsbundnum sporslum. Misréttí er vandi alls heimsins Þegar við lítum út fyrir landstein- ana blasir við að félagslegt og efna- hagslegt misrétti er stærsta vanda- mál mannkyns og rót margra þeirra meina sem barist er við. í löndunum næst okkur, sem og víða um heim, er mikið og langvarandi atvinnu- leysi áhyggjuefni. Því miður hefur ekki tekist að bregðast við þessu alvarlega vandamáli þannig að hilli undir að úr því verði leyst. Atvinnu- leysið og þær hörmungar sem það kallar yfir fólk er því áfram eitt alvarlegasta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Alþjóðlega verkalýðshreyfíngin berst fyrir friði, félagslegu réttlæti og virðingu fyrir mannréttindum um heim allan. Þótt vandinn virðist ógnarstór má aldrei láta hugfallast og mikilvægt að halda merkinu á lofti. Það er gleðiefni að nú virðist loks kominn á einhverskonar friður í fyrrum Júgóslavíu. Það er að sama skapi sorglegt að horfa upp á stríðs- ástand og hörmungar flóttafólks í ríkjum Mið-Afríku og raunar víða um heim. Því miður virðist miða hægt í átt til friðar í heiminum. Framtíðarsýn á tímum breytinga Þegar ég lít til framtíðar blasir við að næstu verkefni eru að tryggja hér aukinn kaupmátt, fulla atvinnu og bætt lífskjör. Til lengri tíma litið er ljóst að starf verkalýðshreyfingar- innar verður sífellt mikilvægara. Það er verkefni hreyfíngar launafólks að halda á lofti félagslegum sjónarmið- um á tímum þegar slík viðhorf eiga undir högg að sækja. Verkalýðs- hreyfíngin er verkfæri launafólks til að hafa áhrif á þjóðfélagsþróunina á tímum örra breytinga, bæði á ís- lensku samfélagi og heiminum allt í kringum okkur. Það er hreyfíngar- innar að koma með svör við brenn- andi spumingum svo sem þeirri hvaða gmndvallargildi við viljum tryggja að séu virt í framtíðinni. Alþýðusamband íslands varð 80 ára á því ári sem nú er að líða. Yfírskrift afmælisársins var „Til framtíðar" og á þingi sambandsins í maí sl. var samþykkt ítarleg stefna og starfsáætlun ASÍ til ársins 2000 undir sömu einkunnarorðum. Miklu skiptir að hreyflngin hafí afl til að fylgja þessari framtíðarsýn sinni eftir inn í nýja öld. Afl verkalýðs- hreyfíngarinnar veltur fyrst og síð- ast á traustri og öflugri samstöðu launafólks því hreyfíngin verður aldrei annað en fólkið sem í henni er. Því öflugri sem verkalýðshreyf- ingin er því betur tryggjum við að sjónarmið launafólks, alls þorra vinnandi fólks í landinu, fái fram- gang. Þannig tryggjum við lýðræð- islega þróun samfélagsins, góð lífs- kjör og jafnrétti S reynd. Samvinna alls launafólks Til að ná þessu grundvallar- markmiði þarf verkalýðshreyfíngin einnig stöðugt að vera í mótun svo hún svari kröfum tímans hveiju sinni. Það blasir við að aðstæður kalla á nánari samstöðu og sam- starf launafólks. Við skulum hafa hugfast að á hveiju sem gengur þá er starf verkalýðshreyfingarinn- ar í grunninn barátta fyrir jafnrétti og mannréttindum. Amar Sigurmunds- son, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva Yiðburða- ríkt ár áenda runnið ÞEGAR árið 1996 verður gert upp í sjávarútvegi koma góð og mikil aflabrögð í loðnu og síld fyrst upp í hugann. Einstakar greinar sjávarútvegs hafa bætt afkomu sína og má þar einkum nefna veiðar og vinnslu í sfld og loðnu. Samein- ing og samruni fyrir- tækja í sjávarútvegi heldur áfram og stærri fyrirtæki fara í auknum mæli á hlutabréfamark- að. Sú þróun sem sumir spáðu fyrir áratug að meðalstórum fyrirtækj- um ætti eftir að fækka verulega hefur gengið eftir. Arsins verður einnig minnst fyrir það að nú er þorskafli á ísland- smiðum loks farinn að aukast á ný. En það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir í rekstri einstakra greina fískvinnslunnar á árinu 1996. Úttektir á rekstrarafkomu frystihúsa sem frysta helstu botn- físktegundir leiða í ljós liðlega 10% halla að meðaltali. Afkoman í salt- fískvinnslu hefur verið sveiflu- kenndari. Mikil umskipti urðu í rekstri rækjuvinnslunnar á árinu. Eftir þokkalega afkomu árið áður tók við 15-30% verðlækkun á rækjuafurðum. Mjöl og lýsisvinnsla hefur gengið vel á árinu. Útrás ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja á erlendri grundu hefur haldið áfram af fullum krafti. Fyrirtæki sem stunda fjölþættan rekstur hafa átt mesta möguleika að bregðast við erfíðleikum undanfarinna ára. Úthafsveiðar með vinnsluskipum og aukin áhersla á veiðar og vinnslu á síld og loðnu hafa þar gert gæfu- muninn. Fyrirtæki sem byggðu af- komu sína á þorski hafa flest lent í mestum erfíðleikum og harðast eru þau leikin sem litla og enga möguleika hafa átt á fjölþættari rekstri. Ef reynt er að leggja heild- armat á alla íslenska fískvinnslu á þessu ári verður niðurstaðan mjög misjöfn eftir fyrirtækjum og vinnslugreinum. Mikill hallarekstr- ur í hefðbundinni frystingu, nokk- urt tap í saltfiski og rækjuvinnslu vegur þar þyngra en hagnaður af loðnu- og síldarvinnslu. Gjörbreyttar aðstæður og starfsumhverfi Sú tíð er liðin að menn horfi til stjórnvalda um lausn á vanda út- flutningsgreina. Þetta tók að breyt- ast þegar ríkisvaldið hætti að hafa bein afskipti af verðlagningu hrá- efnis til fískvinnslunnar. Að sjálf- sögðu komu stjómvöld að þeim gríðarlega vanda sem helmings m. samdráttur í þorskafla hefur valdið þjóðarbúinu. Stöðugleiki í efna- hagsstjóm, lág verðbólga og skýrar almennar leikreglur í samskiptum við ríkisvaldið er sú mynd sem flest sjávarútvegsfyrirtæki vilja starfa eftir. Stöðugur órói um einstaka þætti kvótakerfisins hefur grafíð undan trausti á okkar fískveiði- stjómun og skapað óþarfa óvissu um framhaldið. Áuðvitað er eðlilegt að skiptar skoðanir skuli vera um svo mikilvægt mál og ekkert er^ óumbreytanlegt. Aftur á móti má segja að umræðan snúist ávallt um einhveija meinta ágalla á kerfínu og þeir síðan gerðir að aðalatriði. Ef gerðar verða kröfur til fiskiskipa um að veiða stærri hluta kvóta síns en nú er og viðskipti með leigu- kvóta verði sýnilegri ætti að vera hægt að lægja þær öldur sem hæst hafa risið gegn framsalinu í kerfínu. Kjarasamningar renna almennt út nú um áramótin. Viðræður um gerð nýrra samninga fóm almennt í gang í nóvember sl. Vinnubrögð samningsaðila mótast nokkuð af nýjum lögum um sáttastörf í vinnu- deilum sem samþykkt voru á Al- þingi á síðasta vori. Þegar þetta er ritað hafa verið haldnir nokkrir fundir þar sem sérmál fiskvinnsl- unnar hafa verið til umræðu. Hæst ber þar umræðu um kauptryggingu í fiskvinnslu, orlofsmál, vaktavinnu, bónusmál og samninga í fískimjöls- verksmiðjum. Á sama tíma eru samningamenn heildarsamtaka að ná samkomulagi um framkvæmd vinnutímatilskipunar ESB, en hún er hluti af EES samningnum. Allar líkur eru á að vinnutímatilskipunin taki gildi hér á landi með samkomu- lagj heildarsamtaka og ekki þurfí að koma til sérstakrar lagasetningar. Þessi nýja vinnutímatilskipun mun hafa umtalsverðc; áhrif á vinnutíma starfsmanna í físk- vinnslu. Megin reglan verður 11 klst. hvfld á sólarhring, virkur viku- legur vinnutími verði að meðaltali ekki yfir 48 klst., einn vikulegur frí- dagur og ljögurra vikna lágmarks orlof. Megin- reglan í viðmiðun varð- andi 48 klst. virkan vikulegum vinnutíma verður 6 mán- uðir, en heimilt verður að semja um allt að 12 mánaða viðmiðun. Þrátt fyrir 12 mánaða viðmiðun munu þessar nýju reglur hafa töluverð áhrif á vinnutímalengd í loðnu- bræðslum. í öðrum greinum físk- vinnslu verður eitthvað auðveldara að komast í gegnum þessar breyt- ingar, enda þá um mikla vinnu yfír skemmri tímabil, svo sem við sfld-j^- ar- og loðnuvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.