Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bylting’ar- leiðtoginn undir smásjánni Newt Gingrich leiddi repúblikana til sigurs í þingkosningunum 1994. Tveimur árum síðar er framtíð hans í óvissu og hann á yfír höfði sér áfellisdóm siðanefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Karl Blöndal fjallar um hremmingar leiðtogans orðhvata. RANNSÓKN siðanefndar fulltrúadeildar Banda- t ríkjaþings á því hvort Newt Gingrich, forseti deildarinnar, hafi brotið siðareglur hefur sett repúblikana í vanda. Atkvæðagreiðsla um það hvort Gingrich eigi áfram að vera forustu- maður þeirra á þingi verður að öllu óbreyttu haldin 7. janúar, en siða- nefndin mun ekki hefja lokaþátt umfjöllunarinnar um málið fyrr en 8. janúar. Þingheimur verður því að taka ákvörðun án þess að hafa í höndum allar upplýsingar um brot leiðtogans og yfirsjónir, sem hann hefur beðist afsökunar á án þess þó að gangast að fullu við þeim. Samkvæmt heimildarmönnum úr röðum repúblikana er þegar frá- gengið að Gingrich verði áfram for- seti fulltrúadeildarinnar. Segja þeir að þeir fjórir menn, sem sitja í undirnefnd siðanefndar neðri deild- ar bandaríska þingsins, tveir demó- kratar og tveir repúblikanar, hafi gert samkomulag um að hann fengi að gegna stöðunni áfram gegn við- urkenningu, sem hann undirritaði 21. desember, um að hafa brotið reglur fulltrúadeildarinnar. Emb- ættismenn demókrata í deildinni neita hins vegar með þjósti að slíkt samkomulag hafi verið gert. Raðir repúblikana að veikjast? Ef allt væri með felldu mundi enginn vafi leika á um það að Gingrieh yrði forseti fulltrúadeild- arinnar annað kjörtímabil. Hins vegar virðast raðir repúblikana farnar að veikjast. Rúmlega 20 þingmenn repúblikana hafa gert grein fyrir því að þeir hafi efasemdir, mismiki- ar, um að rétt væri að styðja Gingrich. Einn repúblikani, Michael Forbes, þingmaður frá New York, hefur sagt að hann muni ekki styðja Gingrich. Forbes var áður dyggur stuðningsmaður hans. Gerist 20 repúblikanar lið- hlaupar mun Gingrich ekki hafa nægan stuðning til að halda sæti sínu í atkvæðagreiðslunni á mánu- dag. Dagblaðið The New York Tim- es sagði í leiðara á fimmtudag að slík óvissa ríkti um það hvemig máli Gingrich mundi lykta hjá siða- nefndinni að rétt væri að fresta atkvæðagreiðslunni um forseta þingsins. Einnig hefur verið lagt til að ein- hver annar verði látinn gegna stöð- unni tímabundið þar til niðurstaða liggur fyrir. Forseti þingdeildarinn- ar þarf ekki að vera þingmaður og lagði þingmaður einn til að Bob Dole, sem var forsetaframbjóðandi repúblikana í nýafstöðnum forseta- kosningum, yrði fenginn til starf- ans. (Talsmaður Doles sagði að hann hefði ekki í hyggju að taka til starfa í fulltrúadeildinni.) Það yrði kaldhæðni örlaganna ef Gingrich félli úr sessi. Hann hefur hamrað á því að repúblikanar eigi að beita kaldri rökhugsun og sýna hörku þegar taka þurfi póli- tískar ákvarðanir. „Þið eigið í stríði. Stríðið snýst um vöid,“ sagði Gingrich við unga repúblikana fyrir 19 árum. Nú kynnu sumir að líta svo á sem flokkurinn væri farinn að líða fyrir ágreininginn, sem stendur um hinn umdeilda leiðtoga. Gingrich reynir að smala Gingrich hefur undanfama daga hringt í flokkssystkin sín til að full- vissa þau um að málið sé ekki alvar- legt. Hann hyggst ávarpa alla repú- blikana í fulltrúadeildinni á mánu- dag. Forysta repúblikana hefur ver- ið að reyna að efla stuðning við Gingrich, þótt einstakir þingmenn virðist á báðum áttum. Léttvæg brot eða refsiverð? Repúblikanar og demókratar eru reyndar ekki á eitt sáttir um það hversu alvarleg brot Gingrich séu. Repúblikanar eru þeirrar hyggju að hann hafi aðeins brotið flókin og óljós skattalög og óvart veitt siðanefnd fulltrúadeildarinnar ónógar upplýsingar vegna þess að hann hafði öðrum verkefnum og mikilvægari að sinna, eins og til dæmis að leiða byltingu repúblikana. Demókratar séu einungis tapsárir og það eitt vaki fyrir þeim að leggja stein í götu repúbiikana. Demókratar segja á hinn bóginn að Gingrich hafi svikið skattborg- arana í leit að pólitískum ávinningi og í ofanálag logið að siðanefnd fulltrúadeildarinnar þegar hann var spurður um málið. Líkast til liggur sannleikurinn einhvers staðar þarna á milli. Málið er hvorki jafn lítilfjörlegt og repú- blikanar vilja vera láta, né jafn svæsið og ætla mætti af máli demó- krata. Gingrich framdi enga stórglæpi þegar hann braut umræddar skattareglur og brot af þessu tagi leiða venjulega ekki til málaferla. Lögmenn, sem hafa skatta að sér- grein, eru þeirrar hyggju að hefði bandaríska skattheimtan komist að Eru raðir sam- herjanna að riðlast? vegar pólitíska starfsemi og hins vegar góðgerðarstofnanir og menntastofnanir. Samkvæmt lögum má ekki nota frádráttarbær framlög eins og þau, sem runnu til umræddra stofnana og háskólanna, til verkefna, sem ekki eru í góðgerðarskyni, til dæm- is pólitískra verkefna. Það er ef til vill túlkunaratriði að hve miklu leyti umrætt nám- skeið var ætlað til fræðslu og að hve miklu leyti það var pólitískt. Undirnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að námskeiðið hefði verið notað, að hluta til að minnsta kosti, til að setja fram og koma á fram- færi hlutdrægum, pólitískum áróðri. NEWT Gingrich fagnar sigri eftir að hann náði endurkjöri í kosningunum í nóvember. Reuter því að Gingrich hefði í raun brotið umrædd lög hefði sennilega ekki verið gengið harðar fram en að biðja hann að gera það ekki aftur. Gingrich hefði hins vegar ekki þurft að sökkva sér í þurrar laga- skræður til að gera sér grein fyrir því að ekki væri löglegt að nota framlög til háskóla og stofnunar til að hjálpar fátækum börnum, sem eru frádráttarbær frá skatti, til flokkspólitísks starfs. Þá sagði hann ekki satt þegar hann var spurður í yfirheyrslu siða- nefndarinnar hvort pólitísk nefnd hefði átt þátt í að skipuleggja há- skólanámskeið, sem hann kenndi. Gingrich neitaði því, en viðurkenndi síðar að hann hefði látið af hendi „ónákvæmar, ófullnægjandi og óá- reiðanlegar" upplýsingar. Pólitískt er það alvarlegt mál að afvegaleiða starfssystkin sín við opinbera yfir- heyrslu. Allir þeir, sem fylgst hafa með störfum Gingrich, vita hins vegar að kennslan var ijármögnuð með fé, sem fengið var eftir pólitískum leiðum. Hann hafði sjálfur sagt nefndinni að GOPAC, pólitísk nefnd, sem hann veitti forustu, hefði aðstoðað við fjáröflun fyrir námskeiðið nokkrum vikum áður en hann neitaði því að nokkur tengsl væru þar á milli. Munur orðs og æðis Segja má að kjami málsins sé orð Gingrichs og gerðir. Gingrich hefur oft og tíðum slegið sér upp á því að væna pólitíska andstæðinga sína um siðspillingu. Þar ber helst að nefna Jim Wright, sem segja má að hafi verið stökkpallur Gingrichs til valda. Gingrich felldi hann af sama stalli og hann stendur sjálfur á nú. Wright var forseti fulltrúadeildarinnar þegar Gingrich sakaði hann árið 1989 um að hafa notað embætti sitt til að maka krókinn. Gingrich hefur ítrekað gagnrýnt Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir siðblindu, nú síðast rétt fyrir ára- mót þegar hann gagnrýndi demó- krata fyrir dómgreindarleysi vegna þess að þeir þáðu erlent fé í kosn- ingasjóði. Gingrich hefur hins vegar ekki alltaf virst álíta að hann væri bund- inn af siðferðisreglum. Til dæmis samþykkti hann að taka við 4,5 milljóna dollara (um 300 milljónum íslenskra króna) fyrirframgreiðslu frá bókaforlagi Ruperts Murdochs fyrir bók, sem harin ætlaði að skrifa, skömmu eftir að repúblikan- ar náðu meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings árið 1994. Gingrich varði þessi viðskipti svo vikum skipti, en þegar gagnrýninni iinnti ekki lét hann undan og þáði ekki greiðsluna. Siðanefndin hefur einnig gagn- rýnt Gingrich fyrir að auglýsa upp- tökur af fyrirlestrum sínum í ræðu á þingi og leyfa kaupsýslumanni að nota skrifstofu sína til að sinna viðskiptum. í raun er því verið að saka Gingrich um ofdramb og hroka. Ýmsir líta svo á að nú hafi Gingrieh fengið að bragða á eigin meðali. Yfirlýsing Gingrichs Gingrich komst að samkomulagi við sérstaka undirnefnd skömmu fyrir jól eftir að rannsóknin á máli hans hafði staðið yfir með hléum í tvö ár. Undirritaði Gingrich „yfir- lýsingu um meint brot“ 21. desem- ber og viðurkenndi að hafa ekki hegðað sér í samræmi við reglur fulltrúadeildarinnar. Málið átti upptök sín árið 1990. Gingrich var að reyna að blása flokkssystkinum sínum baráttuanda í bijóst eftir 40 ára eyðimerk- urgöngu í minnihluta á þingi. Hann hófst handa með sjónvarpsútsend- ingum, sem ætlað var að laða kjós; endur að Repúblikanaflokknum. í Bandaríkjunum viðgengst að stofn- aðar séu sérstakar nefndir til að skapa þrýsting og hafa pólitísk áhrif. Gingrich veitti þá stjómmála- nefndinni GOPAC forustu og borg- aði hún í upphafi fyrir útsendingarn- ar. En peningamir runnu til þurrð- ar. Sneri Gingrich sér þá að stofn- un, sem kennd er við Abraham Linc- oln og stofnuð var til að aðstoða ungt fólk í fátækrahverfum stór- borganna, og fékk fé úr sjóðum hennar. Stofnun þessi naut skatt- frelsis vegna þess mál- __________ staðar, sem starf hennar : átti að vera helgað. , e,9lðLL.. Þremur árum síðar str|dl “ Striölð byijaði Gingrich að Sllýst lim VÖId kenna námskeið, sem ......... fjallaði um það að endumýja banda- ríska menningu með því að afnema velferðarkerfið og koma á „þjóðfé- lagi tækifæranna". Námskeiðið var kennt í tveimur háskólum í Georgíu 1993 til 1995 og sýnt í kapalsjónvarpi í Banda- ríkjunum. Sendingarkostnaður, þar á meðal vegna gervihnattasend- inga, var greiddur með fé frá fólki, sem gaf frádráttarbær framlög sín háskólunum. Annar kostnaður var greiddur af Framfara- og frelsis- stofnuninni, sem einnig nýtur skattfrelsis. Spumingin er hvort Gingrich hafi, með því að nota þessar stofn- anir, myndað svikamyllu til að snið- ganga lög, sem ætlað er vernda lýðræði með því að skilja að annars Grunnur að stórsigri repúblikana? { fjáröflun fyrir námskeiðið var einnig lögð áhersla á pólitískt inn- tak þess. í fjáröflunarbréfi sagði að námskeið mundi „leggja grunn að sókn þannig að repúblikanar geti unnið stórsigur 1996“. Gingrich sagði í viðtali við skóla- blað Kennesaw-háskóla að ekki yrði fyallað um neinar hugmyndir demókrata í námskeiðinu, aðeins hugmyndir repúblikana. Þetta kann reyndar að hafa verið kerskni og má bæta við að Gingrich hælir í upptökum frá námskeiðinu meðal annars Jimmy Carter, sem var for- seti demókrata. Undimefndin sakaði Gingrieh ekki bemm orðum um að hafa brot- ið skattaiögin. Þess í stað sagði nefndin að hann hefði átt að leita ráða lögfróðs manns og játti Gingrich því. Sagði ósatt fyrir siðanefnd Hitt málið, sem liggur fyrir siða- nefndinni, er sennilega alvarlegra. Um leið liggur það ljóst fyrir. Sagði Gingrich sannleikann um samband- ið milli námskeiðsins og GOPAC? í október 1994 sagði Gingrich siðanefndinni að GOPAC ætti þátt í að undirbúa námskeiðið. Þegar nefndin spurðist nánar fyrir um málið vom svörin hins vegar önnur. Gingrich skrifaði nefndinni í desem- ber 1994 og aftur í mars 1995 og í bæði skiptin lýsti hann skýrt yfir því að stjómmálanefndin hefði eng- in afskipti af námskeiðinu. Undir- nefndin komst að því að ekki léki nokkur vafi á að GOPAC hefði að minnsta kosti átt þátt í að afla fjár til námskeiðsins og vitnaði í fjáröfl- unarbréf nefndarinnar. Þegar Gingrich viðurkenndi að hafa farið yfir mörkin játaði hann ekki beinlínis að hafa haft rangt við. Hann viðurkenndi þess í stað að hann hefði brotið reglu fulltrúa- deildarinnar, sem kveður á um að fulltrúadeildarþingmenn eigi ekki að hegða sér þannig að varpi rýrð á deildina. Samkvæmt reglum þingsins mun siðanefndin ákveða hvort refsa beri Gingrich. Þijár refsingar koma til greina; brottrekstur af þingi, vítur í heyranda hljóði í þing- sal og skrifleg áminning. Fyrsti kosturinn er ólíklegur. Vítur fela í sér að viðkomandi megi ekki gegna fomstuhlutverki í fulltrúadeildinni, hvorki í nefndum né á öðrum vett- vangi. Repúblikanar vilja helst að þriðji kosturinn verði fyr- ir valinu vegna þess að það mundi ekki hafa áhrif á stöðu Gingrich. Komist siðanefndin að niðurstöðu verður gengið til atkvæða um málið í fulltrúa- deildinni. Það verður að teljast sennilegt að Gingrich verði á þriðjudag end- urkjörinn forseti fulltrúadeildarinn- ar og hefur repúblikani ekki gegnt því starfí í tvö kjörtímabil frá þriðja áratugnum. Daginn eftir hefst umfjöllun siðanefndarinnar um mál hans og má búast við að á ýmsu muni ganga meðan á henni stend- ur. Demókratar munu kappkosta að varpa rýrð á Gingrich. Fram- ganga hans gegn Wright er ekki gleymd. Hvernig sem málið fer er Ijóst að framundan era átök á Bandaríkjaþingi. • Heiraildir: Associated Press, The Daily Telegraph, The New York Tim- es, Reuter og The Washington Post

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.