Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 Eiríkur Benedikz. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Skilningur eykst á arf- gengri heilablæðingu Eiríkur er fæddur í Reykjavík í desember 1962. Hann útskrifaðist frá MH um jólin 1982 og haustið eftir fór hann til Svíþjóð- ar í stærðfræðikúrs fyrir náttúru- fræðinga. Þegar heim kom, skráði hann sig í líffræði í HÍ og vorið 1987 lauk hann því námi. Sumarið áður hafði hann hafið störf á rann- sóknarstofu í líffærafræði undir stjórn prófessors Hannesar Blön- dals. Þar starfaði hann til hausts 1991, er hann fór til New York þar sem hann hélt áfram rannsóknar- störfum við State University of New York, nánar tiltekið Health Science Center at Brooklyn. Sam- hliða vann hann við doktorsritgerð sína sem hann varði 21. október síðastliðinn. Rannsóknir og ritgerð Eiríks Benedikz snérust um arfgenga heilablæðingu, sem, þar til eitt til- vik fannst í Kanada fyrir stuttu, var eingöngu þekkt á íslandi. Eirík- ur segist telja að sjúkdómurinn finnist í alls sjö íslenskum fjölskyld- um og að jafnaði látist einn til tveir úr sjúkdómnum á ári hveiju. Sjúk- dómurinn leiðir til heilablæðingar í ungu fólki og meðaldánaraldur þeirra er 33 ár. Í Kanada var það maður af króatísku bergi brotinn sem lést og sagði Eiríkur að fróð- legt væri að fá nánari upplýsingar um ættemi og sjúkrasögu þessa manns. Það væri hins vegar erfið- leikum bundið vegna þjóðernis hans, foreldrar hans væru innflytj- endur frá Króatíu og slík gögn lægju ekki fyrir. „Sjúkdómurinn stafar af gölluðu próteini, svokölluðu Cystatin C, sem felíur út í líkamanum, en þó aðallega í heilaæðunum sem svo- kallaðir mýlindisþræðir sem safn- ast saman og skemma æðaveggina. Þetta prótein er til í öllum, en gen þess er stökkbreytt á því í þessum fjölskyldum. Stökkbreytingar í genum eru alltaf að eiga sér stað, stundum ekki til góðs og er þetta dæmi um það. Til þess að vera í áhættuhópi þarf einstaklingur að fá gallað gen Eiríkur Benedikz hefur síðustu árín unnið að rannsóknum á arfgengrí heilablæðingu, sjúkdómi sem er svo að segja óþekktur utan íslands. Rannsóknimar hófust árið 1987 og í október síðastliðnum varði hann doktorsrít- gerð. Eiríkur segist hóflega bjartsýnn á að í náinni framtíð verði hægt að þróa lyf sem gæti að minnsta kosti tafíð framgang sjúk- dómsins. En hann segir einnig, að með umdeildum aðgerðum mætti uppræta sjúk- dóminn á einni kynslóð. Guðmundur Guð- jónsson ræddi við Eirík um rannsóknir hans. frá öðru foreldri og er helmingur barna þá í áhættuhópi. Það gerir það að verkum að sjúkdómurinn er það sem kallað er „ríkjandi". Meðalaldur við fyrstu blæðingu er um það bil 25 ár, meðaldánarald- urinn 33 ár. Sumir deyja strax við fyrstu blæðingu, en aðrir fá fyrstu einkenni jafnvel fyrir tvítugt. Það getur m.a. lýst sér sem slæmur höfuðverkur og í sumum tilvikum kemur í ljós að þar er um blæðing- ar að ræða. Svo eru þeir til sem lifa langt umfram meðalaldurinn. Pæðist menn inn í þessa áhættu- hópa er hættan veruleg." Kortlagning / hverju hafa rannsóknir þínar fyrst og fremst verið fólgnar? „Mín vinna byrjaði 1987 og fólst þá einkum í því að kortleggja mý- lindisútfellingar, aðallega í heilaæðum. Eg hef verið að skoða Eiríkur ásamt eiginkonu sinni Eygló Ingólfsdóttur og syninum Andra, sem er þriggja ára. Lítill hluti af gölludu Cystatini nær samt að fara úrfrumunni og þessi litli hluti myndar mýlindis- þræðina. hvaða önnur prótein falla út með mýlindisþráðum og hvaða efni gætu haft með myndun þráðanna að gera. Umrætt prótein, Cystatin C, fellur ekki aðeins út í heilaæð- um, heldur út um allan líkamann, en einhverra hluta vegna í miklu minni mæli annars staðar en í heila- æðunum. Engin góð skýring á því hefur fundist, en flestir vísinda- menn hallast þó að því að það stafi einfaldlega af því að framleiðslan á próteininu er mest í heilanum," svarar Eiríkur. Á hvaða stigi er hægt að greina sjúkdóminn? „Árið 1988 fór Ástríður Páls- dóttir fyrir rannsókn sem leiddi í ljós að á fósturstigi má strax sjá hvort einstaklingar eru arfberar eða ekki.Þá þegar er hægt að sjá hvort menn hafa þetta gallaða pró- tein. Að sjálfsögðu er það mikils- vert. Eitt sem ég komst að í mínum rannsóknum var að þar sem mý- lindisþræðir falla út í öllum líkam- anum, gat ég greint mýlindisþræði í húðsýnum. Ég var viðstaddur töku húðsýna og hitti þá fólkið sjálft- Það fékk töluvert á mig að yfirleitt var þetta fólk á mínum aldri.“ Er ekki fyrirliggjandi hætta á þv>' í jafn litlu samfélagi og ísland er, að svo ákafur sjúkdómur geti bor- ist víða? „Ég er reyndar ekki trúaður á það. Hér áður fyrr giftist fólk yngra að árum og átti fleiri börn. Það var ekki óalgengt að börnin væru orðin nokkur fyrir tvítugt. Nú til dags byrjar fólk almennt barneignir síð- ar á ævinni og á færri börn. Það leiðir af sjálfu sér að breytingar af því tagi draga úr tíðni sjúkdóms- ins. Þá eru einstaklingar í áhættu- hópunum upplýstari en nokkru sinni fyrr auk þess sem fólki stend- ur nú til boða að fá úr því skorið á fósturstigi hvort væntanleg börn þeirra eru með gölluð eða heilbrigð gen. Það hefur því í verstu tilvikum möguleikann á fóstureyðingu- Vissulega nýta sér ekki allir þessa valkosti, en sumir gera það og það hefur einnig dregið úr tíðninni. Eg vil gjarnan taka fram að ég ei' ekki með neinar tölur undir hönd- um og vil ekki vera að fullyrða neitt. En þetta er mín tilfinning eftir að hafa starfað árum saman að þessum rannsóknum.“ Ef það er hægt að greina arfbera á fósturstigi, má þá ekki segja að lag sé að eyða sjúkdómnum úr þvl' að hann er svo staðbundinn sern raun ber vitni? „Það er verið að fara út í allt aðra sálma að velta sliku fyrir sér og auðvelt fyrir þig og mig að sitja hér heilbrigðir og segja af eða á. Þú átt þá við að leita að arfberum í öllum fóstrum í hinum þekktu áhættuhópum og eyða þeim. Það vakna ótal siðfræðilegar og laga- legar spurningar ef við förum út i þá sálma. Það sama mætti segja um fleiri sjúkdóma, m.a. Down- syndrome. Éf litið er fram hjá slík- um atriðum má svara spurningunni á þann hátt að vissulega væru miklir möguleikar fyrir hendi. Það væri hægt að uppræta sjúkdóminn á einni kynslóð. Ef við veltum þessu aðeins leng- ur fyrir okkur, myndi ég segja að fyrst yrði að vita hvaða sjúkdómur hrjáir viðkomandi, síðan hvert gen- ið er og hver gallinn er. Engin ein regla nær yfir allt. Lítum til dæm- is á Alzheimer. Ef það fyndist gall- að gen í fóstri sem benti til mögu- leika á að sjúkdómurinn léti á sér kræla, segjum um sjötugt, ætti þá að eyða fóstrinu og taka kannski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.