Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 15 ______LISTIR____ Þar kom út hin þriðja... BÆKUR Mál og myndir FORSETABÓKIN - Forsetakjörið í máli og myndum. Karl Th. Birgisson og Einar Karl Haraldsson tóku saman. Útg. Félag um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar 1996.89 bls. HÉR er á ferð hin opinbera bók um forsetakosningarnar á sl. ári og fer líka að verða mál að linni bókum um þetta mál að sinni, að mínum dómi. Bókinni er ekki síst ætlað að afla fjár vegna kosningabaráttu forseta og leggja útgefendur sig í framkróka við að hafa frásögn aðgengilega og tekst það. Henni er skipt í nokkra kafla, Forseta- embættið þar sem vikið er að fyrri forsetum íslands á kurteislegan hátt. Næsti kafli er Fólkið velur fram- bjóðendur þar sem segir frá því að eftir að Vigdís Finnbogadóttir tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér fimmta kjörtímabilið hefðu haf- ist umræður um eftirmann og hvernig það gekk fyrir sig, sagt frá skoðanakönnunum og „forseta- prófum", síðan kemur röðin að því að nú fara menn að ákveða sig og hver frambjóðandi birtist af öðrum. Síðan er kosningabaráttunni lýst og hvernig frambjóðendur kynntu sig, hvernig skrifað var um þá í blöð og fjallað um þá í öðrum fjöl- miðlum og bent á alla þá hatrömmu gagnrýni sem beint var að Ólafí Ragnari einkum vegna fyrri og oft umdeildra stjómmálaaðgerða hans. Kjördagur er næstur, svo frá ísafírði til Bessastaða, Fyrstu emb- ættisverk, og lýkur frásögninni eft- ir fýrstu opinberu heimsókn for- setahjónanna á Vestfírði. Bókin endar svo á skrá mörg hundruð nafna einstaklinga og síð- an allmargra fyrirtækja sem hafa á einn eða annan hátt lagt þessari útgáfu lið. Þessi bók er afskaplega myndarlega úr garði gerð. Hún er í stóru broti, prentuð á myndapapp- ír og ljósmyndir margar og prýðis- góðar. Texti er skrifaður af hlutlægni sem þýðir samt ekki að hann sé neitt leiðinlegur. Þetta er ágætis samantekt sem er sjálfsagt gott að hafa á einum stað. Og síðar gæti þessi bók verið notadrjúg einmitt vegna þeirrar stefnu sem skrá- setjarar velja. En mætti sem sagt fara að setja punkt á eftir efninu. Jóhanna Kristjónsdóttir Silla sýnir á Sólon SILLA, Sigurlaug Jóhannesdóttir, breytt. Að þessu sinni vinnur Silla hefur opnað sýningu í Sólon ísland- með táknmál tónlistarinnar. us. Þetta er 14. einkasýning Sillu Verkin eru úr járni en jámsmiður og er jafnframt síðasta sýning í er Jónas Hermannsson. Sýningin sýningarsal Sólon íslandus. Þegar er opin daglega frá kl. 12-18 en sýningunni lýkur verður salnum henni lýkur 19. janúar. NÝTT NÁMSKEIÐ VtÐ MINNUM A NÝ NÁMSKEIB í: TAE KWONDO P JAZZ ) Frábær dansari og Aerobic kennari. Hefur m.a. unnið sér það til frægðar að vinna danskeppni sem haldin var á vegum MichaelJackson. w SEM ERU AÐ HEFJAST ÞESSA DAGANA. { ÞINN ÁRANGUR ) I OKKAR MARKMIÐ Faxafeni 12, sími 5889400. Aramótaheitið er endurvinnsla Endurunnið heiti Endurvinnslustöðvar er nýtt heiti á gámasvæðum SORPU. Það er í samræmi við hlutverk svæðanna sem móttökuaðstöðu til endurnýtingar og endurvinnslu. Endurunnin gjaldskrá Til þess að koma í veg fyrir misnotkun á endurvinnslustöðvunum hefur gjaldskyldu verið breytt. Sem fyrr eiga íbúar rétt á að losa úrgang, sem fellurtil við daglegan heimilisrekstur, án greiðslu. Eftirtaldir þættir falla ekki undir daglegan heimilisrekstur og eru þar með gjaldskyldir: Úrgangurfrá byggingarstarfsemi Úrgangur frá bifreiðaviðgerðum Lagervörur eða aðrar fyrningar yfirteknar við húsnæðiskaup Úrgangurfrá húsdýrahaldi Starfsemi húsfélaga flokkast undir heimilisrekstur ef íbúarnir vinna verkin sjálfir. Þú sparar fimmtung ef þú kaupir kort. Kortin eru nú seld á endurvinnslustöðvunum. Þar er einnig tekið við greiðslu fyrir einstaka farma. Endurunnir afgreiðslutímar Endurvinnslustöðvarnar eru opnar frá, 12:30-19:30 alla daga. Auk þess eru stöðvarnar í Ánanaustum og á Sævarhöfða opnar á morgnana, virka daga frá 9:00 til 19:30. Endurvinnslustöðin í Miðhrauni Garðabæ bætist nú í þann hóp. Velkomin á endurvinnslustöðvar okkar Frábær árangur íbúa höfuðborgarsvæðisins og SORPU: 70% þess úrgangs sem kemur inn á endurvinnslustöðvarnar fer í endurvinnslu. SORPEYÐING HÖFUDBORGARSVÆÐISINS bi Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavík Sími 567 6677 • Bréfasími 567 6690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.