Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ l Morgunblaðið/Kristján FRÁ því að Páll Þór Jónsson tók við sem hótelstjóri á Hótel Húsavík hefur nýtingin á hótelinu aukist um 70%. Hótelrekstur og hvala- skoðun á Húsavík VIÐSKIPn MVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Páll Þór Jónsson, hótelstjóri Hótels Húsavíkur, er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla íslands 1977. Páll vann í Reykjavík hjá Spari- sjóði Vélstjóra, J. Þorláksson og Normann og Teppalandi. Arið 1986 fluttist hann ásamt fjölskyldu norður í land og hóf störf hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Páll hefur verið hótelsljóri Hótel Húsavíkur frá 1993. Hann er kvænt- ur Dóru Vilhelmsdóttur og eiga þau þrjú börn. eftir Guðrúnu Hólfdónardóttur EGAR Páll er spurður hvers vegna fjölskyldan hafi ákveðið að flytja norður á Húsavík fyrir tíu árum er svarið einfalt „Kaupfélagið keypti mig hingað." Fyrstu árin vann Páll sem deildarstjóri og síðan sem markaðsfulitrúi hjá Kaupfélag- inu en frá árinu 1990 vann hann að markaðssetningu skoðunarferða og að koma Húsavík á landakort ferðamannsins hjá rútu og verk- takafyrirtækinu BSH hf. Árið 1989 keyptu þau neðri hæð gamla sýslumannsbústaðarins en 1991 keyptu þau efri hæðina ásamt Birni Hólmgeirssyni og Birni Sig- urðssyni og þá um vorið opnuðu þau gistiheimili í húsinu sem fékk nafnið Árból. Dóra, sem er mennt- aður kennari, hætti að kenna og tók að sér rekstur Árbóls og sér hún alfarið um það. Páll hætti störfum hjá BSH 1993 þegar þau keyptu, ásamt Birni Hólmgeirssyni, tæplega 52% hlut Húsavíkurbæjar í Hóteli Húsavíkur. Kaupfélag Þingeyinga, Ferðamála- sjóður og Flugleiðir eiga ásamt um 100 einstaklingum 48% í hótelinu. Þau hófust strax handa við að gera hótelið upp. Öll herbergin fengu andlitslyftingu og baðherbergjum bætt við þannig að ekkert herbergi væri án baðs. A hótelinu var kaffi- tería sem þau gerðu upp og breyttu í veitingastað. Páll segir að fyrsta árið hafi hann séð um rekstur veit- ingastaðarins en það hafi ekki geng- ið upp. „Ég geri það aldrei aftur því að hótel og veitingarekstur eiga ekki saman og hótel sem eru með eigin veitingarekstur virðast ekki geta rekið veitingastað með hagn- aði. Bjöm Hólmgeirsson rekur ásamt fjölskyldu sinni veitingastað- ina en við leigjum veitingareksturinn af hótelinu. Meðeigendur okkar, sem eiga 48% eru ánægðir með að vera lausir við þann lið úr rekstrinum." Vetrarferðir sífellt vinsælli Frá því að þau tóku við rekstri hótelsins hefur aðsóknin aukist gríðarlega og segir PálJ að nýtingin hafi batnað um 70%. í júní síðast- liðnum var tíu herbergjum bætt við hótelið þannig að í heild geta 84 gestir gist í 44 herbergjum en ætl- unin er að fjölga herbergjunum í 60. Að sögn Páls er nýtingin um 80% yfir sumarmánuðina og eru gestirnir farnir að dvelja lengur en áður. „Veturinn hefur alltaf verið erfiðari en þar hefur orðið mikil breyting á með aukinni markaðs- setningu á íslenska vetrinum. Hót- elið er í samstarfí með fyrirtækinu Fjallasýn, sem sér um ferðir fyrir gesti hótelsins yfir vetrarmánuðina, og Flugleiðum, sem koma ferða- mönnunum til Húsavíkur. Þegar gestirnir koma á hótelið kynnum við fyrir þeim ótal möguleika en látum þá um að stjóma dag- skránni, hvort þeir vilja fara á gönguskíði, í jeppaferðir, á vélsleða eða veiða í gegnum vök. I raun bjóðum við upp á nánast allt hér á Húsavík og nágrenni nema alpa- skíði.“ Páll segir að undirbúningur fyrir sölu á vetrarferðum til Húsavíkur hafi tekið á annað ár. Síðasta vetur hafí komið 150 erlendir gestir í vetrarævintýraferð til Húsavíkur og útlit er fyrir að þeir verði mun fleiri í vetur. „Hingað til höfum við lokað hótelinu yfir jól og áramót en það er ljóst að um næstu áramót verður breyting á þar sem allt hótelið er löngu bókað um næstu og þarnæstu áramót. Við erum því í sömu spor- um og starfsfélagar okkar í Reykja- vík fyrir nokkrum árum þegar 50 útlendingar komu til Reykjavíkur um áramót en nú um síðustu ára- mót voru þeir um 1.500.“ Um 7 þúsund manns í hvalaskoðun Páll hefur unnið að kynningu á ráðstefnu og fundaraðstöðu Hótels Húsavíkur og segir hann að hægt sé að taka á móti allt að 350 manns í þremur sölum. „Kosturinn við ráð- stefnur er að þær eru yfirleitt haldn- ar utan háannatíma í ferðaþjónustu og eru því hrein viðbót við venju- lega nýtingu. Eins er það staðreynd að ráðstefnugestir skila mun meiri gjaldeyristekjum inn í landið heldur en aðrir ferðamenn, bæði á hótelum og veitingastöðum.“ Farþegum í innanlandsflugi Flugleiða til Húsavíkur fjölgaði um 26% síðastliðið sumar miðað við sama tímabil 1995. í samtali við Morgunblaðið i september sl. segir Bergþór Erlingsson, umdæmisstjóri Flugleiða, að markaðssetning á hvalaskoðunarferðum frá Húsavík hafi haft töluverð áhrif á fjölgun farþega þangað. Páll segir að upp- hafið að hvalaskoðunarævintýrinu megi rekja til ársins 1992 þegar hann tók á móti 25 erlendum ferða- heildsölum í samvinnu við Mývetn- inga. „Við sýndum þeim ýmsa fal- lega staði á Norðausturlandi. Síð- asta morgunin þegar átti að fara í siglingu, þar sem þeim hafði verið kynntur sá möguleiki að sjá hvali, var mjög leiðinlegt veður þannig að við ætluðum að hætta við sigling- una, sem einungis sett inn í dag- skrána í tilraunaskyni. Ferðaheild- salarnir voru ekki ánægðir með að sleppa henni þannig að við drifum okkur af stað. Eftir 2-3 tíma sigl- ingu komu allir rennandi blautir og kaldir í Iand en samt sem áður reyndist sú ferð vera ein sú vinsæl- asta af þeim sem við buðum upp á. Þetta kom okkur algerlega á óvörum og nýr heimur í ferðaþjón- ustu opnaðist fyrir okkur hér á Húsavík. Ég samdi síðan við einn ferðaheildsala árið 1993 um að prófa að bjóða upp á þennan mögu- leika og ef satt skal segja þá tók það allan veturinn að finna ein- hvem sem var tilbúin til að reyna að bjóða upp á hvalaskoðunarferð- ir.“_ Árið 1995 fóru 1.700 manns í hvalaskoðun frá Húsavík en á síð- asta ári voru þeir orðnir liðlega 7 þúsund sem er um 70-80% af markaðnum hér á landi að sögn Páls. Má ekki gleyma því að ferðamennirnir eru í fríi Örfáum mánuðum eftir að þau tóku við rekstri hótelsins var lagður virðisaukaskattur á gistingu og segir Páll að hann hafi sett hrika- legt strik í rekstaráætlun hótelsins. „Það er algerlega út í hött að setja virðisaukaskatt á gistingu enda þekkist það ekki í nágrannalöndum okkar. Svíar reyndu það en bökkuðu með hann. Virðisaukaskatturinn var verulegt áfall því búið var að ákveða verð á gistingu fyrir sumar- ið á eftir og þú hækkar ekki verð á gistingu þegjandi og hljóðalaust um 14%.“ Að sögn Páls þurfa þeir sem starfa við ferðaþjónustu hér á landi að gera sér grein fyrir því að ferða- menn sem hingað koma eru í fríi en ekki í vinnunni. „íslendingar eru stoltir af landinu sínu og ætlast í mörgum tilvikum til þess sama af ferðamönnunum en það eru bara ekki allir að leita að öðruvísi nátt- úru. Ef við tökum hvalaskoðun sem dæmi þá er hún alþjóðlegt hugtak sem ekki þarf að útskýra. Sama gildir með hálendið. í könnun sem ferðamálaráð lét gera kom í ljós að eyðimörkin á Islandi var toppur- inn hjá erlendum ferðamönnum. Þeir þekkja eyðimerkur og vita að hveiju þeir ganga. Við þurfum að einbeita okkur að alþjóðlegum hug- tökum sem eru auðveld í sölu og krydda þau með íslenskum sérkenn- um. íslenski jeppinn og bátasigling- ar eru mjög vinsælar hjá erlendum ferðamönnum. Eigendur Addís og Bátafólksins hafa tekið alþjóðleg hugtök og búið til góð íslensk ævin- týri úr þeim sem hafa vakið ánægju hjá ferðamönnum. Samt sem áður má aldrei gleyma grundvallarþörf- um ferðamannsins. Það dettur eng- um lifandi manni í hug að fara til Húsavíkur einungis til þess að sofa. Aftur á móti með því að skapa ýmiskonar afþreyingu fyrir gesti á Húsavík þá hefur ferðamaðurinn ástæðu til þess að koma þangað og gista. Við verðum að halda ferðamönnum ánægðum en hver ánægður gestur skilar 3-4 nýjum gestum en hver óánægður hefur áhrif á 40-50.“ Samstarf með öðrum fyrirtækjum á Húsavík Þar sem gestirnir eru mun færri yfir vetrarmánuðina þá fer stór hluti undirbúningsins fyrir sumarið fram að vetrinum segir Páll. Hann og Dóra nota vetrartímann til þess að heimsækja erlenda ferðaheild- sala og kynna Hótel Húsavík fyrir þeim. Markaðsstarfið fer einnig fram á Húsavík en þangað bjóða þau aðilum sem tengjast ferðaþjón- ustu og kynna fyrir þeim hótelið og næsta nágrenni. „Ég ólst upp í innflutningsverslun í Reykjavík þar sem ég þurfti mikið að vera í ferða- lögum og vandist við það að ferða- lög á vegum vinnunnar eru vinnu- ferðir en ekki skemmtiferðir. Því reynum við að gera sem mest á sem skemmstum tíma þegar við erum í útlöndum og erum oft á ferð og flugi allan tímann. Við hjónin vinn- um mikið saman og ég get ekki ímyndað mér hvemig þetta væri hægt nema vegna þess að við erum bæði á kafi í þessu,“ segir Páll. Starfsmenn hótelsins og veit- ingastaðarins eru á bilinu 12-15 allt árið en auk þeirra er fjöldi manns í hlutastörfum. Hótelið hefur verið í samstarfi með öðrum fyrir- tækjum á Húsavík og segir Páll að miklar breytingar hafi átt sér stað á Húsavík undanfarin ár og tekist hafi að keyra upp Húsavík sem bæ sem er orðinn mjög vel þekktur fyrir góða þjónustu og vörur fyrir ferðamenn á nokkrum árum. „Það I sem er að gerast á Húsavík hefur víða áhrif á ferðaþjónustu á Is- landi. Fólk kemur í dagsferðir frá Reykjavík, Mývatnssveit og Akur- eyri til þess að skoða hvali. Islensk- ar hvalaskoðunarferðir hafa margt umfram sambærilegar ferðir er- lendis. Á Húsavík eru hvalimir ekki eltir uppi heldur em það þeir sem elta bátana og ef þeir gera það ekki þá sjást engir hvalir.“ Hjónin Páll og Dóra fengu reynsl- | una af því að byggja og breyta þegar þau hófu rekstur gistiheimil- isins Árbóls fyrir sex ámm og sú reynsla hefur skilað sér í uppbygg- ingu hótelsins undanfarin ár. Páll segir að þau hjónin verði ekki millj- ónamæringar á hótelrekstrinum en á móti komi að þau hafi ánægju af vinnunni og á meðan svo er þá haldi þau áfram með að reyna koma Húsavík á framfæri við ferðamenn og þjónusta sína gesti á sem bestan I hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.