Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ PULTENEY-brú Thomas Malton í Bath, vatnslitamynd séð frá ánni. HUGMYND Zaha Hadid keppti hart um fyrsta sætið. Lifandi brýr Lifandi brýr er heiti einnar vinsælustu sýningar sem haldin hefur verið um bygg- ingarlist í Konunglegu listaakademíunni í London. Bjargey Guðmundsdóttir hefur skoðað sýninguna og segir hér frá henni. BRÚARHUGMYND Ian Ritchie Architects. LIFANDI brýr er söguleg yfirlitssýning um evrópskar brýr sem áttu það sameigin- legt að byggingar voru byggðar ofan á brúnum fyrir verslanir, þjónustu og íbúðir á efri hæðum húsanna. Tilgangurinn með sýn- ingunni var ekki eingöngu að vekja áhuga manna á þessum brúm í sögulegum tilgangi heldur einnig að reyna að endurvekja þessa hefð í nútímalegu samhengi evrópskrar borgarmenningar. Sex arkitektar sem voru þekktir fyrir ferskar og framsæknar hug- myndir frá fyrri verkum, voru því beðnir um að taka þátt í samkeppni um nútíma lifandi brú yfir ána Thames í London. Þeir voru: Zaha Hadid og Daniel Libeskind sem bæði hanna byggingar í anda deconstruetion-stefnunnar, Future Systems og Ian Ritchie sem eru þekkt fyrir mjög tæknilega og framúrstefnulega hönnun, Leon Krier og Antoine Grumbach sem komu með anda mið-evrópskrar hönnunar í samkeppnina og Bran- son Coats sem er þekktur fyrir ferskan og persónulegan stíl sinn. Afrakstur þessarar samkeppni má einnig sjá á sýningunni ásamt fjöl- mörgum líkönum, teikningum og myndum af brúm allt frá miðöldum til okkar tíma. Pað sem gerði þessa tegund brúa sérstaka var sá margvíslegi tilgangur sem hver brú þjónaði auk þess að sameina þama verk- fræði, arkitektúr og fjölskrúðugt mannlíf borganna. Elsta brúin á sýningunni er gamla Lundúnabrú- in (London Bridge) yfir Thames en saga hennar er gott dæmi um hvernig þessar brýr þróuðust. Timburbrú hafði verið á þessum stað allt frá tímum Rómverja en fyrsta steinbrúin var byggð á árun- um 1176 til 1209. Allt til ársins 1739 var þetta eina brúin sem tengdi City of London við suður- hluta Englands svo að það má geta sér til um að umferðin um brúna hafi alla tíð verið mikil. Á miðöldum voru þrengsli innan borgarmúra London mikil eins og í öðrum borgum Evrópu. Hver land- spilda var nýtt til hins ýtrasta en fólk sótti inn fyrir múrana til að njóta verndar fyrir óvinaherjum auk þess sem borgin hafði sitt að- dráttarafl fyrir þá sem stunduðu verslun og viðskipti. Brýr voru því tilvaldir staðir fyrir verslun og þjónustu ásamt því að vera tilbúinn grunnur fyrir húsbyggingar. Fyrst voru byggðar einnar hæðar versl- unarbyggingar en síðan var hæð- um bætt ofaná fyrir eigendur verslananna sem vildu búa nálægt þeim til þess að geta gætt þeirra betur. Um tíma voru allt að fimm hæða hús á London Bridge en hún var á endanum rifin árið 1823 eftir sex hundruð ára samfellda sögu byggðar á brúnni þrátt fyrir áföll á borð við flóð og eldsvoða. Saga þessara brúa er mjög samofin borgarmenningu miðalda í Mið- Evrópu og það eru engar heimildir um svona brýr á Norðurlöndum eða Ameríku. Það eru til örfáar heimildir um svona brýr frá Mið- austurlöndum og Asíu en þær virð- ast hafa verið einangruð tilfelli sem ekki var nein sérstök byggingarleg hefð fyrir. Ponte Vecchio í Flórens á Italíu er ein af 10 brúm af þessari tegund í heiminum sem enn stendur uppi. Sögu hennar svipar mjög til sögu London Bridge en það voru slátr- arar borgarinnar sem voru fyrstir til að leggja hana undir sig. Auk þess að færa þeim stöðugt streymi viðskiptavina, var hentugt fyrir þá að losa sig við úrgang frá kjötverk- uninni beint í ána. Önnur brú á Ítalíu sem ennþá er í notkun er Ponte di Rialto í Fen- eyjum. Það sem gerir hana sér- staka er einskonar útsýnispallur á miðri brúnni sem gerir vegfarend- um kleift að staldra þar við á leið yfir brúna og njóta útsýnis yfir sík- in og nærliggjandi byggingar. Áin Signa í París státaði af flest- um slíkum brúm í Evrópu frá tólf- tu til átjándu aldar. En bygging- amar á þeim voru ekki hannaðar með það í huga að líta vel út í aug- um þeirra sem leið áttu um ána, ólíkt t. d. hönnun Ponte di Rialto sem gerði ráð fyrir stórfenglegu útsýni frá ánni í átt að brúnni. Veg- farendur Signu sáu eingöngu subbulegar bakhliðar húsa ásamt salernum og rusli sem er líklega ein ástæða þess að engin slík brú stendur enn í París. En séð frá brúnni sjálfri voru byggingarnar í París oftast mjög virðulegar og fal- legar með búðargluggum og slíku enda voru þessar brýr oft mið- punktar í götuhátíðarhöldum mið- alda. Sögu þessarar brúartegundar lauk á nítjándu öldinni. Ástæðurn- ar telur Jean Dethier, frá George Pompidou safninu í París sem ásamt samstarfsmanni sínum Ruth Eaton vann að fræðilegum bak- grunni sýningarinnar, vera fjár- hagslegar, fagurfræðilegar og heimspekilegar. Hernaðarlega var ekki lengur ástæða til að leita skjóls innan borgarmúra og borgir tóku undir sig sífellt meira land- svæði utan þeirra. Ör fjárhagsleg- ur vöxtur ásamt fólksfjölgun kall- aði á betri og greiðfærari sam- göngur. Brýr voru ekki lengur mikilvægur þáttur í að sameina mannlíf í tveimur ólíkum hlutum borganna heldur var eingöngu litið á þær sem tæki til þess að komast frá einum stað til annars. Fagurfræðileg sjónarmið þessa tíma gerðu einnig þá kröfu að borg- arbúar ættu að geta notið óhindr- aðs útsýnis yfir árnar og borgirnar. Þessar hugmyndir eiga rætur að rekja til breyttra viðhorfa bæði listamanna og almennings til náti> úrunnar. Annar mikilvægt atriði í þessari þróun er sú staðreynd að á þessu tímabili skildi leiðir í mennt- un arkitekta og verkfræðinga, litið var svo á að þetta væru tvær sjálf- stæðar fræðigreinar sem sinntu ólíkum þáttum. Brúarverkfræðing- ar hafa aldrei verið hrifnir af brúm með byggingum (þó með örfáum undantekningum sbr. Gustave Eiff- el) en arkitektar hafa allt til þessa dags haldið áfram að hanna þessar brýr þó að þær hafi aldrei orðið meira en útópískar hugmyndir á teikniborðinu. Nútímaborgir í Evrópu eiga fátt sameiginlegt með borgum miðalda þar sem blómaskeið lifandi brúa náði hátindi. Þær eru samsetning af ólíkum hlutum þar sem reynt hefur verið að afmarka svæði fyrir íbúðir, vinnu, samgöngur og frítíma í anda funksjónalismans. Þessi þróun hefur gert borgirnar dauðar, hverfin verða að gettóum fyrir ákveðnar athafnir og starfsemi, hið flókna og margbreytilega mannlíf er einfaldað til þess að þjóna ákveðnu skipulagi. Skipulagsfræðingar og arkitektar standa í dag frammi fyrir því vanda- máli að reyna að sameina aftur þessa ólíku hluta ' borganna. I þessum til- gangi var samkeppnin um brúna yfir Thames haldin. Það þarf að sam- eina mannlíf suður- og norðurhluta London en ekki bara með því að gera bílasamgöngur greiðari heldur með því að auðga mannlífið og gera þann stað, brúna, að líflegum stað í sjálfum sér. I samkeppnislýsingu var gert ráð fyrir að brú- in yrði aðallega fyrir gangandi vegfarendur, hún þurfti að vera partur af stærra skipulagi borg- arinnar ásamt því að vera nýtt aðdráttarafl fyrir svæðið. Brúin átti að hýsa verslanir, skemmti- staði og veitingahús, rými fyrir menningarviðburði ásamt íbúðum. Gert var ráð fyrir að hún væri opin almenningi allan ársins hring, jafnt á nóttu sem degi og þeir sem leið áttu um brúna áttu einnig að geta notið útsýnis yfir ána og borgina. Annað og ekki síður mikilvægara atriði sem arkitektamir áttu að 2£. hafa í huga, var að tillögur þeirra í' áttu að standa föstum fótum í raun- veruleikanum og vera verkfræði- lega og fjárhagslega raunhæfar til- lögur. Það var ætlast til þess að hönnuðir ynnu með ráðgjafafyrir- tæki frá byi-jun sem hjálpaði þeim til þess að finna leiðir til þess að - brúin gæti staðið undir sér fjár- hagslega og án styrkja frá hinu op- inbera. Hún átti að verða fjárhags- lega sjálfstætt fyrirtæki. Dómnefnd samkeppninnar varð ekki fyrir vonbrigðum með tillög- umar sem bámst nefndinni. Auk þess að víkka og teygja hugtakið „brú“ veralega þá vora allar tillög- urnar raunhæfar fjárhagslega ásamt því að vera spennandi. Tvær tillögur lentu í fyrsta sæti en höfundar þeirra vora Antoine Grumbach frá Frakklandi og Zaha Hadid frá Englandi. Grumbach kallar hönnun sín „garðbrúna" en hann tengir suður- og norðurbakka árinnar með röð af mismunandi görðum sem liggja sitt hvorum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.