Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir nýjustu mynd leikstjórans Barry Levinson, Sleepers, með þeim Kevin Bacon, Brad Pitt, Jason Patrick, Robert DeNiro og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um fjóra vini sem á fullorðinsárum ná fram hefndum vegna misþyrminga sem þeir verða fyrir sem unglingar á betrunarheimili. ROBERT DeNiro leikur prestinn, föður Bobby, sem leggur sitt lóð á vogarskálarnar til þess að félagarn- ir fjórir geti náð fram hefndum. KEVIN Bacon leikur barnaníðinginn og hrottann Sean Nokes, sem er forsprakki gæslumannanna á betrunarhælinu í misþyrmingunum. FÉLAGARNIR ganga of langt í prakkaraskap sínum og verða að dúsa á betrunarheimili þar sem hrikaleg lífsreynsla setur mark sitt á þá. Stund hefndarinnar SEINT á sjöunda áratugnum ganga fjórir strákar, sem búa í hverfi á Manhattan í New York sem í daglegu tali kall- ast Hells’s Kitchen, eða kokkhús kölska, einum of langt í prakkara- skap sínum og óviljandi verða þeir manni næstum því að bana. Hart er tekið á brotinu og pörupiltarnir sendir í betrunarskóla þar sem þeim er ítrekað misþyrmt, m.a. kynferðislega, af gæslumönnum þeirra sem haldnir eru kvalalosta. Mörgum árum síðar hafa leiðir félaganna fjögurra skilið og er einn þeirra, Michael, orðinn aðstoðar- saksóknari og annar, Shakes, er orðinn blaðamaður í New York. Tveir félaganna, þeir Tommy og John, hafa hins vegar gengið glæpaveginn. Fyrir tilviljun rekast þeir tveir á gæslumanninn sem forystu hafði um misþyrmingar þeirra í æsku og drepa þeir hann samstundis á bar þar sem fundum þeirra ber saman. Þeir eru dregnir fyrir rétt, en með aðstoð gömlu félaganna og annarra sem tengjast þeim í gamla hverfinu tekst þeim að ná fram hefndum fyrir það sem þeir urðu að þola á betrunarheimil- inu. Leikstjóri Sleepers, höfundur kvikmyndahandritsins og annar framleiðandi myndarinnar er Barry Levinson, en hinn framleiðandi myndarinnar er Steve Golin, sem á sínum tíma stofnaði Propaganda Films ásamt Siguijóni Sighvats- syni. Myndin er gerð eftir sam- nefndri bók sem kom út 1995 og náði mikilli metsölu, en höfundur hennar er blaðamaðurinn Lorenzo Carcaterra. Hann sagði bókina byggja á sönnum atburðum sem hann hefði sjálfur upplifað sem einn fjórmenninganna, en bæði kaþólska kirkjan og embætti saksóknarans í New York sóru af sér að umrædd- ir atburðir hefðu nokkru sinni átt sér stað. Miklar deilur urðu eftir útgáfu bókarinnar um það hvort efni hennar væri uppspuni frá rót- um eður ei, og þær deilur mögnuð- ust upp á nýjan leik eftir frumsýn- ingu myndarinnar í vetur. Þekktir leikarar eru í stórum sem smáum hlutverkum í Sleep- ers. Með hlutverk barnaníðingsins og hrottans Sean Nokes fer Kevin Bacon, en hann hefur einmitt get- ið sér orð fyrir að geta brugðið sér í nánast hvaða hlutverk sem er og þá ekki síst að leika flókna eða truflaða persónuleika. Þannig er skemmst að minnast han sem fangans í Murder in the First (1995), fautans í River Wild (1994), landgönguliðans í A Few Good Men (1992) og samsæris- mannsins í JFK (1991), en síðast sást Bacon á hvíta tjaldinu í hlut- verki geimfara í Apollo 13. í hlutverki prestsins, föður Bobby, er hinn afkastamikli Rob- ert DeNiro sem alls hefur nú leik- ið í rúmlega 50 kvikmyndum, en á síðasta ári lék hann í fjórum myndum og er skemmst að minn- ast hans úr The Fan. A næsta ári verða frumsýndar að minnsta kosti fjórar myndir sem hann fer með hlutverk í, en það eru Affirmative Action, Great Expectations, Co- pLand og Wag the Dog. Dustin Hoffman leikur lögfræð- inginn Danny Snyder. Hoffman á nú að baki um 35 kvikmyndir, en síðast sást hann í Outbreak sem gerð var 1995. Undanfarin ár hefur hann yfirleitt aðeins leikið í einni kvikmynd á ári, en á þessu ári eru hins vegar væntanlegar a.m.k. tvær myndir með honum, en það eru Sphere, sem Barry Levinson leik- stýrir, og Mad City, sem Costa- Gavras leikstýrir, en í henni leikur Hoffman á móti John Travolta. Brad Pitt fer með hlutverk að- stoðarsaksóknarans Michaels. Hann hefur verið einn eftirsóttasti leikarinn af yngri kynslóðinni í Hollywood síðan hann lék í kvik- mynd Ridleys Scotts, Thelmu & Louise, árið 1991. Síðan hefur hann leikið í tólf kvikmyndum og hafa hæfileikar hans fengið að njóta sín til hins ýtrasta í myndum á borð við A River Runs Through It, Kalifornia, True Romance, Int- erview With The Vampire og Sev- en. Jason Patrick leikur blaða- manninn Shakes sem segir sögu félaganna fjögurra. Patrick lék sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í mynd Joels Schumachers, The Lost Boys (1987), en síðan hefur hann m.a. leikið í Rush (1991) og Geronimo (1993). Á eftir Sleepers lék Patrick í Incognito á móti Irene Jacob og næsta viðfangsefni hans verður að leika á móti Söndru Bullock í Speed II. Með hlutverk Tommys fer Billy Crudup sem hefur getið sér gott orð á Broadway, en þetta er frumraun hans á hvíta tjaldinu. Næsta mynd hans er nýjasta mynd Woody Allens, Everybody Says I Love You, sem frumsýnd verður síðar á þessu ári. Ron Eldard leik- ur John og hefur hann m.a. leikið í sjónvarpsþáttaröðinni ER og kvikmyndunum Scent of a Woman og True Love. BARRY Levinson ásamt Kevin Bacon við tökur á Sleepers. Fjölbreyttur ferill SLEEPERS er tólfta kvik- myndin sem Barry Levin- son leikstýrir, en hann hefur spannað vítt svið og sýnt fjölbreytni í verkefnavali. Þann- ig eru myndir hans flestallar mjög frábrugðnar hver annarri og verður seint sagt um mynd- irnar að þær beri einhver sér- stök höfundareinkenni leikstjór- ans. Levinson er fæddur 6. apríi 1942 í borginni Baltimore í Marylánd-fylki og þar stundaði hann menntaskólanám samhliða því sem hann starfaði sem sölu- maður hjá föður sínum, sem rak heildverslun. Síðar vann hann hjá sjónvarpsstöð á meðan hann stundaði nám í blaðamennsku við Ameríska háskólann í Wash- ington, en eftir að hafa verið þar við nám með hléum í sjö ár án þess að ljúka prófi gafst Le- vinson upp og fluttist til Los Angeles þar sem hann lærði leiklist og fleira sem tengist leik- húsvinnu. Hann hóf að starfa í grínklúbbum þar sem hann lærði að skrifa handrit, og árið 1967 vann hann til verðlauna fyrir handrit sem hann skrifaði fyrir grínþátt í sjónvarpi. Árið 1970 byrjaði hann að skrifa handrit fyrir The Carol Burnett Show og vann hann fyrir þau tvenn Emmy verðlaun á þremur árum. Levinson var þar með orðinn vel þekktur sem handritshöfundur og réð Mel Brooks hann til að vinna að gerð handrita mynd- anna Silent Movie (1976) og High Anxiety (1979), en Levinson fór reyndar með smáhlutverk í báð- um myndunum. Árið 1975 kvæntist hann leikkonunni Va- lerie Curtin (All the Presidents Men) og saman skrifuðu þau kvikmyndahandritið að mynd- inni ...And Justice for All (1979), sem A1 Pacino lék aðalhlutverkið í. Þau skiidu árið 1982, en skrif- uðu saman handritin að myndun- um Inside Moves (1980), Best Friends (1982) og Unfaithfully Yours (1984). Levinson skrifaði hins vegar einn handritið að Diner (1982) og byggði hann það á eigin end- urminningum frá Baltimore, og hlaut myndin mjög góðar viðtök- ur. Levinson hélt sig því við Ieik- stjórnina og næst gerði hann myndina The Natural (1984), og síðan Young Sherlock Holmes (1985), en aftur leitaði Levinson til endurminninganna og á heimaslóðir í Baltimore þegar hann gerði grínmyndina Tin Men (1987). Ári síðar gerði hann svo Good Morning Vietnam, en straumhvörf urðu í lífi Levin- sons þegar næsta mynd hans leit dagsins ljós. Það var myndin Rain Man (1988) með þeim Dust- in Hoffman og Tom Cruise í aðalhlutverkum. Myndin hlaut geysimikla aðsókn, Gullbjörninn í Berlín og fern Óskarsverðlaun. Enn á ný snéri Levinson til Baltimore endurminninganna þegar hann gerði Avalon (1990), síðan kom Bugsy (1991) sem til- nefnd var til fjölda Óskarsverð- launa. Ferill Levinsons hafði nú verið rakleiðis upp á við allt frá frá fyrstu byijun, en loks kom að þvi að hann gerði mistök og olli miklum vonbrigðum. Það var þegar hann gerði Toys (1992). Árið 1993 hleypti Levinson af stokkunum sjónvarpsþáttaröð- inni Homicide: Life on the Stre- ets og hlaut hann margvisleg verðlaun fyrir þáttaröðina. Næsta kvikmynd hans var Jimmy Hollywood (1994) sem gerði það ágfætt, og sama ár var svo Disc- losure með þeim Michael Douglas og Demi Moore frumsýnd, en hún sló rækilega í gegn. Myndin var gerð eftir skáldsögu Michaels Crichtons, og um þessar mundir vinnur hann að gerð annarrar myndar eftir skáldsögu eftir Crichton. Það er vísindatryllirinn Sphere sem byggir á sögu sem fyrst var gefin út árið 1987, og með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Dustin Hoffman og Andre Braugher, sem leikið hefur í sjón- varpsþáttunum Homicide: Life on the Streets.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.