Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Guðmundur Oskar Jónsson, jafnan kallaður Óskar, fæddist á Gunnlaugsstöðum, Stafholtstungna- hreppi 25. janúar 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Þ. Jónsson, bóndi, f. 25. júní 1870, d. 9. mars 1959, og Jófríður Asmundsdóttir, f. 29. apyíl 1881, d. 16. október 1977. Óskar var sá ellefti í sext- án systkina hópi. Fyrstu fimm árin ólst Óskar upp hjá foreldr- um sínum á Gunnlaugsstöðum. A sjötta ári var hann sendur í fóstur til Önnu, móðursystur sinnar á Helgavatni í Þverár- hlíð, þar sem hann var til tutt- ugu og tveggja ára aldurs. Eftirlifandi eiginkona Ósk- ars er Guðný Guðrún Sigurrós í minningunni er mynd föður míns falleg og skýr. Virðulegur, yfirvegaður og rólegur á svip, með glampa í augum og skemmtilega kímnigáfu. Yfir honum var heiðríkja og mildur höfðingsbragur. Hann var óvenju heilsteyptur og sterkur ein- staklingur, lagði aldrei illt til nokk- urs manns en talaði um samferða- fólk sitt af samúð og velvild. Þarna fór ekki alltaf margmáll maður en afskaplega hlýr og góður. Faðir minn,_ Guðmundur Óskar Jónsson, eða Óskar eins og hann var jafnan kallaður, var ellefta bam hjónanna Jóns Þ. Jónssonar og Jó- fríðar Asmundsdóttur en börn þeirra urðu alls sextán að tölu. Öll börnin Guðmundsdóttir, f. 23.10. 1919. Börn þeirra eru: 1) Svan- fríður Sigurlaug, bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 18.2. 1944, gift dr. Ólafi Rúnari Dýrmunds- syni, ráðunaut hjá Bændasamtökum Is- lands. Börn þeirra eru Óskar Dýrmund- ur, f. 1966, Guðrún, f. 1968, Ólöf, f. 1981, og Sigurrós Svava, f. 1983. 2) Brynja, fé- lagsráðgjafi á Akur- eyri, f. 22.6. 1950, gift Guðmundi Ingólfssyni matvælatæknifræð- ingi. Börn þeirra eru Bjartur, f. 1982, og Drífa, f. 1983. Barn Brynju og Finnboga Trausta Finnbogasonar er Yrsa Rós, f. 1980. 3) Viðar, iðjuþjálfi í Dan- mörku. Viðar kvæntist Hanne Tornbjerg iðjuþjálfa 1985. Skildu. Börn þeirra eru Bjarke, f. 1981, og Anna-Lóa, f. 1985. Sambýliskona Viðars er Irene. lifðu og urðu mikið manndómsfólk. Líf þessara hjóna markaðist af erf- iðri og harðri lífsbaráttu sem gæti orðið mörgu nútímafólki óþtjótandi umhugsunarefni. Barn að aldri dvaldist ég tíu sumur á Gunniaugs- stöðum. Mikil var gleðin þegar öll systkinin sextán ásamt fjölskyldum sínum komu saman á Gunnlaugs- stöðum. Það var sungið og dansað og ekki hætt þótt baðstofugólfið svignaði. Skörungarnir, föðursystur mínar, héldu þétt um stjórnvölinn í þessum fjölskyldusamkvæmum. Ekki var rúm fyrir allan þennan fjölda í íbúðarhúsum. Sofið var úti í hlöðu og einnig í tjöldum úti um allt tún. Þessi stóri og lífsglaði Barn Guðnýjar Guðrúnar Sig- urrósar og Jóns Jónssonar á Stokkseyri frá fyrra hjóna- bandi og uppeldisdóttir Óskars, er Jóna Vilborg Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1942. Jóna giftist Hún- boga Þorsteinssyni, fv. kaupfé- lagsstjóra. Skildu. Börn þeirra eru Þorsteinn, f. 1960, og Vé- dís, f. 1961. Veturinn 1935-1936 var Óskar við nám í Héraðsskólan- um í Reykholti og tók þaðan lokapróf um vorið. Árið 1941 fluttist Óskar til Reykjavíkur, var leigubifreiðastjóri í 24 ár. Hann var stofnfélagi í Bygging- arsamvinnufélagi atvinnubif- reiðastjóra 1947, formaður þess félags 1955-1972, fram- kvæmdastjóri þess 1965-1980. Hann stjórnaði byggingu 500 ibúða á vegum BSAB, stofnaði Byggingarsamvinnufélagið Skjól árið 1981, var fram- kvæmdastjóri þess og sá um byggingu 24 íbúða og þriggja raðhúsa fyrir það félag. Arið 1974 keypti Óskar landspildu í Ölfushreppi og stofnaði þar garðyrkjubýlið Þrastarhól. Utför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. systkinahópur sýndi ætíð foreldrum sínum og gamla heimilinu mikla ræktarsemi og samheldni fjölskyld- unnar var einstök. í landi Gunn- laugsstaða er gróskumikill skógar- reitur, 1,5 ha að stærð, þar sem systkinin sextán hófu gróðursetn- ingu 1948. Á sjötta ári var Óskar sendur í fóstur til móðursystur sinnar, Önnu Ásmundsdóttur og eiginmanns hennar, Guðmundar Sigurðssonar, bónda á Helgavatni í Þverárhlíð. Æskustöðvarnar í Borgarfirði mót- uðu Óskar í æsku og áttu rík ítök í honum alla ævi. Náttúrufegurðar naut hann best þar. Á þessum árum var skólaganga ólíkt styttri en hún er í dag, leiðin til mennta var tor- sótt. En veturinn 1935-1936 tókst honum að kosta sig til náms í Hér- aðsskólanum í Reykholti og tók þaðan lokapróf um vorið. Reyndar hafði honum leikið hugur á frekara námi en fjárhagurinn sneið honum stakkinn. Á Helgavatni vandist hann allri algengri sveitavinnu og komst á þann hátt í nána snertingu við náttúruna, lifandi og dauða. Dvaldist hann þar uns hann fluttist alfarinn suður til Reykjavíkur árið 1941. Fljótlega keypti hann eiginn bíl og var í leigubifreiðastjóri í 24 ár. Árið 1947 gerðist Óskar stofnfé- lagi í Byggingarsamvinnufélagi at- vinnubifreiðastjóra (BSAB). Hann var formaður þess félags 1955- 1972 og framkvæmdastjóri þess 1965-1980. Árið 1964 gerði ríkis- stjórnin samráðssamninga við verkalýðshreyfinguna um umbætur í húsnæðismálum. Eitt minnismerk- ið um þá samninga eru íbúðir þær sem BSAB byggði. Kjarasamningar og húsnæðismál hafa sennilega aldrei verið jafn samtvinnuð og varð á sjöunda, áttunda og níunda ára- tugnum. Á þeim árum átti sér stað grundvallarbreyting í húsnæðismál- um þjóðarinnar sem var ótvírætt tii bóta fyrir allan þorra landsmanna, ekki síst láglaunafólk. Samningarn- ir 1964 voru hinir fyrstu þessarar gerðar og voru undanfari þeirra stórkostlegu framfara sem fóru í hönd. BSAB var með stærstu bygg- ingarsamvinnufélögum í landinu á þessum tíma. Faðir minn var því í mörgu einn af brautryðjendum síns tíma og setti þannig svip á Reykja- vík. Mun hann hafa stjómað bygg- ingu 500 íbúða á vegum BSAB. Vinnudagurinn var oft langur og man ég vart eftir að hafa kynnst iðnari og ósérhlífnari manni. Hann var sannur félagshyggjumaður, vann af hugsjón og tók ávallt mál- stað þeirra sem minna máttu sín í lífinu og skipaði sér í sveit þeirra sem helst börðust fyrir bættum hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Hann hélt á málum af fullri einurð ef þess gerðist þörf, eyddi ekki um efni fram en stóð í skilum við samfé- GUÐMUNDUR ÓSKAR JÓNSSON lagið. Hann var mótaður af lífsbar- áttu þriðja og fjórða áratugarins sem hann fór ekki varhluta af og gekk snemma til liðs við verkalýðs- hreyfinguna og var trúr henni allt sitt líf. Árið 1981 stofnaði hann nýtt félag, Byggingarsamvinnufé- lagið Skjól, var framkvæmdastjóri þess og sá um byggingu 24 íbúða og þriggja raðhúsa fyrir það félag. Óskar var mikill skógræktarmað- ur. Árið 1974 keypti hann landspildu í Ölfushreppi og stofnaði þar garð- yrkjubýlið Þrastarhói. Það ár var land þetta einungis blaut, óræktuð mýri. En mýri þessi breyttist smám saman svo að um munaði og er nú orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Hann hóf strax mikla ræktun í Þrastarhóli og á gríðarlega jarð- vegsvinnu þarna að baki, mikill verkmaður, var þar öllum sínum frístundum, byggði íbúðarhús, gróð- urhús ogjarðhús, hlóð mikinn skjól- garð úr torfi og lagði þangað hita- veitu árið 1989. Verkiagni hans og smekkvísi var viðbrugðið. Þessi heimur gleymdist engum er honum kynntist. Kyrrðin gagntók hvern mann er hvarf inn í angandi, þétt- vaxið skógarþykknið, fuglasöng og lækjarnið. Tíminn stóð skyndilega kyrr. Faðir minn var heimspekilega sinnaður og þurfti alltaf að bijóta hvert mál til mergjar. Ræddum við oft lífið og tilveruna og gleymdum stað og stund. Eitt af því sem ein- kenndi pabba öðru fremur var mik- ill bókmenntaáhugi og hversu vel lesinn hann var. Meðal uppáhalds- skálda hans voru Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Davíð Stefánsson. Líf íslensks alþýðu- fólks á fyrri hluta þessarar aldar, sem gjarnan hefur verið umfjöllun- arefni Nóbelsskáldsins, stóð honum nærri og taóisminn, sem oft má greina í bókum skáldsins, var í samræmi við lífsskoðanir hans. Hann gat lesið aftur og aftur texta þar sem fijó hugsun komst hnitmið- að til skila, þar sem orðsins list naut sin. Samfléttaður við þessa ást á góðum bókmenntum var áhugi hans á fólki yfirleitt. Undan- UNNUR MARÍA MAGNÚSDÓTTIR + Unnur María Magnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 13. mars 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Landakoti, laugar- daginn 28. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Árnadóttir og Magnús Bjarni Magnússon, söðla- smiður, og var hún einkadóttir þeirra hjóna. Hinn 18. september 1943 kvæntist Unnur María Karli Daníel Péturssyni, f. 4.8. 1909, d. 8.3. 1979, frá Eydölum í Breiðdal. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Kolbrún, f. 12.3. 1944. 2) Magnús Pétur, f. 29.11. 1947, maki Guðríður Magnús- dóttir. Böm þeirra eru Karl Daníel, f. 23.2. 1986, Magnús Þór, f. 20.2. 1992. Dreng átti Magnús fyrir hjónaband, Agúst Bjarka, f. 2.2. 1975. Fósturdóttir Magnúsar er Krist- ín Stefanía, f. 27.7. 1978. 3) Ragnhildur Anna, f. 26.6. 1952, maki Þorvaldur Rúnar Jónasson. Börn þeirra eru Unnur María, f. 17.4. 1974, Jónas Karl, f. 4.4. 1978, Elvar Steinn, f. 18.9. 1985. Útför Unnar Mariu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveð ég tengdamóður mína í síðasta sinn. Ég kynntist Unni 1983 þegar ég fór að koma ásamt fimm ára dóttir minni á heimili henn- ar, með syni hennar Magnúsi. Unnur tók okkur strax afar vel. Mér fannst ég strax umvafin þessari einstöku hjartahlýju og væntumþykju sem hún alltaf sýndi. Nú þegar jólin eru að kveðja verð- ur manni hugsað með söknuði til jólaboðanna hennar. Á jóladag höf- um við fjölskyldan alltaf verið sam- ankomin á heimili hennar, en ekki núna. Þetta voru öðruvísi jól. Núna fórum við í Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem við horfðum á hana heyja harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Unnur var glæsileg kona sem hafði yndi af því að vera vel til höfð og sjaldan sá ég hana hamingjusam- ari en þegar hún var búin að kaupa sér eitthvað nýtt til að klæðast eða skreyta sig með. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast og var mik- ið náttúrubarn í sér. Við ferðuðumst saman bæði erlendis og hér heima, síðasta ferðin okkar saman var í júlí síðastliðið sumar þegar við dvöld- um viku í sumarhúsi í Húsafells- skógi. Þá dáðist ég að dugnaði henn- ar, því þá var hún orðin mikið þjáð af þeim sjúkdómi sem að lokum dró hana til dauða. En ég held að hún hafi notið þeirrar ferðar þó erfið hafi verið fyrir hana og ógleymanleg verður hún mér í minningunni um góða tengdamóðir. Unnur var mjög lagin í höndunum og listræn, þess bera vitni allir þeir hlutir sem hún bjó til. Hún hafði sérstaklega gaman af því að vinna alls konar jólahluti sem hún síðan gaf fjölskyldunni. Þeir eiga örugg- lega eftir að minna okkur á hana um ókomin jól. Hún var mjög stolt af sinni ijölskyldu og reyndist hún henni afar vel í hennar veikindum. Aldrei leið sá dagur að ekki væri komið til hennar af einhveijum úr fjölskyldunni þá fjóra mánuði sem hún dvaldi á sjúkrahúsi. Vegna bú- setu okkar fyrir utan höfuðborgina hefur meira bitnað á dætrum hennar að hugsa um hana og var sú um- hugsun til fyrirmyndar. Lífið tók tengdamóður mína ekki alltaf vettlingatökum og sýndi henni ekki alltaf sanngirni. Hún fór hins vegar vel með sitt líf, var síglöð og hvatti aðra til dáða og gaf þeim þrek. Hún lét aldrei bilbug á sér finna og mætti áföllum með æðru- leysi. En marga átti hún góða daga, mest fyrir tilverknað hennar sjálfr- ar. Svona kona eins og Unnur hlaut að eignast marga góða vini. Hún naut hlýju og góðvildar þeirra sem hún þekkti og margir voru til að styrkja hana í hennar veikindum. Ég flyt hér kærar kveðjur til Unnar frá dóttur minni sem ekki getur verið viðstödd útför hennar vegna dvalar erlendis með þakklæti fyrir alla þá góðvild sem hún ávallt sýndi henni. Kæra tengdamamma, það sem gerði þig að sérstakri tengdamömmu var hve afskiptalaus þú varst. Gegnum tárin geisli skín gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (G.Þ.) Ástarþakkir fyrir allt. Guðríður Magnúsdóttir. Séð gáð til baka um gengna slóð er greypt í hug og sinni. Þau urðu mörg og ávalt góð okkar vinakynni. (Sig. Jónsson) Þegar ég minnist Unnar minnist ég góðrar konu sem gaman var að eiga orðastað við. Hún var alltaf mjög viðræðugóð og gott lundarfar hennar gerði það að manni leið mjög vel í návist hennar. Unnur var fædd og uppalin austur í Rangárvalla- sýslu. Hún var fríð kona sem bar aldur sinn vel og klæddist fallegum fötum sem voru smekklega valin. Við hjónin áttum þess kost að ferðast með henni bæði innan lands og utan og betri ferðafélaga var varla hægt að hugsa sér það gerði það jafnlyndi sem hún átti í svo rík- um mæli. Hún naut líka ferðaiagsins svo vel vegna þess að hún hafði svo næmt auga á því landslagi sem fyr- ir augu bar bæði hvað varðaði feg- urð þess og form. Eitt var það í fari hennar hvað hún sætti sig vel við einveruna. Henni virtist líða mjög vel með að hlúa að heimili sínu og hafa eitthvað milli handa sinna til að skapa og vinna að því hún virtist vera snilling- ur í höndunum og hafa næmt auga fyrir því að móta og búa til hluti úr leir og öðrum efnivið. Og þar sem ég er að setja á blað minningar um Unni koma í hug minn þessar ljóðlín- ur úr kvæðinu Skógarilmur eftir Einar Ben.: Ég byrgist við runnalimið lágt. í lognkyrrð öll hlíðin glitrar. Sólin sér hallar frá hádegisátt. Ég hlusta á skógarins andardrátt og ilmbylgjan um mig titrar. Þetta varð til þess að vekja upp hjá mér hugrenningar um ferð sem við fórum saman með börnunum okkar og barnabörnunum upp í Húsafellsskóg og nutum þess að eiga þar stundir saman og þó að Unnur væri orðin sárþjáð af þeim sjúkleika sem hana hrjáði naut hún þeirrar fegurðar sem skógurinn og fjöllin höfðu upp á að bjóða. Þegar dögg næturinnar var að þorna og geislar mogrunsólarinnar vermdu allt um- hverfið þá held ég að Unni hafi eft- ir atvikum liðið vel. Efiaust hefur þetta orðið líka til þess að vekja hjá henni einhveijar gamlar endurminn- ingar frá löngu liðnum stundum þegar hún var heima í föðurranni. Unnur var þeirrar kynslóðar sem varð til þess að sjá þjóðfélag vort komast úr örbirgð í þá velsæld sem við búum við í dag enda sýndi hún það með sínum lífsmáta. Hún var hagsýn húsmóðir sem hélt vel utan um sitt og gætti þess vel að ekkert færi til spillis. Ég held að þetta hafi verið ríkur þáttur þeirrar kynslóðar sem hún tilheyrði. Og nú þegar Unnur er frá okkur horfin söknum við góðrar konu sem við hjónin kynntumst eftir að börn okkar giftust. Við hefðum ekki viljað verða af þeim kynnum. Unnur gaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.