Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Martin Landau ★ ★ ★ ÁS Bylgjan ★ ★ ★ Á> Dagsljós ATH. BORN FJOGURRA ARA OG YNGRI FÁ FRÍTT INN. Splúnkuný og bráðskemmtileg leikin mynd fyrir alla fjölskylduna um ævintýri Gosa. Myndin er byggð á ævintýrinu sígilda. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Dragonheart er bráðfyndin ævintýramynd með toppleikurum um sígilda baráttu góðs og ills. Spenna og frábærar tæknibrellur. Sýnd kl. 3, 5f 7, 9 og 11.10. B. i. 12 ára BRIMBROT STARMAN Umtöluð stórmynd með heitustu stjörnunum dagsins í dag í aðalhlutverkum. Þetta er mögnuð mynd sem þú gleymir seint. Leikstjóri er Óskarsverðlaunahafinn Barry Levinson (Rain Man, Good Morning Vietnam). Fjórir vinir lenda á upptökuheimili eftir að hafa, fyrir slysni, orðið manni að bana. Á upptökuheimilinu eru þeir ofsóttir af fangavörðum og beittir miklu ofbeldi. Mörgum árum síðar rennur stund hefndarinnar upp. Myndin er sögð byggja á sönnum atburðum. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. SÝND KL. 6 og 9. Stórkostlegt kvikmyndaverk um einn merkasta rithöfund sögunnar. Við innrás Þjóðverja i Noreg hvatti Knut Hamsun landa sína til að leggja niður vopn og siðar hélt hann á fund Hitlers. Miklifengleg sviðssetning eins umdeildasta tímabils i lifi Hamsuns.Aðalhlutverk IVIax von Sydow og Ghita Norby Sýnd kl. 3, 6 og 9. BRAD PITT DUSTIN HOFFMAN ROBERT DENIRO KFVIN BACON JASON PATRIC S LE E PERS Bráoskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna Gosi kann islcnsku og það er engin lygi! r 7 i HÁSKÓLABÍÓ PÖRUPILTAR DENNIS QUAID SEAN CONNERY DRAG^NHEART I EKKI MISSA AF PESSUM ] „Brimbrot er ómissandi“ ★★★1/2GBDV ★ ★★ 1/, SVMBL Oldman boðinn þorpari ► LEIKARANUM Gary Oldman hafa verið boðnar um 200 millj- ónir króna fyrir að taka að sér hlutverk í mynd sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum „Lost in Space“ sem vinsælir voru á sjö- unda áratugnum. Ef hann tekur tilboðinu verður hann látinn leika þorparann og lækninn Dr. Zachary Smith sem leikinn var af Jonathan Harris í sjónvarps- þáttunum. Enn á eftir að ráða í öll hlutverk í myndunum. „Hlut- verk læknisins er það skemmti- legasta og við vildum ráða í það fyrst,“ sagði Mike De Luca hjá New Line kvikmyndafyrirtækinu sem framleiðir myndina. I takt og trega TÓNLIST Geisladiskur FOUSQUE Fousque, diskur dúósins Slowblow, sem skipað er þeim Degi og Orra. Lög og textar eftir þá félaga sem leika á öll hljófæri. Gestir á plöt- unni eru söngvararnir Emilíana Torrini og Daníel Agúst Haralds- son, Jón Skuggi sem leikur á bassa og Ebenezer sem leikur á baqjó. mjómsveitin gefur sjálf út. DÚÓIÐ Slowblow hefur lítið sem ekkert látið á sér kræla síðan það gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir fáum árum. Önnur breiðskífa, Fousque, rauf svo þögnina fyrir skemmstu. Við fyrstu hlustun vekur helst athygli sérstæður hljómur á allri plötunni, hann er lifandi og opinn eins og tekið sé upp í stóru rými, ástæðan fyrir þessu eru líklegast frumstæð upptökuskilyrði en Slowblowliðar nýta þennan hljóm vel. í viðtali sem undirritaður las þökkuðu þeir grænum gítarmagn- ara þennan hljóm. Platan er róleg, lagasmíðarnar í samspili við áðurnefndan hljóm eru tregafullar, góð tónlist fyrir langa rigningardaga. Lögin eru svo til undantekningarlaust vel samin og útfærð, lögin Dusty co- uch og Surf sem minnir örlítið á Violent femmes, eru góð en enn betri eru lögin 7-up days og besta lag plötunnar, Ghost of me. Ghost of me er með betri lagasmíðum sem heyrst hafa hér á landi og sýnir að Slowblow eiga fullt erindi hvert sem þeir fara, þá er og áheyrilegt lagið Sack the organist. Hljóðfæraleikur á Fousque er að mestu leyti einfaldur, líklegast eru meðlimirnir tveir meðvitaðir um það að þeir eru ekki mjög tæknilegir hljóðfæraleikarar, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka nafn plötunnar, þó er ekki hægt að kvarta undan neinu, Slowblowliðar koma sínu til skila og meira þarf ekki ef hugmyndirn- ar eru góðar. Gítarleikur vekur sérstaklega athygli, bæði fyrir hljóminn og svo smekklega spila- mennsku, „tremolo" er mikið notað sem kemur vel út, einnig eru smekklegir pákutrommutaktar og sparleg notkun á málmgjöllum eft- irtektarverð. Fáir gallar eru á plötunni Fo- usque, látlaus umgjörðin felur kannski svolítið góðar lagasmíð- arnar svo að sum lög þurfa tals- verða hlustun, en það er bæði kost- ur og galli og söngurinn, t.d. í My life underwater er óskýr svo textinn er iliskiljanlegur. Hljómur- inn á plötunni er mjúkur, hefur góðan botn sem er vel að mestu leyti en kannski heldur mikinn á stundum en þó góð tilbreyting frá hinum bjarta hljómi sem yfirleitt er á geislaplötum hér. Slowblow er ein bjartasta von íslenskrar tónlistar í dag og geta verið stoltir af Fousque, hún er óvenjulega og skemmtilega unnin plata, ef hljómsveitin tekur sér góðan tíma til að vinna næstu plötu, í góðu hljóðveri og nær að halda sínum hugmyndum til slreitu getur fátt stöðvað hana í að verða að stórveldi. Gísli Arnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.