Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Menning og ferðaþjónusta Ferðaþjónusta er í örustum vexti atvinnu- greina hér á landi og þar er ef til vill falinn lykillinn að nýsköpun atvinnulífs_ í náinni framtíð. í ferðaþjón- ustu er þörf nýrra og ferskra hugmynda og samspil menningar og ferðaþjónustu er ein- mitt eitt af þeim sviðum þar sem hvað mest er ógert. Við íslendingar erum afar stoltir af verkum skaparans, sem vonlegt er; landi, fjöllum, hverum og hestum; en virðumst haldnir nokk- urri vanmetakennd yfir okkar eigin afrekum. Mannanna verk eru ekki í forgrunni í kynningarefni ferða- mála. Margir koma til íslands vegna náttúrunnar en fara héðan með minningar um fólk og mannlegt samfélag. Það kemur mörgum á óvert hve menningarstig er hátt hér, rétt eins og menn hafi búist við vanþróaðri þjóð. Kannski hefur iand- kynningin til þessa gefið það í skyn? Við sjáum ekki ástæðu til að halda á lofti afrekum eins og þeim að halda hér úti kvikmyndagerð, sinfó- níuhljómsveit, óperu, atvinnuleik- húsum, tónlistarlífi, háskóla, mynd- list og bókmenntum á háu stigi, fyr- ir utan stórmerkilega sögu og menn- ingararf. Okkur hættir til að ofmeta þátt landsins og vanmeta þátt fólks- ins í því aðdráttarafli, sem við kunn- um að hafa, þátt menningarinnar. Margt ógert Ekkert safn eða sýning er hér sem heitið getur um bókmenntaarf- inn, sagnaritun og sögu bókmennta og bókagerðar frá Eddukvæðum fram til okkar daga. Og heldur ekki um sögu siglinga, ftskveiða og sjáv- arútvegs, sem hefur þó verið okkar lífsviðurværi í þúsund ár. Og fleira er ógert í kynningu menningararfs- ins sem aukið gæti hróður okkar og hagsæld. Við getum stóraukið safna- og sýningarstarfsemi, bæði með sérhæfingu og samstarfi safna, og ekki síst, með smærri sýningum sem fylla upp í myndina og fræða ferðamenn um sögu og sérkenni þess staðar eða landshluta sem þeir heimsækja hveiju sinni. Þessu fylgir atvinna, t.d. fyrir eldri borgara sem þekkja sögu hlut- anna og kunna gamalt handverk, og með út- sjónarsemi getur annað fylgt í kjölfarið; það þarf að semja og útbúa sýningarskrár, kynningarefni og póstkort, búa til minjagripi, fara með börn í reiðtúra, sýna þjóðdansa eða síldarsöltun, keyra fornbíla, setja á svið sögulega atburði, sýna heyskap og önnur vinnubrögð með gamla laginu, steikja lummur og spila á harmónikku fyrir gestina. Víða mætti koma upp gestamið- stöðvum, eða því sem á ensku kall- ast „Visitor Centre“ þar sem gestir og ferðamenn koma við, fá upplýs- ingar, fróðleik og leiðsögn um mark- verða staði í héraðinu, kaupa sér veitingar, minjagripi og aðra vöru eða þjónustu. Hugmyndir að sýningum Byggðasöfnin vilja líkjast hvert öðru. Hvað geta þau gert til að laða að fleiri gesti? Á hveijum stað þurfa menn að huga að sérstöðu sinni og leggja áherslu á hana. Þar eru Síld- arminjasafnið á Siglufirði, Heklu- miðstöðin í Landsveit, Ósvör við Bolungarvík og væntanleg Njálum- iðstöð á Hvolsvelli skínandi dæmi. Hér er til gamans, og ef til vill til einhveijum til gagns, fleygt fram hugmyndum að sérsöfnum eða sýn- ingum sem ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi ættu að skoða: - í Skaftafelli ætti heima sýning um jökla og skriðjökla á íslandi og eðli þeirra, um sandana og vötnin og einangrun sveitarinnar fyrrum, fróðleikur um gamla bæinn í Seli og hlöðurnar og stóru torfbæina í Öræfunum, sem sumir voru jafnaðir við jörðu, og um torfkirkjuna á Hofi, eina af sex torfkirkjum, sem eftir eru á íslandi. - Halda þarf verndarhendi yfir Núpsstað. Umhverfið er einstakt og bænhúsið, sem er líklega eitthvert alminnsta guðshús í samanlagðri kristninni, er helgidómur og safn í sjálfu sér. Þegar tímar líða þarf að gera bæjarhúsin öll að safni um Hannes póst og svaðilfarir vatna- manna áður fyrr. - Á Kirkjubæjarklaustri vantar sýningu um þau tvö atriði sem settu mark sitt á staðinn, klaustrið og Kominn er tími til, segir Björn G. Björnsson, í þessari annarri grein af þremur, að áhuga- og hagsmunaaðilar á hverjum stað taki málin í sínar hendur. eldklerkinn. Með dálítilli útvikkun má tala um klaustrin tvö, því Þykkvabæjarklaustur er í næsta nágrenni. Á Kirkjubæ var eina nunnuklaustrið í Skálholtsbiskups- dæmi, stofnað árið 1186 og stóð í 364 ár. Munkamir í Þykkvabæ voru aldrei langt undan, klaustur þar var stofnað árið 1168, þriðja klaustur á íslandi og hið fyrsta á Suðurlandi. Þá eru Skaftáreldar, hið mikla hraun sem þá rann, og eldklerkurinn Jón Steingrímsson, auðvitað stórkstlegt efni í sýningu. - í Vík má setja upp sýningu um sögu Kötlugosa og þær ógnir sem af þeim stafa fyrir byggðarlagið, um merka sögu verslunar í Vík, um sögu sjósóknar við hina hafnlausu strönd Suðurlands, þar sem ekki er lending fyrr en á Stokkseyri, og um náttúru- undrin Reynisdranga og Dyrhólaey og fuglalífið í hömrunum, fýlatekju og lunda. - í gróðurreitnum í Múlakoti ætti að vera listamannakaffi og safn um listamennina þrjá sem ólust upp þar á bæjunum og fóru hver sína leið; Nínu Sæmundsson frá Nikulás- arhúsum sem hlaut frama í Amer- íku; Þorstein Erlingsson í Hlíðar- endakoti sem varð kennari í Reykja- vík og Ólaf Túbals sem hélt tryggð við heimahagana og var listmálari sveitar sinnar. - Nærri Hellu mætti setja upp sýningu um hellana sem víða er að fínna í grennd við staðinn og hafa einhveija þeirra opna fyrir gesti. Sögur um papa í hellunum eru alltaf spennandi og dularfullar, þótt eflaust séu þær uppspuni. - Á Selfossi vantar myndarlegt safn um þróun mjólkuriðnaðar, landbún- að í héraðinu og áveiturnar miklu í Flóanum, í samvinnu við Byggða- safn Arnesinga. - í tengslum við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði má sjá fyrir sér sýningu um nýtingu jarðhitans til ylræktar og sitthvað í tengslum við lífræna ræktun, hollustu og heil- brigði, leir, gufu og heitt vatn. - Og hvernig væri að Byggða- safnið í Keflavík gæfi bullustrokk- ana sína á Selfoss og handfærin í Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og skapaði sér verulega sérstöðu með Rokkminjasafni þar sem vaxmyndir af Hljómum yrðu í öndvegi og dæg- urmenningunni gerð góð skil, hljóm- plötuútgáfu, tísku og tíðaranda rokk- og bítlaáranna. Svona mætti eflaust halda áfram hringinn í kring- um landið og benda á tækifæri og möguleika til upplýsingar og fróð- leiks fyrir gesti og atvinnu fyrir heimamenn. Þjóðarsómi í veði Stóru götin í safnaflóruna á Suð- urlandi eru ótalin, en þau eru tvö. Það er ekki lengur vansalaust að á helgasta sögustað þjóðarinnar skuli varla vera skilti sem segir hvað hann heitir, hvað þá meir, en þar heita Þingvellir. Þar er hægt að kaupa bensín, pylsur, kók, kaffi, grillsteik- ur og brennivín, en þar er ekki hægt að lesa sér til um nokkurn skapaðan hlut. Við getum ekki lengur ætlast til þess að gestir okkar finni það á sér sjálfir að þeir séu staddir á mesta sögustað á íslandi. Mér finnst alltaf jafnátakanlegt að sjá í fréttum Þing- vallapresta paufast um staðinn með kónga og fyrirfólk, oftar en ekki hrópandi sögu staðarins upp í vind- inn. Það má greinilega byggja á Þingvöllum ljótar sjoppur og bens- ínskúra, en það má ekki einu sinni setja þar upp skilti sem upplýsir ferðamenn um það af hveiju staður- inn er svo heilagur að það má ekki setja upp skilti þar! Það er að mínu mati stærsta við- fangsefnið á þessu sviði á næstu árum að leysa Þingvelli úr þessum álögum hræsni og ótta og setja þar upp fallega og greinargóða sýningu um sögu staðar og þjóðar. Mann- virkjahræðsian má ekki bera þjóð- arsóma ofurliði, auk þess sem í henni felst algjört vanmat á skilningi og hæfíleikum íslenskra arkitekta og hönnuða. Sýningarrými mætti t.d. fela algjöriega neðanjarðar, með bert hraunið í veggja stað, þurfi það á annað borð að vera innan dyra. Hér mætti leita til manna eins og Guð- mundar Jónssonar arkitekts, sem hannar hveija menningar- og sýning- amiðstöðina af annarri í Noregi, en sýning um sögu Noregs, sem hann átti þátt í að hanna í Maihaugen- safninu í Lillehammer, er víða kunn. Skálholt Hinn staðurinn á Suðurlandi, sem enn bíður sóma síns, er Skálholt, mestur helgi- og sögustaður á ís- landi á eftir Þingvöllum, biskups- stóll frá 1056 og miðpunktur kristni- og kirkjusögu Islendinga í þúsund ár. Þar stóðu mestu timburhús á Norðurlöndum, miðaldadómkirkj- urnar, sem voru þrisvar sinnum stærri en núverandi kirkja, og þar var Jón Arason hálshöggvinn. í Skálholti er steinkista Páls biskups en flestir aðrir gripir Skálholtsstaðar eru varðveittir í Þjóðminjasafni. Hver á að framkvæma? Nú mætti spyija: Hver á að gera þetta allt? Svarið er einfalt: Við sjálf. Það er ljóst að hið opinbera mun aldr- ei hafa fjármagn til allra hluta, það hefur nóg með sitt. Kominn er tími til að áhuga- og hagsmunaaðilar á hveijum stað ranki við sér og taki málin í sínar hendur; bændur, land- eigendur, sveitarfélög, bankar, hótel, einstaklingar, félagasamtök og fyrir- tæki stofni félög um hugmyndir af þessu tagi og hrindi þeim í fram- kvæmd. Rétt staðsett, vel kynnt og vel uppsett sögusýning með góða sérstöðu mun laða að sér fólk og í kjölfarið fylgir ýmis önnur þjónusta. Hér er verk að vinna og sú auðlind, sem íslensk menning geymir, gæti reynst dijúg til góðra verka. Höfundur er leikmyndahönnuður. Er menningin auð- lind eða ómagi? Björn G. Björnsson SMÁSÖGUR Luigi Pirandellos, skáldsögur og leikrit, sem mörg hver eru byggð á smá- sögunum hafa vakið verðskuldaða athygli, já, heimsathygli vegna frumleika í byggingu, djúphugsaðra sálarlífs- lýsinga sögu- eða leik- persónanna og síðast en ekki síst vegna snilldarlegra efnistaka höfundar, enda á hann sér engan líkan og verð- ur víst seint sakaður um að hafa gramsað og rótað í smiðju annarra og látið þar greipar sópa. Hann er umfram allt glöggskyggn og vægðarlaus könnuður jafnt mannlegrar meðvit- undar sem undirvitundar. Að hans dómi koma menn sjaldnast til dyr- anna eins og þeir eru klæddir. Þeir bera jafnan grímu, sem er þeim hlíf og skjól í hörðum heimi. Pirandelio er því víðs fjarri því að vera í hópi bjartsýnismanna eða draumóra- manna. Af þeim 246 smásögum, sem birt- ust undir heitinu „Novelle per un anno“ (eða Smásögur í eitt ár) fyrir fyrri þeim- styijöldina á Italíu, þykja þijár eftirtaldar sögur bera af, þ.e.a.s.: „Hugleiddu það, Jakob, hugleiddu það“, „Ljósin í húsinu hinum megin" og „Súraldin frá Sik- iley“ Fyrir þó nokkru færði ég ritstjóra Tíma- rits Máls og menningar þýðingu mína af síðast- nefndu sögunni og end- ursendi hann mér hana skömmu fyrir jól. Hún var sem sagt vegin og léttvæg fundin eins og sést best af bréfinu frá Friðriki sem fylgdi sendingunni og sem ég leyfi mér hérmeð að birta, enda bæði stutt og laggott: „Kæri Halldór. Þá er ég loks búinn að iesa þýð- ingu þína á smásögunni „Súraldin frá Sikiley" eftir Pirandello. Það er skemmst frá því að segja að mér líst ekki nógu vel á söguna til að birta hana í TMM og endursendi þér hana með kærum þökkum fyrir til- boðið. Bestu jóla— og nýárskveðjur." Smásagan „Súraldin frá Sikiley" var með öðrum orðum ekki birting- arhæf í Tímariti Máls og menning- ar. Ja, miklir menn erum við, Hrólf- ur minn, Friðrik minn, vildi ég sagt hafa. Svo margt er sinnið sem skinn- ið, segir hið fornkveðna. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að rifja það upp fyrir lesendum, að Guðrún Helgadóttir, alþingismaður Bregðist hann siðferðis- legri skyldu sinni, segir Halldór Þorsteinsson, er ég staðráðinn í að grípa til minna ráða. og rithöfundur átti ekki beinlínis upp á pallborðið hjá Máls og menningar- mönnum frekar en Pirandello nú, er hún sendi þeim handrit að fyrstu barnabók sinni á sínum tíma. Aðal- útgáfustjóranum leist ekki heldur nógu vel á hana til að birta hana á vegum þessa virðulega útgáfufyrir- tækis og henni var þarmeð hafnað. Svipaða sögu er að segja um Astrid Lindgren, þegar hún bauð Bonniers Línu Langsokk á sínum tíma. Þeir höfðu ekki minnsta áhuga á svona barnabókum eða bókmenntum. Þeir voru langt yfir slíka lágkúru hafnir, en það má bóka það að þeir hafa nagað sig í handarbakið síðan. Eftir ummælum Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og starfsmanns Máls og menningar í sjónvarpsþætti nýlega að dæma virð- ast viðhorf til barnabókahöfunda þar á bæ lítið hafa breyst frá fyrri tíð, enda kvað hann barnabækur yfirleitt vera leiðinlegar og þessu lýsti hann yfir í viðurvist Guðrúnar Helgadótt- ur, eins kurteist og það var nú. Er Gosi, Lísa í Undralandi, Róbinson Krúsó, Hans klaufi, Lína langsokkur og Jón Oddur og Jón Bjami hrútleið- inlegt lestrarefni? Og ef þetta átti að heita fyndni hjá Guðmundi Andra, þá var sú fyndni gjörsamlega mis- heppnuð og vanhugsuð. Á langri ævi hef ég eignast vini og kunningja víða um heim, þar á meðal á Italíu, en þangað fór ég fyrst árið 1948 ásamt Thor Vil- hjálmssyni og veitti honum t.d. tii- sögn í málinu. Meðal þessara vina og kunningja eru blaðamenn, lista- menn og rithöfundar á borð við.Or- iana Fallaci, en við höfum skrifast á um langt árabii. Sú herfilega útreið sem Pirandello fékk hjá Máls og menningarmönnum er ekki aðeins saga til næsta bæjar heldur líka til fjarlægari menningar- landa og heima. Mér hefur því dott- ið í hug að greina Corriere Della Sera frá því í hvers konar metum eftirlætisgoð ítölsku þjóðarinnar er hjá stærsta og „virtasta" útgáfufyr- irtæki íslendinga. En svo laust þeirri hugsun skyndilega niður í mig að réttast væri að leita ásjár hjá Dante Alighieri stofnuninni og fela henni það verðuga verkefni að koma frétt- inni um þá dæmalausu meðferð sem Pirandello fékk hjá Máls og menn- ingarmönnum á framfæri hjá ítölsk- um fjölmiðlum og reyna þannig að rétta hlut ítalskra skálda og rithöf- unda, enda mun það vera hlutverk þessara virðulegu samtaka að standa vörð um ítalska menningu og listir á erlendum vettvangi. For- seti samtakanna er enginn annar en Thor Vilhjálmsson og hann hlýtur að líta á það sem siðferðislega skyldu sína að aðhafast eitthvað afgerandi í málinu, auk þess mun hann vera í náðinni hjá Máls og menningar- mönnum. Hér er líka einstakt tæki- færi til að sýna og sanna að embætt- ið sé eitthvað annað og meira en skrautleg silkihúfa á kolli forsetans. Bregðist hann þessari sjálfsögðu skyldu sinni, er ég staðráðinn í að grípa til minna ráða. Höfundur er skólasljóri Málaskóla Hnlldórs. Nóbelsverðlaunahafi fær fall- einkunn hjá Máli og menningn Halldór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.