Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 60
MewU£d
-setur brag á sérhvern dag!
X7Í.
gnœnm
grein
> munAMaarr
@Bl)NAÐARBANKI ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Vestfirðir
Mokveiði
á þorski
MIKIL þorskgengd er á grunnslóð
undan Vestfjörðum um þessar
mundir og aflabrögð með eindæm-
um góð. Þykir heimamönnum
þorskurinn vænni en gengur og
gerist á þessum árstíma.
Mjög góð veiði hefur verið hjá
línubátum fyrir vestan frá því að
veiðarnar hófust að nýju eftir ára-
mótin. Samkvæmt upplýsingum frá
hafnarvoginni á Patreksfirði lönd-
uðu 10 bátar um 219 tonnum á
tímabilinu 2.-8. janúar.
Togarar hafa einnig fengið mjög
góðan þorskafla á Vestfjarðamið-
■ um. Að sögn Páls Halldórssonar,
—" skipstjóra á Páli Pálssyni ÍS, eru
þeir flestir farnir að forðast þorsk-
inn því þeir mega ekki við að veiða
hann vegna kvótaskorts.
■ Mikil þorskgengd/16
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Afmælis-
hátíð
LR hafin
LEIKFÉLAG Reykjavíkur verð-
ur 100 ára á morgun, 11. janúar,
en félagið er elsta starfandi
menningarfélag á íslandi. Af-
mælið verður haldið hátíðlegt
allt þetta ár með margvíslegum
hætti. Segja má að afmælishátíð-
in hafi byrjað í Borgarleikhúsinu
í gærkvöldi þegar frumsýnt var
leikritið Dómínó eftir Jökul Jak-
obsson undir leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur. Hér má sjá frú
Vigdísi Finnbogadóttur fyrrver-
andi forseta íslands, formann
afmælisnefndar LR, bjóða for-
setahjónin, hr. Ólaf Ragnar
Grímsson og frú Guðrúnu Katr-
ínu Þorbergsdóttur, velkomin á
sýninguna í gærkvöldi.
■ íleitað/20
Engin ákvörðun um stækkun járnblendiverksmiðjunnar
»Þrjú hundruð millj-
ónir til endurbóta
ÁKVEÐIÐ var á stjómarfundi Járn-
blendifélagsins sem haldinn var í
Reykjavík í gærkvöldi að veija 300
milljónum króna til nýframkvæmda
og endurbóta á tækjabúnaði verk-
smiðjunnar, meðal annars á meng-
unarvamabúnaði. Engar ákvarðanir
vom teknar um stækkun verksmiðj-
unnar. Staðfestur var tuttugu ára
orkusamningur við Landsvirkjun
m, sem tekur gildi 1999.
Jón Sveinsson, formaður stjórn-
ar félagsins, segir að ekki sé ná-
kvæmlega hægt að segja til um
hversu stór hluti 300 milljónanna
renni til mengunarvarna, en sá
hluti sé verulegur. I fyrra var 260
milljónum króna varið til endur-
bóta á verksmiðjunni. Þar af fór
talsvert á annað hundrað milljóna
til mengunarvarna. „Mengun á
svæðinu kringum verksmiðjuna er
ekki mikil miðað við það sem þekk-
ist víða erlendis og langt undir
eðlilegum mörkum. En verksmiðj-
an er orðin tuttugu ára gömul og
búnað sem gengur úr sér þarf að
bæta.“
Mismunandi áherslur eigenda
varðandi stækkun
Stækkun verksmiðjunnar var
tekin til umræðu á fundinum. „Það
var ákveðið að eigendurnir ræddu
málið áfram og reyndu að komast
að endanlegri niðurstöðu, án þess
að hún væri tímasett,“ segir Jón.
„Þessar viðræður munu halda
áfram á næstu mánuðum. Þetta
eru þrír ólíkir eigendur með mis-
munandi hagsmuni og það tekur
töluverðan tíma að ná öllum sjón-
armiðum saman. Það eru skiptar
skoðanir um einstaka þætti en það
eru flestir, ef ekki allir inni á því
að hagkvæmni af stækkuninni sé
mikil. Það er alltaf spurning um
hvort menn vilji taka afkomuna út
í auknum arði eða leggja í innri
fjárfestingu."
í fréttum hefur komið fram að
Elkem, sem er einn eiganda verk-
smiðjunnar, hefði lýst áhuga á að
kaupa eignarhluta ríkisins. Jón
vildi hvorki játa né neita þeim
fregnum. „Það hefur ýmislegt
komið upp í þessum umræðum,
enda hafa þær staðið lengi, en það
er ekki gengið út frá slíku eins
og staðan er í dag.“
Á fundinum var samþykktur nýr
orkusamningur við Landsvirkjun
og segist Jón búast við að endan-
lega verði gengið frá honum á
næstu vikum. I samningnum er
gert ráð fyrir möguleika á viðbótar-
orku á svipuðu verði, komi til
stækkunar verksmiðjunnar, en
ákvörðun um það verður að liggja
fyrir á fyrri hluta þessa árs.
Starfslok framkvæmdastjóra fé-
lagsins, Jóns Sigurðssonar, voru
ákveðin á fundinum að hans eigin
ósk og er búist við að nýr maður
taki við með vorinu.
* Akureyring-
ur númer
15 þúsund
BÆ JARYFIRV ÖLD á Akureyri
héldu í gær hóf til heiðurs
fimmtánþúsundasta borgara
Akureyrar. Sá sem varð heið-
ursins aðnjótandi er tæplega
tveggja mánaða gamall dreng-
ur, Einar Sigurðsson, sem
fæddist 19. nóvember sl. Jakob
Björnsson bæjarstjóri færði
Einari áletraðan silfurskjöld
frá bæjarstjórn ásamt banka-
bók með 50 þúsund króna inn-
stæðu.
■ Ánægjulegur áfangi/12
Á þriðja hundrað manns á kynningar-
fundi um álver á Grundartanga
Áhyggjur vegna
áhrífa á annað
atvinnulíf
Á ÞRIÐJA hundrað manns var á
opnum kynningarfundi sem heil-
brigðisnefnd Akranessvæðisins stóð
fyrir í gærkvöldi að Heiðarborg í
Leirársveit, þar sem kynntar voru
tillögur að starfsleyfi fyrir fyrirhugað
álver á Grundartanga.
Á fundinum voru auk heimamanna
meðal annars fulltrúar Hollustu-
verndar, Náttúruverndarráðs, iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytisins og
bændasamtaka auk þingmanna kjör-
dæmisins. Aðstoðarframkvæmda-
stjóri Columbia Ventures var einnig
á fundinum.
Ýmsir lýstu miklum áhyggjum sín-
um af sjónmengun af verksmiðjunni
og mögulegum áhrifum á landbúnað
og ferðamennsku. Þá höfðu margir
áhyggjur af mengun frá verksmiðj-
unni.
Ólafur Pétursson frá Hollustu-
vernd gerði grein fyrir tillögum að
starfsleyfi en skila má athugasemd-
um fyrir 13. janúar næstkomandi.
Hollustuvernd gerir ráð fyrir að af-
greiða endanlega^ tillögu til ráðherra
í næsta mánuði. í starfsleyfinu segir
meðal annars að álverið verði byggt
í samræmi við bestu tækni sem völ
er á í kerskálum. Útblástur mengun-
arefna verður í samræmi við ýtrustu
kröfur sem gerðar eru.
Náttúruverndarráð gerir
athugasemdir
Fram kom í máli Trausta Baldurs-
sonar frá Náttúruvemdarráði að ráðið
gerir fjölmargar athugasemdir við
starfsleyfið. Náttúruvemdarráð
gagniýnir meðal annars að ekki skuli
vera gert ráð fyrir vothreinsibúnaði í
álverinu og telur að setja eigi mun
strangari takmörk í mörgum tilvikum.
Fulltrúar Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins upplýstu á fundin-
um að ekki hefði verið óskað eftir
því að aflað yrði sérstakra upplýs-
inga um búfé á svæðinu við undir-
búning að starfsemi álversins og var
það harðlega gagnrýnt af fundar-
mönnum.
Galloway-kálfar
fluttir í land
FYRSTU lifandi gripirnir af
Galloway-holdanautakyninu voru
fluttir úr Hrísey í gær. Eru þetta
fjórir kálfar sem seldir hafa verið
á tvo bæi í Skagafirði.
Ræktun Galloway-stofnsins hér
á landi hófst með stofnun Einangr-
unarstöðvarinnar í Hrísey fyrir 20
áram. Islenskar kýr vora sæddar
með innfluttu sæði úr Galloway-
nautum. Dreifing á djúpfrystu
sæði hófst nokkram árum síðar.
Síðan hefur framræktun stofnsins
leitt til þess að í Hrísey eru nú
„hreinir" Galloway-gripir.
Eins og sakir standa er
Galloway-stofninn á íslandi einn
sá verðmætasti í heiminum, eftir
að tók fyrir allan útflutning á
Galloway-erfðaefni frá Bretlandi
vegna kúariðunnar. Landssam-
band kúabænda sem rekur stöð-
ina hefur fengið fyrirspurnir að
utan um erfðaefni úr stofninum.
■ Fyrstu lifandi/12
Morgunblaðið/Kristján