Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 9. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ^ Morgunblaðið/RAX I SLIPPNUM Búist við að Milo- sevic gefi eftir Beljgrad. Reuter. BUIST var við því í gær að Slobodan Milo- Sevic, leiðtogi Serbíu, myndi viðurkenna sig- ur stjórnarandstöðunnar í sveitarstjórn- arkosningum sem fram fóru í nóvember og að hann myndi hvetja til myndunar sam- steypustjórnar. Yfirlýsing sem tveir aðstoð- arforsætisráðherrar og fulltrúar náms- manna úr hópi mótmælenda sendu frá sér um miðjan dag í gær styður þetta en þar segir að stjórnvöid verði að virða úrslitin. Heimildarmaður fíeuter-fréttastofunnar, sem sagður er háttsettur stjórnmálamaður, fullyrti um hádegi í gær að forsetinn væri að undirrita yfirlýsingu þar sem hann féll- ist á niðurstöðu Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ÖSE). Stofnunin kynnti sér úrslit kosninganna, sem Milosevic hafði lát- ið ógilda, og hefur þrýst mjög á'hann að viðurkenna sigur stjórnarandstöðunnar. Ekki var vitað hvenær yfirlýsingin yrði gerð opinber en búist var við að það yrði í tengslum við fund fimmveldanna svoköll- uðu, Bandaríkjanna, Rússlands, Þýska- lands, Frakklands og Bretlands, í Brussel í gær en þar átti að ræða stjórnmálaástand- ið i Serbíu. Verður mynduð stjórn vinstri- og lýðræðisaflanna? Nefnd á vegum ÖSE komst að þeirri nið- urstöðu í desember að fullyrðingar stjórnar- andstöðunnar um að hún hefði borið sigur úr býtum í 14 af 18 stærstu sveitarfélögum Serbíu, væru réttar. Hefur stofnunin veitt stjórnvöldum frest til 16. janúar til að viður- kenna sigur stjórnarandstöðunnar. Heimildarmenn Reuter segja að ákvörðun um að verða við þessum kröfum hafi verið tekin á föstudag á fundi háttsettra embætt- ismanna úr Sósíalistaflokknum og Samein- uðu júgóslavnesku vinstrifylkingunni, en leiðtogi hennar er Mirjana Markovic, eigin- kona Milosevic. Segja þeir að ennfremur verði hvatt til að „öll vinstri- og lýðræðisöfl í landinu sameinist og myndi samsteypu- stjórn í nafni þjóðarhagsmuna". Eng'in nið- urstaða á neyðarfundi Sofia. Reuter. ENGIN niðurstaða fékkst á neyðarfundi ör- yggisráðs búlgarska ríkisins, sem haldinn var í gær vegna hins eldfima stjórnmálaástands í landinu. Um 100 manns slösuðust á föstu- dag og aðfaranótt laugardags í átökum óeirðalögreglu og mótmælenda sem höfðu setið um þinghúsið í Sofia í um hálfan sólar- hring. í gærmorgun lenti öryggissveitum og um 500 mótmælendum saman að nýju í og við þinghúsið og voru þeir síðarnefndu hrakt- ir á braut. Zhelyu Zhelev, forseti Búlgaríu, hefur lýst samúð með málstað mótmælenda en jafnframt sagst mótfallinn því að þeir grípi til ofbeldis. Fólkið sem safnaðist saman fyrir utan þing- húsið vildi með því mótmæla þeirri ákvörðun sósíalista, sem eru í meirihluta á þingi, að neita að taka fyrir tillögu stjórnarandstöðunn- ar um að boðað verði til nýrra kosninga. Tugir þúsunda komu saman við þinghúsið og breyttust mótmælaaðgerðir brátt í umsát- ur. Grýtti fólkið þinghúsið, braut glugga og velti um bílum þingmanna sem lagt hafði verið fyrir utan þinghúsið. Jeltsín sagður hressari LÆKNAR Borísar Jeltsíns Rússlands- forseta sögðu í gær að hann væri hress- ari og að ástand hans væri mun stöð- ugra en áður. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu í vikunni. Læknar sögðu forsetann hitalausan og að blóðþrýstingur væri eðlilegur. Segja þeir hann afar ósáttan við að þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús. Hann hafi þijóskast við fyrst eftir að hann veiktist og í raun hefði þurft að leggja hann fyrr inn. Kínverjar beita neitunarvaldi KÍNVERJAR beittu neitunarvaldi í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á föstudagskvöld í fyrsta skipti í tæpan aldarfjórðung, til að koma í veg fyrir að friðargæslusveitir verði sendar til Guatemala. Kínverjar eru þarlendum stjórnvöldum reiðir vegna tengsla Gu- atemaiastjórnar við Tævan. Vörðu þeir ákvörðun sína í gær, kváðust ekki eiga annars úrkosti. Senda átti 155 manna alþjóðlegt gæslulið undir stjórn SÞ tii Guatemala til að fylgjast með afvopnun stríðandi fylkinga sem sömdu frið eftir 36 ára borgarastyrjöld í landinu. Brugðust full- trúar Guatemala hjá SÞ við hart og hótuðu þegar að fara með málið fyrir allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna. Þá reyndu háttsettir embættismenn SÞ að finna lausn á málinu. Á meðal þeirra tillagna sem fram komu var að sent yrði alþjóðlegt gæslulið og að viðkom- andi lönd greiddu kostnaðinn við starf sinna hermanna. Þá kemur einnig til greina að senda herlið undir stjórn Sam- taka Ameríkuríkja. Fleiri hús rýmd í Norður-Noregi UM 100 manns urðu að yfirgefa heimili sín í nágrenni Tromso aðfaranótt laug- ardags vegna snjóflóðahættu. Eldri hjón fórust á föstudag í snjóflóði sem féll á tvö íbúðarhús og bifreið en bílstjórinn komst lífs af. Ekki var talin mikil snjó- flóðahætta þar sem fióðið féll og munu snjóflóðasérfræðingar meta hættuna á frekari flóðum í Troms-fylki. í gærmorgun fór að snjóa að nýju og nálgast snjóhæðin óðum tvo metra. Veg- ir eru lokaðir og hefur reynst erfitt að komast á ýmsa þá staði sem nú er talið að kunni að vera í hættu. Þeirra á með- al er Breivik-eiði, sveitarfélagið þar sem snjóflóðið féll á föstudag. Tuttugu manns, sem búsett eru þar, neituðu lengi vel að rýma hús sín en i gær hafði þeim snúist hugur. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að koma fólkinu til aðstoðar vegna ófærðar. Eru hæfileikaríkbörn hornrekur Vafasamur athafnamaður í innsta hring 100 MILLJARÐA ÁRSVELTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.