Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Talsmaður Columbia um gagnrýni á að vothreinsibúnaður verði ekki notaður Hreinsibúnaður Columbia valinn miðað við keratækni JAMES F. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia álfyrirtækisins, segir gildar ástæður vera fyrir því að notaður verði þurrhreinsibún- aður til að takmarka útblástur mengunarefna í fyrirhuguðu álveri Columbia á Grundartanga en Náttúruvernd ríkisins hefur gagn- rýnt að ekki sé stefnt að því að nota vothreinsibúnað. Segir hann allan búnað og tækni við vinnslu áls á Grundartanga miðast við að nota þurrhreinsibúnaðinn. í tillögu Hollustuverndar ríkis- ins að starfsleyfí álversins segir að væntanlegur útblástur meng- unarefna sé í samræmi við alþjóða- samþykkt um bestu tækni fyrir álver með þurrhreinsibúnaði. Hensel segir að þurrhreinsibún- aður og vothreinsibúnaður sé val- inn eftir því hver vinnslutækni áls sé. „Vothreinsibúnaði er beitt þar sem unnið er með aðra keratækni- aðferð en við verðum með,“ sagði hann. í grófum dráttum er munur- inn á aðferðunum sá að skautað kolefni er ýmist búið til utan ker- anna eða í þeim sjálfum. í kerum álvers Columbia verður hið fyrra ofan á en Hensel segir að þar sem skautað kolefni er framleitt í ker- um þurfi að notast við vothreinsi- búnað. Hensel segir ljóst að mikill áhugi sé á undirbúningi vegna fyrirhugaðs álvers en hann sat á fimmtudagskvöld fjölmennan kynningarfund að Heiðarborg í Leirársveit um tillögur Hollustu- verndar að starfsleyfi. Væntir viðunandi niðurstöðu Hensel segir aðspurður um við- brögð Columbia við sterkri gagn- rýni íbúa í grennd við álverið og ábendingum náttúruverndarsam- taka, að áfram verði haldið undir- búningi vegna byggingar áivers- ins, eins og ekkert hafí í skorist. Umhverfismat hafi verið staðfest og unnið sé að staðfestingu starfs- leyfis. Segir hann menn auðvitað hafa rétt tii þess að hafa eigin skoðan- ir á málinu en Columbia-fyrirtæk- ið leitist eftir því að fylgja í einu og öllu íslenskum lögum og reglu- gerðum og skilyrðum stjórnvalda. Aðspurður útilokar Hensel að til greina komi að hverfa frá nú- verandi staðsetningu vegna gagn- rýninnar. Segist hann eiga von á að nið- urstaða undirbúningsstarfs fyrir- tækisins, t.a.m. vegna umhverfis- verndar, verði viðunandi. Hald lagt á fíkniefni í Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi færði tvö ungmenni í fanga- geymslu á laugardagsmorg- un eftir að hafa lagt hald á fíkniefni sem þau höfðu í fór- um sínum. Fyrr um morgun- inn hafði lögreglan afskipti af tuttugu manns sem voru að koma úr samkvæmi í þekktu vímuefnabæli í vest- urbæ Kópavogs. Leitað var að fíkniefnum á þeim öllum og voru tvímenningarnir í þeim hópi. Að sögn lögreglu var ekki vitað nákvæmlega um hvers konar fíkniefni var að ræða, en talið líklegt að það væri amfetamín. Til stóð að yfir- heyra ungmennin nánar seinnipart laugardags, eða þegar runnið væri af þeim. Innbrot í Grafarvogi BROTIST var inn í íbúðarhús við Frostafold á föstudags- kvöld, en tilkynnt var um inn- brotið á ellefta tímanum. Tveimur ljósmyndavélum, myndbandstæki, ferðatölvu og geislaspilara var stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er enn óljóst hvern- ig farið var inn í húsið. Morgunblaðið/Golli LÖGREGLA skoðaði í gær ummerki brunans i þjónustumiðstöð skautasvellsins í Laugardalnum. Eldur í þjónustumiðstöð skautasvellsins í Reykjavík Gaskútar sprungxi og eldur læsti sig í þakið TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á þjónustumiðstöð skautasvellsins í Laugardalnum, eftir að eldur kom upp í ruslagámi við norðurenda hússins aðfaranótt laugardags, en tilkynning um þetta barst um fímm- * Gjaldeyrishraðbanki Islandsbanka Mörk, pund, dollar- ar og danskar krónur ÍSLANDSBANKI hefur opnað gjaldeyrishraðbanka í Kringlunni. í gjaldeyrishraðbankanum er hægt að fá dollara, þýsk mörk, bresk pund og danskar krónur og greiða fyrir með debet- eða kreditkorti. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, sagði að gjaldeyririnn væri seldur á sama gengi í hraðbankanum og í af- greiðslu bankans. „Við ákváðum að ríða á vaðið þar sem tæknin býður upp á þessa auknu þjónustu. Til að byrja með verður aðeins gjaldeyrishraðbanki í Kringlunni, en sjálfsagt bætast fleiri við þegar fram líða stundir." Ragnar sagði, að þegar Íslands- banki hafí tekið til starfa, hinn 1. janúar árið 1990, hafi 5% af færsl- um verið framkvæmdar af við- skiptavinum bankans. „Núna sjá viðskiptavinir sjálfir um helming færslna, í gegnum hraðbanka, heimabanka í tölvunum heima og skjálínu fyrirtækja. Gjaldeyrishrað- bankinn er eitt skref í þessa átt og nýtist viðskiptavinum áreiðanlega enn betur en ella þar sem hann er við hlið söiuskrifstofu Flugleiða. Nú er hægt að kaupa farseðil og ná í gjaldeyri um leið.“ Hámarksúttekt í gjaldeyrishrað- bankanum á hveijum sólarhring er 30 þúsund krónur fyrir þá sem eru með debetkort frá íslandsbanka, en 15 þúsund ef annað debetkort eða kreditkort er notað. leytið til Slökkviliðs Reykjavíkur. Eldurinn breiddist út frá rusla- gámnum yfir í viðargeymsluskúr utan á þjónustumiðstöðinni, þar sem í voru sex gaskútar og bensín- brúsi. Miklar sprengingar urðu þeg- ar eldurinn komst þar inn og logaði glatt í gasinu. Þá læsti eldurinn sig í þakkant hússins og komst þar af leiðandi inn í þakrýmið. Einnig barst eldur og reykur inn í þjón- ustumiðstöðina. Eldtungur hátt til himins Eldtungurnar teygðu sig hátt til himins þegar slökkviliðið bar að garði og sprengingar dundu enn frá gaskútunum, en fímm þeirra sprungu. Að sögn slökkviliðsins leit þetta ekki vel út í fyrstu, en þó fór betur en á horfðist og tókst fljótt og vel að ráða niðurlögum eldsins. Má það meðal annars þakka hag- stæðu veðri. Bergþór Einarsson, forstöðu- maður skautasveilsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið um hádegi á laugardag að erfítt væri að meta skemmdirnar eins og sakir stæðu. Skautasvellið var þó lokað í gær og verður líklega einnig lokað í dag, sunnudag. Hugsanlega íkveikja Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða, en Rannsóknar- lögregla ríkisins fer nú með rann- sókn málsins. Ölvaður öku- maður ók inn í húsagarð ÖKUMAÐUR og farþegi hans hlupu á brott eftir að hafa ekið bíl inn í húsagarð við Sílakvísl í Ár- túnsholti á þriðja tímanum á föstu- dagsnótt. Mennirnir náðust skammt undan og reyndust báðir ölvaðir. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina, þar sem tekið var úr þeim blóðsýni og skýrsla tekin. Brotist inn í skúr gæsluvall- ar í Breiðholti ÞRÍR unglingar brutust inn í skúr gæsluvallarins við Tungusel í Breiðholti um tvöleytið á föstu- dagsnótt. Að sögn lögreglu skemmdu þeir ekkert, nema við að komast inn í skúrinn. Unglingarnir voru kéyrðir niður á lögreglustöðina í Breið- holti, þar sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. A ► 1-56 Eru hæfileikaríku börnin hornrekur? ►Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela fræðslustjóra að gera áætlun um hvernig koma megi til móts við þarfir barna með sérstaka hæfileika á einhverju sviði. /10 Vafasamur athafna- maður í innsta hring ►Boris Berezovskí er einn valda- mesti athafnamaður Rússlands og seilist nú til pólitískra áhrifa. Upp- gangur hans hefur verið samfara aukinni glæpastarfsemi í Rúss- landi. /12 Breytti tugthúsi í konungsgarð ►Af Moltke greifa og íslands- . tengslum ættar hans. /20 Fyrirtæki með 100 milljarða viðskipti ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Bjarna Ár- mannsson, nýráðinn forstjóra Kaupþings. /24 B ► 1-32 Röddin aldrei betri ►Sópransöngkonan Elín Ósk Ósk- arsdóttir hélt til Noregs fyrir skömmu til þess að syngja eitt af aðalhlutverkunum í norskri óperu. /1 og2 Mistök og melstaraverk ►Það var ljóst þegar farið var yfir kvikmyndaárið að 1996 var langt yfir meðalári hvað gæða- myndir snertir. /8 Heima hjá Drakúla ►Skyggnst á bak við goðsögnina lífsseigu um blóðsugugreifann frá Transilvaníu. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Dominikana ►í aldingarði eidri borgara. /2 Breskar hefðir og índíánasúlur ►Neð í suðvesturhomi Kanada er borgin Viktoría, á suðurodda Vancouver-eyju. Borgin þykir minna á breska smáborg. /4 13 BÍLAR___________ _ Corvettunnar beðið með eftirvæntingu ►Búist er við að yfir ein milljón manns sæki eina af stærstu bila- sýningum heims í Detroit. /1 Reynsluakstur ►Góður Mondeo batnar enn. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 36 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fóik í fréttum 44 Reykjavíkurbréf 28 Bíó/dans 45 Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 45 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréftil blaðsins 40 Gárur 6b idag 42 Mannlifsstr. 6b Brids 42 Kvikmyndir 12b INNLENDAR FF I.ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.