Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ur myndasal'ni TILLAGA borgarfulltrúa gengur út á að finna hæfileikaríka einstaklinga á ýmsum sviðum. „Lítið hefur verið rætt um sérstöðu og úrræði fyrir börn sem hafa sérstaka hæfileika en flokkast ekki endilega undir afburðagreind," segir í tillögunni. Eru hæfileikaríku börnin hornrekur? Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti fyrir ára- mót með öllum greiddum atkvæðum að fela fræðslustjóra að gera áætlun um hvemiff koma megi til móts við þarfír bama með sérstaka hæfíleika á einhverju sviði. I umfjöll- un Hildar Friðríksdóttur kemur fram að hugmyndaauðgi kennara er lykilatriði í því að veita þessum nemendum verkefni við hæfi. ITILLÖGU borgarfulltrúa í fræðsluráði segir að hér geti verið um „svokölluð afburða- greind böm að ræða og börn með ákveðna sérgáfu. Leitast verði við að skilgreina hæfileikarík börn og þarfir þeirra og safna upplýs- ingum um fjölda slikra bama í grunnskólum Reykjavíkur." Í greinargerð með tillögunni seg- ir að böm sem hafi sérstaka hæfi- leika á einhveiju sviði eigi oft erfitt uppdráttar m.a. vegna viðkvæmni, óróleika og skorts á ein- beitingu, þó námsgeta þeirra og sköpunargáfa sé mjög mikik Hulda Ólafsdóttir, sem á sæti í fræðs- luráði, flutti tillöguna. Hún segir að málefni þessara bama hafí verið í umræðunni á íslandi í um 20 ár en einkum hafi verið rætt um afburðagreind börn. „Með þessari tillögu er leitast við að líta á málið í víðara samhengi en áður, því lítið hefur verið rætt um sérstöðu og úrræði þeirra sem hafa sérstaka hæfileika en flokk- ast ekki endilega undir afburða- gp-eind,“ segir hún. í framhaldi af tillögu fræðslu- ráðs hefur Iðnnemasambandið lýst yfir ánægju með tillöguna. „Þeir skilja hana eins og til var ætlast, þ.e. að verið er að tala um hæfi- leika á ýmsum sviðum. Sambandið vill að því verði fylgt eftir að til dæmis börnum með sérstaka verk- lagni verði sinnt,“ segir Hulda. í þessu sambandi bendir hún á að gera megi verkefnin. „Segjum að flestir séu að búa til blaðakörfu í smíði þá gætu þessir nemendur verið að búa til mun flóknari hluti. Markmiðið er að þeir fái tækifæri til að þróa sína hæfi- leika. Þetta getur líka verið á listrænu sviði.“ Engin stefnu- markandi úrræði Hulda segir að hingað til hafi lítið verið um stefnumark- andi úrræði innan skólanna þó að leitað hafi verið lausna utan hefð- bundins skólastarfs. „Reykjavíkur- borg ásamt menntamálaráðuneyti tók á þessu 1985 með því að stofna Námsefnisráðgjöfina fyrir af- burðagreind börn, en hún var utan skólakerfisins. Við leggjum mikla áherslu á að úrræðin verði innan skólans. Það var ein af þeim ástæð- um sem lágu til grundvallar því að við treystum okkur ekki til að Verið er að tala um hæfi- leika á ýmsum sviðum Ljóðið um drenginn Á VEFSÍÐUNNI_ http:// www.mcn. net/ acabrera/ theboy.html má finna ljóðið Litli drengurinn eftir Helen Buckley. Ljóðið er í frásögu- formi og verður sagt frá inni- haldi þess hér. Segir þar frá litlum dreng sem hefur skólagöngu í stórum skóla. Dag einn segir kennar- inn að nú skuli allir teikna mynd. „Fínt!“ hugsaði litli drengurinn, sem hafði gaman af því að teikna alls kyns myndir; af ljónum og tígrisdýr- um, hænsnfuglum og kúm, lestum og bátum. Hann dró fram litina sína og byrjaði að teikna. En kennarinn sagði: „Bíddu! Tími er ekki kominn til að byrja!“ Og hún beið þar til allir virtust tilbúnir. „Við ætlum að teikna blóm,“ sagði kennarinn. „Fínt!“ hugsaði litli drengurinn. Honum þótti gaman að búa til falleg blóm með bleikum, appel- sínugulum og bláum litum. En kennarinn sagði: „Bíddu! Tími er ekki kominn til að byija!“ Og hún beið þar til allir virtust tilbúnir. „Ég ætla að sýna ykkur hvernig.“ Og hún teiknaði rautt blóm með grænum stilk. „Svona,“ sagði kennarinn. „Nú getið þið byijað.“ Síðan segir frá hverju verk- efninu á fætur öðru og þar kom að drengurinn lærði að bíða og fylgjast með. Hann lærði að gera eins og kennar- inn vildi. Smám saman kom að þvf að frumkvæði hans varð ekkert. Svo kemur að því að drengurinn skiptir um skóla vegna flutnings. Og nýi kenn- arinn sagði: dag ætlum við að teikna mynd.“ „Fínt!“ hugs- aði litli drengurinn. Og hann beið eftir að kennarinn segði hvað ætti að gera. Kennarinn sagði ekkert og gekk um her- bergið. Síðasta erindið hljóðar svo: Þegar hún kom að drengnum litla spurði hún: „Viltu ekki búa til mynd?“ ,)ú,“ sagði drengurinn litli. „Hvað eigum við að búa til?“ „Ég veit það þegar þú býrð hana til,“ svaraði kennarinn. „Hvemig á ég að hafa hana?“ spurði drengurinn litli „Alveg eins og þér sýnist," sagði kennarinn. „Og hvaða lit sem er?“ spurði drengurinn litli. „Hvaða lit sem er,“ svaraði kennarinn. „Ef allir búa til sömu mynd og nota sömu liti, hvemig á ég að þekkja þær í sundur og hver gerði hveija?“ „Eg veit ekki,“ svaraði litli drengurinn. Og hann byijaði á rauðu blómi með grænum stilk. halda áfram stuðningi við Náms- efnisráðgjöfina.“ Flestir viðmælendur blaðsins tóku undir að nauðsynlegt væri að leita lausna innan veggja skólans. „Börn vilja að mínu mati helst fá að vera með félögum sínum. Hitt er annað mál að mér finnst alvar- legt ef þau sitja aðgerðarlaus í skólanum, þeim leiðist og valda þar af leiðandi truflunum," sagði Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri. Jónas G. Halldórsson sál- fræðingur tók einnig fram að for- eldrar yrðu að vera vakandi yfir því að sinna öðrum þörfum barn- anna utan skóla og því er Hulda sammála. „Það má alls ekki taka ábyrgðina frá foreldrum. Þeir þurfa að vera vakandi og leggja sitt af mörkum," segir hún. Mikil þekking til Bragi Jósepsson, prófessor í uppeldisfræði við Kennaraháskóla íslands (KHÍ), sem var jafnframt forstöðumaður Námsefnisráð- gjafarinnar í þau 10 ár sem hún starfaði, segir að heilmikil reynsla sé til hér á landi um hvernig leysa megi mál hæfileikaríkra nemenda. Aðstandendur Námefnisráðgjafar- innar hafi farið víða á ráðstefnur til að kynna sér möguleika þessara barna og safna alþjóðlegum gögn- um. „Ein leiðin sem hægt er að fara til að koma til móts við þau er innan skólans og ég sé ekkert því til fyrirstöðu," segir hann. Hann segir að Námefnisráðgjöfin hafi upphaflega verið stofnuð með hliðsjón af því að hafa á einum stað hugmyndabanka um hvað verið er að gera og miðla því til skólanna. „Mér þykir ánægjulegt að borgaryfirvöld eru farin að taka við sér í þessum málum, en jafn- framt ankannalegt að þau eru ný- búin að leggja niður starfsemi Námsefnisráðgjafarinnar.“ Mörgum spurn- ingum ósvarað Gerður G. Óskarsdóttir fræðslu- stjóri segir að í kjölfar tillögunnár þurfi fræðsluráð að taka ákvarðan- ir meðal annars að hvaða nemend- um eigi að leita og hvemig. Hún segir ýmislegt koma til greina og bendir á að bandaríski fræði- maðurinn Gardner haldi því fram að flokka megi greind í sjö tegund- ir, þ.e. rökhugsun, að kunna að nýta tungumál, listræna hæfileika bæði á sviði tónlistar og formskynj- unar, líkamlega fimi, samskipta- hæfileika, stærðfræðihæfileika, stjórnunarhæfileika og hugmynda- auðgi og frumkvæði. Hún segir að hægt sé að finna nemendur sem skari fram úr eftir mörgum leiðum, til dæmis með því að skoða einkunnir, leggja greind- arpróf fyrir heila árganga eða ein- staka valda nemendur. Kostnaður við að leggja greindarpróf fyrir öll grunnskólabörn í Reykjavík kosti tugi milljóna. Nauðsynlegt sé því að ákveða hvar setja eigi mörkin. Jónas G. Halldórsson sálfræð- ingur segir að samkvæmt meðal- kúrfu þeirra sem mælast á greind- arprófi séu 2% barna afburða- greind, þ.e. með greindarvísitölu yfir 130. „Slík próf mæla aðeins ákveðið úrtak af æðri vitsmuna- starfsemi þannig að hún hefur mikla fylgni við námsárangur. Af- burðagreindur einstaklingur getur haft veikleika á öðrum sviðum sem greindarpróf nær ekki til,“ segir hann og bætir við að hugtakið greind nái einnig yfir félagsþroska, tilfmningaþroska og siðgæðis- þroska auk ótal annarra hugtaka. „Þeir sem mælast afburðagreindir geta eins og aðrir haft alls kyns misstyrk í þroskamynstri sínu sem lýsir sér sem sértækir námsörðug- leikar í lestri, stærðfræði, fínhreyf- ingum eða sem erfiðleikar í félags- legum samskiptum." Jónas segir að afburðagreindir finni gjarnan meira fyrir slíkum veikleikum en hinir og því sé vandi þeirra að vissu leyti meiri. Þeir fái síður þjónustu því kennarar átti sig ekki alltaf á veikleikunum. Það geti lýst sér í því að kennari skynj- ar til dæmis ekki að nemandi á í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.